Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
fclk f
fréttum
Vala Óla synir Óskari Finnssyni eitt verka sinna.
ARGENTINA
Þjóðleg argentínsk myndlist afhjúpuð
JÓLABÆKUR
Metsölubók um
lauslæti
Kennedy-frænda
-og konur sem allt virðast fyrirgefa
Florída. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
etta kemur í beinu framhaldi
af því að við tókum „Lista-
vegginn" í gagnið í ágúst á síð-
asta ári,“ sagði Óskar Finnsson
vert á Argentínu Steikhúsi er af-
hjúpaðar höfðu verið tíu myndir
eftir myndlistakonuna Völu Óla.
Vala var fengin til að vinna um-
ræddar myndir fyrir Argentínu og
í því skini kynnti hún sér fyrst
argentínska menningu. „Þetta á
að færa gesti okkar nær hjarta
Argentínu og mér fínnst Völu
hafa tekist vel upp,“ bætti Óskar
við.
Myndir Völu hanga á veggjum
við gestaborð steikhússins, en
fyrrgreindur Listaveggur er í for-
drykkjarstofunni skammt frá inn-
ganginum.
Þar hafa þegar fjórir myndlista-
menn sýnt verk sín, , Cheo Cruz,
Hubert Nói Jóhannesson, Tolli og
Hulda Hákon. Óskar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að eigendur
staðarins hefðu nú ákveðið að til
einhvers væri að vinna að sýna á
veggnum.
Fimm manna dómnefnd hefði
nú verið skipuð og væri hlutverk
hennar að velja „Listaverk ársins“
og sá sem það hnoss hreppir fær
100.000 króna sýningarstyrk frá
veitingahúsinu.
Óskar sagði enn fremur að ekki
væri víst að myndir Völu Óla
fengju að hanga einar á veggjun-
um nema um hríð, því hugmyndir
væru uppi um að fá ljóðskáld til
að yrkja ljóð við myndirnar og
myndu þau ljóð því væntanlega
vera hengd við myndirnar.
Ein af metsölu jólabókunum hér
um slóðir varð að þessu sinni
allítarleg frásaga af ástamálum
þeirra Kennedy-frænda, allt frá
ættföðurunum, Joseph, sem var
m.a. sendiherra Bandaríkjanna við
hirð Bretakonungs í upphafi seinni
heimsstyijaldarinnar, til nútímans.
Joseph þótti ekki vera við eina fjö-
lina felldur í ásta-
málum frekar en
synir hans og
önnur ættmenni
síðar. Hann varð
kunnastur fyrir
samband sitt við
Hollywood-leik-
konuna frægu
Gloríu Swanson
en sonur hans,
John Kennedy
forseti, átti ving-
ott við Marilyn
Monroe og aðrar
fegurðardísir
samtíðar sinnar.
í bókinni er
nefnist „The
Kennedy’s: An
American Tra-1
gedy“ (Kennedy
ættin: Amerísk
harmsaga) eftir David Horowitch
eru ástarævintýri þeirra frænda
rakin allt frá ættföðumum til dótt-
ursonar hans Williams Kennedy
Smith, sem sýknaður var hér ný-
lega af nauðgunarákæru.
Þótt höfundurinn greini ná-
kvæmlega frá ástamálum og
framhjátökum þeirra Kennedy-
frænda lofar hann jafnframt eigin-
konur þeirra og kveður þær „nær
undantekningarlaust og ævinlega"
hafa stutt eiginmenn sína þrátt
fyrir lauslæti þeirra „a.m.k. á yfir-
borðinu" eins og höfundurinn orð-
ar það.
„Hvað er það sem veldur því
að eiginkonur þeirra virðast fyrir-
gefa þeim lauslætið æ ofan í æ
þrátt fyrir auðmýkinguna sem því
fylgir?“ spyr höfundur bókarinnar.
Sumir vinir Kennedy-fjölskyldunn-
ar halda því fram að viljinn til að
standa saman sé sterkasti þáttur-
inn í lífi íjölskyldunnar og það sé
gert í von um „betrun og bót hinna
afvegaleiddu.“ Aðrir telja að slík
samstaða fylgi metorðum og ver-
aldlegum auði og því standi
Kennedy-fjölskylda saman um
„heiður ættarinnar“ hvað sem á
dynur. Hér sé því raunverulega
ekki um neitt annað að ræða en
að þola raunirnar og láta sem
ekkert hafi gerst.
Sálfræðingur nokkur frá Balti-
more, Shirley Glass að nafni, sem
er sérfræðingur í hjúskaparmálum
og einkum framhjáhaldi, skýrir
það á annan veg hvers vegna
Kennedy-konur beri lauslæti eigin-
manna sinna möglunarlaust. Hún
segir:
„Konur valdamikilla manna
telja sig sjálfar valdamiklar og eru
oftast ófáanlegar til að skerða þá
aðstöðu sína með hjónaskilnaði."
Annar „sérfræðingur“ er borinn
fyrir því að það sé ekki ólíklegt
að eiginkonur þeirra Kennedy-
frænda hafi þegar í upphafi gert
sér ljóst að hveiju þær gengu og
mættu eiga von á og þær hafi
þess vegna tekið því sem að bar
með þegjandi þögninni.
Enn einn sérfræðingurinn, sem
sérhæft hefur sig í sögu ættmóð-
urinnar, Rósu, eiginkonu Josephs,
segir það einkenna eiginkonur
þeirra að þær horfi einkum til
framtíðarinnar frekar en að ein-
blína á það sem liðið er. Sá heldur
því fram að það hafi verið djúp
og einlæg guðstrú Rósu er hafi
gert henni kleift að þola framhjá-
hald eiginmannsins.
„Rósa Kennedy horfði framhjá
því sem hún vissi að var að gerast
og sótti huggun í einlæga trú sína,
sem varð henni eitt og allt. Bænir
hennar, trúin á Guð og vilja al-
mættisins gerðu henni lífið þolan-
legt.“
I bókinni kemur fram að undan-
tekningar hafi verið á þessari
reglu innan Kennedy-fjölskyld-
unnar. Þær Joan Kennedy, eigin-
kona Edwards (Ted) Kennedy og
Patricia, eiginkona Peters Law-
fords, skildu báðar við menn sína.
Kona Teds stóð í upphafi við hlið
hans er stúlkan lést í bifreið hans
við Chappaquidick-fljótið um árið.
Að því kom að hún stóðst ekki
mátið og kom í kvöldverð í Hvíta
húsinu klædd gegnsæjum skyrtu-
bol til að gefa í skyn að þannig
teldi hún að „flennum" sem giftar
væru kvennabósum bæri að klæð-
ast.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíúum Moggans!_____________xj
Morgunblaðið/Sverrir.
Margt gesta var við afhjúpun listaverkanna á Argentínu.
ISLENSKAR SKALDS0GUR • ÞYDDAR SKALDSOGUR • BARNA OG UNGP
Stóró
BOKAMARKAÐURINN
1992 BUCAFEN110
Magnaóasti bókamarkaður allra tíma
c* *
3 I
— 3
uj S
<J3 |
• S
cr>
20
=3=
5»
z
moraun
Ppi
20
uo
CZ>:
CTi
Eymundsson j
l- ™ STOFNSETT 1872 =
^ C
c
unMavflQfi • mmmi MDHfloto • viroi3/aiqy\H • wdninnii?
Joan Kennedy sýndi bijóstin í Hvíta húsinu.