Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 51 Ingveldur Valdhnars- dóttir - Kveðjuorð Fædd 4. febrúar 1954 Dáin 11. desember 1991 Við höfum kvatt yndislega vin- konu okkar, Ingveldi Valdimars- dóttur. Hún Inga okkar var engu lík. Hún var dugmikil kjarnakona sem lét aldrei bugast. Við kynnt- umst henni fyrir um 15 árum er við fluttumst öll til Akraness til að setjast þar að. Inga og Lúlli voru að vísu Skagamenn en voru að flytjast til Akraness aftur eftir búsetu í höfuðborginni. Á þessum fyrstu árum okkar stóðum við öll í barneignum og það voru ófá skiptin sem við hittumst öll með barnahópinn okkar og brölluðum eitthvað skemmtilegt saman. Allt frá því við kynntumst höfum við undirbúið jólin saman með því að gera laufabrauð. Allir, stórir og smáir, hafa tekið þátt í bakstrin- um. Nú er jólaundirbúningnum ekki lokið og Inga kemur eflaust til með að fylgjast með okkur í laufabrauðsgerðinni frá sínum nýju heimkynnum. Inga var áræðinn dugnaðarfork- ur sem fór ekki alltaf troðnar slóð- ir. Fyrir 6 árum tók hún við starfi útibússtjóra hjá Alþýðubankanum sem var þá að opna útibú hér á Akranesi. í fyrstu hafði hún aðset- ur fyrir starfsemi bankans í einu herbergi hjá Verkalýðsfélagi Akra- ness. Hún lét ekki staðar numið en hélt áfram uppbyggingu bank- ans. Skömmu áður en hún tók við starfi útibússtjóra kom í ljós að hún var með krabbamein og þurfti að ganga í gegnum krabbameins- meðferð. En Inga lét aldrei bugast. Alþýðubankinn skipti um eig- endur og nafn og hlaut nafnið Is- landsbanki. Umsvif og viðskipti jukust undir öruggri stjórn Ingu. Á síðastliðnu vori flutti bankinn um set í annað skipti, nú var flutt í glæsileg húsakynni og starfs- menn orðnir 6 talsins. Inga var sæl og ánægð, allt virtist ganga svo vel, en um svipað leyti bankaði fyrri sjúkdómur upp á að nýju. Inga lét ekki bugast. Hún hélt áfram að byggja sig upp, fór í sund og rölti með okkur um golf- völlinn. Hún hélt vinnu sinni áfram þar til fyrir um mánuði. Inga var mikill unnandi góðrar tónlistar og hafði mikla hæfileika á því sviði. Hún var mjög söngelsk og söng m.a. í Kirkjukór Akraness í nokkur ár og einnig var hún einn af stofnendum Sönghópsins Sólar- megin. Löngun hennar til að hlusta á yndislega tónlist var það mikil að hún fór í lok nóvember, þá orð- in mikið veik, á tónleika í Saurbæ- jarkirkju til að hlusta á kór Hamra- hlíðarskólans og Hamrahlíðarkór- inn. Inga barðist ötullega fyrir krabbameinssjúklinga og blés nýju lifi í Krabbameinsfélag Akraness. Hún hafði mikinn áhuga fyrir að við Sjúkrahús Akraness yrði rekin sérstök aðhlynning fyrir krabba- meinssjúklinga. Þetta varð að veruleika nú í haust. Starfsfólk var þjálfað í meðferð krabbameins- sjúklinga undir umsjón Sigurðar Árnasonar krabbameinslæknis. Hún barðist einnig fyrir því að hér yrði boðið upp á heimahjúkrun fyrir krabbameinssjúklinga þannig að þeir gætu fengið að vera heima eins lengi og hægt væri og fengið að kveðja þennan heim þar ef þeir óskuðu. Það var einmitt hún Inga okkar sem fékk fyrst að njóta þess- arar þjónustu. Hún sagði við okkur rétt áður en hún kvaddi þennan heim að hún vonaðist til að allir hefðu lært af þessari reynslu. Þannig var hún Inga okkar, frum- kvöðull sem vildi að aðrir nytu góðs af reynslu sinni. Þessir síðustu dagar sem hún dvaldi heima voru ótrúlegir. Fjöl- skylda og vinir sóttu kraft hvert í annars nærveru en mestur kraftur- inn kom frá Ingu sjálfri. Þessi elskulega vinkona okkar bjó yfir ótrúlegum krafti og orku sem hún miðlaði til okkar af örlæti fram á síðustu stundu. Minningarnar um yndislega manneskju munu ylja Lúlla, Þóri Birni, Vilborgu, Ingólfi og allri fjöl- skyldu og vinum um ókomna tíð. Þórdís og Hannes, . Jenna og Georg. Kveðja frá Krabba- meinsfélagi Islands. Andlát Ingveldar Valdimars- dóttur, útibússtjóra íslandsbanka á Akranesi, snerti okkur hjá Krabbameinsfélaginu djúpt. Kynni okkar af henni voru allt of stutt. Ingveldur lagði Krabbameinsfé- laginu lið í Þjóðarátaki gegn krabb- ameini 1990 og var kosin í stjórn Krabbameinsfélags íslands á aðal- fundi félagsins í maí 1990. Þá um haustið átti hún dijúgan þátt í að endurvekja Krabbameinsfélag Akraness, enda hafði hún brenn- andi áhuga á málefnum krabba- meinssamtakanna. Nú í haust skip- ulagði hún m.a. fræðslufundi á vegum félagsins í heimabyggð sinni og sýndi mikinn áhuga á tób- aksvörnum í grunnskólum bæjar- ins. Á fundum stjórnar Krabba- meinsfélags íslands var hún tillög- ugóð og var fengur að fá hana til liðs við samtökin. Fyrir hönd stjórnar Krabba- meinsfélags Islands sendi ég að- standendum Ingveldar innilegar samúðarkveðjur. Við minnumst hennar með virðingu og þakklæti. Almar Grímsson Krístinn Vilhjálms- son - Kveðjuorð Það var eitthvað það við Kristin Vilhjálmsson sem gerði hann eftir- minnilegan öðrum mönnum. Ef til vill var það rólyndi hans og æðru- leysi og hversu gott það var að vera í návist hans. Djúp rödd hans fór þessum karlmannlega og elskulega manni vel og hlátur hans var svo eðlilegur og fas hans og viðmót allt áreynslulaust og hógværð mikil. Ef til vill var það lífsreynsla hans sem olli — eða lunderni eða hvort tveggja. Kj'istinn Vilhjálmsson var af Vestfirðingum kominn, fæddur að Tungu í Skötufirði 29. nóvember árið 1904. Foreldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Pálsson frá Tungu og Margrét Jónsdóttir frá Króki á Rauðasandi. Ungur missti hann föður sinn og vandist snemma við sjósókn og sveita- störf, eins og þá var títt. Fyrir vestan kynntist hann ungri konu úr Fnjóskadal, Helgu Jónsdóttur, og gengu þau í hjónaband 6. júní 1931. Bjuggu þau fyrst í Reykja- vík en 1949 gerðust þau landnem- ar í Kópavogi þar sem þau keyptu hús og land og bjuggu lengi oft við lítil efni verkamannsins en Kristinn drýgði tekjur sínar með sjósókn og garðrækt. Þau Helga og Kristinn eignuð- ust fjögur börn: Auði, sem lengi bjó á Húsavík en lést á síðasta ári, Margréti, sem hefur verið búsett á Ákureyri um 20 ára skeið, og synina Vilhjálm Bersa og Einar Karl, sem báðir eru búsettir i Reykjavík. Eftir lát Helgu bjó Kristinn með yngri syni sínum en 1985 fluttist hann til Margrétar og Gunnars tengdasonar síns í Aðalstræti 82 á Akureyri og dvaldist þar til dauðadags. Hjá þeim góðu hjónum undi hann sér vel eins og annars staðar sem hann var enda var vel að honum búið og hann setti svip á Innbæinn og Fjöruna. Kristinn Vilhjálmsson stundaði ekki fjas um ævina og lifði eftir þeirri reglu að sælla væri að gefa en þiggja. Hefur margur af honum þegið þótt frægastur yrði hann í Innbænum fyrir pönnukökurnar sínar en þær runnu á tungu eins og egg og rjómi. í kyrrlátu lítil- læti sínu helgaði hann sig börnum sínum og barnabörnum og gleðin yfir að geta verið öðrum eitthvað veitti honum mesta ánægju. Það var okkur ánægja að kynnast Kristni, kímni hans var þægileg eins og allt viðmót hans og margt hefði mátt af honum læra. Blessuð sé minning Kristins Vilhjálmsson- ar. Margrét og Tryggvi. Úlfar Jónsson, / 5-faldur Islandsmeistari í golfi, leióbeinir um val ó golfvörum. % KRINGLU Botgofkringlunni, simi 679955. Falleg. óvenjuteg og ódjr jólagjöf Viö spörum þér sporín Pósthólf 8445, 128 Reykjavík Ársmappa Pósts og síma meö frímerkjum ársins 1991 er falleg, ódýr óvenjuleg jólagjöf. Hún er vel til þess fallin að vekja áhuga á frímerkjasöfnun hjá ungu kynslóðinni. Stingdu ársmöppunni í jólapakkann. Hún kostar aðeins 1300 kr. og fæstá póst- og símstöðvum um allt land. GottfólklSlAS500 - 2S0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.