Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1992
35
Kristín Þórðar-
dóttir — Minning
Fædd 15. nóvember 1914
Dáin 11. janúar 1992
sem var ófæddur er faðirinn féll
frá. En hún missti hann aðeins
tveggja ára gamlan.
Maður Önnu er Artúr Gestsson,
vélstjóri frá ísafirði. Þau eru nú
flutt til Hafnarfjarðar. Börn þeirra
eru Helgi Már, Elín Alma og Erl-
ing.
Seinni maður Möggu frænku var
Magnús Asgeirsson, sjómaður frá
Isafirði. Börn þeirra eru Sigríður
Kristín, Helgi Gunnar Birgir og
Ólína Rut.
Sigríður Kristín fæddist 29. maí
1932, á eina dóttur, Eyrúnu Ósk.
Sigríður er gift Helga Einþórs-
syni. Þau búa í Hafnarfirði. Helgi
Gunnar Birgir fæddist 18. ágúst
1934. Kona hans er Jenní Hall-
bergsdóttir. Þau búa í Hafnarfirði.
Börn þeirra eru Dýja Björk og
Magnús. Yngst er Ólína Rut, fædd
2. ágúst 1936, gift Gunnari Ólafs-
syni. Þau búa í Grindavík. Börn
þeirra eru Margrét, sem ólst upp
hjá Margréti ömmu sinni, Linda
Berglind, Ólafur Víðir, Magnús og
Kristinn.
Margrét og Magnús bjuggu á
ísafirði til ársins 1949, er þau
fluttu til Hafnarfjarðar.
Margrét Híramsdóttir var fríð
kona og mikið bar hún íslenska
búninginn vel. Ég man vel hvað
við börnin dáðumst að myndum
af þessari fallegu frænku okkar.
En vegna fjarlægðar milli heimila
þeirra systranna gáfust fá tæki-
færi til funda og hvorug átti heim-
angengt. En bréf þeirra á milli
lýstu kærleika og umhyggju. Ég
man þá alúð þegar móðir mín útbjó
hlýja ullarboli handa litlu frænd-
systkinunum og það var eins á
báða bóga. Eitt sólríkt sumar var
Sirrí litla, þá fjögurra ára, hjá
okkur í sveitinni og varð hún okk-
ur systkinunum afar kær.
Þegar hún kom heim aftur hafði
hún eignast litla systur. Um ferm-
ingu fékk ég að heimsækja frænd-
fólk mitt á ísafirði. Þá sá ég
frænku mína fyrst. Hún var þá
um fertugt. Ég man hvað mér
þótti hún glæsileg er hún hafði
klætt sig uppá og fór með mig í
búð og gaf mér efni í sumarkjól.
Hún var smekkleg, velvirk og
ailt lék í höndum hennar, hún
saumaði allt á fjölskyldu sína og
kom það sér örugglega vel.
Ég átti eftir að kynnast mann-
kostum hennar betur eftir að hún
flutti suður. Engan var betra að
biðja bónar, þess þurfti ég eitt sinn.
Ekki var spurt um ástæðu. Ég var
bara velkomin.
í Hafnarfirði eignuðust þau sitt
eigið hús við Vesturgötu og bjuggu
þar lengst af. Þangað var gott að
koma því alltaf mætti manni sama
velvildin og hlýjan. Þar ríkti svo
góður andi, ró og öryggi. Húsmóð-
irin var stjórnsöm og hugsaði vel
um sitt fólk. Hún fór gjarnan
snemma á fætur og var búin að
baka fulla dunka af kleinum þegar
aðrir vöknuðu.
Magnús vann alltaf verka-
mannavinnu. Hann var góður mað-
ur og vann heimili sínu allt sem
hann mátti. Oft var margt um
manninn í litla húsinu, þau hjónin
ólu upp dótturdóttur sína, Mar-
gréti Érlingsdóttur, elsta barn Ól-
ínu. Og Sigríður dóttir þeirra bjó
þar með þeim með dóttur sína,
Eyrúnu Ósk. Hún var móður sinni
mikil hjálparhella á þeim árum en
þá voru gömlu hjónin farin að eld-
ast. Lengst af voru þau heilsu-
hraust en á síðasta áratug fór
heilsan að bila. Þá fluttu þau á
Sólvang. Þar nutu þau góðrar að-
hlynningar og umhyggju síðustu
árin.
Gott samband hélst við börnin
sem voru dugleg að heimsækja
þau. Magnús lést þar árið 1988.
Börn Margrétar hafa beðið fyrir
sérstakar þakkir til starfsfólks
Sólvangs, sem annaðist hana af
svo mikilli alúð og virðingu að at-
hygli vakti, sérstaklega í þessum
síðustu veikindum hennar. Það er
ættingjum hennar mikils virði. Ég
kveð frænku mína með þakklátum
huga og votta aðstandendum
hennar samúð.
Margrét Sæmundsdóttir.
Stína er dáin. Hún kvaddi okkur
að heimili sínu við Ægisíðu að
morgni 11. þessa mánaðar. Þóttvitað
væri að engin lækning er til við sjúk-
dómi þeim er htjáði hana kom kveð-
justundin óvænt og söknuðurinn er
sár.
Missirinn er mikill fyrir ástvini
Stínu , því þeir eru margir sem í
gegnum árin hafa notið góðmennsku
og gestrisni á heimili Nonna og
Stínu. í huga Stínu sátu ávallt aðrir
en hún sjálf í fyrirrúmi. Allir vel-
komnir hvort sem þeir voru veislu-
gestir, spilafélagar, vinir og ættingj-
ar í kaffispjall eða börn í pössun.
Stína var lífsglöð kona, gjafmild
á hlýju og umhyggjusemi og þess
nutu ekki hvað síst börnin í kringum
hana. Sem barn, og fullorðin, var
alltaf gaman að koma á Síðuna og
njóta gáska og hláturs Nonna og
hlýlegs viðmóts Stínu. Hlýjunnar
nutum við ekki aðeins í hennar fé-
lagsskap því þær eru ófáar hendurn-
ar og fæturnir sem ekki varð kalt
vegna þeirra ullarvettlinga og sokka
sem hún Stína hafði prjónað.
Góðar eru einnig minningarnar af
kirkjuferðum á sunnudögum með
Nonna, og hann gat verið stór barna-
hópurinn sem fylgdi Stínu á jólaböll-
in í Iðnaðarbankanum. Við sem
stunduðum nám í skólum við Tjörn-
ina nutum þess einnig að skreppa
til Stínu í löngu frímínútunum og fá
hjá henni mjólkursopa og meðlæti
ásamt ráðleggingum í stórum og
smáum málum. /
Aðstæður höguðu því þannig að
ég varð í raun þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að dveljast hjá Stínu í
nokkurn tíma. Margir eflaust ætla
að sú dvö) hafi verið gerð fyrir hana,
en reyndin varð nú að dvölin reynd-
ist mér mikið vel. í daglegum sam-
skiptum okkar saman þessar vikur
öðlaðist ég slíka reynslu og dýrmætt
veganesti að á er við marga skóla.
Þótt sjúkdómurinn næði að setja
mark sitt á hana líkamlega var hann
yfirbugaður andlega með viljastyrk,
þrautseigju, lífsgleði og húmor. Sinn
síðasta dag á fótum fékk hún mig
til að brosa og hlæja með léttu gríni.
Þrátt fyrir að vera orðin fársjúk var
það enn og aftur velferð annarra sem
var efst í hennar huga, en gerði
maður sig líklegan til að huga að
henni eða spurði að líðan var svarið
nær iðulega. „Mér líður ágætlega.“
Þökk sé dvöl minni hjá Stínu að
ég á góðar minningar af umræðum
við eldhúsborðið, sögur frá gömlu
dögunum sem veittu mér tækifæri
til að „kynnast" ættingjum mínum
sem börnum og ungu fólki. Síðast
og ekki hvað síst sýndi hún hvernig
með gleði, hlýju og jákvæðu hugarf-
ari er hægt að nýta og njóta þess
tíma sem maður hefur, bæði fyrir
sig og aðra, vitandi þess að endalok-
in hér eru á næsta leiti. Einnig hafa
afi, amma og Nonni og Stína, sem
stofnuðu til vináttu sinnar fyrir rúm-
um 50 árum, kennt mér að með því
að rækta vel vináttuböndin er maður
ekki aðeins að búa í haginn fyrir sig
í nútíðinni heldur e.t.v. að taka gæfu-
spor fyrir börn sín og barnabörn í
framtíðinni.
Ég bið góðan Guð að geyma ein-
staka konu og minningu hennar og
þakka fyrir að hafa fengið að kynn-
ast henni.
Anna Bryndís.
Andlát Kristínar, vinkonu minnar,
kom mér ekki á óvart, svo mjög sem
sjúkdómur, sem ekki varð við ráðið,
hafði bugað heilsu hennar á skömm-
um tíma. Það rifjaðist upp fyrir mér,
þegar hún lést að morgni 11. jan-
úar, að á þessum sama mánaðardegi
fyrir 39 árum fluttust ég og fjöl-
skylda mín í húsið við Ægisíðu, sem
við reistum með hjónunum Jóni Páls-
syni og Kristínu, en þau voru þá
nýflutt í sína íbúð.
Það var okkur mikið lán að eign-
ast sambýlisfólk eins og þau heiðurs-
hjón, Kristínu og Jón, og þar féll
ekki styggðaryrði á milli öll þessi ár.
Þó hefur stundum verið hávaðasamt
í krakkahópnum uppi hjá mér, en
börnin mín öll tengdust þeim innileg-
um vináttuböndum, enda voru þau
Jón og Kristín barngóð með afbrigð-
um.
Kristín Þórðardóttir fæddist í
Espiholti í Borgarfirði 15. nóvember
1914. Foreldrar hennar voru þau
hjónin Þórður Oddsson og Loftveig
Guðmundsdóttir, sem þar bjuggu, en
Kristín var elst í hópi fimm systra.
1935 giftist Kristín Jóni Pálssyni,
starfsmanni við Tollstjóraembættið.
Þau eignuðust 1938 dótturina Stein-
unni Elsu, en hún er gift Sigmundi
M. Andréssyni.
Jón og Kristín voiu bæði ákaflega
félagslynd. Jón hafði góða söngrödd
og var lengi í karlakórnum Fóstbræð-
rum, og bæði höfðu þau mikla
ánægju af brids-spilamennsku.
Minnist ég þess, að Kristín var eitt
sinn í hópi bridskvenna, ssem völd-
ust til að keppa erlendis fyrir íslands
hönd. í þessum hópi söng- og spila-
félaga eignuðust þau marga vini, sem
þau mátu mikils.
Jón Pálsson lést árið 1984 en
Kristín bjó áfram ein í íbúðinni við
Ægisíðu. Hún var svo nátengd staðn-
um og minningunum, að henni fannst
hún ekki geta annars staðar unað.
Hún dvaldist yfir hátíðarnar hjá Elsu,
en fljótlega eftir áramótin dreif hún
sig „heim á Ægisíðu“. Tveim dögum
fyrir andlátið varð hún mikið veik
og rænulítil úr því. Henni varð að
þeirri ósk að kveðja lífið á gamla
heimilinu sínu.
Ég og börnin mín munum ávallt
minnast Jóns og Kristínar með hlý-
hug og þakklæti.
Elsu og fjölskyldu hennar votta
ég innilega samúð.
Auður Auðuns.
í dag er til moldar borin Kristín
Þórðardóttir. Mig langar að minnast
hennar í nokkrum orðum. Þegar
fregnin barst að Stína væri látin
varð mér hugsað til gömlu góðu dag-
anna þegar ég var í pössun hjá þeim
hjónum, Jóni Pálssyni og Stínu, en
foreldrar mínir voru miklir vinir
þeirra. Stlna var alveg yndisleg og
elskuleg kona sem hafði dálæti á
börnum og voru það nokkur sem hún
átti dálítið í.
Stína var dugmikil kona og ósér-
hlífin. Jón Pálsson og Stína áttu eina
dóttur, Steinunni, sem var þeim mjög
kær og hugsaði hún vel um móður
sína eftir að Jón dó, en það var 20.
júlí 1984. Síðustu mánuði var hún
hjá dóttur sinni og manni hennar
Sigmundi Andréssyni þar sem sjúk-
dómur hennar var farinn að heija á
hana. Á aðfangadag sá ég að hún
var orðin mjög veik, en hún barðist
vel og hetjulega til dauðadags.
Ég vil að lokum láta koma fram
kveðjur frá móður minni Helgu Lár-
usdóttur, sem ekki getur fylgt henni
í dag vegna veikinda.
Aðstandendum sendi ég mína
dýpstu samúð frá minni fjölskyldu.
Helgi Loftsson.
Þann 11. janúar sl. lést Kristín
Þórðardóttir. Það er ávallt söknuður
sem fylgir því að kveðja góða vini
og þá sem manni þykir vænt um.
Það er þó huggun harmi gegn þegar
eftir standa góðar minningar og vitn-
Oft skortir orð, en í svona sorg-
arfrétt um hann stóra bróður minn,
vissi ég ekki hvað við áttum að
skrifa en hann langafi minn orti
ljóð á sínum tíma og ég veit að
hann hefði lánað mér þau, blessuð
sé minning hans.
Hann langafi minn var Halldór
Benediktsson. Það hafa komið
mörg kvæði eftir hann. Hann bróð-
ir minn sem alltaf var svo kátur
og hress hefði orðið tvítugur 6.
janúar.
Nú berst mér að eyrum sú fjarlæga frétt,
það fer ekki hiá því að heyri ég rétt:
eskja um gott og farsælt lífshlaup
þess sem kvaddur er.
Minningar mínar um þau hjónin
Stínu og Jón Pálsson eru orðnar fjöl-
margar, enda 50 ár frá því vinátta
tókst með foreldrum mínum, Ásu og
Sigurjóni og þeim Stínu og Nonna.
Um árabil bjuggu fjölskyldurnar í
sama húsi og efldi það vináttutengsl-
in sem aldrei dvínuðu.
Það þótti sjálfgefið að Stína og
Nonni væru ávallt með á öllum sam-
komum íjölskyldu minnar stóium
sem smáum. Stína var ung að árum
þegar hún eignaðist sinn lífsföru-
naut, Nonna Páls. Hjónaband þeirra
var mjög fareælt, þar kom saman
hógværð og hlýtt viðmót Stínu og
glaðværð og fjör Nonna. Það glaðn-
aði yfir sérhverri samkomu sem þau
mættu til. En sameiginleg var þeim
hjartahlýjan og umhyggjan fyrir
ættingjum og vinum, sem ávallt sat
í fyrirrúmi. Vina og ættingjahópur-
inn var stór, en alltaf virtist þeim
gefast tími til að rækta ættar- og
vináttutengslin. Börn og ungmenni
voru meira og minna í nánd við Stínu
og Nonna, þeim var eðlislægt að
sinna þeim og styðja.
Sjaldan var annað þeirra nefnt,
svo hins væri ekki getið, svo sam-
tengd voru þau í hugum þeirra sem
þekktu þau. Hamingjuauki þeirra
hjóna var einkadóttirin Elsa, serrl var
þeim mjög hjartkær og síðar stoð
og stytta móður sinnar, ásamt eigin-
manni sínum Sigmundi M. Andrés-
syni.
Bæði voru þau Stína og Nonni
félagslynd og áttu sín hugðarefni,
söngurinn hjá Nonna og bridsspila-
mennska hjá þeim báðum.
Öll upplifum við þáttaskil í lífi
okkar og stundum dregur ský fyrir
sólu. Slík þáttaskil urðu í lífi þeirra
hjóna og Elsu dóttur þeirra þegar
fyrri eiginmaður Elsu, Egill Bene-
diktsson lést af slysförum 1967.
Og mikil voru umskipti í lífi Stínu
þegar Nonni lést 1984. Hún bjó yfir
miklum andlegum styrk og góðum
þroska. Þroska sem ekki hafði verið
numinn í skóla eða lesinn af bók,
heldur eðlislægur og áunninn af innri
hvöt. Hún sýndi ætíð aðgát í nær-
veru sálar og lagði ávallt gott til
sérhvers manns. Hæverska, jafnað-
argeð og kærleiksríkur hugur var
það sem einkenndi Stínu.
Síðustu mánuðina hafði sjúkdóm-
ur gengið hart að líkamsþreki henn-
ar, var henni og þeim er til þekktu,
vel ljóst að kveðjustundin væri
skammt undan. Ekki var kvartað,
það hafði aldrei verið hennar háttur.
Virtist hún með viljastyrk og þraut-
seigju, geta hagað flestu eins og
hann bróðir minn dáðrikur dáinn.
Nú vildi ég hraðskreiðan farkostinn fá,
mig fýsir að staðnæmast gröfmni hjá,
og ná til með kross yfir náinn.
En minningastraumurin örskreiður er,
til æskunnar stöðva á, svipstundu fer,
þar lékum við leikina saman.
Þar byggðum við vonanna háreistu höll
og hlupum um móa og blómskreyttan völl,
þá lífið var gleði og gaman.
En seinna kom alvaran, sýndi mér það,
að sópuðust margskonar þrekraunir að,
því lífið varð grimmúðleg glíma.
Þá átti ég vísan í horninu hauk,
í honum, sem nýlega ævinni lauk,
og því skal nú þakkirnar ríma.
(Halldór Benediktsson)
Kveðjuorð:
Baldvin Karlsson
Fæddur 6. janúar 1972
Dáinn 21. september 1991
áður var. Að hafa samband við ætt-
ingja og vini og halda jólin með fjöl-
skyldu og vinum. Hún var þakklát
þeim sem gerðu henni unnt að dvelja
á heimili sínu allt til síðustu stund-
ar. Enn sem áður, var hún okkur
fagurt fordæmi um andlega reisn og
þroska.
Ég vi! að leiðarlokum þakka Stínu
allt það sem hún hefur verið mér og
fjölskyldu minni um ævina.
Blessuð sé minning hennar.
íris.
Hjarta okkar hjóna, sem búum á
jarðhæð á Ægisíðu 86, er harmi sleg-
ið í raun og sannieika, vegna andláts
Kristínar Þórðardóttur 11. janúar sl.
sem bjó með okkur í sama húsi á
efri hæðinni. Ég efa stórlega að önn-
ur eins manneskja sem hún var komi
í staðinn í húsið. í 40 ár höfum við
átt samleið og eins konar samkrull
eins og gengur, án þess að orði hafi
nokkurn tímann hallað í samskiptum
okkar. Á vináttuna bar engan skugga
öll þessi _ár, svo ljúf og indæl var
Kristín. Ég vil halda því fram, að
slíkir mannasiðir sem hún sýndi í
hvívetna séu einsdæmi meðal íbúðar-
eigenda. Síðustu árin bjó Kristín ein-
sömul, því að hún missti mann sinn,
Jón Pálsson, innheimtumann hjá
Torfa tollstjóra hér áður fyrr, fyrir
allmörgum árum. Jón var einnig eins
og Kristín, hvers manns hugljúfi, og
þau bæði voru samtaka um að halda
frið í húsinu og virðingu sinni. Þau
hjónin áttu aðeins eina dóttur barna,
Elsu, einnig indælis manneskju, sem
gift er Sigmundi M. Andréssyni, og
búa þau í Lækjarási 9. Hafi Kristín
vinkona okkar þökk fyrir samfylgd-
ina og viljum við hjónin að endingu
færa Elsu innilegustu og samúðar-
fyllstu kveðjur.
Laufey og Páll.
Allt mannlegt hefur ávallt tak-
mark og tilgang í sjálfu sér. Þó er
erfitt að skilgreina lífið með einföld-
um hætti.
Eitt er þó víst, að þar sem líf er,
þar er einnig dauðinn skammt und-
an, aðeins misjafnlega langt.
Þessa staðreynd erum við áþreif-
anlega minnt á þegar vinir kveðja
þetta jarðlíf.
Hugljúf og hjartahlý kona, Kristín
Þórðardóttir, hefur nú verið kölluð
heim til hinna himnesku bústaða á
fund skapara síns.
Kristín fór snemma að taka til
hendinni við hin margvíslegu störf,
eins og títt var um þá kynslóð sem
fæddist á fyrrihluta þessarar aldar,
og vann þá hörðum höndum við allt
önnur skilyrði en sú kynslóð sem nú
lifir.
Það var árið 1963 sem Kristín hóf
störf í mötuneyti Iðnaðarbankans,
hún starfaði þar til 1988. í því starfi
naut hún sín vel. Hún var samvisku-
söm og skyldurækin í öllum störfum
sínum. Henni var umhugað um að
enginn færi vannærður frá borði. Frá
Kristínu stafaði ylur og mannleg
hlýja.
Kristín giftist góðum manni, Jóni
A. Pálssyni, sem nú er látinn.
Um leið og við drúpum höfði í virð-
ingu og þökk til hinnar látnu þökkum
við Guði fyrir að hafa fengið að vera
samferða Kristínu á lífsleiðinni og
fengið að njóta vináttu og hins hlýja
hjartaþels hennar, sem auðgað hefur
líf hvers þess manns, sem kynntist.
Við biðjum Guð að blessa eftirlifandi
ættingja.
Samstarfsfólk Lækjárgötuúti-
bús Iðnaðarbankans.
Að lokum bið ég guð að varð-
veita stóra bróður minn.
Stefán Rúnarsson,
Ástþór Rúnarsson.