Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1992
Skýrsla um Skipaútgerð ríkisins:
Samgönguráðherra vís-
ar ásökunum á bug
Ekki sagt meira en alþjóð veit segir Guðrún Helgadóttir
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra, flutti Alþingi munnlega
skýrslu um málefni Skipaútgerðar ríkisins í gær. Ráðherra varð
að fara allítarlega yfir þetta mál vegna þess að Guðrún Helgadótt-
ir (Ab-Rv) fór með „stafi staðleysu", um að hann hefði sagt ósatt.
Guðrún segist ekki halda öðru fram en því sem alþjóð veit.
Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra ítrekaði það að ákvörðun
um að leggja niður Skipaútgerð
ríkisins hefði verið tekin við af-
greiðslu fjárlaga og eigur hennar
seldar. Samgönguráðherra rakti
nokkuð þá valkosti sem hefðu ver-
ið fyrir hendi. Ráðherra rakti í
nokkru máli og ítarlegu viðræður
sinna starfsmanna í samgöngu-
ráðuneytinu við undirbúningshóp
um hlutafélag um strandsiglingar.
Til þessa var hann til knúinn vegna
ummæla Guðrúnar Helgadóttur
sem hefði „farið með stafi stað-
leysu“ í umræðum síðastliðinn
fimmtudag; þrástagast á því að
hann hefði sagt þinginu ósatt.
Það kom m.a. fram í ræðu sam-
gönguráðherra að Samskip hf.
hefðu gert tilboð um þurrleigu
með kaupvali í strandferðaskipið
Esju 7. janúar Þessi áform hefðu
gerbreytt grundvellinum undir
rekstrarmöguleikum nýs skipafé-
lags. á þessari leið. Forráðamönn-
um undirbúningshópsins hefði ver-
ið greint frá þessu tilboði. Reyndar
hefðu þeir fengið vitneskju um til-
boðið fyrr en honum hefði borist
'það til eyrna. 8. janúar hefði sam-
J skip lagt fram nýtt tilboð með
aðgengilegri skilmálum og hefði
stjómarmönnum í Ríkisskipum og
einnig forráðamönnum undirbún-
ingshópsins verið greint frá því
tilboði.
Það kom einnig fram í ræðu
samgönguráðherra að hann hefði
haft samband við forstjóra Sam-
Að því hefur verið stefnt að ljúka
afgreiðslu þeirra frumvarpa sem
em nauðsynleg til þess að forsend-
skipa og greint honum frá því að
hann hefði 30. desember sl. lýsti
því yfir við starfsmenn Skipaút-
gerðar ríkisins að gengið yrði til
viðræðna við undirbúnings-
nefndna um stofnun hlutafélags
um rekstur skipaútgerðarinnar og
yrði leitast við að fá niðurstöðu í
þeim viðræðum innan tveggja
vikna. Á meðan þær viðræður
stæðu yfir yrðu ekki hafnar form-
legar viðræður við aðra aðila um
sölu eigna skipaútgerðarinnar eða
um samningsbundin verkefni fyr-
irtækisins. Forstjóri Samskipa
féllst á að nauðsynlegt væri að
svigrúm gæfist til að ljúka þeim
viðræðum.
Mánudaginn 13. janúar hefði
hann hitt undirbúningsnefndina,
hefði hún afhent honum bréf þar
sem m.a. hefði komið fram að hún
teldi að vegna skertrar þjónustu
útgerðarinnar hefði hagur fyrir-
tækisins stórlega versnað og eign-
ir þess rýrnað síðan nefndin lagði
fram tilboð sitt 1. desember síðast-
liðinn. Óskað var eftir því að enn
yrði veittur tveggja vikna frestur
til að tryggja nægjanlegt hlutafé
og ganga frá ábyrgðum. Við þessu
hefði hann ekki getað orðið. Málið
hefði horft öðruvísi við ef trúverð-
ugar rekstraráætlanir hefðu legið
fyrir og upplýsingar um hvaða
aðilar væm til þess búnir að leggja
fram hlutafé.
Degi síðar var ákveðið að taka
upp formlegar viðræður við Sam-
skip. Um hádegisbilið miðvikudag-
ur fjárlaga fái staðist um miðja
þessa viku. Nú er útlit fyrir að það
gangi eftir.
inn 15. janúar hefðu Benedikt Jó-
hannesson formaður í stjórnar-
nefnd skipaútgerðarinnar og Þór-
hallur Jósefsson deildarstjóri í
samgönguráðuneytinu, hitt for-
stjóra Ríkisskipa og farið með
honum yfir þau atriði sem afgreiða
þyrfti, ef samningar næðust við
Samskip. Jafnframt óskaði Bene-
dikt eftir því að hann boðaði til
stjórnarnefndarfunda morguninn
eftir. Þennan sama dag náði Bene-
dikt í báða samstjórnarmenn sína,
þá Kristin H. Gunnarsson og Geir
Gunnarsson og sagði þeim að við-
ræður væra í gangi.
Kl. 17. miðvikudaginn 15. ján-
úar hittust fulltrúar Samskipa og
ríkisins enn á ný og hafði þá fund-
ist lausn í deilum um ákveðna
kostnaðarþætti sem báðir aðilar
gátu fellt sig við. Fundi þessum
lauk skömmu fyrir kl. 19. en þá
hefði verið eftir að ganga frá orða-
lagi samnings.
Áhyggjur og ásakanir
Stjórnarandstæðingar þökkuðu
flestir samgönguráðherra svörin
en töldu þau ekki fullnægjandi.
Sérstaklega söknuðu þeir þess að
ekki hefði verið nánar frá því
greint hvernig óbreytt þjónustu-
stig við smærri hafnir á ströndinni
yrði tryggt. Þeim þótti málsmeð-
ferð samgönguráðherra enn sem
fyrr hin ámælisverðasta. Kristinn
H. Gunnarsson (Ab-Vf) stjórnar-
nefndarmaður í Skipaútgerð ríkis-
ins taldi að samgönguráðherra
hefði enga ástæðu til að atyrða
Guðrúnu Helgadóttur. Fréttir
hefðu verið um það á ljósvakanum
að samningur væri frágenginn í
meginatriðum svo snemma sem
kl. 17. en utnandagskrárumræðan
Salome Þorkelsdóttir, forseti Al-
þingis, sagðist eiga von á því að
þingstörfín gengju vel fyrir sig og
að það tækist að ljúka þessu á
morgun, miðvikudag.
Þau frumvörp sem hér um ræðir
eru: Frumvarp til lánsfjárlaga,
frumvarp um hagræðingarsjóð
sjávarútvegsins, frumvarp um að
koma Framkvæmdasjóði Islands í
umsjá Lánasýslu ríkisins. Og síðast
en ekki síst frumvarp um ráðstafan-
ir í efnahagsmálum á árinu 1992.
Sá lagabálkur hefur af ýmsum ver-
ið nefndur „bandormur".
Þingfundur hefst í dag kl. 11
árdegis með atkvæðagreiðslu um
frumvarpið um ráðstafanir í ríkis-
fjármálum eftir 2. umræðu, einnig
um frumvarp um Framkvæmdasjóð
íslands eftir 2. umræðu. Annari
umræðu um frumvarp til lánsfjár-
laga verður framhaldið, einnig um-
ræðu um hagræðingarsjóð sjávarút-
vegsins. Frumvarpið um ráðstafanir
í ríkisfjármálum verður væntanlega
rætt þriðja sinni. Einnig verður
stutt utandagskrárumræða vegna
yfírlýsinga forsætisráðherra um
horfur í samningaviðræðum um
evrópskt efnahagsvæði.
Ef vonir og væntingar forseta
Alþingis og formanna þingflokka
ganga eftir verður grundvöllur fyrir
því að gera nokkurt hlé á störfum
þingsins eins og um hefur verið
talað. Ef það tekst mun þjóðþing
íslendinga, 115. löggjafarþingið,
væntanlega koma saman á nýjan
leik þriðjudaginn 4. febrúar.
hefði hafist kl. 18.00. Ráðherrann
hefði ekki greint frá þessu í um-
ræðunum. Kristinn taldi að sam-
gönguráðherra hefði ekki reynt
að semja við undirbúningshópinn
um hlutafélag um strandsiglingar
af neinni alvöru. Hann hefði ekki
látið reyna á það hvort samningar
tækust.
Gunnlaugur Stefánsson (A-Al)
taldi að samgönguráðherra hefði
stigið skref sem í sjálfu sér væri
tímabært ef þeim fjármunum sem
spöraðust yrði varið til að bæta
samgöngur og vöraflutningaþjón-
ustu við landsbyggðina. Gunn-
laugur dró samt enga dul á það
að hann saknaði enn trygginga
fyrir því að afskekktar byggðir
landsins yrðu ekki afskiptar. Einn-
ig yrði að eyða þeirri óvissu sem
starfsfólk Ríkisskipa yrði að þola.
Eyjólfur Konráð Jónson (S-Rv)
og formaður undirbúningsnefndar
um félag um strandsiglingar tók
undir að gæta yrði hagsmuna
starfsmanna Ríkisskipa. Eyjólfur
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(SK-Rv) kvartaði undan því að
ráðherrum væri lítt í sinni að svara
fyrirspurnum sem til þeirra væri
beint, síðasta föstudag hefði fjár-
málaráðherrann ekki séð ástæðu
til að svara spurningu um svokall-
að minnisblað, þ.e.a.s. efnisatriði
vegna funda ráðherra með forstöð-
umönnum ríkisstofnana um al-
mennan spamað í rekstri ríkisins.
En í kvöldfréttum föstudagsins
hefðu þingmenn fengið frá aðstoð-
armanni ráðherrans að um væri
að ræða heimild til að „hýrudraga"
opinbera starfsmenn — eða svo
hefði mátt skilja aðstoðarmanninn.
Hún vísaði til þess að í þessu
plaggi væri talað um eftirlit með
launagjöldum, m.a: „Ef lau-
nagreiðslur fara umfram tilgreind
mörk skal útborgun stöðvuð sam-
kvæmt ákveðnum reglum: a) fyrst
yfirvinnu- og aukagreiðslur, b) því
næst fyrirframgreiðslur, c) að lok-
um aðrar mánaðargreiðslur."
Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra sagði að honum hefði
ekki verið kunnugt um hvaða
spurningum yrði til hans beint í
þingræðum síðasta föstudag, hon-
um hefði heldur ekki verði kunn-
ugt um hvaða efnisatriði yrðu
rædd í útvarpsumræðum sem
hann hefði verið beðinn um að
taka þátt í. Ráðherra viðurkenndi
að texti minnisblaðsins og fyrsta
viðtal við aðstoðarmann sinn hefði
gefið tilefni til nokkurs misskiln-
ings. Hér væri um að ræða að
fylgjast með því að menn færa
eftir þeim greiðsluáætlunum sem
þeir gerðu sjálfir. Fjármálaráð-
herra sagði það vera „alveg krist-
altært að ríkinu ber að greiða laun
fyrir umbeðna og unna vinnu.“
Svavar Gestsson (Ab-Rv) tók
lagði ríka áherslu á að ríkisvaldið
gæti ekki skilið svo við þetta mál
að einokun myndi ríkja í strand-
siglingum og millilandasiglingum
landsmanna. Það var von og ósk
Eyjólfs Konráðs að unnt reyndist
að koma á fót öflugu almennings-
hlutafélagi sem tryggt gæti sam-
keppni í siglingum. Undirbúnings-
nefndin hefði að undanförnu rætt
við Samskip og væru nokkrar von-
ir um jákvæða niðurstöðu. Guðrún
Helgadóttir (Ab-Rv) vildi í engu
hvika frá fullyrðingum sínum í
fyrri viku; samgönguráðherra
hefði sagt ósatt og öll þjóðin vissi
það. Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra sagði þingmenn „hafa
fengið að njóta“ þess að heyra
hneykslan Guðrúnar Helgadóttur
og endurtekin ósannindi hennar.
Samgönguráðherra taldi ýmsa þá
sem óttuðust um hag landsbyggð-
arinnar vera þá sem helst væru
hallir undir forsjárhyggju. Ráð-
herra benti á að Ríkisskip og Sam-
skip hefðu haft nána samvinnu og
hann sagði að við hlytum að meta
það nokkurs að Samskip ætluðu
sér að láta fyrrverandi starfsmenn
Ríkisskipa njóta forgangs í störf.
undir kvartanir Ingbjargar Sólrún-
ar um að ráðherrar ríkisstjómar-
innar væru tregir til svara. Svavar
sagði það nú ljóst að fjármálaráð-
herrann ætlaðist til þess að af sín-
um undirmönnum að þeir segðu
upp starfsfólki ef forstöðumenn
færa yfir heimildir fjárlaga. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv)
þakkaði fjármálaráðherra þau svör
sem hann hefði „þó gefið“, en fann
að því við fjármálaráðherrann að
hann teldi brýnna að tala við út-
varp heldur en þjóðþingið. Þetta
væri ósiður ráðherra. Hún taldi
margt enn óljóst með það eftirlit
og þann sparnað sem minnisblaðið
fjallaði um, t.a.m. varðandi stöðv-
un fyrirframgreiðslna, en ríki-
starfsmenn fengju laun sín yfir-
leitt greidd fyrirfram.
Stjórnarandstæðingar fögnuðu
yfirlýsingu ijármálaráðherra um
að ríkið myndi greiða laun fyrir
unna og umbeðna vinnu. Páll Pét-
ursson (F-Nv) taldi til vitnis um
mikilvægi stjórnarandstöðunnar
að ríkisstjórnin væri að draga í
land með sumar þær „firrur“ sem
ráðherram hefið dottið í hug að
setja fram. Páll og fleiri stjórnar-
andstæðingar annars vegar og
forsætisráðherra og fjármálaráð-
herra skiptust á skoðunum um til-
sjónarmenn eða „bifaldingsmenn"
eins og Páll Pétursson kaus að
nefna þá. Ráðherrum þótti hug-
myndin um tilsjónarmenn þörf og
ætti ekki að koma mönnum að
óvart. Hefði hún komið fram í
stjórnarfrumvarpi árið 1989. Páll
Pétursson taldi ráðherrana seilast
langt í sinni röksemdafærslu og
fjarri öllum sannleika. En Páll lét
sterklega í ljós það álit að ríkis-
stjórnin hefði gott af nokkurri til-
sjón með sínu starfi.
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug við útför sonar
míns og bróður okkar,
ÓLAFS B. ÍSLEIFSSONAR.
ísleifur Ólafsson
Vilborg ísleifsdóttir,
Tómas ísleifsson.
t
^Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
VICTORS JACOBSEN
fyrrverandi skipstjóra,
Nesvegi 43.
Hildur Steingrímsdóttir,
Victor Jacobsen, Þórhildur Jónsdóttir,
Steingrímur Victorsson, Kristín Ólafsdóttir,
Hilmar Victorsson, Matthildur Þorláksdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Notalegur tónn í viðræðum
••
Segir Ossur Skarphéðinsson
„ÞAÐ liggur ekki fyrir neitt formlegt samkomulag um afgreiðslu
þingmála en það er kominn notalegur tónn í viðræður manna,“ sagði
Ossur Skarphéðinsson (A-Rv) í samtali við þingfréttaritara Morgun-
blaðsins. Svavar Gestsson, varaformaður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, staðfesti þennan skilning Ossurar.
Ríkisstarfsmenn
munu fá sín laun
- segir fjármálaráðherra
MINNISBLAÐ fjármálaráðuneytisins um framkvæmd sparnaðar
vegna framkvæmdar fjárlaga og ráðstafana í ríkisfjármálum, var
rætt í upphafi þingfundar í gær. Stjórnarandstæðingum þykir
sýnt að ríkstjórnin hafi ætlað sér að „hýrudraga“ opinbera starfs-
menn. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði það kristaltært
að ríkinu bæri að greiða laun fyrir umbeðna og unna vinnu.