Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 45 1 Sumtmá Eftir að ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarpið og kynnti áætl- anir sínar um sérstakar agerðir í ríkisfjármálum hefur hver hags- munagæslumaðurinn af öðrum og ein starfsstétt eftir aðra risið upp og mótmælt af heilagri vandlæt- ingu. Sumt má vel spara, annað síður. En hvenær á að grípa í taum- ana, ef ekki nú? Eða hvaða þáttur þjóðlífsins getur einn tekið á sig allan samdráttinn? Þegar róttæku og að einhveiju leyti harkalegu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga ekki að standa til eilífðar. Þetta ástand verður um stundarsakir, meðan við erum að komast út úr þeim vandræðum, sem Framsókn- arflokkur og Alþýðubandalag öðr- um fremur, hafa komið okkur í. j Ætli það væri nú ekki flott fyrir ® ráðherrana, að hlaða bara gjöldum og skuldum á herðar okkar hinna i til þessað kaupa hálfkarað hús á nokkur hundruð milljónir króna undir „listaháskóla", sem er ekki ■ einu sinni til á pappírunum. Enginn ® veit hvernig á að nota þetta slátur- hús, sem Guðrún Helgadóttir nefndi „Perlu alþýðubandalagsmanna". Enda hlóu þeir út undir bæði eyru próf. dr. Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Steingrímur Hermannsson, þegar þeir slógu um sig á okkar kostnað og keyptu SS-húsið á Laugarnesi. Þeim vannst ekki tími til að ganga á bak orða sinna og svíkjast undan þeim samn- ingi eins og fór með „tímamóta- samninginn" við BHMR nokkru fyrr. Þetta var einn af mörgum kosningavíxlum próf. dr. Ólafs og Steingríms Hermannssonar. Það verður að skrifast á reikning W Framsóknar fyrst og fremst, að grípa þarf til jafn róttækra björgun- araðgerða og nú. Framsóknarmenn 9 hafa setið við kjötkatlana í 20 ár og oftast haft þar forystu. Allan tímann reyndust þeir vera þær P gungur, að þora ekki að stjórna, taka á málunum, láta jafnvel sverfa til stáls. Pólitík Steingríms Her- mannssonar er að þefa uppi vin- sældir, halda öllum góðum. Þess vegna getur hann ekki kennt Davíð Oddssyni neitt. Óvinsælu málin voru látin danka. Því er vandinn mikill nú. Við lok 20 langra fram- sóknarára kemur fram umræðan um „tvær Jjjóðir í einu landi“ og „fátækt á Islandi". Það þýðir ekk- ert að stinga höfðinu í sandinn og mala um það, að þjóðin sé að kafna í bölmóði. Það verður að horfast í augu við vandamálin og leysa þau. Bölmóður er gamalt og gott orð, P sem nú hefur komistí tísku og hver étur upp eftir öðrum. Nú á bara að skella í góm, yppta öxlum og segja: „Ekki þennan bölmóð, strák- ar — það reddast." En við erum okkar eigin gæfu smiðir. Og gæfa, h eða gæfuleysi, þjóðarinnar er ekki spara, annað síður síst undir störfum ríkisstjórnarinnar komin. Þess vegna verður að líta staðreyndirnar í réttu ljósi, einnig þær óþægilegu. Harmagráturinn vegna aðgerða ríkisstjómarinar er að verða hlægi- legur. Hver rígheldur í þær drusl- ur, sem honum hefur tekist að reyta af samfélaginu og vill ekki fyrir nokkurn mun sleppa. Svo upphefst fúkyrðaflaumur um einstaka þing- menn og þeim hótað öllu illu, fari þeir að hrófla við hefðum og hags- munum stétta og starfshópa. Sumir halda að alþingismenn séu fulltrúar einhverra stétta eða stéttahags- muna á þingi. Þetta er misskilning- ur. Guðmundur Hallvarðsson t.d. er ekki fulltrúi sjómanna á Alþingi. Hann er fulltrúi minn. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík hafði ég hann meðal 5 efstu manna á listanum og sé sannarlega ekki eftir því. Og í kosningunum kaus ég lista Sjálfstæðisflokksins og þar með Guðmund Hallvarðsson. Hann er minn þingmaður og okkar sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Hann er fulltrúi hugsjóna og stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Ég kann ekki við þá þingmenn, sem snögglega fá samvisku á miðju kjörtímabili og skutlast þá yfir í næsta flokk eða stofna nýjan. Ég vil, að þingmenn mínir sýni flokkshollustu. Við meg- um ekki kjósa einstaklinga á þing, heldur aðeins flokka (eða lista). Það eru þess vegna svik við okkur kjós- endur, ef þingmaður heldur uppi stefnu, sem gengur í berhögg við stefnu þingflokksins og þeirrar for- ystu, sem við höfum valið. Slíkir þingmenn hafa ekki siðferðilegan rétt til þingsetu. Ég er því ánægður með störf þingmanns míns, Guðmundar Hall- varðssonar. í deilunum um sjó- mannaafsláttinn sýndi hann (og einnig aðrir sjómenn í þingliði sjálf- stæðismanna) þá viðsýni og sann- girni, sem hæfír fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Guðmundur á að sinna hagsmunum sjómanna á skrifstofu Sjómannafélagsinss, en hagsmun- um þjóðfélagsins á Alþingi. Ég hefði viljað fá fólk úr miklu fleiri starfsstéttum en nú eru í þingliði Sjálfstæðisflokksins, jafn- vel á kostnað lögfræðinga og hag- fræðinga. Ekki til að ota fram stéttahagsmunum og veija sporslur og dúsur sinnar stéttar með oddi og egg. Heldur til að ná fram þeirri reynslu og þekkingu, sem hvar- vetna finnst með þjóðinni og fá fram sem flest sjónarhorn á öll þau mál, sem löggjafínn á að fást við. Því sjálf smíðum við gæfu þjóðarinnar. Og smiðjan er Alþingi. Gunnlaugur Eiðsson. V m ■. LÉTTOSTU R MtP B^Osiy>vlt>Y GRItNMm LÉTTOSTAR þrjár tegundir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM Macintosh fyrk byqendui Grunnatriði Macintosh, Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistota Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16*stofnuð 1. mars 1986 (Q LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. é GD| P 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 i 1 j I i SJBJBJSJBJBjgjBJBJcLiBJBJBJBJBJBJBJBJBJcLfgJBLJB. a 3 3 3 3 | 3 3 Þ p3 m HÓTEL HOLT í hádeginu Príréttaður hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195,- CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 *—t m k i ú tnrargrBrgrgrgrBrgrBrBnarBrBrBrBrgrBTBfBrBngrBrBf TÓNLEIKAR Rauð áskriftarröð í Háskólabíói fimmtudaginn 23. janúar kl. 20.00 Efnisskrá: Finnur Torfí Stefánsson: Hljómsveitarverk II Richard Strauss: Till Eulenspiegel Béla Bartók: Píanókonsert nr. 2 Einleikari: Tzimon Barto Hljómsveitarstjóri: Osmó Vnska Finnur Torfí Stefánsson kynnir efni tón- leikanna í FÍH-salnum, Rauðagerði 27, í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.00. Fjölmennum! Miðasala á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói daglega frá kl. 9-17 og í miðasölu við upphaf tónleikanna. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS, HÁSKÓLABÍÓIV/HAGATORG, SÍMI622255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.