Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 Fyrirtæki Bón- og bílaþvotta- stöðin tekurnýja bíla- þvottavél ínotkun NÝ bílaþvottavél var tekin í notkun rétt fyrir áramót í Bón- og bíla- þvottastöðinni að Bíldshöfða 8 í Reykjavík. Nýja vélin tekur mun stærri bíla en sú sem fyrir var og eins er biðtíminn styttri á álagstím- um eftir að bílaþvottavélarnar eru orðnar tvær. í frétt frá Bón- og bílaþvottastöð- inni kemur fram að tjöruþvottur, öápuþvottur, bónun og þurrkun taki 5-10 mínútur. Þá sé hægt að fá bílinn ryksugaðan og vélarþveginn, nýjan vökva á rúðupissið og ný þurrkublöð. Ennfremur kemur fram að að- staða til að handbóna bíla og þrífa að innan hafi verið bætt til muna, en þessa þjónustu þarf að panta sérstaklega. í bílaþvotta- stöðinni er hægt að fá ieigðar djúphreinsivélar til að hreinsa teppi og ákiæði bæði fyrir bíla og til heimilisnota. Á bílaþvottastöðinni vinna 8-10 manns. ■-iim-r Morgunblaðið/Þorkell PVOTTUR — Bón- ogbílaþvottastöðin að Bíldshöfða 8 hefur tekið í notkun nýja bílaþvottavél. Frábært 12 vikna námskeið fyrir börn og unglinga 10-16 ára! Sæti laus á laugardögum og sunnudögum! Hringið strax og leitið nánari upplýsinga. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16*stofnuð 1. mars 1986 (Q & 4? SPÆNSKUNÁMSKEIÐ 8 víkna hagnýt spænskunámskeið hefjast 27. janúar fyrir byrjendur og lengra komna. Hentar fólki á öllum aldri. Kennt í fámennum hópum. Upplýsingar og innrit- un í skólanum Ármúla 36 og í síma 91-685824 milli kl. 14:00-18:00 og laugard. 11:00-14:00. Málaskólinn HOLA - lifandi tunga - Ármúla 36, sími 91-685824. HVERSU TRYGG ERU GÖGNIN ÞÍN? Komdu og kynntu þér bandstöðvarnar frá ARCHIVE Núna með „DATA COMPRESSION" allt að 8 GB. ARCHIVEL XL, 60 Mb............Verð m/vsk. kr. 29.731,- ARCHIVE VIPER 150,150 Mb.... Verð m/vsk. kr. 83.664.- ARCHIVE VIPER 525, 525 MB.... Verð m/vsk. kr. »9.145,- ARCHIVE PYTHON, DAT, 2,0 GB.. Verð m/vsk. kr. 179.219,- -BQÐEIND SF: AUSTURSTRÖND 12 170 SÉLTJARNARNES SÍMI 612061 FAX 612081 Bílar Innrás Japana íEvrópu er aðeins rétt að hefjast Heldur hefur hægt á sókn jap- anskra bílaframleiðenda inn á Bandaríkjamarkað en í Evrópu er hún rétt aðeins að byrja. Toyota, Nisan og Honda eru nú öll með verksmiðjur í rekstri eða i smíðum í Bretlandi en Mitsubishi og Mazda hafa heldur valið samstarf við gamalgróna framleiðendur, Volvo í Svíþjóð og Ford í Evrópu. Búist er við, að hlutur Japana í evrópskri bílaframleiðslu eigi eftir að aukast mikið á næstu árum. Hafa embættismenn hjá Evrópubandalag- inu til dæmis áætlað, að japönsk fyrirtæki muni framleiða 1,2 milljón- ir fólksbifreiða og lítilla vöru- flutningabifreiða í Vestur-Evrópu um aldamótin. Þá gætu Japanir ver- ið komnir með 18% markaðarins en hlutur þeirra er nú 12,5%. Þetta væri þó allt í mesta hófi miðað við það, sem Japönum tókst í Bandaríkjunum á síðasta áratug, enda telja Japanir Evrópu ekki vera auðunnið vígi. „Dagskipunin var allt- af Bandaríkin fyrst, síðan Evrópa," segir John Lawson, markaðsfræðing- ur hjá Nomura-rannsóknastofnun- inni í London, „og vegna þess, að þeir litu á Bandaríkin sem stærri og auðveldari bráð.“ Á það ber líka að líta, að hingað til hefur Evrópa verið samsafn af einstökum mörkuðum með alls kyns girðingum á milli en það er nú að breytast. Með tilkomu innri mark- aðarins verður auðveldara fyrir Jap- ani að mata allt svæðið frá fáum stöðum og innflutningshöft verða alveg afnumin um aldamótin. Bíla- innflutningur Japana þangað til hef- ur hins vegar verið frystur í núver- andi magni. Vandamálið nú er hins vegar póli- tískt. Sumir japanskir framleiðendur óttast, að árangur þeirra í Bandaríkj- unum geti komið í bakið á þeim — að reynt verði á síðustu stundu að útiloka þá frá hinum eftirsótta Evr- ópumarkaði. I því ljósi er litið á ákvörðun Mitsubishi og Mazda um að leita samstarfs við evrópska fram- leiðendur áður en það verður um seinan. Sjálfir segjast Japanir ekki vera með neina útþenslustefnu í huga umfram það, sem þegar hefur verið nefnt, 1,2 milljónir fólks- og lítilla vöruflutningabifreiða, en innan iðn- aðarins draga menn þó enga dul á, að það geti breyst gefi markaðurinn ástæðu til. Sérfræðingar segja, að tvö japönsk fyrirtæki, Toyota og Nissan, geti auðveldlega aukið framleiðsluna í Evrópu mjög mikið og bæði gera raunar ráð fyrir að geta tvöfaldað hana. Stefna þau að framleiðslu 200.000 bíla hvort um aldamótin en ef sú framleiðsla yrði tvöfölduð er hætt við, að brunaboðarnir færu af stað í evrópsku höfuðborgunum. Þess vegna er líklegt, að Japanir fari sér hægar í sókninni í Evrópu en í Bandaríkjunum. Efnahagsmál Þjóðveijar óttast sam- drátt í efnahagslífinu Eftir mikinn hagvöxt i næstum níu ár samfleytt eru Þjóðverjar farnir að ðttast, að samdrátturinn sé á næsta leiti. Hagfræðingar eru þó flestir á því, að þótt eitthvað dragi úr uppganginum þurfi það ekki að þýða neina kreppu en þeir benda á, að þegar sameining- armóðurinn renni af mönnum megi litlu muna hvort ástandið verði aftur eðiilegt eða hvort við taki efnahagsleg lægð. Nýleg vaxtahækkun í Þýskalandi um hálft prósent getur haft veruleg áhrif á framvinduna á næstunni en einnig skiptir miklu, að gætt verði hófs í launakröfum, að það takist að draga úr opinberum útgjöldum, að efnahagsástandið í Bandaríkjun- um batni og síðast en ekki síst, að kyrrt verið í Austur-Evrópu. Wolfgang Röller, einn af æðstu yfirmönnum Dresdner Bank, hefur gagnrýnt þýska seðlabankann fyrir vaxtahækkunina en í Þýskalandi er vaxtastigið nú hærra en það hefur verið allt frá stríðslokum. Segir hann seðlabankann augljóslega þeirrar skoðunar, að samdráttur sé eina svarið við auknum verðbólguþrýst- ingi! Venjan er oft sú, að þá er talað um samdrátt minnki þjóðarfram- leiðslan eða hagvöxturinn tvo árs- fjórðunga í röð og samkvæmt þess- ari skilgreiningu er samdrátturinn hafinn í Þýskalandi. Á öðrum og þriðja ijórðungi síðasta árs minnkaði framleiðslan um hálft prósent í vesturhluta Þýskalands. Seðlabank- inn vísar þessu raunar á bug en í atvinnulíflnu ríkir þó meiri svartsýni en um langt skeið. Efnahagssamdráttur víða um heim hefur haft slæm áhrif á.þýska efnaiðnaðinn og er búist þar við niðurskurði og uppsögnum strax og reikningarnir fyrir síðasta ár hafa verið gerðir upp. Þá hafa eriendar pantanir á vélum og verkfærum lfka minnkað og kemur það sér sérstak- lega illa nú þegar eftirspurnin í austurhlutanum, sem jókst mjög éft- ir sameininguna, hefur fallið saman. Raunar er búist við, að „útflutning- ur“ vesturhlutans til austurhlutans minnki verulega á þessu ári. í spám OECD, Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, hafði áður verið gert ráð fyrir 2,2% hagvexti í Þýskalandi á þessu ári en endurskoðuð spá hljóðar nú upp á 1,8%. Löngum er horft til Bandaríkjanna þegar efnahagsmál eru annars vegar og samdráttur þar hefur áhrif um allan heim. Nýlega lækkaði banda- ríski seðlabankinn vextina um eitt prósentustig en margir óttast, að jafnvel það nægi ekki til að örva efnahagslífið. Hafa Þjóðveijar áf þessu áhyggjur enda hafa 10% af þýskum útflutningi farið til Banda- ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.