Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
Hjónaminning:
Margrét R. Hírams
dóttir ogMagnús
Ásgeirsson
Fædd 14. maí 1899
Dáin 11. janúar 1992
Fæddur 9. apríl 1902
Dáinn 25. júlí 1988
• Þegar amma okkar Margrét
Rebekka Híramsdóttir lést lauk
ferðalagi, sem hófst um aldamótin.
Það hófst þar sem nú eru eyði-
byggðir. Hún fæddist á Búðum í
Hlöðuvík, fluttist tveggja ára með
foreldrum sínum að Steinólfsstöð-
um í Veiðileysufirði, þaðan til Bol-
ungarvíkur, þar sem Ólína móðir
hennar var fanggæsla og faðir sjó-
maður, og til Isafjarðar nokkrum
árum síðar með viðkomu í Hnífsd-
al.
Foreldrar hennar voru Ólína
Tómasdóttir, dóttir Tómasar Ás-
grímssonar og Rebekku Jónsdóttur
frá Nesi í Grunnavík, og Híram
^Eiríkur Veturliðason, sonur Vet-
urliða Vagnssonar og Margrétar
Magnúsdóttur, en þau bjuggu á
Dynjanda. Margrét var eina barn
þeirra hjóna, sem náði fullorðins-
i aldri. Ólína móðir Margrétar missti
fyrri mann sinn, Ólaf Helga Árna-
son, í sjóinn, en með honum átti
hún Soffíu, hálfsystur ömmu. Ólína
missti þrjú börn með fyrri manni
og þijú með seinni manni sínum,
en tók að sér Vagnfríði Vagnsdótt-
ur og Ingvar Guðjónsson til uppeld-
_Js, auk þess sem Friðbjörn Helga-
son var mikið hjá Ólínu. Híram
Eiríkur Veturliðason lést í tauga-
veikifaraldri á Isaflrði 1918.
Amma var heitbundin Sakaríasi
Helga Guðmundssyni, frá Stakka-
dal, syni Guðmundar Guðmunds-
sonar og Sigríðar Helgu Sakarías-
dóttur. Áttu þau tvö börn, Önnu
Maríu og Helga Gunnar. Sakarías
Helgi drukknaði árið 1929, ásamt
bróður sínum, Stefáni Gunnari, en
þeir fórust með mótorbátnum Giss-
uri hvíta. Var Margrét þá barns-
hafandi að Helga Gunnari. Hann
lést ungur, en honum hafði verið
komið í fóstur hjá miklu sómafólki
á Höfðaströnd, Guðrúnu Guð-
mundsdóttur föðursystur Ólínu og
Majasi Jónssyni.
Ámma og Magnús Ásgeirsson,
frá Eiði í Hestfirði, hófu sambúð
á ísafirði, fluttust til Hafnarfjarðar
árið 1949 og bjuggu þar bæði til
dánardags. Magnús lést 1988 á
Sólvangi þar sem þau eyddu síð-
ustu árunum sínum. Saman eign-
uðust þau þijú böm: Sigríði, Helga
Gunnar Birgi og Ólínu Rut, en ólu
upp Margréti dótturdóttur sína.
Heimili þeirra í Hafnarfirði stóð
öllum afkomendum opið hvemig
sem á stóð.
Við barnabörnin vorum tíðir
gestir hjá ömmu í Firðinum. Að
vera hjá henni var eins og að koma
í annan heim. Þrátt fyrir takmörk-
uð efni var ávallt til nóg af öllu.
Umfram allt hjartahlýju, virðingu
og vinskap. Hún var í raun vinur
barnabarnanna. Hún kenndi okkur
án þess nokkurn tíma að skipa eða
bjóða. Bar höfuðið hátt, eins og
fólkið frá Nesi, án þess að láta á
sér bera. Það virtist ekkert geta
komið henni úr jafnvægi. Fyrir
rúmum áratug átti hún við erfið
veikindi að stríða, og var þá ekki
hugað líf. Við spurðum hana þá
hvort hún ætlaði að yfirgefa okk-
ur. Hún brosti mildilega í þjáningu
sinni og svaraði: Það er við stóran
að deila — en við sjáum nú samt til.
Hún var trúuð án þess að leggja
mikið upp úr kirkjuheimsóknum.
Hún var glaðvær og aldrei hýrri á
brá en þegar fólkið að norðan kom
í heimsókn. Frænkur hennar og
vinir úr Sléttuhreppi og Grunnavík,
Ólöf Fertrams, María Maack og
allar hinar. Hún hafði unun af því
að dansa og hvatti okkur barna-
börnin óspart til að skemmta okk-
ur. Skemmtið ykkur á meðan þið
getið, nóg er nú streðið samt sagði
hún jafnan við okkur þegar við
vorum hjá henni.
Amma var orðvör og sagði ekk-
ert nema geta staðið við það. Hún
hélt fortíðinni fyrir sig. Kannske
af því henni fannst framtíðin vera
okkar. Kannske skipti fortíðin
hana svo miklu að hún vildi ekki
tala um hana. Hún bar tilfinningar
sínar ekki á annarra borð. Upp-
vöxturinn í nábýli við hafið kenndi
henni að bera harm sinn i einrúmi.
Hún talaði sjaldan, en af mikilli
virðingu um móður sína Ólínu frá
Nesi í Grunnavík. Konu sem stóð
í flæðarmálinu fyrir norðan og sá
fyrri mann sinn drukkna ásamt
öðrum mönnum. Samferðamenn
Óiínu töldu upp á að hún hefði líkn-
arhendur, enda jafnan reiðubúin
að hjálpa þeim sem hjálparþurfi
voru.
Ömmu virtist í blóð borin virðing
fyrir einstaklingnum, fyrir skoðun-
um hans og rétti. Það var fjarri
öllu lagi að henni kæmi til hugar
að gagnrýna fólk, eða yfirleitt
skipta sér af hegðun þess, hvað
þá að hnjóða í eða fella styggðar-
yrði um það. Og þegar henni þótti
gáleysislega rætt um menn færði
hún þeim jafnan eitthvað til máls-
bóta með þeim hætti að talið féll
fljótlega niður.
Það var oft margt spjallað í eld-
húsinu hjá ömmu og Magnúsi.
Amma var þá á þönum í eldhúsinu
og bar kaffi og með því í gestina.
Hún hlustaði og tók ekki þátt í
umræðunum, hugsaði sitt, skaut
svo inn orði og breytti með því
umræðuefninu. Hún sat sjaldnast
við eldhúsborðið sjálf. Kom sér
fyrir á kolli nærri eldavélinni tilbú-
in að hlaupa til og færa gestunum
það sem vantaði.
Hún kenndi okkur stillilega, á
sinn sérstaka hátt, að fátæktin
gæti aldrei orðið fögur. Án þess
nokkurn tíma að nefna það, þá
lærðum við ýmislegt um réttlæti í
samskiptum við hana. Hún vildi
að allir ættu þess kost að ganga
uppréttir, og tækju sér þann rétt.
Við systkinin þökkum samfylgd-
ina og allt það sem hún miðlaði
til okkar af reynslu, kærleik og
stolti.
Elín Alma, Erlingur og
Helgi Már Arthursson.
Þá er hún Margrét amma mín
horfin úr þessu lífi og komin til
Magnúsar afa sem dó fyrir rúmum
Ragnhildur J. Þórð-
ardóttir hjúkrunar-
fræðingur — Minning
Látin er hér í borg ástkær frænka
mín og vinkona Ragnhildur Jórunn
Þórðardóttir húsmóðir og hjúkrunar-
kona, aðeins 56 ára að aldri. Veik-
indastríðið var erfitt og langt, en
hún sýndi mikla hetjudáð.
Jórunn var sérlega falleg og
glæsileg kona. Hárið þykkt og mikið
en orðið grátt, fremur breiðleit,
munnsvipurinn festulegur og augun
óvenju skýr, eieinlega hvorki hvöss
né mild, en dul og björt. Óvenju
stormasamri ævi er lokið. Ævi henn-
~'(Cc hefir verið sífelld barátta, orðið
að heyja harða orrahríð við þung-
bæra sjúkleika nokkurra barna
sinna.
Ragnhildur Jórunn var óvenjuleg
kona. Hún átti til að vera hvöss og
vægðarlaus í orðum og skoðunum,
jafnve! svo að hneykslun olli, en í
eðli sínu var hún afar blíðlynd og
mátti ekkert aumt sjá. Hinir hrika-
legu erfiðleikar stöfuðu m.a. af því
að eiginmaður hennar sem var, og
hún eignaðist með 5 börn, yfirgaf
hana og bömin ung. Ævi hennar
var með hreinum ólíkindum.
Ragnhildur Jórunn var búin sér-
stæðum andlegum hæfileikum, sem
gerðu frænku minni gott, spíritism-
inn varð henni hamingja, heimur
sem varð henni ómetanlegur.
Ragnhildur Jórunn fæddist 5. júní
1935. Foreldrar hennar voru hjónin
Ragnhildur Einarsdóttir húsmóðir
v'og Þórður Sigurbjörnsson tollvörður.
í föðurætt var hún komin af vestur-
skaftfellskum ættum og úr Dala-
sýslu. í móðurætt var hún komin
af vestfirskum, húnvetnskum og þin-
geyskum ættum. Jórunn var afar
stolt af ættum sínum og kunni afar
góð skil á uppruna ætta sinna. Hún
taldi ættfræðina nauðsynlegan leið-
arvísi í daglegu lífi og hafa allmikið
sögulegt gildi. Hún taldi ættfræðina
lykil menntafjársjóðs. Hún lét ekki
sinn lykil ryðga og notaði óspart til
að kynnast ættfræðinni rækilega og
kappsamlega. Hún var og vel að sér
í stjörnufræði og alls konar náttúru-
vísindum. Það var unaður að ferðast
með henni um landið og það leyndi
sér ekki hversu menntuð og víðfróð
hún var í sögu lands og þjóðar. Og
þeir sem við heimsóttum nutu þess
að ræða við hana.
Það sem var einkum eftirtektar-
vert í fari Ragnhildar Jórunnar voru
frábærar gáfur, brennandi áhugi á
að vinna öðmm til gagns og hjálp-
ar, ósérplægni, heimsborgaraleg
háttvísi.
Eg á Ragnhildi Jórunni mikið að
þakka, einlæga vináttu, margs konar
hjálp og aðstoð, hjúkrun við móður
mína. Eg minnist fjölmargra við-
ræðustunda um dýrmætustu hugð-
arefni okkar hér á heimili mínu, í
bílnum mínum eða á heimiii hennar.
Hún var mér ómetanlegur félagi,
kunningi og vinur. Bömum hennar,
tengdasyni, móður og systrum votta
ég einlæga sarnúð.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. K. Pétursson)
Öllum þeim sem veittu henni
umönnun og hjúkrun síðustu vikurn-
ar þakka ég af hjartans einlægni.
Helgi Falur Vigfússon.
Að morgni hins 12. janúar sl. lést
á Landspítalanum Ragnhildur Jór-
unn Þórðardóttir hjúkrunarfræðing-
ur. Hún fæddist 5. júní 1935 í
Reykjavík, dóttir hjónanna Ragnhild-
ar Einarsdóttur og Þórðar Sigur-
björnssonar deildarstjóra hjá Toll-
gæslunni.
Ragnhildur ólst upp í Reykjavík.
Hún lauk námi frá Kvennaskólanum
í Reykjavík vorið 1953. í bytjun árs
1954 hóf hún nám við Hjúkrunar-
skóla íslands. Það var þá sem leiðir
okkar lágu fyrst saman er við sextán
stúlkur mættum einn bjartan febrú-
armorgun í kennslustofu Landspítal-
ans. I hópnum ríkti eftirvænting,
bæði vegna námsins sem framundan
var og samverunnar í heimavist skól-
ans, þar sem búið var mjög þröngt
á þeim tíma. Það má segja að allt
frá fyrsta degi hafi skapast sam-
kennd í hópnum sem haldist hefur æ
síðan. Hjúkrunarnámið var mjög oft
krefjandi og vinnuálagið mikið, bæði
fyrir sál og líkama, það var því ómet-
anlegt að fá stuðning frá skólasystr-
unum að dagsverki loknu. Frístund-
anna sem við áttum saman á þessum
árum minnumst við með gleði.
Þó að námi lyki og leiðir okkar
lægju víða náðum við ávallt saman
þrátt fyrir mismunandi lífshlaup.
Ragnhildur hóf hjúkrunarstörf að
námi loknu 1957 við Sjúkrahúsið á
Akureyri og síðar við Sjúkahúsið
Sólheima í Reykjavík. Síðan hélt hún
til Kaupmannahafnar haustið 1958
ásamt nokkrum úr hópnum og starf-
aði hún þar á sjúkrahúsum í fimm
ár. Þar kynntist hún eiginmanni sín-
um Ottó Björnssyni sem stundaði
nám í tölfræði við Kaupmannahafn-
arháskóla. Hófu þau búskap og fluttu
síðan heim til íslands. Þau eignuðust
fimm börn: Júlíus f. 1961, Þórð f.
1963, Ragnhildi f. 1965, Estellu
Dagmar f. 1968 og Einar f. 1971.
Ragnhildur og Ottó slitu samvistir.
Frá árinu 1964 helgaði Ragnhildur
heimili og börnum krafta sína allt
til dauðadags. Þrátt fyrir mótlæti
lífsins, margvísleg veikindi og erfið-
leika var hún trú því hlutverki og
þeirri sannfæringu sinni að þar nýtt-
ust kraftar hennar best. Ragnhildur,
eða Systa eins og hún var ávallt
kölluð, var greind kona og glæsileg
á velli.
Hún var mikill fjörkálfur og það
ríkti sjaldan lognmolla í kringum
hana. Hún var yngst í okkar hópi
en þrátt fyrir það er hún sú fyrsta
sem kveður, eftir hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm sem hún að lok-
um þurfti að lúta í lægra haldi fyrir.
Við kveðjum Systu með söknuði og
þökkum henni samverustundirnar.
Aldraðri móður, börnum og öðrum
aðstandendum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Hollsystur úr Iljúkrunarskóla
íslands.
þremur árum. Því trúði hún alltaf
að það tæki annað líf við eftir
þessa jarðvist. Hún kenndi mér
allar bænirnar sem við lásum fyrir
svefninn og að signa sig og ekki
mátti gleyma að signa yfir útihurð-
ina áður en gengið var til náða.
Hún var mikil saumakona og
saumaði alltaf skólafötin á mig og
pijónaði líka mikið. Og ekki má
gleyma því að henni þótti gaman
að dansa og oft var tekinn snúning-
ur á eldhúsgólfinu ef íjörug harm-
ónikkumúsik heyrðist í útvarpinu.
Afi var alltaf duglegur til vinnu
og stundvís og reglusamur. Hann
fór jafnan í Fríkirkjuna á sunnu-
dögum og þá var ég tekin með og
svo var oftast keyptur ís á eftir
og gengið niður á höfn að skoða
bátana. Hann var sjómaður áður
en hann fór að vinna í Vélsmiðj-
unni Kletti í Hafnarfirði. Eftir að
hann var sestur í helgan stein eins
og hann talaði um eftirlaunamenn,
hafði hann alltaf yndi af að rölta
niður á bryggju og fylgjast með
bátunum sem voru að koma að
landi. Það leið varla sá dagur að
hann kæmi ekki með ýsu í soðið
sem einhver sjómaðurinn hafði
gefið honum.
Þau bjuggu á Vesturgötu 26B,
Hafnarfirði, og létust á Sólvangi í
Hafnarfirði.
Ég sakna elsku ömmu og afa
sem ég ólst upp hjá og voru mér
alltaf svo góð sem foreldrar væru.
Guð geymi þau vel.
„Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín,
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðin er,
allt það launa skal ég þér.“
(S.J.J.)
Margrét Erlingsdóttir.
Þann 11. janúar 1992 lést á
Sólvangi móðursystir mín, Margrét
Rebekka Híramsdóttir, 92 ára
gömul. Mig langar til að minnast
þessarar elskulegu frænku minnar
nokkrum orðum.
Hún fæddist 14. maí 1899 á
Búðum í Hlöðuvík, dóttir hjónanna
Ólínu Tómasdóttur frá Nesi í
Grunnavík og seinni manns henn-
ar, Hírams Veturliðasonar. Hún
hlaut móðurnöfn beggja foreldra
sinna, það er Margrétar Magnús-
dóttur, konu Veturliða Vagnsson-
ar, og Rebekku Jónsdóttur á Nesi,
hinnar kynsælu móðurömmu sinn-
ar. En Rebekka og Tómas Ás-
grímsson eignuðust 13 börn og eru
fjölmennar ættir út af þeim komn-
ar.
Þar á Búðum við nyrsta haf lifði
hún sín fyrstu æviár. Þaðan flutti
fjölskyldan eftir 5 ára veru á Stein-
ólfsstaði í Veiðileysufirði í Jökul-
fjörðum. Móðir mín, Þórkatla Soff-
ía Ólafsdóttir, var þá 9 ára og
mundi þetta _vel. Faðir hennar,
Ólafur Helgi Árnason, fyrri maður
Ólínu ömmu á Nesi, drukknaði er
hún var á fyrsta ári. Soffía fædd-
ist 11. janúar 1892 (dáin 1. mars
1983). Eru því 100 ár frá fæðingu
hennar þann sama dag er systir
hennar lýkur sínu æviskeiði.
Þær voru bara tvær hálfsysturn-
ar sem lifðu af börnum ömmu og
var alla tíð mjög kært með þeim.
Þó aldrei væri um það rætt, má
nærri geta hvort lífsbaráttan hefur
ekki oft verið hörð þar norður frá
á þeim tímum.
Þegar Magga var 11 ára flutti
fjölskyldan vestur yfir „Djúpið" og
áttu þau heimili í Bolungarvík og
á ísafirði upp frá því. Hún missti
föður sinn 1918 og þar skilja leið-
ir systranna. Magga hélt áfram
heimili með Ólínu ömmu og fóstur-
syni hennar (Ingvari Guðjónssyni,
f. 28. september 1904) meðan
amma lifði. Var það örugglega
báðum mikill styrkur.
Margt ber við á langri ævi. Hún
kynntist mannsefni sínu, Helga
Guðmundssyni frá Stakkadal, en
hans naut ekki lengi við. Hann
drukknaði 1929. Þau eignuðust
dótturina Önnu Maríu (f. 5. sept-
ember 1927) sem átti eftir að verða
augasteinninn á heimili móður
sinnar og ömmu og Helga Gunnar