Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1992 Heitum landinu okkar átaki í gróðurvemd 1992 eftir Herdísi Þorvaldsdóttur Væri það ekki verðugt verkefni og eitt það allra nauðsynlegasta að taka til höndum á þessu nýbytjaða ári og heita því að stöðva þessa geig- vænlegu gróðureyðingu á landinu okkar, með öllum tiltækum ráðum og af alvöru. Ennþá látum við undan síga í gróðurvernd svo landkostir rýrna með hverju ári sem líður. Að vísu er sáð í eitthvað af örfoka svæð- um á hverju ári og skógræktin setur niður plöntur í afgirta reiti af miklum dugnaði. En þetta eru samt ekki nema eins og frímerki á landakortinu og við græðum aldrei upp landið í smá girðingahólfum, Ijótum og dýr- um. Friðun fyrir lausabeit búfjár, kinda og hesta er eina ráðið, þetta hljóta allir að vita í dag en hvers vegna er ekki tekið til höndum og skipulagður ræktunarbúskapur í þessu landi eins og hjá öilum þjóðum sem vilja láta kalla sig siðmenntaðar í dag? Það væri auðvitað öllum lands- mönnum í hag, en kostar skipulag og ef til vill andstöðu skammsýnna manna sem sjá ekkert nema eigin hagsmuni í dag, en skeyta engu um framtíðina og næstu kynslóðir í þessu landi. Friðun landnáms Ingólfs Á því svæði búa 170 þúsund manns, þó það sé aðeins 1/20 partur af landinu. Aðeins þarf 18 km. girð- ingu frá Hvalfjarðarbotni yfir í Þing- vallavatn til að loka svæðinu, því Hvalfjörður, Sogið og Ölfusá af- marka það að öðru leyti. Á svæðinu eru 22 bændur sem hafa aðalatvinnu af sauðfjárrækt. Við þá þyrfti auðvit- að að semja um að hætta og fá bætur fyrir, eða girða af sitt búfé. Eins er með þá sem hafa sauðfjár- rækt með öðrum búskap. Frístunda- sauðfjárrækt, „hobbíkarl", á okkar sameiginlega landi á engan rétt á sér. Er eitthvað vit í því að láta þenn- an óþarfa offramleiðslufénað halda áfram að spilla þessum landshluta sem gæti orðið skjólgott og fallegt vistland fyrir alla íbúa þess og aðra þá landsmenn sem^ríldu njóta kjarr- og blómgróinna útivistar- og tjald- svæða. Ef dregið yrði úr búskap á þessu svæði kæmi það öllum öðrum bændum á landinu til góða, í minnk- un offramleiðslu, sem verið er að reyna að minnka vegna kostnaðar og ofbeitar. Skógræktarfélag íslands lagði fram tillögu um friðun Reykjanps- skagans 1987 sem ekki náði fram að ganga, vegna andstöðu og hótana frístundakarla sem gerðu nokkra þingmenn Reykjaneskjördæmis hrædda um atkvæði sín svo þeir stöðvuðu atkvæðagreiðslu um tillög- una. Allir vita núorðið um ömurlegt ástand gróðurleifanna á Reykjanes- skaga. Um það bil helming skagans er þó búið að friða með óhemju girð- ingakostnaði, sem hefði verið óþarfur „Gott fólk í þessu landi, ég- treysti ykkur til að fylgjast vel með fram- vindu þessa þjóðþrifa- máls á Alþingi á næst- unni, og þá sjáum við hveijir eru gróður- verndarmenn á borði en ekki bara í orði.“ ef af friðun hefði orðið. Ef Landnám Ingólfs er friðað, þarf engar girðing- ar innan alls svæðisins nema um bújarðir og beitarsvæði. Allar girð- ingar meðfram vegum og utan um öll ræktunarsvæði yrðu algerlega óþarfar. Getur nokkur ábyrg og hugsandi manneskja afneitað nauð- syn friðunar á okkar viðkvæma og skemmda landi? Tökum aðeins örfá dæmi um áhrif búsetu og ofbeitar á gróður, t.d. á Reykjanesskaga frá því jarðabók Árna Magnússonar var gerð á 17. öld og fram til dagsins í dag. Víða í Landnámi Ingólfs er sömu sögu að segja. Skógar á Reykjanes skaga um 1700 Gróðurskilyrði á Reykjanesi eru talin mjög hagstæð í Sturlungu sbr. þá frásögn að þar hafi aldrei orðið „ófrjóvgir akrar“ mest allt svæðið var þakið birki áður fyrr. Um 1700 Þannig er umhorfs áður en komið er að Náttbaga á Reykjanesi. Herdís Þorvaldsdóttir voru eftir miklir skógar á Reykja- nesi. í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns kemur fram að 8 jarðir úr Grindavík og 23 jarðir úr Romshvalaneshreppi áttu kolagerð- arskóg í Suðurnesjaalmenningnum. í Vatnsleysuhreppi áttu 20 jarðir kolagerðarskóg í almenningnum. Á sumum jörðum, t.d. Krísuvík, var þá enn nokkurt kjarr í heimahögum. Lyng var notað til eldiviðar en var að mestu horfið úr heimahögum. Skyldi nokkur maður trúa þessu í dag, sem horfir á örfoka landið, ef ekki væru til þessar heimildir. Á 19. öld varð Vatnsleysustrandarheiði gróðurlítil og örfoka. Síðustu hrís- hestarnir voru sóttir í Vogaholtið 1894. Þá var skógurinn loks friðað- ur, en um seinan því hann fyrir- fannst ekki lengur. Þetta er sorgleg saga og erfitt að ásaka forfeður okk- ar því lífið var erfitt, en þó hefur oft verið gengið allt of nærri landinu og með lítilli forsjá gagnvart næstu kynslóðum. Þær hafa gegnum aldirn- ar sífellt tekið við rýrara og erfiðara landi. Þetta dæmi er tekið til að sýna hversu stóra og erfiða skuld við verð- um að borga landinu okkar og er það ekki vansalaust að hafa ekki ennþá tekið fyrir aðalskaðvaldinn, lausabeitina. Þó að hætt sé að rífa hríslur og lyng til eldiviðar, er ennþá fé á lausabeit, bæði á grónum og ógrónum svæðum og rífur í sig ný- græðinginn hvar sem hann reynir að skjóta upp kollinum. Hvers vegna ýtum við alltaf vandanum á undan okkur á meðan gróðurþekjan og moldin hverfa burt af landinu en eftir standa ófrjóir gijótmelar og rofabörð. Á þetta sinnuleysi að heita umhyggja fyrir bændum þessa lands? Þvílík skammsýni eins og dæmin sanna. Ræktunarbúskapur með virð- ingu fyrir gróðrinum er það eina sem er mannsæmandi í lok 20. aldarinn- ar, en ekki rányrkja. Fyrir Alþingi liggur tillaga með stuðningi góðra og framsýnna manna úr öllum flokk- um um friðun landnáms Ingólfs fyrir lausabeit búfjár. Þegar hún verður tekin til umræðu og atkvæða- greiðslu, með nafnakalli, sést hverjir eru framsýnir gróðurverndarmenn og hverjir skammsýnir (eiginhags- munaseggir) sem sjá ekki lengra nefi sínu til framtíðar heilla. Gott fólk í þessu landi, ég treysti ykkur til að fylgjast vel með framvindu þessa þjóðþrifamáls á Alþingi á næstunni, og þá sjáum við hveijir eru gróðurverndarmenn á borði en ekki bara í orði. Höfundur er formaður Lífs og lands, félags áliugamanna um umhverfisvernd. Latína er list efóð eftir Ornólf Thorlacius í þremur greinum eftir Hrafn Sveinbjarnarson, nemanda í Mennt- askólanum við Hamrahlíð, sem birst hafa í vetur í Morgunblaðinu, telur höfundur sig vera að veija skóla sinn gegn tilræði stjómenda hans við fornmálabraut skólans. Hann lætur í veðri vaka að fyrirhuguðum breytingum á námsskrá skólans, sem afturkallaðar voru í haust af ráðuneyti menntamála, að minnsta kosti um sinn, hafi verið stefnt gegn þessari námsbraut. Þetta er reginmisskilningur, eins og Björn Bergsson, kennari við skól- ann og fulltrúi í skólastjórn, hefur sýnt fram á í Morgunblaðinu, þótt þau rök bíti ekki á Hrafn ef marka má síðustu grein hans. . Kjölfestan í námsefni fornmála- brautar í menntaskóla er latína ásamt stuttri kynningu á forngrísku. Þessi fornmál eru á undanhaldi í framhaldsskólum, ekki aðeins hér- lendis heldur einnig víðast á Vestur- löndum, þar sem þau voru áður grunnurinn undir þekkingu mennta- manna, lærðra sem leikra. Á miðöldum voru samskipti lærðra Evrópumanna, jafnt í ræðu og riti, á latínu. Lúther og Paracels- us hneyksluðu samtímamenn sína á 16. öid með því að rita á þýsku og á þeirri öld og hinni næstu var til þess tekið að Galíleó skráði fræði sín á móðurmáli sínu, ítölsku. Snemma á 18. öld fóru fræðimenn í vaxandi mæli að rita á eigin tungu, en klassísk menning gegnsýrði enn hugsun þeirra. Carl von Linné gaf á þeirri öld dýrum og plöntum lat- nesk fræðiheiti sem mörg standa enn, og nýjum hefur verið bætt við á sömu tungu, þótt raunar sé tals- vert þar um gríska stofna, líkt og í læknisfræðiheitum, enda sagði ald- inn læknir minn, nú löngu látinn, þegar talið barst að nauðsyn þess að læknar kynnu skil á Iatínu, að til lítils væri að vita að magi héti ventriculus á því máli þegar maga- bólga væri gastritis. Eg fagnaði í vor fjörutíu ára stúd- entsafmæli frá Menntaskólanum í Reykjavík. Á námsárum mínum námu allir menntaskólanemar lat- ínu, en gríska var af lögð snemma á öldinni. Föðurafí minn, sem lauk stúdentsprófi frá sama skóla árið 1889, hjálpaði mér stundum með iatínuna og mér er löngu ljós sá ELLEN BETRIX Vöruvöndun Þjóðverja er alþekkt, einnig verðskyn þeirra og stöðugleiki í efnahagsmálum. ELLEN BF.TRIX snyrtivörurnar eru gæðavörur framleiddar eftir kröfum Þjóóverja um gæði og hagkvæmt verð. Látió fagfólkió í eftirtöldum verslunum leióbeina yóur um val og noíkun á ELLEN BETRIX snyrtivörum: CLARA Kringlu - CLARA Austurstr. 3 - TOPPTÍSKANI Laugav. 15 - SNYRTIVÖRUBÚÐ- IN Laugav. 76 - GULLBRÁ Nóatúni 1 7 - HOLTS APÓTEK Langholtsv. 84 - SNYRTI- VÖRUVERSLUNIN Glæsibæ - SOFFÍA Hlemmtorgi - HYGEA Austurst. 16 - AND- ORRA Hafnarfirói - APÓTEK KEFLAVÍKUR - APÓTEK AKUREYRAR - HILMA Húsavík - KRISMA ísafirói - NINJA Vestm.eyjum - SNYRTIHÚSIÐ Selfossi - ÓSK Akranesi. „En þótt við byggjum við gnótt fjár væri að mínu mati fásinna að viðhalda sömu náms- braut með nokkrum nemendum í tveimur skólum í sömu strætis- * vagnaleið. I Mennta- skólanum í Reykjavík er gömul og gróin forn- máladeild. Samt gerist nú örðugt að manna hana, einkum nemend- um sem hyggjast stunda grísku.“ munur sem var á viðhorfi okkar til þessa máls. Fyrir mér var latínan dautt tungumál, vissulega lykill að málum sem enn eru töluð, einkum þeim rómönsku. Afi var aftur á móti af kynslóð menntamanna sem enn skynjuðu fornmálin sem lykil að menningu. Ég minnist þess hversu hann brýndi fyrir mér sið- gæði Rómveija, þótt hann sem þjóð- varnarmaður benti mér einnig á yfír- gang þeirra gagnvart smáþjóðum. Og enn hallar undan fyrir latín- unni. Klerkar rómversku kirkjunnar hafa til dæmis með leyfi páfa ávarp- að guð sinn og söfnuð á eigin tungu frá því upp úr miðri þessari öld. Umdeild viðleitni okkar í Hamrahlíð til að endurskoða námsefni til stúd- entsprófs breytir engu um þessa þróun. Nú eru tímar aðhalds og sparnað- ar og Ijóst að forstöðumanni fram- haldsskóla líðst ekki að halda úti fámennum námsbrautum. En þótt við byggjum við gnótt fjár væri að mínu mati fásinna að viðhalda sömu námsbraut með nokkrum nemendum í tveimur skólum í sömu strætis- vagnaleið. í Menntaskólanum í Reykjavík er gömul og gróin forn- máladeild. Samt gerist nú örðugt að manna hana, einkum nemendum sem hyggjast stunda grísku. Menntaskólinn við Hamrahlíð hef- Örnólfur Thorlacius ur um tvo áratugi brautskráð stúd- enta af tónlistarbraut í samvinnu við ýmsa tónlistarskóla. Ég hygg að flestir séu mér sammála um að tónl- ist hafi til muna meiri áhrif á menningarlíf okkar nú á tímum en klassísk fræði, að þeim ólöstuðum. Samt hefði mér, og eflaust ýmsum öðrum, þótt það furðanleg tilætlun- arsemi ef einhver tónlistarunnandi hefði í þrígang tekið upp opnu í víð- lesnasta blaði landsins til að krefjast þess að nemendur ættu þess til fram- búðar kost að ljúka stúdentsprófi af tónlistarbraut frá Menntaskólan- um í Reykjavík, og hefði borið óheil- indi á stjórnendur þess skóla fyrir að framfylgja lögum um líkamsrækt fremur en að tryggja það að þessir nemendur þyrftu ekki að stunda nám sitt austar í borginni. Eins og Hrafn bendir réttilega á, þurfum við á að halda mönnum sem hafa gott vald á latínu og grísku, eins og þjóð okkar þarfnast manna sem kunna skil á búfræði, fugla- fræði, flökun, heimspeki, japönsku, kjarneðlisfræði, listasögu, rafvirkj- un, þroskaþjálfun og örverufræði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þar með er ekki sagt að framtíð menn- ingar á íslandi sé undir því komin að þessum greinum sé ætluð sjálf- stæð braut á námsskrá þess fram- haldsskóla sem ég veiti forstöðu. Sumar þeirra eru þar raunar í boði sem valgreinar, rétt eins og latína og gríska. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.