Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. aprfl) W*
Innsæi þitt hjálpar þér mikið í
starfi. Þú þarft ef til vill að
endurskoða fjárhagsáætlun
þína. Fjölskyldumál veldur þér
áhyggjum þegar líða tekur á
kvöldið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú verður að umgangast nána
ástvini með næmleika og skiln-
ingi. Reyndu ekki að knýja
fram vilja þinn því að þá get-
urðu lent í blindgötu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það gengur brösótt hjá þér að
Ijúka ákveðnu verkefni í vinn-
unni, en á síðustu stundu
kanntu að finna ráð sem dug-
ar. í kvöld finnst þér maki þinn
stressaður.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“$0
Þú vinnur að áætlun um endur-
bætur á húsnæði fjölskyidunn-
ar. Vertu vakandi fyrir tilfinn-
ingum annarra og vertu já-
kvæðari út í vinnustað þinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú færð afbragðsgóðar hug-
myndir, en átt í erfiðleikum
með að kynna þær fyrir öðru
fólki. Það eru tímamót í fjöi-
skyldulífi þínu. Haltu þig heima
við í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Hafðu gát á peningaeyðslu
þinni núna. Rómantíkin á sterk
ítök í þér um þessar mundir.
Eitthvað sem gerist heima hjá
þér ræður atburðarás kvölds-
ins.
(23. sept. - 22. október)
Þú ert ekki með hugann við
starf þitt í dag. Láttu ekki
undan þeirri tiihneigingu þinni
að líta fremur til þeirra hiuta
i ■ sem miður fara.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
, Þér gengur erfiðlega að koma
þér að verki í dag, en bætir
það upp þegar á Iíður og and-
inn kemur yfir þig.
Bogmaður
(22. nóv. — 21. desember)
Reyndu ekki að beita of ströng-
um aga heima hjá þér. Ef þú
hefur góða yfirsýn yfir það sem
er að gerast gefst þér ef til
vili tækifæri til að auka tekjur
þínar.
. Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Tilhneiging þín til að draga þig
inn í skelina gæti staðið í vegi
fyrir rómantíkinni í lífi þínu í
dag. Fyrir alla muni þiggðu
heimboð sem þér berst.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Hafðu ekki hátt um athafnir
þínar um þessar mundir. Lærðu
á því að skoða og hlusta. Það
reynir mikið á samband þitt
við einn vina þinna.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú tekur ákvörðun um ferðalag
sem þú hefur haft hug á að
takast á hendur. Það er ekki
tímabært fyrir þig að kynna
nýjar hugmyndir sem þú ert
með í farteskinu.
v Stjörnusþána á ad lesa sem
dcegradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vtsindalegra staöreynda.
DYRAGLENS
~r~ r— ---------------
Jf? i ©1968 Trlbuna Medla Scrvlce*. Inc.
AN62A Þ*S ' . .• .
SKJLTl) STANPA
NALÆ.GT
FLÓÐH£<ST!f
\ »•:•*•*•*• ••
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
1 KyRf*'TCrvyvu T
\S<3 s/cAL NA J
\ /T/ / LC/ 11 /* // '
LJOSKA
KAfJWTU VSLX SfCO- ■ t>A&
VlÐ þ«S /] HEFOk
t' HJÓMA-y BflEVTT
BANí»NOÍj(ffLOTUHUM
FERDINAND
SMAFOLK
THIS 15 MY REPORT ON
THE FLU EPIDEMIC OF 1918
PURING UÚOfclD UJARI ...
ACTUALLY, I pipn't ujrite
THIS REPORT.. MY P06
UJR.OTE IT...
araldurinn í fyrri heimsstyrjöldinni, ritgerð, hundurinn minn skrifaði
1918. hana.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Ræður vel útfært kerfi úrslitum í
baráttu þeirra bestu, eða dugir bijóst-
vitið eitt þegar góðir spilarar eiga í
hlut? Bridsáhugamenn fá hugsanlega
svar við þessari spurningu í næstu
viku, þegar úrslit liggja fyrir í einvíg-
isleik milli bandarísku* spilaranna
Hamman/Wolff og Meckstrot-
h/Rodwell annars vegar og Bretanna
Forrester/Robson opg Brasilíumann-
anna Chagas/Branco hins vegar. Þeir
fyrrnefndu spila flókin og vel útfærð
gervisagnakerfi, en hinir verða að
láta sér lynda „að leika, kvaka, fjúga
og synda" — mega ekki einu sinni
nota Stayman! Vísindin gegn bijóst-
vitinu. Leikurinn fer fram í London,
strax eftir að Sunday Times tvímenn-
ingnum lýkur og laun sigurvegaranna
verða, auk heiðursins, 50 þúsund
ensk pund.
Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 8652 VÁG2
Vestur ♦ 763 Austur
♦ G109 ♦ D83 ♦ 7
V D86 II V 973
♦ KG10 Suður ♦ D98542
♦ 10965 ♦ ÁKD43 VK1054 ♦ Á ♦ K72 ♦ ÁG4
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu
Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Spaðagosi.
Spilið að ofan kom fyrir nýlega í
Brasilíu, þar sem Chagas og Branco
voru að æfa sig fyrir einvígið. í þetta
sinn voru þeir þó í vöminni, svo kerf-
ið skipti engu máli (þótt sagnir bendi
til að andstæðingamir séu einnig
miklir „naturalistar"). Það fylgir sög-
unni að Chagas hafi átt harma að
hefna gegn sagnhafa, lítt þekktum
rúbertuspilara að nafni Eduardo
Martins.
Martins fór vel af stað. Hann tók
þrisvar tromp, tígulás og svínaði
hjartagosa. Trompaði tígul, spilaði
hjarta á drottningu og trompaði aftur
tígul. Úr því að hjartað er 3-3 er
spilið í raun unnið, en Chagas, sem
sat í austur, tókst að skapa vörninni
færi með óvenjulegu bragði. Þegar
Martins spilaði nú laufi á drottningu
blinds, dúkkaði Chagas, án umhug-
sunnar. Martins hélt auðvitað að vest-
ur ætti laufásinn og ákvað að spila
hann upp á fjórlit í hjarta. Hann tók
síðasta trompið og spilaði sig út á
laufi. Hugmyndin var að vestur yrði
að drepa á ásinn blankan og spila
upp í K10 í hjarta. Það fór á annan
veg.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á júgóslavneska meistaramót-
inu, í desember, kom þessi staða
upp í viðureign alþjóðlegu meist-
aranna Aleksa Strikovic (2.515),
sem hafði hvítt og átti leik, og
Zlatko Ilincic (2.490). Svartur
hefur skilið kóngsvæng sinn eftir
varnarlausan enda var ekki að
sökum að spyija:
20. Rxh7! - Kxh7, 21. Df3 -
Bh6, 22. Dh3 - Re7, 23. g5 -
Rg8, 24. Hf4! - Hee7, 25. Hh4
- Df8, 26. Bxe7 - Hxe7, 27. f6
- Hc7, 28. Hfl - Rd7, 29. Hff4
og nú loksins gafst svartur upp.
Júgóslavneska meistaramótið var
ekki nærri eins öflugt og oft áður
því skiljanlega voru engir skák-
menn frá Króatíu og Slóveníu á
meðal þátttakenda. Strikovic sem
vann þessa skák sigraði óvænt á
mótinu, hlaut 9 v. af 13 möguleg-
um. Jafnir honum að vinningum
en lægri á stigum urðu stórmeist-
arinn Popovic og alþjóðlegi meist-
arinn Kozic. Stórmeistararnir
Abramovic, Raicevic, Velimirovic
og Ivanovic og alþjóðlegi meistar-
inn Ilincic urðu í 4.-8. sæti með
8>/2 V.
>