Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 Morgunblaðið/Sverrir Edda Kristjánsdóttir, flautuleikari, Hildur Þórðardóttir, flautuleikari, og Þórhildur Halla Jónsdótt- ir, sellóleikari. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands: Þrír ungir hljóðfæraleik- arar taka einleikarapróf TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Háskólabíói á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, kl. 20. Þá taka þær Edda Kristjánsdóttir, flautuleikari, Hild- ur Þórðardóttir, flautuleikari, og Þórhildur Halla Jónsdóttir, selló- leikari, fyrri hluta einleikaraprófs, en í vor halda þær sína tónleik- ana hver og verður það seinni hluti prófsins. Sljórnandi tónleikanna í Háskólabíói er Bernharður St. Wilkinson. Edda Kristjánsdóttir hóf flautu- leikaraferil sinn átta ára gömul í Svíþjóð og síðar í Hafnarfirði. Síð- ustu sjö árin hefur hún stundað nám hjá Bernharði St. Wilkinson í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Á tónleikunum leikur Edda verk- ið Euridice eftir Þorkel Sigur- björnsson. „Mig langaði til að spila íslenskt verk og þetta varð fyrir valinu. Það er samið um grísku goðsögnina Orfeus og Evridís. Þor- kell segir söguna útfrá sjónarhomi Evridísar, sem er skilin eftir í undir- heimum. Það er mjög skemmtilegt að í nótunum eru fyrirmæli um það hvemig lýsingin á sviðinu eigi að vera og einnig stend ég ekki alltaf á sama stað á sviðinu. Það er auk þess skemintileg hljóðfæraskipan en til dæmis er rafmagnsbassi með,“ segir Edda. Hún segist stefna að því að fara til útlanda næsta vetur og miðar við að vera í einkatímum í stað þess að fara í nám í tónlistarskóla. „Ég er búin að sækja um í málvís- indum í háskóla í Bandaríkjunum, en ég hef verið í samskonar námi hér í Háskóla íslands síðan ég lauk stúdentsprófi í fyrra, jafnframt flautunáminu." Edda segir að þar sem ekki sé boðið upp á kennslu á hærra stigi hér á landi, fari flestir til útlanda til frekara náms í flautu- leik. „Það eru litlir atvinnumögu- leikar fyrir flautuleikara og því heldur óöruggt. Þess vegna stefni ég á eitthvað háskólanám til að hafa eitthvað annað í bakhönd- inni,“ segir Edda Kristjánsdóttir. Hildur Þórðardóttir hóf nám sitt í flautuleik í Neskaupsstað sem krakki og sautján ára gömul í Tón- listarskóla Reykjavíkur. Þar var hún fyrst hjá Guðrúnu Birgisdóttur og síðar hjá Martial Nardeau. Hild- ur leikur á tónleikunum konsert fyrir flautu og hljómsveit í h-moll op. 30 eftir Bernhard Romberg og er þetta frumflutningur verksins hér á landi. „Romberg var Þjóð- veiji, sem var klassískt og róman- tískt tónskáld. Þessi konsert er klassískur en hefur svolítinn róm- antískan blæ,“ segir Hildur. Hún segir alveg óráðið hvað hún taki fyrir í framtíðinni, en hún kennir nú við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar annan veturinn í röð.„Það fer svolítið eftir því hvem- ig prófið gengur en að sjálfsögðu íhugar maður að fara til útlanda. Ef af því yrði býst ég við að ég færi þá til einkakennara," segir Hildur. Þórhildur Halla Jónsdóttir, selló- leikari, hóf nám sitt hjá Pétri Þor- valdssyni sjö ára gömul. Fimmtán ára fór hún í Tónlistarskólann í Reykjavík og hefur haft Gunnar Kvaran sem kennara síðan. Á tón- leikunum leikur Þórhildur konsert fyrir selló og hljómsveit í D-dúr op. 101 eftir Joseph Haydn. „Þetta er dæmigerður klassískur konsert, sem Haydn samdi árið 1783. Þetta er annar af tveimur sellókonsert- um, sem hann samdi," segir Þór- hildur. Hún segist vera að hugsa um að fara utan næsta vetur til frek- ara náms í sellóleik. „Ég hugsa að annað hvort verði Bretland eða Bandaríkin fyrir valinu. Ég býst við að byija á því að fara í tónlistar- skóla en það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt að fínna einkakennara, sem manni líkar vel við.“ Þórhildur hefur verið að kenna í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði síðan hún lauk stúdentsprófi í fyrra. Hún segir að mikil streita fylgi tónleikum sem þessum og þar sem þær fái ekki endanlega útkomu úr einleikaraprófinu fýrr en að hafa lokið öðrum tónleikum í vor, verði að koma í ljós hvað framtíðin beri í skauti sér þegar þar að kem- ur. Gaf tvö Kjarvalsmálverk VIÐ opnun Kjarvalssýningar á Kjarvalsstöðum sl. laugardag færði Kristín Björnsdóttir, fyrrverandi alþjóðastarfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum, Kjarvalssafni tvö olíumálverk eftir Jóhannes S. Kjarval. Las Gunnar Kvaran listráðunautur upp úr gjafabréfi er fylgdi málverkunum, sem höfðu verið hengd upp á sýningunni. Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur, þakk- aði Kristínu fyrirTiönd safnsins fyrir hlýhug og þessa ómetanlegu gjöf. Málverkagjöfin er til minningar um elskaða foreldra Kristínar, eins og segir í gjafabréfinu, þau Söru G. Þorleifsdóttur, sem fædd var í Fremrihúsum í Arnardal 5. desem- ber 1871 og dáin 18. desember 1942, og Björn Sigurðsson, sem fæddur var í Gröf 9. mars 1871 og varð úti í Húnavatnssýslu 28. febrúar 1911. Hann var bóndi og kennari. Sara hafði stundað nám í Kvennaskólanum í Reykjavík í 2 ár, 1991-1992. Þau gengu í hjóna- band 19. febrúar 1899 og bjuggu á Húnsstöðum það ár, á Bjarnar- stöðum 1900-1904 og á Litlu-Giljá 1904-1911. Foreldrar Söru voru Þorleifur bóndi í Fremrihúsum í Arnardal, fæddur 16. október 1832 og dáinn 15. mars 1882, og Kristín Benediktsdóttir kona hans, fædd 20. nóvember 1830 og dáin 11. mars 1883. Foreldrar Bjöms voru Sigurður Bárðarson bóndi í Gröf, fæddur 5. apríl 1834 og dáinn 5. mars 1901 og Guðrún Jónasdóttir kona hans, fædd 23. mars 1832 dáin 1906. Kristín segir að minna málverk- ið, sem er af rauðhærðum dreng, hafi verið í hennar eigu síðan 1929, þá gefið henni á tvítugsafmæli hennar af Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðamesi. En stærri myndina gaf Kjarval henni sjálfur 6. ágúst 1954 í Reykjavík, er hún var stödd í heimsókn á íslandi frá störfum sínum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Það var nýmálað og ekki fullþornað er hann færði henni það, áður en hún við brottförina fór um borð í skipið. Hún kvaðst þakklát þessum tveimur mönnum, sem voru vinir hennar og hún mat mikils. Möguleiki á stofnun hlutafélags um Iðnó þegar kannaður - segir Inga Bjarnason leikstjóri INGA Bjarnason leiksljóri og for- menningarhús, þar sem hægt yrði svarsmaður undirskriftasöfn- að halda tónleika en ekki endilega unar meðal listamanna um björg- reka þarna leikhús, nóg er af þeim.“ un Iðnó, segir að oft hafi verið kannaður möguleiki á stofnun hlutafélags um kaup og rekstur á Iðnó en án árangurs. Þeir sem eru vel fjáðir séu ekki menning- arlega sinnaðir auk þess sem það sé hlutverk ríkisins og Reykjavík- urborgar að eiga og endubæta Iðnó. Markús Örn Antonsson borgarstjóri, leggur til að kann- aður verði möguleiki á stofnun hlutafélags um kaup og rekstur hússins. „Þetta mál er búið að velkjast um í kerfinu í fimm ár,“ sagði Inga. „Það eru allir sammála um að varð- veita húsið en það vill enginn borga. Þessi hugmynd um almenningshlut- afélag, þeir halda að það sé eitthvað töfra orð. Fólk sem á peninga í dag er ekki það menningarlega sinnað að það vilji kaupa svona. Þessi al- menningshlutafélög eru til og það eru ríki og borg.“ Inga sagði að baráttunni fyrir varðveislu hússins yrði haldið áfram. „Þetta er vagga okkar menningar," sagði hún. „Það þýðir ekki að byggja hallir en gleyma rótunum. Lista- menn þessarar þjóðar eru færir um að reka svona hús en þeir geta ekki keypt það. Ég tel að ríki og borg beri skylda til að kaupa húsið, eiga það og lagfæra. Síðan munu lista- menn reka húsið sem fjölnota Lán sj ávarútvegsfyrirtækj a í Atvinnutryggingardeild: Skuldbreytingin nær ekki til vaxta Færanleg leikskóla- deild við Ægisborg BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu stjórnar Dag- vistar barna um kaup á færan- legri lcikskóladcild, sem sett verður á lóð Ægisborgar við Ægissíðu. Áætlaður heildar- kostnaður er 10 til 11 milljón- ir króna. í bréfi Bergs Felixsonar fram- kvæmdastjóra Dagvistar barna, til borgarráðs, segir að tillagan sé fram komin vegna vanda sem upp er kominn við rekstur Val- hallar við Suðurgötu. „Húsið Valhöll er í eigu ríkis- sjóðs og hefur ekki verið viðhald- ið sem skyldi. Það er ekki hent- ugt sem leikskóli, er á þremur hæðum, lóð lítil og stendur við mikla umferðargötu. Af þeim sökum fæst ekki menntað starfslið til að reka Valhöll í óbreyttu formi.“ Skuldbreyting lána sjávarút- vegsfyrirtækja í Atvinnutrygg- ingardeild Byggðastofnunar tek- ur hvorki til vaxta áranna 1992 og 1993 né til afborgana og vaxta sem féllu í gjalddaga á árinu 1991 eða fyrr, samkvæmt reglum sem forsætiráðherra og fjár- málaráðherra hafa kynnt Byggð- astofnun. Ríkisstjórnin ákvað í desember að skuldbreyta þessum lánum og heimila sjávarútvegsfyrirtækjum að færa afborganir áranna 1992 og 1993 aftur þannig að lánsstíminn lengist um fjögur ár. Samkvæmt frumvarpi til lánsfjárlaga er ríkis- stjórninni heimilt að taka að láni 1.650 milljónir króna til að Atvinnu- tryggingardeildin geti staðið við skuldbindingar sínar í kjölfar þessa. í reglunum sem settar hafa verið um skuldbreytinguna segir að sú aðgerð nái til sjávarútvegsfyrir- tækja, og einstaklinga og lögaðila sem hafi fengið lán til hlutabréfa- kaupa í sjávarútvegsfyrirtækjum. Aðgerðin nái ekki til vaxta nema á þann hátt sem af tilfærslu afborg- ana leiðir, og ekki til afborgana og vaxta sem fallið hafi í gjalddaga á árinu 1991 eða fyrr. Þar sem það eigi við, skuli skuldarar semja við Atvinnutryggingardeild um endur- greiðsluhlutfall eða aflaverðmæti með það fyrir augum að gera upp vanskil og vexti áranna 1992 og 1993. Morgunblaðið/KGA Kristín Björnsdóttir við myndirnar tvær sem hún afhenti Kjarvals- safni að gjöf á sýningnnni sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.