Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 47

Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 47 stjóra dagsettu 1. ágúst 1990 og fór fram á að verk hans og kenning- ar yrðu metnar af til þess hæfum aðilum. Búnaðarfélag Islands varð við þeirri beiðni Þorvaldar þó svo að félagið bæri fyllsta traust til hans. í ljósi fyrri afskipta Halldórs Gunnarssonar af þessum málum var honum gefinn kostur á að standa að úttektinni með Búnaðarfélaginu sem hann þáði. Búnaðarfélag íslands og Halldór Gunnarsson fóru fram á það við Háskóla íslands með bréfi dagsettu 6. nóvember 1990 að Háskólinn til- nefndi hæfa fræðimenn til nefndrar úttektar. Við því var orðið og lauk úttektarnefndin störfum nú í júní- mánuði. Frá nefndarálitinu hefur verið greint opinberlega. Þó var lít- il áhersla lögð á kynningu þessara jákvæðu niðurstöðu fyrir nútíma vinnubrögð í hrossarækt í flölmiðl- um. Fyrst og fremst af tillitssemi Búnaðarfélagsins við fyrrverandi starfsmann sinn Gunnar Bjarnason en með nefndarálitinu var staðfest að í þessu máli hafði þeim feðgum skjátlast algerlega. Álit þeirra þriggja sérfræðinga sem úttektina unnu er allt á jákvæða lund hvað notkun BLUP-aðferðarinnar í hrossarækt og stöðu Þorvaldar Árn- asonar varðar. Einnig koma fram í áliti þeirra margar þarfar ábend- ingar sem tillit verður tekið til við þróun þessa starfs í heild. Að ýms- um úrbótum var þegar unnið er upphlaupið varð eins og þegar hefur komið fram í greininni. Undirrót illindanna Það liggur í augum uppi að um- mæli Halldórs Gunnarssonar á fundi Hrossaræktarnefndar 18. apríl voru einungis dropinn sem fyllti mælinn. Allt frá því að Þor- valdur Árnason fór að beita sér fyrir notkun nútíma búfjárkynbóta- fræði í íslenskri hrossarækt hefur hann legið undir mjög ósvífnum og jafnvel persónulegum árásum frá Gunnari Bjarnasyni. Nú er liðin hálf öld síðan Gunnar lauk háskóla- prófi og svo sem fram hefur komið í grein þessari hefur nútíma búfjár- kynbótafræði nánast verið byggð upp frá grunni á þessum tíma. Ljós- lega kemur fram í málflutningi Gunnars Bjarnasonar að hann hefur ekki viijað eða getað fylgst með þessari þekkingarbyltingu, heldur hefur hann reynt að kasta rýrð á þessa vísindagrein og hefur í mál- flutningi sínum fremur reynt að höfða til tilfinninga fólks en skyn- semi. Halldór hefur enga menntun í búfjárrækt en hann ætti sem há- skólamenntaður maður að sýna þá dómgreind að hlíta niðurstöðum vísindamanna á þessu fræðisviði. Á meðan á vinnu sérfræðinga- nefndarinnar stóð samþykktu ís- lenskir hrossaræktendur á aðal- fundi Hrossaræktarsambands ís- lands og á ársþingi Landssambands hestamannafélaga árið 1990 ein- arðar traustsyfirlýsingar á rann- sóknarstörfum Þorvaldar Árnason- ar og nú í ár 15. nóvember sam- GUCCI Frábær úr útlit og gæði GUCCI úrin fcerðu aðeins hjá Garðari Ólafssyni úrsmið, Lækjartorgi. þykkti aðalfundur Félags hrossa- bænda ályktun sem er efnislega samhljóða samþykktum HÍ og LH frá í fyrra. Þar sem Félag hrossa- bænda lýsir yfir trausti á störfum Þorvaldar Árnasonar fyrir íslenska hrossarækt og tekur undir þá. stefn- umótun sem Búnaðarfélag íslands hefur frá upphafi haft í sambandi við túlkun niðurstaða, hvort sem er, af kynbótasýningum eða á kyn- bótaspám. Lokaorð Af framansögðu má ljóst vera að Búnaðarfélag íslands sinnti í hvívetna eðlilegu samráði þegar þessar nýju aðferðir voru teknar upp í leiðbeiningastarfi félagsins í hrossarækt. Búnaðarfélagið fór sér ekki óðslega við að taka BLUP-kyn- bótamatið upp. Það liðu rúm_ þrjú ár frá því að kerfi Þorvaldar Árna- Dnar var fullbúið þar til það var rkið í notkun í leiðbeiningastarfi ilagsins og tæp átta ár liðu þar til kerfið var loks notað sem grunn- ur að dómi stóðhesta með afkvæm- um. Þrátt fyrir að hér sé um kjörað- ferð að ræða til þeirra hluta. Nær væri að gagnrýna okkur hjá Búnað- aðarfélagi íslands fyrir að fara of hægt í þessu máli. Halldór Gunnarsson fullyrðir í grein sinni að Búnaðarfélag Islands hafi keypt þjónustu af fyrirtæki Þorvaldar „dýru verði“. Svo sem fram kemur í reikningum Búnaðar- félags íslands hefur félagið greitt Þoi-valdi Árnasyni í heild u.þ.b. kr. 680.000 fyrir alla þjónustu hans. Það er útreikningur kynbótamats í þijú ár og uppsetning mikilla reikni- forrita í tölvu Búnaðarfélagsins þegar félagið tók sjálft við útreikn- ingunum. Þetta er ekki mikill kostn- aður við slíka fagvinnu. Það sem réttlætir að ólar séu eltar við Halldór Gunnarsson um þessi mál er að á einum stað í áliti fyrrnefndrar sérfræðinganefndar segir: „Þetta styrkir þá skoðun að andmælin séu sprotin af skorti á skilvirku kynningaratarfi.“. Vel má vera að þetta sé raunin þrátt fyrir allt það sém gert hefur verið til að kynna þessar nýju kynbótaaðferðir í hrossarækt á undanförnum árum. Kynningar geta þó verið gagnslitlar fyrir þá sem eru haldnir fordómum og eru fyrirfram ákveðnir í að sitja við sinn keip. Það er heldur ekkert við því að segja þó að eldri menn þurfi tíma til að átta sig á nýjum hlutum og þeir vilji halda fram því sem best taldist á þeirra mann- dómsárum. Hins vegar má það aldr- ei verða til þess að harnla árangurs- ríku kynbótastarfi. Ýmsar fullyrðingar sem koma fyrir í grein Halldórs Gunnarssonar í Mcrgunblaðinu verða gerðar að umræðuefni síðar. Höfundur er hrossuræktarrúðu- nautur hjá Búnaðarfélagj íslands. M HJÁ Máli og menningu er komin út bókin Martin og Viktor- ía eftir danska skáldið Klaus Lynggaard. í kynningu frá útgef- anda segir: „Sagan gerist í ná- grenni Kaupmannahafnar og sögu- maður er Martin, 16 ára. Hann færir lesendur tæp tuttugu ár aftur í tímann í heillandi frásögn um þessa daga þegar allt gat gerst — jafnvel það að síðhærður hljóm- sveitartöffari yrði yfir sig ástfang: inn af saklausri yfirstéttarpíu. í bakgrunni dynur músíkin, og litrík- ur vinahópurinn og litlaus skólinn mynda eftirminnilega umgjörð um samband tveggja ólíkra einstakl- inga.“ Hilmar Hilmarsson þýddi bókina sem er 260 bls. Guðjón Ket- ilsson hannaði kápu. G. Ben prent- stofa hf. prentaði. Gódan daginn! SLAN DSDÆTU R Svipmyndir ur lífi íslenskra kvenna 1850 - 1950 Éii jöKumwon / Rjgnhildur \ igíuvdiifúr DSDÆTURi ntlir úr lífi íslcndira kvenna 1850 1950 'Kv&uto&ófóa l wi ÓRN OG ÖRLYGUR Síöumúli 11, 108 Reykjavík 684866 lykilhlutverki" „Þessi bók, þessar svipmyndir úr sögu íslensks samfélags og þáttar kvenna í mótun þess samfélags er ekki aðeins fróðleg, heldur einnig mjög vel gerð og vel skrifuð. Eins og segir í upphafi er myndasafnið vandlega valið og allur frágangur eins og best verður á kosið. Höfundar texta, myndritstjóri og útgefandinn eiga þakkir skilið og er verkið verðug viðbót við það safn þjóðhátta- og samfélagslýsinga sem forlagið Öm og Örlygur hefur gefið út undanfarin ár." Siglaugw Brynleifsson, Tíminn í desember 1991. „Islandsdætur gegndu þar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.