Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
í
Sj 6 vá-Almennar;
Sömu ið-
gjöld allra
aldurshópa
Tryggingaeftirlitið
segist þurfa lengri tíma
til að skoða beiðnina
SJÓVÁ-AImennar tryggingar hf.
lagði inn beiðni til Tryggingaeftir-
litsins um breytingar á iðgjöldum
bifreiðatrygginga í gærmorgun.
Síðdegis barst síðan tilkynning frá
Tryggingaeftirlitinu að beiðni fé-
lagsins yrði ekki afgreidd sam-
dægurs, en ráðgert var að breyt-
ingin tæki gildi í dag. Félagið
hyggst veita 6 þúsund kr. afslátt
á ári til þeirra sem hafa fjöl-
skyldutryggingu og húftrygg-
ingu. Þá hyggst félagið breyta í
nokkru reglum um bónus.
Ragnar Ragnarsson hjá Trygg-
ingaeftirlitinu sagði að eftirlitið
treysti sér ekki til að fjalla um beiðni
Sjóvá-Ainiennra á svo skömmum
tíma og auk þess skorti frekari gögn
um málið. Hann kvaðst eiga von á
því að beiðnin yrði afgreidd fyrir
næsta endurnýjunardag, 31. janúar.
Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-
Almennra, sagðist vera mjög undr-
andi á viðbrögðum Tryggingaeftir-
litsins og kvaðst ekki fullviss um
hvort því bæri nokkur skylda að fjalla
um þetta erindi þar sem ekki væri
hér um að ræða iðgjaldahækkun eða
-lækkun, heldur einvörðungu breytta
iðgjaldauppbyggingu.
„Við ætlum ekki að hækka iðgjöld
þeirra sem aka mikið né heldur ið-
gjöld unga fólksins. Við ætlum að
veita hópi ákveðinna viðskiptavina
afslátt að upphæð 6 þúsund krónur.
Þeir viðskiptavinir fá þar með lægstu
iðgjöld á markaðnum. Þetta eru þeir
viðskiptamenn sem eru í hæsta bón-
usflokki og eru með fjölskyldutrygg-
ingu og húftryggingu á bíl,“ sagði
Ólafur Jón Ingólfsson, deildarstjóri
almenningstengsla hjá Sjóvá-
Almennum. Allir ökumenn 23 ára
og yngri greiða sjálfsábyrgð ef þeir
lenda í tjóni, kr. 22.800. Þá kynnir
félagið svonefnda hálf-húftryggingu
og þeim tryggingatökum sem eru í
hæsta bónusflokki og taka hálf-húf-
tryggingu verður boðinn 3 þúsund
kr. afsláttur af iðgjöldum.
Þá verður reglum um bónus breytt
á þann veg að skemmri tíma tekur
að öðlast 65% bónus. Tryggingatakar
hækka um eitt bónusþrep við hvert
tjónlaust ár. Samkvæmt eldri reglum
fengu tryggingatakar 65% bónus
eftir tíu ára tjónlausan akstur en nú
hækka þeir um eitt bónusþrep fyrir
hvert tjónlaust ár upp að 65%, þann-
ig að það tekur tryggingataka með
55% bónus tvö ár að fá 65% bónus.
Varðskipið Týr tekur Rauðanúp í tog suð-austur af Hornarfirði s.l. föstudag.
Morgunblaðið/Guðmundur Valdimarsson
Stakfell landar á Raufarhöfn
Raufarhöfn.
FISKIÐJA Raufarhafnar hefur
náð samningum við útgerð
Stakfells á Þórshöfn, sem nú
er að fara á ísfiskveiðar, að
togarinn landi einhverjum afla
til vinnslu á Raufarhöfn á með-
an Rauðinúpur ÞH 160, togari
Raufarhafnarbúa, er bilaður.
Þór Pétursson ÞH tók að sér
að landa hér á meðan Rauði-
núpur var í eðlilegri slipptöku
og heldur því áfram. Báturinn
landaði hér 15 tonnum í gær
og dugar það, ásamt afla
þriggja linubáta, til að halda
uppi vinnu fyrir fastráðið fisk-
verkafólk í Fiskiðjunni.
Vél Rauðanúps hefur bilað tví-
vegis frá því slipptöku og vélar-
upptekt lauk. Varðskipið Týr dró
hann til Reykjavíkur eftir síðari
bilunina, sem varð þegar skipið
var á veiðum suð-austur af Horna-
firði sl. föstudag. Komu skipin til
Reykjavíkur á sunnudag. Tog-
arinn hefur ekki verið á veiðum
frá því um miðjan desember vegna
þessa.
Vél togarans var opnuð í gær
en síðdegis var von á manni frá
framleiðanda vélarinnar í Japan
og átti að rífa vélina að honum
ásjáandi. í dag kemur í ljós hvað
gera þarf til þess að koma skipinu
á veiðar, og hvort það tekur, daga,
vikur eða mánuði. Helgi
Síldarútvegsnefnd:
Kannað hver áhætta er af
því að hefja söltun strax
SÍLDARUTVEGSNEFND og fé-
lög síldarsaltenda kanna nú hver
áhætta kynni að vera í því fólgin
fyrir saltendur að hefja söltun
eins og mál standa í dag. Þetta
upplýsti Gunnar Flovenz stjórn-
arformaður Síldarútvegsnefndar
Morgunblaðið um í gærkveldi.
Björn Tryggvason aðstoðar-
bankastjóri Seðlabankans og
Einar Benediktsson fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegs-
nefndar eru farnir til Moskvu til
þess að kanna hver staðan er í
hugsanlegum bankaviðskiptum
milli landanna vegna fyrirhug-
aðra kaupa Rússa á saltsíld.
Gunnar Flovenz sagðist á þessu
stigi lítið vilja tjá sig um stöðu
mála í síldarviðskiptum íslands og
Rússlands. Hann sagði þó: „Það er
unnið af því af hálfu félaga síldar-
saltenda og Síldarútvegsnefndar að
kanna hver áhættan kunni að vera
í því fólgin fyrir saltendur að heija
söltun eins og málin standa í dag.
Ennfremur liggur ekki alveg ljóst
Neytendasamtökin kæra til RLR:
Klám á Strumpamyndbandi
Sama uppi á teningnum á myndbönd-
um um Kalla kanínu í Bretlandi
MYNDBAND með teiknimyndum fyrir börn, sem selt hefur verið
í verslunum, reyndist einnig hafa að geyma hluta af klámmynd.
Neytendasamtökin hafa nú kært sölu myndbandsins til Rannsókn-
arlögreglu ríkisins. Hjá dreifingaraðila myndbandanna fengust
þær upplýsingar, að eitt slíkt tilfelli hefði komið upp áður og
mætti rekja þetta til fyrirtækisins, sem útvegaði auðar spólur til
fjölföldunar. í gær kom sams konar mál upp í Bretlandi. Yfir-
völd þar hvöttu foreldra til að kanna teiknimyndir barnanna, þar
sem brögð væru að því að á þeim væri brot úr klámmyndum.
Átta ára stúlka í Reykjavík
eignaðist myndband fyrir
skömmu. Á því voru tvær teikni-
myndir um Strumpana, með ís-
lensku tali, og er myndbandið
tölusett sem hið fyrsta' í röð
myndbanda um litlu bláu kallana
og ævintýri þeirra. Þegar síðari
myndin á snældunni var á enda
rak foreldra stúlkunnar í roga-
stans, því þá tók við brot úr grófri
klámkvikmynd. Foreldrarnir
sneru sér til Neytendasamtak-
anna, sem kærðu sölu mynd-
bandsins til rannsóknarlögregl-
unnar.
0S2Z»~,,M"
ISMIIIItil R 3Þ »:ni:
Vorkinnun.
Sá j'ttfti, s:t vmuii
t>í4 sá. Flrumpaði
Steinar hf. dreifa Strumpa-
myndunum hér á landi. Þar feng-
ust þær upplýsingar í gær, að
eitt tilfelli hefði komið upp áður
um klámmynd fyrir aftan
Morgxinblaðið/Sverrir
Myndband þetta með litlu, bláu
Strumpunum reyndist einnig
hafa að geyma brot úr grófri
klámmynd.
Strumpa-mynd. Það hefði verið
rakið til þess, að fyrirtækið, sem
útvegaði auðar spólur til fjölföld-
unar, hefði í ógáti sent frá sér
spólu með klámmynd á. Allar
myndir á lager hefðu verið yfir-
farnar, án þess að nokkuð
óvenjulegt kæmi í ljós, en greini-
lega hefði annað klámeintak þá
verið farið í sölu.
í fréttaskeyti, sem barst frá
Reuter-fréttastofunni í gær, er
haft eftir yfirvöldum í West-
Yorkshire í Bretlandi að svo virt-
ist sem teiknimyndir með Kalla
kanínu hefðu verið fjölfaldaðar á
myndbönd, sem áður höfðu að
geyma klámmyndir. Foreldrar
voru hvattir til að kanna teikni-
myndir barnanna, eftir að lög-
reglan hafði fengið ábendingu
um slíkt efni á myndbandsspólu,
sem keypt var í verslun.
fyrir hvemig afurðalánum til salt-
enda verður háttað ef til söltunar
kemur fyrir rússneska markaðinn.“
Gunnar sagði að á fundi hjá Síld-
arútvegsnefnd síðastliðið laugar-
dagskvöld hefði verið ákveðið að
framkvæmdastjóri Síldarútvegs-
nefndar, Einar Benediktsson, færi
til Moskvu „til að ganga eftir því
að hinir rússnesku kaupendur
standi við sinn hluta af gerðu sam-
komulagi um síldina og um leið til
þess að fylgjast með því sem skeð-
ur í sambandi við bankaviðræðurn-
ar þar“.
Gunnar sagði að Síldarútvegs-
nefnd myndi í samráði við félög
sildarsaltenda taka afstöðu til síld-
arsöltunar, strax og fréttir bærust
af bankaviðræðunum í Moskvu.
„Það er ekki gott að segja á þessu
stigi málsins, hvað mun koma út
úr þessum viðræðum. Fyrst og
fremst eru menn að fara þarna
austur til þess að kanna betur hver
staðan raunverulega er og hver
afstaða Rússanna er,“ sagði Jó-
hannes Nordai seðlabankastjóri í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann sagði að markmiðið væri að
kanna hvort hægt væri að „finna
traustan grundvöll fyrir viðskipti"
og kvaðst vonast til þess að Bjöm
Tryggvason næði fundum með full-
trúum Utanríkisviðskiptabanka
Rússlands.
Stefán L. Stefánsson sendiráðs-
ritari í Moskvu sagði í gær að hann
byggist ekki við því að fundir yrðu
haldnir með fulltrúum Utanríkisvið-
skiptabanka Rússlands fyrr en á
morgun í fyrsta lagi, þar sem Björn
Tryggvason væri ekki væntanlegur
til Moskvu frá Kaupmannahöfn fyrr
en síðdegis í dag.