Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 31 Ekki leyfi fyrir hass- hundi á Akureyri: Brýn nauð- syn á þjálf- uðum hundi til fíkni- efnaleitar - segirDaníel Snorrason GISSUR, er tveggja ára gam- all Labradorhundur í eigu Daníels Snorrasonar lögreglu- fulltrúi á Akureyri. Daníel heldur hundinn sjálfur og hef- ur þjálfað hann í frítíma sín- um, en yfirvöld hafa ekki talið ástæðu til að hafa hund á veg- um rannsóknarlögreglunnar á Akureyri. „Gissur er ekki viðurkenndur opinber starfsmaður," sagði Dan- íel, en hann hafði farið fram á það að rannsóknarlögreglan hefði hund til yfirráða, en ástæða þótti ekki til þess, þannig að Daníel keypti hundinn sjálfur fyrir tveimur árum og greiðir af honum gjöld og tryggingar auk þess að ala hann og þjálfa í frí- tíma sínum. „Ég tel brýna nauðsyn á að hafa hér þjálfaðan hund í tengsl- um við fíkniefnaleit. Fíkniefna- málum hefur fjölgað mikið og þá er augljóst að auðgunarbrot- Morgunblaðið/Rúnar Þór Daníel Snorrason lögreglufulltrúi og Gunnar Jóhannsson rannsóknarlögregla með hinn óviður- kennda opinbera starfsmann, Gissur í þjálfun á flugvellinum á Akureyri. um hefur fjölgað umtalsvert hér í bænum, en þau brot tengjast í auknum mæli fíkniefnaneyslu," sagði Daníel. Hann benti á að á síðasta ári var brotist inn á tvo staði, skip- asmíðastöðina Vör og Bjarg, hús- næði Sjálfsbjargar og skemmdir unnar fyrir um eina milljón króna samtals. Þeir sem þar voru að verki viðurkenndu að hafa brotist inn á ellefu staði til viðbótar og voru kröfur á hendur þeim að upphæð þijár milljónir króna. Báru þeir við yfírheyrslur að til- gangur innbrotanna hafi einung- is verið sá að komast yfir fé til að fjármagna fíkniefnaneyslu. A síðasta sumri komu einnig upp nokkur lifrarbólgutilfelli, sem bendir til þess að óhreinar nálar hafi verið notaðar er menn sprautuðu sig og loks bendir Daníel á að beint flug til Akur- eyrar frá útlöndum sé sífellt að aukast. Fjárhagsáætlun rædd í bæjarstjóm í dag: Heildartekjur ríflega 1,3 milljarðar 956 milljónir fara í rekstrargjöld HEILDARTEKJUR bæjarsjóðs Akureyrar á þessu ári eru áætl- aðar ríflega 1,3 milUarðar og munar þar mestu um tekjur vegna útsvars. Rekstrargjöld eru áætluð um 956 miiyónir króna, en mestu fé er veitt til félags- mála og almannatrygginga auk fræðslumála. Hvað tekjurnar varðar er gert ráð fyrir að útsvarið nemi tæplega 790 milljónum króna, aðstöðugjald gefí 250 milljónir, skattar af fast- eignum tæplega 230 milljónir, frá- veitugjöld 73 milljónir og landsút- svar 8,3 milljónir, en tekjurnar nema samtals 1.348.260 krónum. Rekstrarútgjöld bæjarsjóðs á yf- irstandandi ári verða 956 milljónir króna. Mest fer til félagsmála og almannatrygginga, 232 milljónir króna, til fræðslumála verður varið 197 milljónum og ríflega 100 millj- ónum til íþrótta- og æskulýðsmála. Þá er gert ráð fyrir í fjárhagsáætl- un að 83,3 milljónir króna fari til gatna- og holræsagerðar og 80,8 milljónir vegna umhverfísmála. Til menningarmála verður varið 64 milljónum króna, 46 milljónum til hreinlætismála og 42,6 milljónir verða notaðar til skipulags- og byggingamála. Þá má nefna að yfir- stjórn bæjarins kostar tæplega 70 milljónir króna, tæplega 20 milljón- ir króna fara í eldvamir og al- mannavarnir og 17 milljónir vegna Fundum fækkað og gjaldtaka vegna þjónustu tekin upp Fjárveiting til endurbóta á almenningssalernum tekin upp BÆJARSTJÓRN Akureyrar mun taka fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar fyrir árið 1992 til fyrri umræðu á fundi sínum í dag, þriðju- dag. Á fundi bæjarráðs á fimmtudag í liðinni viku voru rædd nokkur atriði er sérstaklega voru bókuð vegna afgreiðslu frum- varps að fjárhagsáætlun. í frumvarpinu er að því stefnt að fækka fundum hjá nefndum og stjórnum stofnana bæjarins og er því sérstaklega beint til formanna nefnda og stjórna að halda fundafjölda á árinu niðri sem kostur er og breyta vinn- ulagi þannig að þetta markmið náist. Lagt er til að veitt verði stöðu- heimild fyrir starfsmanni í fullu starfi við Þjónustumiðstöðina í Hlíð og í 70% starf við félags- starf aldraðra í Víðilundi 22. Þá er lagt til að endurskoðaður verði samningur um sjúkraflutninga með tilliti til fjölgunar vakt- manna og þar með bættrar og öruggari þjónustu. I þremur tilvikum er lagt til að tekið verði upp gjald fýrir þjónustu, þar er um að ræða að auk innheimtu á heilbrigðiseftir- litsgjaldi verði innheimt eftirlits- gjald og leyfísgjald vegna mengunareftirlits, að tekið verði upp tengigjald og þjónustugjald fyrir brunaviðvörunarkerfi sem tengd eru Slökkvistöð Akureyrar og að innheimt verði þjónustu- gjald vegna meindýraeyðingar. Einnig er tillaga um að Hita- veita og Rafveita leggi hvor um sig fram 1,5 milljón króna fram- lag til kaupa á öflugri tölvu fyrir bæjarstofnanir og þá kom einnig fram tillaga um að tekin verði upp fjárveiting til endurbóta og rekstrar á almenningssalernum við Kaupvangsstræti, en gert er ráð fyrir að þau verði opin mánuðina júní til september í sumar. atvinnumála. Áætlað er að veija tæplega 16 milljónum vegna stræt- isvagna, 3,4 milljónum í heilbrigðis- mál og um 10 milljónir falla undir liðinn afskrifaðar tapaðar kröfur. Einnig er gert ráð fyrir að tæplega 25 milljónir verði notaðar til ýmissa mála. Tæplega 420 milljónir króna verða eftir af skatttekjum að frá- dregnum rekstri málaflokka og vöxtum af hreinu veltufé bæjarins, en til ráðstöfunar verða um 220 miiljónir eftir greiðslu lána. Á þessu ári er gert ráð fyrir að afborganir langtímaskulda nemi 172 milljónum króna og vextir vegna þeirra um 50 milljónum. í ijárhagsáætlun bæjarins er ráðgert að fjárfestingar á árinu verði um 372 milljónir sam- tals. Reiknað er með að tekin verði ný langtímalán að upphæð ríflega 240 milljónir á árinu. Morgunblaðið/Benjamín Merkið sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni. Merki fyrir Eyja- fjarðarsveit Feðgar hlutufyrstu verðlaun Ytri-Tjörnum. I HÓFI á Hrafnagili síðastliðinn sunnudag voni kunngerð úrslit í samkeppni um merki fyrir sveitarfélagið. Fyrstu verðlaun, kr. 100 þúsund hlutu feðgarnir Gunnlaugur Bjömsson og Steindór Gunnlaugs- son og segja þeir um verðlauna- merkið: „Eyjafjörður er fagur fjörður við hafið þar sem fjöllin þijú standa sameinuð sem klettur, tákn fyrir sveitimar þijár sem verða að einni.“ Önnur verðlaun hlaut Dóra Hansen úr Hafnarfirði og þriðju verðlaun fékk Kristbjörg Ingólfs- dóttir, Akureyri. Hreppsnefnd hefur frestað ákvörðun um val á merki og bíður eftir nýrri reglugerð frá félags- málaráðuneytinu um slík merki. Það er því ekki fullvíst að merki feðganna verði valið þar sem ráðu- neytið hefur síðasta orðið. í dómnefnd vom Atli Guðlaugs- son, Aðalsteinn Júlíusson og Rósa Eggertsdóttir. í umsögn þeirra um merkið segir m.a. „Það er einfalt að lit, stílhreint og form einföld og skýr. Merkið er talið geta stað- ið vel sem sjálfstætt merki og fara vel sem bréfsefni og á borðfána. Dómnefnd telur að merkið sam- svari sér vel og geti staðið um ókomna framtíð, sérstaklega fyrir það hve formin eru óhlutbundin." - Benjamín Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! BATUR TIL SOLU Til sölu er Bjargey II EA-87, mjög vel búin tækjum en kvótalaus. Upplýsingar í síma 96-73132.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.