Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1992 39 JÖKLAFARAR Er fornmaðurinn dreng- ur í eldgömlum skóm? Um 200 manns hafa haft sam- band við austurrísk yfirvöld og sagt að þau kannist við forn- manninn sem fannst á Similaun- jökli í september og dregið í efa að hann sé fornmaður. Síðast frétt- ist af svissneskri konu sem er sann- færð um að fornmaðurinn sé faðir hennar, en hann hvarf á jöklasvæð- inu þar sem fornmaðurinn fannst fyrir 20 árum og hefur ekki fund- ist. Vísindamenn telja afar ólíklegt að nokkur lifandi maður geti hafa þekkt fornmanninn. „Nema lík- amsleifarnar séu af ungum dreng í eldgömlum skóm,“ sagði Rainer Henn prófessor við rannsókna- lækningastofnunina í Innsbruck. Rannsóknir á skóbúnaði lians hafa sýnt að hann er milli 4.616 og 4.866 ára gamall. Niðurstöður rannsókna á líkamsleifum manns- ins munu væntanlega liggja fyrir eftir rúma viku. Andi fornmannsins hefur haft samband að handan og sagt Austurríkismanni að hann heiti Iron og sé fæddur 3137 fyrir krist í Bozen. Bozen er ítalskur bær í Andlit mannsins er furðu lieillegl. Suður-Tírol, sunnan við Ötztaler- og ítalir hafa fullyrt frá því hann alpana þar sem maðurinn fannst. fannst. Hann er ítali samkvæmt því eins ab VELA-TENGI Allar gerðir Öxull - í - öxul. Öxull - í - flans. Flans - í - flans. GRINDAVÍK Guðmundur Bragason íþróttamað- ur ársins Guðmundur Bragason körfu- knattleiksmaður, var kjörinn íþróttamaður ársins 1991 í hófi sem íþrótta- og æskulýðsnefnd Grinda- víkur hélt nýlega. Guðmundur er einn af okkar fremstu körfuknattleiksmönnum og á að baki 54 A-landsleiki og hefur leikið um 230 leiki fyrir meistara- flokk UMFG. Guðmundur varð stiga- hæstur í landsliði íslands sem vann til gullverðlauna á smáþjóðaleikun- um sl. sumar og hann var fyrirliði landsliðsins í Bandaríkjaferð sem var farin í lok síðasta árs. Guðmundur var einnig útnefndur körfuknatt- leiksmaður ársins 1991 af Körfu- knattleikssambandi íslands og varð 23. í kjöri íþróttamanna ársins hjá íþróttafréttamönnum. Fjórir aðrir íþróttamenn hlutu við- urkenningu fyrir góða frammistöðu á íþróttasviðinu. Það voru júdómenn- imir Sigurður Bergmann og Gunnar Jóhannesson, Þorsteinn Bjarnason knattspyrnumaður og Guðjón Hauksson pílukastari og 5 aðrir hlutu tilnefningu, Gunnlaugur Sævarsson og Jón Pétursson golf, Rúnar Árna- son körfuknattleikur, Guðlaugur Örn Jónsson knattspyrna og Ægir Ág- ústsson pílukast. „Það er mikill heiður að vera val- inn íþróttamaður ársins, því margir góðir íþróttamenn voru tilnefndir. Þetta lyftir manni upp sem íþrótta- manni og maður sér að það er fylgst með því maður er að gera og það er metið. Þetta virkar einnig sem hvatning fyrir þá sem stunda íþrótt- ina að hafa eitthvað til að stefna að,“ sagði Guðmundur við Morgun- blaðið eftir kjörið. Guðmundur fær Kiwanisbikarinn sem fylgir nafnbótinni til varðveislu í eitt ár og einnig eignarbikar og aðrir sem viðurkenningu hlutu fengu áletraða gripi frá bæjarstjórn Grindavíkur. Að kjöri loknu bauð bæjarstjórnin viðstöddum til kaffi- drykkju. FÓ íþróttamaður ársins 1991 í Grindavík, Guðmundur Braga- son. LJÁÐU LÍKAMANUM RÖDD með Molly Scott frá Bandaríkjunum, sem kennir HLJÓMMÖGNUNARHEILUN samstillingu á andlegri og líkamlegri sveiflutíðni með hjálp tónlistar! Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því, að ein helsta leiðin til að öðlast meiri lífsfyllingu og til að heila líkama og sál liggur beint fyrir neðan nefið á okkur - gegnum eigin rödd. Einstaklingur með fulla hljómmögnun í röddinni hefur mikla útgeislun sem við stillum okkur ósjálfrátt inn á þegar við verðum fyrir hljómbylgjum sem frá honum stafa. Lykillinn að breyttri sveiflutíðni og heilun er að finna í því að eyru/rödd/líkami áhrifin mynda eina samfellda heild. Ef þú styrkir röddina, hefur það áhrif á líkamann og öfugt. Það er bæði hægt að líta á líkamann sem mælitæki heilsuleysis einstaklingsins og einnig sem aðaltækið til að heila hann. Molly kennir þér að nota eigin rödd til að veita sjálfum þér og öðrum heilunarmeðferð. TÓNLEIKAR OG KYNNING Á HLJÓMMÖGNUNARHEILUN í Norræna húsinu 23. janúar 1992 kl. 20.30 - 22.30. Molly Scott mun vera með tónleika og kynna Hljómmögnunarheilun og sýna hvernig hún vinnur að henni. Aðgangseyrir kr. 600,- EINKATIMAR I HEILUN HJA MOLLY SCOTT 22., 23. og 24. janúar er hægt að komast í einkatíma í heilun hjá Molly Scott. Tímarnir eru bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem geta komið saman. HELGARNÁMSKEIÐ í HLJÓMMÖGNUNARHEILUN 25. og 26. janúar mun Molly Scott halda helgarnámskeið í HLJOMMÖGNUNARHEILUN og kenna áhrif tónlistar og raddar til heilunar á okkur sjálf og aðra. Námskeiðið stendur frá kl. 10-17 hvorn dag með hádegishléi. Bókanir hjá Nýaldarsamtökunum, Laugavegi 66, 3. hæð, símar 627700 og 627701 UMMÆLI: „Listamannshæfileikar hennar ná langt út fyrir þau mörk, sem fólk setur á milli þjóðlagatónlistar, klassískrar tónlistar og hefðbundinnar tónlistar. Allur heimur lífs, kærleika, litar og reynslu virðist vera svið hennar." Robert J. Lurtsema, Moming Pro Musica, WGBH Public Radio „Molly Scott sýnir hlýju og skilning í tónlist sinni....sannur listamaður" - N.Y. Times. „Yndisleg, dillandi rödd, miklir persónutöfrar og fegurð." Ottawa Joumal, Kanada „Tónlistin er svífandi, óþvinguð, sterk, róandi... hefst í klassík og fer yfir í þjóölagahefð, en tekur svo undir sig stökk út fyrir allar greiningar." Whole Life Times NÝALPARSAMTÖKIN LAUGAVEGI 66, 3.HÆÐ, SlMAR 627700 OG 627701 §teiirtsED®Mir <J)á)irЩ@@[ra S Mo VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0012 4759 4543 3700 0003 6486 >4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4543 3700 0008 4965 4548 9000 0033 0474 4548 9000 0035 0423 4548 9000 0033 1225 Öll kort útgefin af JUGOBANKA og byrja á: 4506 21** Öll kort útgefin af B.C.C.I. Algreiftslutólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendií VISA islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að kldlesta kort og visa á vágest. VISA ISLAND Höfðabakka 9 • 112 Reykjavik Simi 91-671700 B ílamarkaburinn v/Reykjanesbraut Smiðjuveg 46e, Kóp. Sími: 671800 gæfur bíll. V. 780 þús. Ath. sk. á eppa. Honda Prelude EX 2,0 '88, topplúga, 5 g., ek. 28 þ. km. Sem nýr. V. 1280 þús. Mazda 323F GTi 1.8 '90, svartur, 5 g., ek. 29 þ. km., rafm. i öllu. V. 1390 þús. (sk. á ód). grár/tvílitur. V. 1.780 þús. Ford Bronco II XLT '87, 5 g., ek. 68 þ. km, ýmsir aukahl. V. 1590 bús. (sk. á ód). Honda Civic GL Sport '90, ek. 22 þ. V. 940 þús. (sk. á ód.) MMC Pajero T diesel '86, 5 g., ek. 130 þús. Toppeintak. V. 1390 bús. (sk. á ód). Subaru Justy J-12 4WD '90, ek. 10 þ. km. V. 840 þús. (sk. á ód). Volvo 240 GL '88, sjálfsk., ek. 56 þ. km. Fallegur bíll. V. 1060 þús. (sk. á ód). Volvo 740 GL '87, sjalfsk., ek. 86 þ. km. NÝJUNG Skoðunarskýrsla frá bekktu bifreiðaverkstæði fylgir ollum bílum á sýningarsvæði okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.