Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 62
62 MORGÚNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 ÍÞRÖmR FOLK ■ JÚGÓSLA VINN Dejan Savicevic, miðvallarspilari hjá Rauðu Stjörnunni í Júgóslavíu, skrifar undir samning við AC Milan í vikunni. Rauða Stjarnan mun fá 407,5 millj. ÍSK fyrir Savicevic, sem er 23 ára. Hann mun leika út þetta keppnistímabil með Rauðu Stjörnunni. ■ TÉKKINN Ivo Stas, 23 ára, sem Aston Villa keypti frá Banik " Ostrava fyrir 300 þús. pund fyrir þrettán mánuðum, er hættur hjá félaginu vegna þrálátra meiðsla í hásin. Aston Villa fær 500 þús. pund í bætur út úr slysatryggingu leikmannsins og ræður félagið hver hlutur Stas verður. ■ NANTES hefur fest kaup á danska landsliðsmanninum Jonny Mölby frá Vejle. Mölby er 22 ára. Með Nantes leika tveir aðrir útlend- ingar - Argrnínumaðurinn Jörge Nurruchaga og Júgóslavinn Zor- an Vulic, sem er Króati og þess vegna hættur að leika með landsliði Júgóslavíu. ■ EKKERT verður að leik Alba- níu og Spánar í Evrópukeppni landsliða, sem átti að fara fram í Albaníu í dag - og óvíst er hvort að leikurinn verði nokkurntíma leik- inn. Ástæðan fyrir þessu er hið ótrygga ásand sem er í Albaníu. Leikurinn skiptir engu máli í EM, þar sem Frakkar hafa þegar tryggt sér sigur í 1. riðli. ■ AAD de MOS, hollenski þjálfar- inn hjá Anderlecht, hefur end- urnýjað samning sinn við belgíska félagið til tveggja ára. Hann hefur verið þjálfari Anderlecht í þijú ár. Frá Bob Hennessy ÍEnglandi ■ TREVOR Francis, fram- kvæmdastjóri Sheffield Wed., er nú að vinna í því að fá Chris Waddle til félagsins frá Marseille. Francis mun fara til Frakklands eftir jól til að ræða við forráðamenn Mar- seille, sem vilja fá 1,5 millj. pund fyrir Waddle, en Francis hefur boðið eina millj. punda. Marseille keypti Waddle fyrir tveimur árum frá Tottenham á 4,5 millj. pund. „Ég vona að ég komi heim með Waddle með mér,“ sagði Francis. ■ NEWCASTLE hefur einnig ■» mikinn áhuga að fá Waddle til fé- lagsins, en Ossie Ardiles, fram- kvæmdastjóri Newcastle, lék með honum hjá Tottenham. Kevin Keegan er byijaður að starfa hjá Newcastle og er það í hans verka- hring að safna peningum til að kaupa Waddle. ■ MIKLAR líkur eru á að Gary Lineker leiki með Tottenham gegn Liverpool í kvöld. ■ ASTON Villa seldi Ian Orm- ondrojo til Derby í gær á 300 þús. pund, en hann hefur verið í láni hjá Derby sl. tvo mánuði. ■ ALAN Smith, aðstoðarmaður Steve Coppel hjá Crystal Palace, sagði í gær að það hafi verið mis- ■^tök að kaupa Marco Gabbiadni frá Sunderland á 1,8 millj. punda. Hann hefur ekki skorað nema eitt mark í ellefu leikjum. Palace keypti hann þegar félagið seldi Ian Wright til Arsenal. FELAGSLIF Aðatfundur hjá Fram Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram verður haidinn í félagsheimili Fram við Safamýri, föstudaginn 20. desember kl. 20.30. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Víkin, Víkingur - ÍBV 20 Bikarkeppni kvenna, 8-liða úrslit: | Hlíðarendi: Valur-Víkingur....kl. 20 Körfuknattleikur Japisdeildin: Stykkish.: Snæfell-KR kl. 20 KNATTSPYRNA lan Rush leikmaður Liverpool segir að stuðningsmenn Liverpool komi til með að haga sér vel í Evrópuleikjunum gegn Genoa. Liverpool gegn flölsku liði í fyrsta sinn í 7 ár Liverppol mætir ítalska liðinu Geona í átta liða úrslitum Evr- ópukeppni félagsliða, en dregið var í gær. Liverpool fékk sex ára bann í Evrópukeppni eftir harmleikinn á Heyselleikvanginum í Brússel, þeg- ar 39 áhorfendur fórust í ólátum fyrir úrslitaleik Liverpool og Ju- ventus í Evrópukeppni meistaraliða. Síðan hefur Liverpool ekki leikið gegn ítölsku liði í opinberri keppni. Peter Robinson, framkvæmda- stjóri enska félagsins, var ánægður með mótheijana. Hann sagði leik- menn Liverpool vera fulla sjálf- strausts eftir velgengnina í keppn- inni til þessa, en engu að síður yrðu þetta erfiðir leikir vegna reglna sem giltu um §ölda erlendra leikmanna. Á móti kæmi að Graeme Souness hefði mikla reynslu af ítalskri knatt- spyrnu, en hann lék með Sampdor- ia, sem deilir velli með Genoa. Sou- ness segir að leikurinn í Genoa verði erfiður, en ef við leikum okkar leik þurfum við ekkert að óttast. „Við höfum fengið smá bónus með því að leika fyrri leikinn á Ítalíu." Ian Rush, sem fór frá Liverpool til Juventus eftir harmleikinn í Brussel 1985, sagði að stuðnings- menn Liverpoll hafi hagað sér vel í undanförnum Evrópuleikjunum og því ekkert að óttast. Rush skipti aftur yfir í Liverpool frá Juventus 1988. „Ef stuðningsmenn Liverpool haga sér eins vel í leikjunum gegn Genoa og þeir gerðu í síðustu Evr- ópuleikjum og við leikum góða knattspyrnu, geta ítalir sagt: „þetta er Liverpool eins og við þekktum það fyrir harmleikinn í Brussel," sagði Rush. Leikirnir fara fram 4. og 18. mars og verður fyrri leikurinn á Ítalíu, þar sem Sampdoria á heima- leik gegn Anderlecht í meistara- keppninni 18. mars. Real Madríd dróst gegn tékk- neska liðinu Olomouc, en vildi fá Liverpool. „Það hefði verið drauma- dráttur," sagði Trigo, þjálfari Real, „en Olomouc er sterkt lið, sem við getum ekki vanmetið." Real hefur ekki tapað leik í spænsku deildinni, en Tékkamir komu á óvart í síð- ustu umferð og unnu þá HSV 6:2 samanlagt. Tórínó, sem sigraði KR í fyrstu umferð ,mætir B 1903 frá Kaup- mannahöfn og Ghent frá Belgíu leikur við Ajax frá Hollandi. UEFA-drátturinn Dregið var í 8-liða úrslit í UEFA-keppninni í Gefn í gær: Torínó (Italíu) - B 1903 (Danmörku) Sigma Olomouc (Tékkóslóvakíu) - Real Madrid (Spáni) Genóa (Italíu) - Liverpool (Englandi) Gent (Belgíu) - Ajax (Hollandi) Leikið verður 4. og 18. mars. Úrslitakeppni Evrópumótsins íknattspyrnu: Danir og Kalir í viðbragðsstöðu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ákvað á fundi sínum í gær að Danmörk og Ítalía tækju þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu, sem fer fram í Sví- þjóð í júní n.k., ef Júgóslavía og Sovétríkin verða ekki með lið. End- anleg ákvörðun verður tekin 16. janúar, en daginn eftir verður dreg- ið í riðla keppninnar. Danmörk var stigi á eftir Júgó- slavíu í 4. riðli, en sigri Ítalía Kýp- ur á laugardaginn eða verði jafn- tefli verða ítalir í 2. sæti 3. riðils, þremur stigum á eftir Sovétmönn- um. Kýpur hefur tapað öllum sjö leikjunum í forkeppninni og aðeins gert tvö mörk. UEFA tók fyrrnefnda ákvörðun vegna ástandsins í Sovétríkjunum og Júgóslavíu og óttast að þjóðirnar neyðist til að hætta við þátttöku í EM. Hermann Neuberger, formaður þýska knattspyrnusambandið, sagði í gær að það væri tímabært að vera með 16 þjóða úrslitakeppni í Evrópukeppni landsliða 1996, en ekki 8-liða eins og er í dag. Hann hefur lagt fram tillögu þess efnis til UEFA. „Þegar byijað var með átta þjóða úrslitakeppni á Ítalíu 1980, tóku 32 þjóðir þátt í for- keppninni. Nú eru þjóðirnar orðnat’ 38 og ég er viss um að Evrópuþjóð- irnar verða orðnar 42 innan árs. Urslitakeppni með sextán þjóðum mun aðeins standa yfir þremur dög- um lengur, en með átta þjóðum,“ sagði Hermann Neuberger. Undankeppni ÓL: Svíar gegn Hollend- ingum Svíar mæta Hollendingum í 8-iiða úrslitum í undan- keppni fyrir Ólympíuleikana og Evrópukeppni 21 árs landsliða. Þær þjóðir sem fara með sigur af hólmi í 8-liða úrslitunum tryggja sér um leið farseðilinn á Olympíuleikana í Barcelona 1992. Dregið var í Gefn i gær og var drátturinn þannig: Dan- mörk - Pólland, Holland - Sví- þjóð, Þýskaland - Skotland og Tékkóslóvakía - Ítalía. Þá var einnig dregið um hvaða þjóðir leika í undandrslit- um: Danmörk eða I’ólland - Tékkóslóvakía eða Ítalía. Þýskaland eða Skotland - Hol- land eða Sviþjóð. Leikirnir í 8-liða úrslitum og undanúrslitum eiga að fara fram á tímabilinu 31. mars til 30. apríl. SKIÐI / HEIMSBIKARINN Fyrsti sigur Jagge NORÐMAÐURINN Finn Christian Jagge kom mjög á óvart er hann sló Alberto Tomba við og sigraði í svigi heimsbikarsins í Madonna di Campiglio á Italíu í gær. Þetta var fyrsti sigur Norðmannsins í heimsbikarkeppninni. Jagge, sem er 25 ára, var með besta tímann eftir fyrri umferð svigsins og náði að halda efsta sætinu í síðari umferð, þó svo að Tomba hafi náð besta tímanum í síðari umferð. Norður- landabúar geta vel við unað því Tomas Fogdö frá Svíþjóð varð þriðji og Norðmaðurinn Ole Christian Furuseth fjórði. „Það er frábært að vinna Tomba. Þessi sigur er geysilega mikilvægur fyrir mig því svigið er mjög erfið grein,“ saðgi Jagge. Tomba var ekki ánægður með annað sætið og kenndi rásnúmeri sínu í fyrri umferð um það. En brautin var orðin slæm þegar hann fór niður. En engu að síður fékk hann mikilvæg stig í keppninni og kannski fær hann frið frá áhangendum sínum um í jólafríinu. Karlarnir keppa í alpatvíkeppni, bruni og svigi í St. Anton í Áusturríki um næstu helgi. Tomba verður ekki með þar, en helsti keppinautar hans, Paul Accola og Marc Girardelli, gætu nælt sér í dýrmæt stig í St. Anton. Reuter Finn Christian Jagge frá Noregi hafði ríka ástæðu til að brosa eftir fyrsta sigurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.