Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
17
Starfsemi Kísiliðjunn-
ar er náttúruvemd
eftir Jón Árna
Sigfússon
Mikið er rætt og ritað um starf-
semi Kísiliðjunnar. Fjölmiðlar birta
samþykktir frá Náttúruverndarráði,
frá Landvernd, frá stjórnum veiðifé-
laga og Félagi landeigenda. Þessar
samþykktir vitna allar um ókunn-
ugleika á botni Mývatns og óvönduð
vinnubrögð.
Eins og oft þegar menn ætla að
koma fram vondum málum og eiga
ekki rök fyrir þeim virðast öll með-
öl leyfileg. Þetta eru stór orð en
því miður allt of sönn. Áður en ég
rökstyð þessa fullyrðingu vil ég lýsa
nokkuð Ytriflóa Mývatns og þeim
miklu breytingum sem orðið hafa á
þeim tíma sem ég man. Um 1940
var Ytriflóinn að mestum hluta
ógróinn leirbotn með lágum marar-
brúskum hér og þar. Ytri hluti fló-
ans var meira gróinn og austur frá
Slútnesi var þá orðið marahaf, þ.e.
gróðurinn náði upp úr vatninu.
Dýpi_ flóans var þá l'/i til 2 metr-
ar. Á svæðinu austur frá Slútnesi
sem ég nefni marahaf var dýpið
70-80 sm. Silungsveiði (bleikja og
urriði) var um allan flóann nema í
marahafinu. Þegar Kísiliðjan hóf
starfsemi sína hafði þetta mikið
breyst. Gróður hafði margfaldast í
öllum flóanum svo að á mörgum
stöðum var ekki hægt að leggja net
fyrir það að gróðurinn var kominn
upp úr. Og í marahafinu „náði ekki
upp öldu“ fyrir gróðri. Bleikjuveiði
hafði stórminnkað og var alveg
■ FULLTRÚARÁÐ Kennara-
sambands íslands hvetur eindregið
til almennrar samstöðu launafólks
í landinu í þeirri kjarabaráttu sem
nú á sér stað og telur að einungis
á þann h.átt sé unnt að veija velferð-
arkerfið og ná árangri í baráttu
fyrir bættum kjörum. Fulltrúaráðið
felur stjórn Kennarasambandsins
að vinna að því að efla samstöðu
og samstarf opinberra starfsmanna
í kjaramálum og kjarabaráttu og
leita allra leiða til þess að þeir geti
sameiginlega brugðist við árásum
á kjör, starfsaðstæður og starfsör-
yggi og þvingað samninganefnd
ríkisins til að ganga strax til samn-
inga.
horfin af sumum svæðum. Dorg-
veiði, sem var áður mikil, var eng-
in. Þetta er ótrúleg breyting á
nokkrum áratugum og allt vegna
grynnkunar flóans. En hvernig er
þetta í dag? Allur aðalflóinn er rúm-
lega eins metra djúpur drullupollur.
Gróðurinn uppúr á stórum svæðum
og bleikjan horfin. En marahafið,
þar dældi Kísiliðjan, þá var vatns-
dýpi þar allt niður í 45 sm. Ég vil
geta þess hér að dæling í marahaf-
inu fór fram fyrir Iandris (frá
Kröflu) sem var um 70 sm. Og
hefði því nú verið stór eyja þarna
hefði Kísiliðjan ekki komið til. Þar
sem Kísiliðjan hefur dælt og dýpkað
flóann er nú bullandi líf, bæði fyrir
fugl og silung.
Náttúruverndarráð
Þar eru stjómendur og leiðbein-
endur Arnþór Garðarsson og Gísli
Már Gíslason. Þeir komu að Mý-
vatni með því hugarfari að Kísiliðj-
an væri bölvaldur hér. Þeir komu
með skoðanir með sér og ætluðu
að sanna þær, en þrátt fyrir þeirra
mikla vilja hefur þeim ekki tekist
að sanna að mengun komi frá Kísil-
iðjunni. Þeir vilja peninga til rann-
sókna á Mývatni, en ef rannsóknirn-
ar eru ekki að þeirra vilja skal ekk-
ert gert með þær sbr. skýrslu sér-
fræðinganefndarinnar. Þessi af-
staða þeirra er vísindamönnum til
skammar.
Landvernd
Kveðja kom frá þingi Landvemd-
ar. Studdi vel við samþykkt Nátt-
■ FULL TR ÚARÁÐSFUNDUR
Kennarasambands Islands, hald-
inn 18. janúar, mótmælir harðlega
þeim skemmdarverkum á velferðar-
kerfinu sem ríkisstjórnin stendur
fyrir. Fulltrúaráðið telur að dragi
ríkisstjórnin ekki til baka ákvarðan-
ir sínar og tillögur um niðurskurð
á velferðarkerfinu hafi hún fyrir-
gert þeim möguleika að samningar
við launafólk takist með friðsamleg-
um hætti. Fulltrúaráðið felur stjórn
Kennarasambandsins að undirbúa
nauðsynlegar aðgerðir félagsmanna
sinna til þess að leiðrétta kjör sín
og verja það velferðarkerfi sem
launafólk hefur byggt upp með
harðri og langri baráttu.
úraverndarráðs og gerði betur.
Vitnaði til „Ramsar“ samþykktar
en þar er markmiðið að vernda
votlendi. Er það virkilega að Land-
verndarmenn skilji ekki orðið vernd?
Ætla þeir að vernda Fljótsdalsheiði
með því að sökkva henni í vatn?
Ætla þeir að vernda Mývatn með
því að gera það að stararengi? Ja,
bágt er.
Veiðifélög
Stjórnir þriggja veiðifélaga hafa
sent frá sér yfirlýsingar varðandi
starfsemi Kísiliðjunnar. Ég veit ekki
til að fundir hafi verið haldnir í við-
komandi félögum um þetta mál.
Em þetta því vægast sagt óvönduð
vinnubrögð. Stjórn landeigendafé-
lags Laxár og Mývatns sendi frá
sér yfirlýsingu. Þetta félag hefur
verið dautt í á annan áratug og er
þetta enn eitt dæmið um óvönduð
vinnubrögð.
Sýnishom af málflutningi
Ekki era mörg ár síðan mengun
frá Kísiliðjunni var talin drepa allt
líf í Syðriflóa. í dag virðist lífríki
Syðriflóa byggjast á því _að hann
fái drulluna úr Ytriflóa. Á ég þar
við setflutninga og er þá ekki
minnst á mengun frá Kísiliðjunni
lengur.
Náttúruvemdarráð bannaði að
lax yrði settur í Efri-Laxá. Fjölmiðl-
ar fluttu þá fréttir frá veiðifélagi
Laxár og Krákár, að það hygðist
fara í mál við Náttúraverndarráð
því þarna væri um mikla hagsmuni
fyrir þá að ræða. Nú hafa fjölmiðl-
ar flutt fréttir frá sama félagi sem
nú hótar ríkinu málsókn ef það fer
ekki að tillögu Náttúruverndarráðs
og lokar Kísiliðjunni. Mér finnst
þetta mótsagnakennt.
Laxá
Lífríki Laxár hlýtur að vera öllum
mikið áhyggjuefni, en það er ekki
af völdum Kísiliðjunnar. Þarna er
um áþreifanlega hluti að ræða.
Stíflur voru settar í Mývatnsósa og
síðan hefur verið jafnrennsli úr
Mývatni. Enginn veit hvaða áhrif
jafnrennsli hefur haft á Mývatn.
Hitt er áþreifanlegt að sá sandur
sem Kráká flytur í Laxá sléttar nú
botn hennar meir og meir og mun
eyðileggja lífríki hennar verði ekk-
Jón Árni Sigfússon
„Stór svæði Mývatns
eru orðin svo grunn að
ef þau verða ekki dýpk-
uð mun aldrei verða þar
silungur framar.
Grynnkun er mjög ör
og getur orðið allt að 1
sm á ári. Þeir sem vilja
verndun Mývatns ættu
að styðja starfsemi Kís-
iliðjunnar því starfsemi
hennar er náttúru-
vernd.“
ert að gert. Veiðifélagsmenn Laxár
og Krákár virðast ekki hafa áhyggj-
ur af sandinum, hrópa bara Kísiliðj-
an, Kísiliðjan.
Að lokum
Stór svæði Mývatns eru orðin svo
grunn að ef þau verða ekki dýpkuð
mun aldrei verða þar silungur fram-
ar. Grynnkun er mjög ör og getur
orðið allt að 1 sm á ári. Þeir sem
vilja vemdun Mývatns ættu að
styðja starfsemi Kísiliðjunnar því
starfsemi hennar er náttúravernd.
Náttúruverndarráð, sem ekki
tekur faglegar ákvarðanir, á að
leggja niður enda komið umhverfis-
ráðuneyti sem andstætt Náttúru-
verndarráði vill vonandi vernda
Mývatn.
Höfundur hefur búið á
austurbakka Ytriflóa Mývatns í
62 ár.
■ EFTIRFARANDI ályktanir
voru samþykktar á fundi fulltrúa-
ráðs Kennarasambands íslands
18. janúar: Fulltrúaráð Kennara-
sambands Islands vísar algjörlega
á bug þeim hugmyndum ríkisstjórn-
arinnar um ráðstafanir í ríkisfjár-
málum sem bitna munu á þjónustu
velferðarkerfisins. Fulltrúaráðið
telur fráleitt að bregðast við meint-
um efnahagsvanda þjóðarinnar með
því að draga úr þjónustu og þyngja
skattlagningu á almennt launafólk,
aldraða, sjúka og öryrkja í stað
þess að sækja aukið rekstrarfé til
hátekjufólks og ijármagnseigenda.
Með hugmyndum ríkisstjórnarinnar
nú er stefnt að grundvallarbreyting-
um á íslensku samfélagi þar sem
horfið er frá þeim hugmyndum um
félagslegan jöfnuð og samhjálp
þegnanna sem hafðar hafa verið
að leiðarljósi á undanförnum árum.
Fulltrúaráð Kennarasambands ís-
lands minnir Alþingi á skyldur sínar
við fólkið í landinu. Fulltrúaráð
Kennarasambands íslands vill sér-
staklega vekja athygli á þeirri aðför
sem farin er að æsku landsins með
hugmyndum sem fyrir liggja um
að draga úr möguleikum til náms,
skerða námsframboð og fjölga nem-
endum í bekkjardeildum. Slíkar
aðgerðir eru hæpnar til spamaðar,
miklu líklegra er að þær kalli á
kostnaðarsamar hliðarráðstafanir
og verði til ómælds tjóns fyrir at-
vinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar í
framtíðinni. Verði ekki horfið frá
niðurskurðarhugmyndum krefst
fulltrúaráðið þess að stjórnvöld axli
sjálf þá ábyrgð að gefa ákveðin
fyrirmæli um í hvaða námsgreinum
á að fækka tímum, hvaða bekkjar-
deildir á að leggja niður, hvaða
námsáfanga á ekki að kenna í fram-
haldsskólum og hvaða nemendur á
að útiloka frá framhaldsnámi.
Islenzk svíta
nótnahefti eftií dr.
Hallgrím Helgason
komið út
NÝLEGA er komin út „íslenzk
svíta" fyrir fiðlu og píanó eftir
dr. Hallgrím Helgason, tónskáld.
Verkið er samið árið 1938 og
frumflutt í Gamla bíói á tónleik-
um í janúar 1940 af Birni Ólafs-
syni og höfundi.
Þetta fiðluverk byggist á íslenska
þjóðlaginu „Undir bláum sólar sali“
við texta Eggerts Ólafssonar (Lyst-
húskvæði). Allir fjórir kaflar verks-
ins era tilbrigði við þetta fyrrum
vinsæla þjóðlag. Lokakaflinn er í
þjóðlagastíl vikivaka.
SIEMENS
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lifið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
• Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
• Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála.
• Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25.
• Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
• Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
• Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
• ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9.
• Blönduós: Hjörleifur Júlfusson, Ennisbraut 1.
• Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
• Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32.
• Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1.
Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a.
Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31.
Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18.
Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
c oo
3^
.o
gs
0*0
3 (Q
0:8
□ 2*
ÍÍ
3 2:
oS
Q Q'
-» *
C g.
qS
q**
3
a