Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 Jf- Zia o g Rosenberg unnu Cap Gemini Pandata tvímenninginn: Jón og Aðalsteinn í miðj- um hópi mest allt mótið Brids Guðmundur Sv. Hermannsson Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson enduðu í 9. sæti í hópi 16 para á stórmóti í Haag í Hollandi, sem kennt er við Cap Gemeni Pandata, og lauk á sunnudag. Þeir fé- lagar byrjuðu heldur illa og voru í neðsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn af fjórum en voru síðan lengstaf í miðjum hópi. íslandsvinurinn Zia Ma- hmood frá Pakistan vann mót- ið ásamt Michael Rosenberg, sem er skoskur að uppruna en hefur búið í Bandaríkjun- um í nokkur ár. Keppnissformið var Butlertví- menningur þar sem allir spiluðu við alla 10 spila leiki. Reiknað var út meðalskor spilanna við öll borðin. Spilararnir báru skor sína saman við meðalskorið og mis- munurinn var reiknaður út í IMP-stigum. Ynni par til dæmis með 12 impa mun fékk það +12 en mótherjarnir -12. Þetta var lokastaðan: 1. Mahmood-Rosenberg 103 2. Leufkens-Westra 101 3. Chagas-Branco 73 4. Martens-Zsymanowski 56 5. Meckstroth-Rodwell 54 6. Eisenberg-Garozzo 30 7. Chemla-Perron 24 8. Fallenius-Nilsland -1 9. Aðalsteinn-Jón -9 10. Glubok-Kaplan -12 11. Huang-Tai -16 12. Kokosh-Mittelmann -58 13. Bocchi-Duboin -62 14. Forrester-Robson 62 15. Jansen-Westerhof -95 16. Fischer-Weigkricht -140 Flestir leikir þeira Jóns og Aðalsteins voru jafnir og örfá stig skiptu um eigendur. Þeim tókst þó að vinna Meckstroth og Rodwell með 17 stigum og Eisen- berg og Garozzo með 16 stigum, en stærstu töpin voru gegn Hu- ang og Tai, -20, og Fallenius og Nilsland, -12. í þessu spili tókst þeim að stela slemmu gegn Meckstroth og Rodwell þegar Rodwell sleppti ímyndunaraflinu lausu. V/AV Norður ♦ ÁKD9753 VÁ4 ♦ D85 ♦ 3 Vestur Austur ♦ 86 ♦ 10 ♦ 1052 ¥K8 ♦ K10743 +ÁG9G2 ♦ Á92 ♦ D8754 Suður ♦ G42 ♦ DG9763 ♦ ♦ KG106 Vestur Norður Austur Suður Rodw. Jón Meckstr. Aðalst. - 1 lauf 1 tígull 1 grand pass 2 lauf pass 2 tíglar dobl pass pass 2 spaðar pass 2 grönd pass 3 spaðar pass 4 lauf pass 4 tíglar pass 6 spaðar a.pass Jón opnaði á sterku laufi og Meckstroth stakk inn tígli sem sýndi annað hvort háliti eða lág- liti. Með 1 grandi sýndi Aðal- steinn hjartalit og Rodwell ákvað að fara sér hægt á hættunni þótt AV ættu líklega tígul sam- an. 2 lauf var biðsögn og 2 tíglar sýndu annaðhvort 6- eða 7-lit í hjarta. Þá stakk Rodwell inn dobli, pass Jóns var biðsögn og 2 spaðar sýndu 6 hjörtu og 3 spaða. 2 grönd var biðsögn, 3 spaðar sýndu 4-lit í laufi og eng- an tígul, 4 lauf var biðsögn og 4 tíglar sýndu 0-1 háspil (ás eða kóng). Jón skaut þá á slemmuna sem á að vera óvinnandi eins og spilið liggur. En það gerist oft ýmislegt óvænt við spilaborðið. Að öllum líkindum taldi Rodweil sennilegt að Mechstroth ætti laufakónginn fyrir innákomunni en laufakóng- urinn gæti einnig vel verið annar í blindum. Og ef Aðalsteinn ætti t.d. gosann fjórða í laufi myndi hann aldrei finna að stinga upp kóngnum í blindum ef lauf kæmi út. Að minnsta kosti taldi Rodw- ell það áhættunnar virði að spila út litlu laufi undan ásnum gegn slemmunni og þar með voru öll vandamál Aðalsteins úr sögunni; hann gat einfaldlega spilað hjartaás og meira hjarta og fríað þannig hjartalitinn. Sigur Zia og Rosenberg í mót- inu hékk á bláþræði því umdeilt atvik kom fyrir í einni af síðustu umferðunum. Kröfur um að keppendur kunni full skil á sagn- kerfi sínu eru sífelt að verða strangari eins og þeir Enri Leuf- kens og Barry Westra frá Hol- landi, sem unnu þetta mót fyrir tveimur árum, komust að raun um. Vestur ♦ K8762 ♦ 752 ♦ Á104 ♦ G5 Norður ♦ Á ♦ K10863 ♦ K83 ♦K1072 Austur Suður ♦ D109543 ♦ - ♦ G72 ♦ D863 ♦ G ♦ ÁDG94 ♦ D965 ♦ Á94 Leufkens opnaði á 1 hjarta í suður og Westra stökk í 3 grönd, sem samkvæmt kerfi þeirra sýndi stuttan spaða og góðan hjartast- uðning. En Leufkens sagði Bras- ilíumanninum Gabríel Chagas, sem sat í austur, að 3 grönd væri eðlileg sögn með jafnskipta hönd og 13-15 punkta. Chagas sagði þá pass og Leufkens breytti í 4 hjörtu sem unnust slétt. Chagas k'vartaði við keppnis- stjóra, sagðist hefðu getað doblað 3 grönd til að sýna spaðalit, og Branco hefði þá örugglega fórnað í 4 spaða yfir 4 hjörtum sem hefðu kostað 300 í stað 420. Þetta var tekið til greina. Skor- inni var breytt í 300 og þar töp- uðu Leufkens og Westra 3 imp- um. Og til viðbótar voru þeir sektaðir um 3 impa fýrir að gefa andstæðingurnum rangar upp- lýsingar um sagnir. Þetta kostaði Hollendingana því 6 stig og sig- urinn á mótinu. Svala Sigurleifsdóttir Svala sýnir í Gallerí Sævars Karls SVALA Sigurleifsdóttir sýnir por- tret af listamönnum í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, frá 18. janúar til 8. febrúar 1992. Svala er fædd 10. júní 1950 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1972-75. Hún tók BA-próf frá CWC í Denver 1976 og las listasögu við Kaupmannahafn- arháskóla 1979-80. 1980-81 stund- aði hún nám við Statens Kunstaka- demi í Osló. Svala tók MFA-próf frá Pratt Institute, New York 1984. Portretin eru gerð með svart-hvít- um ljósmyndum sem eru litaðar með olíulitum. Þau eru eins konar ljóð um listamenninga á myndunum. Aðaláherslan er lögð á túlkun þeirra innra heims og aðstæðna í heimi list- arinnar. Flestir listamannanna eru af millikynslóð íslenskra listamanna en einnig eru myndir af „grand old masters" og erlendum listamönnum. Sýningin stendur til 8. febrúar og er opin á sama tíma og verslunin. Bókamarkaður VflUfll I Dæmi um verð: Verð áður Verð nú Afsl. Laddi eftir Práinn Bertelsson 2.890,- 2.450.- 15% Trillukarlar eftir Hjört Gíslason 2.790.- 2.370.- 15% Að lifa er list eftir Pétur Guðjónsson 2.690,- 2.290.- 15% Spurningakeppnin þín fyrir alla fjölskylduna 980,- 830.- 15% Miklu meira skólaskop bráðfyndin bók 1.490,- 1.260.- 15% Á ferð um hringveginn eftir Ara Trausta Guðmundsson 8.900.- 5.900.- 40% Hannibal Valdimarsson og samtíð hans 3.490,- 1.290.- 63% stjórnmálasaga Hannibals eftir Þór Indriðason Hundalíf handbók fyrir hundaeigendur eftir Guðrúnu Petersen 4.950,- 2.950.- 40% Réttarhald reiðinnar skáldsaga eftir J.A. Jance 2.380,- 690.- 71% Hin hlið íslands eftir Ara Trausta Guðmundsson 3.890,- 1.990.- 49% og Hrein Magnússon með íslenskum, þýskum og enskum texta, fjöldi Ijósmynda. Ráðgátan spennandi unglingabók 1.490,- 690.- 54% Keflavík í byrjun aldar 3 bindi í öskju 15.975,- 8.900.- 44% í dvalarheimi, ræður Halldórs Kristjánssonar á Kirkjubóli 2.500,- 25.- 99% Ljósmyndir gamla tímans Ijósmyndir frá 9.900.- 5.900.- 40% hinum ýmsu stöðum á landinu. allt nýjar og nýlegar bækur! 15-99% AFSLÁTTUR Ath. bókamarkaðurinn stendur aðeins í 7 daga. Opiö virka daga frá kl. 9-19 Líf Qg §aga Suöurlandsbraut 20 2. hæð sími: 91-689938 ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 17. - 20. janúar 1992 Um helgina var áberandi hversu oft lögreglan var kölluð í heimahús vegna ölvunar og hávaða í heimilisfólki og gestum þess, eða 31 sinni. í flestum til- vikum var um að ræða fólk, sem gleymt hafði, eða hafði ekki hugsun á, að taka tillit til ná- lægra íbúa, eða bar sig þannig að við áfengisneysluna að um- merki hennar má sjá enn á lík- ama og innanstokksmunum. í öðrum 60 tilvikum þurfti lögregl- an að hafa afskipti af ölvuðu fólki í misjöfnu ásigkomulagi. Auk þess voru 6 ökumenn stöðv- aðir í akstri grunaðir um ölvun. Á laugardagsmorgun skarst maður á hendi eftir átök við annan í húsi í austurborginni. Á laugardagskvöld sló maður til vagnstjóra SVR. Maðurinn var handtekinn og færður á geð- deild Kleppsspítala. Um miðjan dag á sunnudag varð gangandi vegfarandi fyrir bifhjóli á Hringbraut við Laufás- veg. Gangandi vegfarandinn lést síðar og ökumaðurinn slasaðist lítilsháttar. Annar ungur maður undir áhrifum áfengis var handtekinn við að reyna að brjótast inn í verslun við Bræðraborgarstíg að morgni laugardags. Glöggur vegfarandi hafði séð til unga mannsins og hafði þegar í stað samband við lögregluna, sem brást skjótt við með fyrrgreind- um árangri. Maðurinn var að reyna að spenna upp hurð ba- katil við húsið þegar hann varð lögreglunnar var. Hann henti þá frá sér felgujámi, sem hann hafði undir höndum, leit í kring- um sig, en sá að öll sund voru lokið. Hans beið vistun í fanga- geymslunni. 14 ára gömul stúlka var stað- in að því að reyna að hnupla teningaspili í verslun Hagkaupa í Kringlunni á föstudag. í ljós kom þá að hún hafði einnig ýmislegt annað í fórum sínum sem grunur er um að hafi verið tekið ófrjálsri hendi í annarri verslun. Allmargir hafa verið staðnir að hnupli í verslunum að undanförnu og svo virðist sem verslunareigendur gefi þessum þætti verslunarrekstursins meiri og betri gaum en áður. Að sama skapi eykst áhætta þeirra, sem reyna að hnupla í verslunum. Á laugardag var t.d. fimmtugur karlmaður staðinn að því að reyna að hnupla hárlögsbrúsa í verslun við Laugaveg. Sama dag gat tvítug stúlka ekki gert grein fyrir því hvernig merkt skóá- burðardós komst í vasa hennar í verslun við þá götu. Á laugardagskvöld handtók lögreglan ölvaðan mann, sem reyndi að brjótast inn í hús við Bergstaðastræti. Sá hafi reynt að spenna upp hurð bakatil við húsið. Þegar hann var spurður um ferðir sínar sagðist hann hafa átt að þrífa gluggana fyrir eigandann. Eigandinn kannaðist ekki við að hafa beðið nokkum um slíkt. Aðfaranótt laugardags handt- ók lögreglan tvo unga ölvaða menn þar sem þeir voru að reyna að bijótast inn í hús við Snorra- braut. Þá kom í ljós að þeir höfðu áður farið inn í aðra íbúð í ná- grenninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.