Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 Með morgunkaffinu Ekki andsk .. .st svona dreng- ur. Það fyllist allt af ryki og við finnum ekki útgöngudyrn- ar. HÖGNI HREKKVÍSI „ .. PO/WP.' 0>VPL/ WA/V1M.' Rop/ -.. I I I I I Þessir hringdu . . Tilsjónarmenn af hinu góða Kristján hringdi: Allir telja sjálfsagt að spara en nú þegar stjórnvöld fara af stað með markvissar sparnaðaraðgerð- ir virðast margir óánægðir. En það er ekki hægt að spara án þess að skera niður, því miður. Það hefur hins vegar vakið undrun mína hve mikil andstaða er við að svonefndir tilsjónarmenn verði settir. Það hefur ekki gefist vel að yfirmenn ríkisstofnana séu einráðir - hjá mörgum þeirra virð- ist reglan en ekki undantekningin að fara fram úr fjárlögum. Til- sjónarmenn gætu líka komið auga á alls konar sukk sem ef til vill hefur viðgengist svo lengi að menn eru hættir að taka eftir því. Veski Rautt seðlaveski tapaðist í gær við pósthúsið í Kópavogi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 53812. Fundarlaun. Gleraugu Gleraugu, tvískipt með ljósri umgjörð, fundust við Háteigsveg rétt eftir áramót. Upplýsingar í síma 30946 eftir kl. 19, Kristín. Úr Úr tapaðist á bensínstöðinni við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Það er með brúnni ól, með gylltum hring utan um tölustafina sem eru svartir nema einn sem er rauður. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Maríu í síma 651287. Kettlingar Tvær tveggja mánaða læður fást gefins. Upplýsingar í síma 676866. Kettlingar Kassavandir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 685615. Skíðapoki Stór marglitur Rossignol skíða- poki hvarf úr skíðageymslu í Blá- fjöllum þriðjudagin 7. janúar. Pokinn var merktur Pétri Alberts- syni og í honum voru nýir svartir hermannaskór og svartur og grænn skíðaskóapoki. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Jóhönnu í síma 688750 að deginum eða síma 72382 á kvöldin. Hálsmen Silfurhálsmen, merkt Elvar Már, tapaðist fyrir jól. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 13198. Gleraugu Gleraugu fundurst á horni Laugarlæks og Hrísateigs í byijun janúar. Eigandinn getur vitjað þeirra í Þórsbakaríi á Hrísateig. Víkveiji skrifar Ifasteignablaði Morgunblaðsins í fyrradag birtist athyglisvert viðtal við Friðrik Stefánsson hjá fasteignasölunni Þingholti. í viðtali þessu sagði m.a.:„Nú virðist vera eftirspurn eftir blokkaríbúðum á verðbilinu 8-10 millj. kr. Skýringin kann að vera sú, að þjónustuíbúð- irnar fyrir gamla fólkið eru svo okurdýrar, að það kýs heldur að kaupa á almennum markaði. Þar við bætist, að aldraðir fá ekki síðri þjónustu frá því opinbera með þeim hætti. Sá sem er í sinni eigin íbúð, getur t.d. fengið öryggishnapp, því að Tryggingastofnun borgar hann. Sá, sem er í þjónustuíbúð þarf aftur á móti að borga fyrir hann sjálfur. Þetta háa verð á þjónustuíbúðun- um á sér því stað á fölskum forsend- um, því að þjónustan þar er ekkert meiri en annars staðar. Ástæðan fyrir því, að þjónustuíbúðirnar eru seldar svona dýrt, er sú, að eldra fólk er að selja sín skuldlausu hús og byggingaraðilarnir eru að reyna að ná því, sem ná má af þessu fólki. Þetta er staðreyndin. Gamla fólkið er hrætt við að verða ósjálfbjarga og þarf þá á aðstoð að halda, en fær svo bara litla blokkaríbúð fyrir sama verð og húsið sitt og svo enga þjónustu umfram það, sem það hafði á gamla staðnum." Það sýnist full ástæða til, að þetta mál verði kannað frekar. Það eiga bæði opinberir aðilar að gera svo og samtök aldraðra, sem láta nú æ meir að sér kveða. xxx Iviðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag er frá því sagt, að nokkrir bændur hafi sagt sig úr Ferðaþjónustu bænda. Síðan segir: „Ásmundur Kristjánsson, Stöng, hefur einnig sagt sig úr Ferðaþjón- ustu bænda. Hann segir, að Ferða- þjónustan sé orðið gríðarlegt bákn. Hún sé aðallega fjármögnuð með styrkjum úr opinberum sjóðum, þrátt fyrir, að komið hafi tillögur frá félagsmönnum um, að félagið ætti ekki að þiggja styrki úr opin- berum sjóðum, heldur reyna sjálft að standa undir rekstrinum.“ Hvernig er það með bændur, geta þeir ekki staðið fyrir nokkurri starfsemi án þess að hún njóti styrkja úr opinberum sjóðum?! Hvernig í ósköpunum stendur á því að þessi starfsemi er fjármögnuð á þann veg? Hvaða rök eru fyrir því? Isama viðskiptablaði Morgun- blaðsins er sagt frá því, að ríkis- skattstjóri hafi gert samning um uppsetningu á tölvubúnaði, sem gerir stofnun hans kleyft að sjá í auknum mæli um tölvukeyrslu. Síð- an segir:„Hingað til hefur tölvu- vinnsla RSK að mestu verið í hönd- um Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar. Kostnaður við tölvu- búnaðinn ásamt prenturum er um 11 milljónir en starfsmönnum RSK verður ekki fjölgað við þessar breyt- ingar. Tölvukostnaður hjá RSK var 195 milljónir króna árið 1991 en með þessum breytingum telur Skúli Eggert (vararíkisskattstjóri)að hægt sé að lækka skýrsluvélakostn- að Ríkisskattstjóra um 40-50 millj- ónir árlega.“ Hvað er hér að gerast? Hvernig má það vera, að ríkisstofnun geti sparað slíka fjármuni mep því að hætta viðskiptum við SKÝRR? Og' úr því að þessi stofnun getur náð fram slíkum sparnaði með því að taka upp eigin tölvuvinnslu vaknar sú spurning, hvort aðrar opinberar stofnanir, sem kunna að eiga við- skipti við SKÝRR geti náð fram sams konar sparnaði. Er unnið að því hjá öðrum embættum? I í í í í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.