Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1992
21
Norðurlandaráð:
Bókmenntaverðlaun
ákveðin á fímmtudag
Dagskrá í Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið
DÓMNEFND, sem í eiga sæti 11 einstaklingar, sker úr um það,
hver hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs næstkomandi
fimmtudag og mun nefndin funda í Reykjavík að þessu sinni. Af
hálfu íslands var tilnefnd bók Fríðu Á. Sigurðardóttur, „Meðan nótt-
in líður“ og ljóðasafnið „Vatns götur og blóðs“ eftir Þorstein frá
Hamri.
Af þessu tilefni vill Norræna
húsið leggja sitt af mörkum til að
kynna þau verk sem tilefnd eru og
höfunda þeirra. Því verður boðið til
dagskrár í fundarsal hússins mið-
vikudagskvöldið 22. janúar klukkan
20,30, þar sqm fulltrúar í dóm-
nefndinni kynna verk og höfunda
frá sínu landi. Auk þess mun norksa
vísnasöngkonan Hanne Kjersti Yn-
destad syngja nokkur lög. Þeir,
sem eiga tilnefnd verk auk Fríðu
og Þorsteins, sem áður eru nefnd
eru: Anne Marie Ejrnæs (Snegelhu-
set) og Soren Ulrik Thomsen
(Hjemfalden) frá Danmörku, Fred-
rik Nielsen (Nunaga siunissat qanoq
ippa) frá Grænlandi, Olli Janonen
(Johan ja Johan) og Ulla-Lena
Lundberg (Stora Várlden) frá Finn-
landi, Kjell Askildsen (Et stort ode
landskap) og Roy Jacobsen (Seier-
herrene) frá Noregi og að lokum
frá Svíþjóð, Ingmar Bergman (Den
goda viljan) og Göran Sonnevi
(Trádet).
í dómnefndinni eiga sæti: Dagný
Kristjánsdóttir og Sigurður A.
Magnússon fyrir ísland, Dorrit Will-
umsen og Erik Aalbæk Jensen frá
Danmörku, Kristian Olsen frá
Grænlandi, Piijo Vaittinen og
Ingmar Svedberg frá Finnlandi,
Finn Jor og Sissel Lange-Nielsen
frá Noregi og Heidi von Born og
Ebba Witt Brattström frá Svíþjóð.
í fyrra hlaut samíski rithöfundur-
inn Nils-Aslak Valkeapáá verðlaun-
in fyrir bók sína „Faðir minn sól-
in“. Þrír íslendingar hafa hlotið
verðlaunin Ólafur Jóhann Sigurðs-
son 1976 fyrir bókina „Að lauffeij-
um“ og Snorri Hjartarson 1981
fyrir ljóðabókina „Haustmyrkrið
yfir mér“ og Thor Vilhjálmsson fyr-
ir skáldsöguna „Grámosinn glóir“.
Morgunblaðið/Sverrir
*
Olafs Thors forsætisráðherra minnst
Athöfn til minningar um Ólaf heitinn Thors var haldin í Hólavallakirkjugarði á sunnudag. Þann dag voru
100 ár liðin frá fæðingu Ólafs, sem var forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum og formaður Sjálfstæðis-
flokksins um 27 ára skeið. Ásgeir Pétursson, formaður undirbúningsnefndar setti samkomuna. Davíð
Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ávarp og söngmenn úr karlakórnum
Fóstbræðrum sungu. Þá lögðu Davíð Oddsson og Ásgeir Pétursson blómsveig að bautasteini Ingibjargar
og Ólafs Thors.
Gömul íslensk frí-
merki afar eftírsótt
- segir Richard Ashton frímerkja-
sérfræðingur hjá Sotheby’s
ÍSLENSKIR frímerkjasafnarar geta nú í boði breska upp-
boðsfyrirtækisins Sotheby’s látið meta frímerkjasöfn sín. Sá
sem veitir þessa þjónustu er Richard Ashton, aðalfrímerkjas-
érfræðingur Sotheby’s í London, og dvelur hann hér á landi
fram á fimmtudag. Richard metur söfn þeirra sem þess óska
og heldur fyrirlestur um frímerkjasöfnun. Fyrirlesturinn er
á vegum Sotheby’s, Angeliu og frímerkjasafnara í Síðumúla
17 kl. 20 í kvöld.
Lagt verður mat á erlend og
íslensk frímerki í eigu íslenskra
safnara en Richard tekur fram
að töluverð eftirspurn sé eftir
íslenskum frímerkjum. „Elstu
frímerkin sem enn eru á bréfum
eru tvímælalaust verðmætust,"
segir Richard og talið berst að
fyrstu íslensku frímerkjunum.
„Það voru tvær tegundir af 4
skildinga frímerkjum fyrir emb-
ættismenn og almúga sem prent-
uð voru Thiele prentsmiðjunni í
Kaupmannahöfn árið 1873 en
voru einungis í umferð fram til
1876 vegna þess að þá varð
mynntbreyting og prenta þurfti
ný frímerki. Frímerkin, sem voru
í 5 verðflokkum og jafn mörgum
litum, eru ásamt öðrum íslensk-
um frímerkjum frá því fyrir alda-
mót afar eftirsótt ekki síst vegna
þess hve fágæt þau eru. í því
sambandi má geta þess að upp-
lag íslensku frímerkjanna fyrstu
árin samsvarar því að eitt ís-
lenskt frímerki hafi verið gefíð
út á móti 1000 sænskum." Hugs-
anlegt verðmæti fágæts íslensks
frímerkis er að sögn Richards
upp í 100.000 pund (rúmar 10
milljónir ísl. kr.). Richard seg-
ir að yfirleitt séu 9 af hveijum
10 frímerkjabókum sem hann
skoði verðlitlar en engu að síður
hvetur hann fólk til þess að
kanna hvort gömul frímerki
leynist í fóram þess. Nefnir hann
í því sambandi atvik sem átti sér
stað í Kaupmannahöfn árið
1985. „Við höfðum verið að
meta frímerki og stór bunki af
bókum beið eftir mér. Þá kom
ég skyndilega auga á snjáða frí-
merkjabók, sem póstburðarmað-
urinn í hverfinu hafði komið
með, og fór að fletta í henni.
Frímerkin voru fremur verðlítil
en inn á milli þeirra var fágætt
Bermudafrímerki frá árinu
1861.“
„Kom þá í ljós að pósturinn
hafði verið dönsku andspyrnu-
hreyfingunni í stríðinu og farið
með félaga sínum til þess að
sprengja verksmiðju í Þýska-
landi. Félagi hans lét lífið í ferð-
inni og þegar hann sótti heim
ekkjuna blöskraði honum svo
eymd konutmar að hann keypti
af henni frímerkjasafnið. Nú var
Richard Ashton.
konan dáin og því fannst mann-
inum hann hafa leyfi til þess að
selja frímerkin,“ segir Richard
og bætti við að pósturinn hefði
seinna fengið 36.000 pund (3.7
milljónir ísl. kr.) fyrir frímerkið
á uppboði.
Eins og áður segir staldrar
Richard stutt við á Íslandi en
þeir sem óskað eftir aðstoð hans
geta haft samband við Sigríði
Ingvarsdóttur fulltrúa Sotheby’s
á Islandi.
Ný sjónvarps-
stöð Sýnar:
Stillimynd
send út til
reynslu
STILLIMYND frá aðalsendi
nýju sjónvarpsstöðvar Sýnar
hefur að undanförnu verði
send út á rás 6, sem sjónvarps-
stöðin fékk nýverið úthlutað.
Þessi útsending er þó einungis
til að athuga hvort einhverjar
truflanir komi í Ijós.
Hannes Jóhannsson, tæknistjóri
Stöðvar 2, segir að stillimyndin
sé aðeins send út í tilraunaskyni
til að ganga úr skugga um að
engar truflanir séu á rásinni. Sú
stillimynd sem birtist á skjánum
er ekki endanleg útgáfa hennar
og á eftir að birtast af og til á
næstunni á rás 6.
Að sögn Jóhanns J. Ólafssonar,
stjórnarformanns íslenska út-
varpsfélagsins, er áætlað að hefja
útsendingar á rás Sýnar í mars-
mánuði, í síðasta lagi. Hann segir
að um sé að ræða sjónvarpsstöð
sem sendi út afþreyingarefni ein-
ungis um heígar.
Ef þú ekur lítiö átt þú kost á lægri tryggingaiðgjöldum!
Réttlátt, ekki satt?
Segðu upp tryggingunni þinni með mánaðar fyrirvara
og notaðu tímann til að bera saman iðgjöldin!
Viö erum viö símann 12 tíma á dag, frá 9 til 21.
S: 629011. Grænt númer 99 6290.
Skandia
r
Island