Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
Tjónabætur — tjónabíl-
ar — virðisaukaskattur
eftir Kristján Gr.
Tryggvason
Tilefni þessarar greinar eru
greinar Sigmars Ármannssonar
framkvæmdastjóra Sambands ísl.
tryggingafélaga í Mbl. 26. nóv. sl.
og Jónasar Þórs Steinarssonar
framkvæmdastjóra Bílgreinasam-
bandsins í Mbl. 17. des. sl. Báðar
greinarnar fjalla um tjónabætur á
bílum vegna umferðaróhappa og
samband þeirra og virðisaukaskatts.
Sem stöðvarstjóri VÍS Tjónaskoðun-
arstöðvar telur undirritaður nauð-
synlegt að fjalla sé ítarlega um
ýmis atriði, sem fram koma í grein
Jónasar og einnig í viðtali við Sæv-
ar Pétursson bifvélavirkjameistara,
sérstaklega þar sem þau eru til þess
fallin að valda misskilningi. Viðtalið
við Sævar birtist í aukablaði Mbl.
13. des. sl.
Tjón og virðisauki
Eins og Sigmar Ármannsson
benti á í sinni grein er tjón and-
hverfa virðisauka. Tjón er verð-
mætarýrnum og sem slíkt getur það
ekki verið virðisaukaskattskylt.
Virðisaukaskatt ber einungis að
greiða af verðmætaaukningu, t.d.
viðgerð á tjóni, þ.e. vinnu og vara-
hlutum sem þarf til þess að auka
verðmæti bíls á ný.
Þegar bótaskylt tjón er metið hjá
VÍS Tjónaskoðunarstöðinni, er virð-
isaukaskattur reiknaður af viðgerð-
arvinnu, varahlutum og málun.
Virðisaukinn myndast hins vegar
ekki fyrr en við viðgerð (við að verð-
mæti bflsins eykst á nýjan leik) og
er þá greiddur samkvæmt reikningi.
Samkomulagsbætur
Það er misskilningur ef einhver
stendur í þeirri trú að það sé reglan
að bjóða tjónþola samkomulagsbæt-
ur, þ.e. að greiða tjónið út, í stað
þess að láta gera við bíl. Þvert á
móti er reglan sú að gert er við
bílinn. Fernt verða menn að hafa í
huga í þessu sambandi:
I fyrst lagi er ekki nema hluti
tjóna bættur af tryggingafélögum.
Tjónþoli sem telst í órétti og er
ekki með húftryggingu (kaskó) ber
sitt tjón að öllu leyti sjálfur. Trygg-
ingafélög hafa ekkert með viðgerð
slíkra tjóna að gera og ráða engu
um það hvernig tjónþolinn kýs að
leysa málið.
í öðru lagi getur tryggingafélag
ekki neitað að semja um uppgjör
tjóns með greiðslu bóta til tjónþola
óski hann þess sérstaklega. Náist
samkomulag um bætur fyrir tjónið
er það byggt á undangenginni skoð-
un og mati á tjóninu.
í þriðja lagi er reglan sú að tjón
er bætt með viðgerð. Tryggingafé-
lag hefur augljósan hag af því að
sú viðgerð fari fram á viðurkenndu
verkstæði sem það hefur reynslu
af. Það er því eðlilegt að trygginga-
félag mæli með ákveðnum verk-
stæðum í því skyni að gæta hags-
muna sinna og tjónþola. Óski tjón-
þolinn sérstaklega eftir því að skipt
sé við ákveðið verkstæði er ekkert
við það að athuga enda áskilur
tryggingafélagið, sem greiðir fyrir
viðgerðina, sér rétt til þess að fylgj-
ast með því að verkið sé unnið á
eðlilegan hátt.
í fjórða lagi skal haft í huga að
tryggingafélög skipta við viður-
kennd verkstæði og eru líklega flest
þeirra aðilar að Bflgreinasamband-
inu. Þessi verkstæði eru virðisauka-
skattskyld samkvæmt lögum eins
og önnur fyrirtæki. Það er hins veg-
ar ekki hlutverk tryggingafélaga að
hafa eftirlit með skattskilum þeirra
frekar en annarra aðila yfirleitt —
til þess höfum við skattstofur með
sérhæfðum starfsmönnum.
Varðandi samkomulagsbætur, en
Jónas Þór Steinarsson dregur þá
ályktun í grein sinni að þær séu
„ein af helstu orsökunum fyrir
svartri atvinnustarfsemi í bílavið-
gerðum", þarf að hafa í huga að
við búum í fijálsu þjóðfélagi og
blöskrar þó sumum það sem stund-
um er nefnt „reglugerðarfargan“.
Tryggingafélag getur ekki neitað
að greiða einstaklingi bætur fyrir
tjón sem hann hefur orðið fyrir og
því er skylt að bæta. Tryggingafélag
getur ekki heldur gerst dómari og
skorið úr um það hvort viðkomandi
eigi að leyfast að aka um á bíl sín-
um t.d. með dældaðan eða rispaðan
stuðara, dæld í hurð eða skottloki,
án þess að láta gera við skemmdina
tafarlaust. Bíleigandinn ræður því
einfaldlega sjálfur, m.a. getur aldur
og útlit bílsins skipt hér verulegu
máli. Og í þessu sambandi er sér-
stök ástæða til að geta þess að hjá
VÍS er reiknaður virðisaukaskattur
af varahlutum þegar um samkomu-
lagsbætur er að ræða.
Tryggingafélag, sem verður við
ósk tjónþola og bætir honum tjón
sem hann hefur tryggt sig fyrir,
getur ekki sett sig í dómarasæti og
úrskurðað um hvort bíleigandi er
fær um að gera við brotið ljósker
eða annað sem ekki telst til alvar-
legra skemmda á öryggisbúnaði
bíls. Til þeirra verka eru aðrir aðilar
svo sem vegaeftirlit, lögregla, og
Bifreiðaskoðun íslands hf. þá ber
einnig að hafa í huga að geri bfleig-
andi við bílinn sinn sjálfur er það
Kristján Gr. Tryggvason
„Iðgjöld endurspegla
þær tjónabætur sem
tryggingafélög greiða.
Sé hægt að draga úr
viðgerðarkostnaði
kemur það öllum bíleig-
endum til góða með
lækkun iðgjalda, ekki
einungis sérhópum,
sem aka minna en aðr-
ir, heldur öllum.“
ekki virðisaukaskattskyld starfsemi
fremur en ef hann málar íbúðina
sína, plantar ttjám í garðinum eða
skiptir um þakrennur og telji hann
sig geta unnið þessi verk af hendi
þannig að hann sætti sig við árang-
urinn virðisti löggjafinn ekki sjá
neitt athugavert við það.
Hverjir kaupa tjónabíla?
í áðurnefndu viðtali við Sævar
Pétursson er haft eftir honum orð-
rétt: „Það fer allt of mikill hluti
tjónabíla til svokallaðra „bílskúrs-
kalla“ (Sic) sem gera misvel við og
oftast fer þetta framhjá kerfinu og
enginn virðisaukaskattur greiddur.“
Síðar í viðtalinu lætur Sævar að því
liggja að tjónabílar, sem trygginga-
félög hafa leyst til sín og selja á
uppboðum, séu ekki skoðaðir sér-
staklega af hálfu Bifreiðaskoðunar
íslands hf. og fullyrðir að talsverður
misbrestur sé á því að tjónabílar,
sem boðnir eru upp, séu afskráðir
áður.
Nú getur undirritaður ekki svarað
fyrir aðra aðila en VÍS Tjónaskoðun-
arstöðina. Gagnvart henni standast
þessar fullyrðingar Sævars ekki.
Frá því undirritaður var fenginn til
að byggja upp starfsemi Tjónaskoð-
unarstöðvarinnar sf. en hún hóf
starfsemi 12. ágúst 1987. og síðar
sem stöðvarstjóri VÍS Tjónaskoðun-
arstöðvarinnar, sem tók til starfa
1. júní 1989, hefur verið samkomu-
lag á milli mín og Bifreiðaeftirlits
ríkisins og síðar Bifreiðaskoðunar
íslands hf. sem tók til starfa 2. jan-
úar 1989, um að eftirlitsmenn komi
vikulega til að skoða og meta hvort
afskrá eigi tjónabíla áður en þeir
eru boðnir upp hjá stöðinni. Sam-
starfíð við Bifreiðaskoðun íslands
hf. hefur verið með ágætum og
hefur það auðveldað mat á nauðsyn
afskráningar að VÍS Tjónaskoðun-
arstöðin hefur yfir tæknilega full-
komnum skoðunar- og mælingar-
búnaði að ráða.
Því má bæta hér við, bæði Sæv-
ari og fleirum til glöggvunar, að um
% þeirra sem kaupa tjónabíla af
VÍS eru starfandi verkstæði eða
starfsmenn þeirra, þ.e. aðilar með
virðisaukaskattskylda starfsemi.
Það er hálfundarlegt að fagmenn
skuli ekki hafa meiri trú á kunnáttu
sinni og verkþjálfun en svo að telja
að hvaða ófagiærður Jón Jónsson
utan af götunni víli ekki fyrir sér
að kaupa klessukeyrðan bíl og gera
hann upp eins og ekkert sé sjálf-
sagðara og það nánast verkfæra-
laus?
Hvað er fúsk?
í sambandi við tjón á bílum og
viðgerðir verður mönnum tíðrætt
um sk. fúskara og eiga þá oftast
við ófaglærða menn sem stunda
bílaviðgerðir eða faglærða sem
starfa við ófullnægjandi aðstæður.
Það vill oftar gleymast að illa unnið
verk af fagmanni er engu minna
fúsk.
Sá sem óskar eftir samkomulags-
bótum í stað þess að láta trygginga-
félag sjá um viðgerð á bótaskyldu
tjóni telur sig ef til vill geta komist
að hagstæðari kjörum en ella vegna
kunningsskapar, tilboðs, skiptivinnu
eða einhvers annars. Stundum hefur
hann haft fyrir því að fá tilboð í
viðgerð frá fleirum en einum aðila
og telur sig geta hagnast á því að
semja um bætur og sjá síðan um
viðgerðina sjálfur. Þar með ber hann
jafnframt ábyrgð á því að hún sé
framkvæmd á réttan hátt.
Bifreiðaskoðun íslands hf.
Rúmu ári eftir að VÍS Tjónaskoð-
unarstöðin tók til starfa hóf Bifreið-
askoðun íslands hf. starfsemi sína.
Þar með er í fyrsta sinn hægt að
skoða bíla við viðunandi aðstæður
hérlendis og með til þess gerðum
tækjum. Fáir hafa t.d bent á þá
staðreynd að með tilkomu Bifreiða-
skoðunar íslands hf. er tekin upp
reglulega árleg mæling á stillingu
bílvéla (CO-mæling) en hún dregur
ekki einungis úr mengun í útblæstri
heldur sparar bíleigendum mikla
peninga vegna bensínsparnaðar.
Frá upphafi hefur verið gott sam-
starf á milli fyrirtækjanna um ýmis-
legt sem ætla má að auki öryggi í
umferðinni. Á meðal þess eru nýjar
hugmyndir um fyrirkomulag af-
skráningar farartækja sem lent hafa
í óhöppum. Fram hefur komið til-
laga um að númer verði tekin af
öllum bílum, sem seldir verða á
uppboðum hjá VÍS og hafa ekki
þegar verið afskráðir, og þau send
Bifreiðaskoðun. Með þessu móti
væri tryggt að allir bílar sem lentu
í bótaskyldum umferðaróhöppum
séu skoðaðir að viðgerð lokinni.
Þótt ýmislegt vanti enn upp á að
skylduskoðun farartækja sé nægi-
lega ítarleg með tilliti til öryggis-
þátta, t.d. skoðun á ástandi burðar-
virkja flutningatækja, er skipulega
unnið að endurbótum. Þetta hefur
viljað gleymast í fjölmiðlaumræð-
unnni um Bifreiðaskoðunina en hún
hefur nánast öll verið á einn veg,
þ.e. neikvæð. Öryggi hins almenna
bíleiganda, sem hefur aukist með
tilkomu fullkomnari árlegrar skoð-
unar, hefur varla verið minnst á.
Aukin tækni — lægri iðgjöld
Nú virðist sem aukin samkeppni
ætli að verða til þess að breyta því
fyrirkomulagi sem verið hefur á bif-
reiðatryggingum og ef það verður
til þess að lækka iðgjöld er það
vel. Iðgjöld endurspegla þær tjóna-
bætur sem tryggingafélög greiða.
Sé hægt að draga úr viðgerðar-
kostnaði kemur það öllum bíleigend-
Tölvuendunnemtun fyrir konur
Grunnatriði, ritvinnsla og tölvubókhald fyrir konur sem vilja breyta til.
12 vikna námskeið, mætt 3 klst í viku • Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Q
Leiðbeinandi: Kristín Þormar, kerftsfræðingur TVÍ
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar fgg
Grensásvegi 16*stofnuð 1. mars 1986 (£)
&
um til góða með lækkun iðgjalda,
ekki einungis sérhópum, sem aka
minna en aðrir, heldur öllum.
Að undanförnu hafa Vátrygg-
ingafélag íslands hf., Sjóvá-
Almennar hf. og Tryggingamiðstöð-
in hf. haft samstarf um að fá hing-
að til lands erlenda sérfræðinga og
kostað námskeið sem haldin hafa
verið með þeim fyrir bifvélavirkja
og bifreiðasmiði. Tilgangurinn er sá
að efla tækniþekkingu í Bílgreininni
og stuðla þannig að hagkvæmari
bílaviðgerðum. Lækkun viðgerðar-
kostnaðar gagnast ekki einungis
þeim sem verða fyrir tjóni sem er
bótaskylt heldur lækkar þannig við-
haldskostnaður hins almenna bíleig-
anda.
Nú þegar hafa verið haldin nám-
skeið þar sem kynnt var nýjasta
tækni við boddýviðgerðir, límingar
og punktsuðu og kynnt ný efni sem
gjörbylta ýmsum þáttum bílavið-
gerða. Sérstakt námskeið fjallaði
um rúðuísetningar. Á öðru nám-
skeiði fjallaði sænskur sérfræðingur
um nýjustu tækni við mælingar og
réttingu á stigagrindum vöruflutn-
ingabíla.
Öll hafa þessi námskeið verið
mjög vel sótt og stefnt er að fleiri
slíkum í náinni framtíð. Það er at-
hyglisvert, þegar fjölmiðlar eru ann-
ars vegar, að þeir virðast, næstum
undantekningarlaust, hafa áhuga á
að fjalla um tryggingafélögin undir
neikvæðum formerkjum. Gagnrýni
virðist eiga miklu fleiri lesendur vísa
en það sem ætla mætti að horfði
til framfara og kæmi hinum al-
menna bíleiganda að gagni. Þessi
námskeið voru kynnt öllum fjölmiðl-
um og þeim boðið að koma og kynna
sér hvað þar færi fram. Með einni
undantekningu sýndi ekki einn ein-
asti fjölmiðill þessum málum áhuga,
lét sjá sig eða óskaði frekari upplýs-
inga.
Undantekningin er Bílablaðið
Bíllinn en í því mun á næstunni birt-
ast ítarleg grein um eitt þessara
námskeiða (ný tækni og ný efni til
boddýviðgerða; límingar og punkts-
uða).
Ábyrgð bílstjóra —
trassaskapur
Það er ekkert launungamál að
okkur sem störfum við tjónaskoðun
blöskrar oft og iðulega ótrúlegur
trassaskapur bíleigenda. Það hlýtur
að þurfa að breyta einhverju í um-
ferðarlögum þannig að bíleigandi
sé gerður ábyrgari fyrir ástandi bíls.
Það ætti að færast í vöxt að trygg-
ingafélög endurkrefji bílstjóra
vegna bóta, sem greiða hefur þurft
vegna tjóns sem rakið er til gáleys-
is eða glannaskapar. En það er ein-
ungis ein hliðin á málinu.
Til okkar á skoðunarstöðina hafa
komið bílar sem hafa verið með
húftryggingu (kaskó), og ekið aftan
á annan bíl í fljúgandi hálku og á
sléttslitnum sumardekkjum. Tjónið
á báðum bílunum getur numið á
aðra milljón króna. Flestum er áreið-
anlega ljóst að svona á ekki að eiga
sér stað. Það er ekki einungis að
dekkin séu sléttslitin heldur virðast
margir bíleigendur ekki hafa hug-
mynd um að ákveðnar reglur gilda
um dekk, það er t.d. óheimilt að
hafa radíaldekk að framan en díag-
ónaldekk (venjuleg) að aftan eða
öfugt. Við höfum séð allar samsetn-
ingar undir bflum sem- hafa lent í
tjóni og því má gera ráð fyrir að
ástandið sé ekki gott.
Hér vantar skipulegra eftirlit,
svipað því sem er í Þýskalandi og
Svíþjóð um að bíleigandi sé ábyrgur
fyrir ástandi bíls, a.m.k. hvað varð-
ar öryggisbúnað svo sem bremsur,
stýrisgang, ljósabúnað og dekk.
Hjá Vátryggingafélagi Islands hf.
eru öll flutningatæki og vinnuvélar,
önnur en fólksbílar, látin fara í
gegnum sérstaka öryggisskoðun
áður en þau eru húftryggð (kaskó).
Sé eitthvað fundið athugavert við
ástand tækisins er viðgerðar kraf-
ist. Þetta gildir einnig um sérbúna
bíla svo sem fjallabíla eftir að þeim
hefur verið breytt. í þessu atriði er
fólgin ákveðin slysavörn og ber að
líta á sem þjónustu við trygginga-
taka.
Höfundur er bifvöln virkjanwisturi
og stöðvurstjóri VÍS
Tjóimskoihuuirstöðvnrimmr á
Smiðjuvegi 2.