Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1992 Kjörbúð Til sölu er stórglæsileg kjörbúð við stærsta þétt- býlis-verslunarkjarna borgarinnar - þar sem fólkið er. Öll tæki til staðar. Hagstæð leiga. Laus strax. Ársvelta kr. 250 millj. SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Sýnishorn úr söluskrá: ★ Heildverslun með um 70 mlllj. kr. ársveltu. ★ Smásala - sérhæfð - sú eina á landinu. ★ Notaðar og nýjar barnavörur, tryggar tekjur. ★ Framköllunarfyrirtæki, smásala, góð aðstaða. ★ Skyndibitastaður m. pizzur, húsnæði fylgir. ★ Bónstöð, vel staðsett. ★ Gamalgróin bílapartasala. ★ Antikverslun - skemmtilegt starf. ★ Vefnaðarvöruverslun á góðum stað. ★ Hárgreiðslustofur, bæði litlar og stórar. ★ Blómaverslun, góð velta - gott verð. ★ Þekkt fataverslun á ótrúlega góðu verði. ★ Veislueldhús - öll tæki nýleg. ★ Skyndibitastaður - sá besti á landinu. ★ Kaffi-, matsölu- og veitingahús, það þekktasta. ★ Matvöruverslun, kr. 250 millj. ársvelta. ★ Heildverslun m. sportfatnað, hagstætt verð. r^rTTTTT77^T?7IX^riTVIT71 SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Til sölu eða leigu Hafnarbraut 11, Kópavogi Jarðhæð v/götu 500 fm, 2. hæð 500 fm, 3. hæð 500 fm. Hentar vel fyrir verslun/iðnað/skrifstofur/félaga- samtök. Hagstæð langtímalán til 14ára, 2% fastir vext- ir. Eignin er fullfrágengin að utan. Næg bílastæði. Fal- legt útsýni. Lagnir fyrir vatn, síma, rafmagn og hita komnar inn í húsið. Hagstætt verð og greiðslukjör. Góð fjárfesting. Ymis eignaskipti koma til greina. Upplýsingar gefur Hjörleifur Hringsson, sími 45625. 011 RH 01 07H LARUS Þi VALDIIV'AfíSS0N ERAMKVÆMDASTJÓRI L I KjU"LlO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignasau Til sýnis og sölu m.a. eigna: IMý stækkað og endurbyggt steinhús, ein hæð 129,5 fm á útsýnisstað í Hafnarfirði. Bílskúr 36 fm. Ræktuð lóð 630 fm með trjágróðri. Eignaskipti möguleg. Járnklætt timburhús með 3ja herb. íbúð tæpir 80 fm nettó á vinsælum stað við Blesugróf. Vel með farið. Góð lán kr. 3,5 millj. fylgja. Rétt við Álftamýrarskóla 3ja herb. mjög góð íbúð rúmir 80 fm á 3. hæð. Ágæt sameign nokkuð endurbætt. Byrjunarframkvæmdir að bílskúr fylgja. Æskileg skipti á raðhúsi við Háaleiti, Hvassaleiti eða nágrenni. Nýlegt steinhús - gott vinnuhúsnæði Á útsýnisstað við Jöldugróf ein hæð 132 fm. 4 svefnherb. Nýtt park- et. Mjög gott vinnu- og/eða ibúðarhúsnæði 132 fm i kjallara. Sérbyggð- ur bílskúr 49 fm. Margskonar eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. Skammt frá Sundlaugunum í Laugardal Rétt við Dalbraut 4ra herb. íbúð á 1. hæð í reisulegu steinhúsi. Tölu- vert endurnýjuð. Risherb. fylgir. Góð sameign. Einbýlishús í Garðabæ 180-200 fm óskast fyrir traustan fjársterkan kaupanda. Góður bilskúr þarf að fylgja. • • • Leitum að góðri sérhæð íVesturborginni eða á Nesinu. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEGI18 SÍMAR 21150 - 21370 Frúmar fjasa um Michelangelo Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Skírnir hefur viðhaldið þeim sið að birta greinar um bækur frem- ur en stutta ritdóma og fer yfir- leitt ágætlega á þessu. í haust- hefti 1991 ritar Kristján Krist- jánsson um þtjár bækur eftir Pál Skúlason, Halldór Stefáns- son um Sambúð manns og sjávar eftir Gísla Pálsson og Einar Fal- ur Ingólfsson um sögur eftir Gyrði Elíasson og Sigfús Bjartm- arsson. Skírnir er ekki síst aldurs síns vegna, gamallar hefðar, mjög upp- tekinn af fornum fræðum og bók- menntum, en það hindrar ekki að samtíminn komist að. Þessi við- leitni hefur orðið meira áberandi en oft áður með nýjum ritstjórum, Vilhjálmi Árnasyni og Ástráði Ey- steinssyni. Auk fyrrnefndra greina um bækur sakar ekki að geta Skírnismála þar sem rædd eru ýmis samtímaefni, sum að því er virðist eldfim. Hér skal allra síst dregið úr gildi ritgerða eins og Efnisskipan í Kaupmannabálki Konungsskugg- sjár eða Af fiskrykni og hvalbera. Ekki heldur er ástæða til að fjargviðrast vegna umræðu um lýð- ræði, fróðleiks um nöfn Dalamanna eða hvernig Gunnlöð og Loðbróka eru skoðaðar í nýju samhengi og tengdar nútímabókmenntum. Sverrir Hólmarsson hefur af dirfsku og hugkvæmni kynnt er- lendan skáldskap, einkum með þýð- ingum sínum á T.S. Eliot. í Skírni birtist eftir Sverri þýðing á Man- söng J. Alfred Prufrocks eftir Eliot og fylgir greinargerð um ljóðið. Það er í þessu ljóði sem konurnar ganga inn og út úr herberginu og ræða ákaft um Michelangelo: „In the room the women come and go/ Talking of Michelangelo“ sem í þýðingu Sverris hljóðar svo: „í stof- unni koma frúrnar og fara, og þó/ ijasa þær allar um Michelangelo." Óþarft er að láta þetta rímsins vegna „og þó“ fara í taugarnar á sér því að þýðing Sverris hefur upp á meira að bjóða. Vandræðagangi Prufrocks, hinum vonlausa upp- gerðarlega hversdagsheimi hans, er m.a. lýst þannig: Degi hallar, kvöldið sefur vært og langir fingur stijúka því svo kært, það sefur... er þreytt... eða þá letin lokkar og liggur hér á gólfmu á milli okkar. Get ég þá, eftir ís, kökur og te, knúið fram allt sem hefði átt að ske? Eins og tíðkast hjá Eliot skiptist á daglegt mál og fiátíðlegt skálda- mál og þessu kemur Sverrir til skila. Lokaerindið er um þanka Prufrocks þegar hann gengur með sjó: Við höfum dvalist lengi í sjávarsölum krýndir brúnu þangi af hafsins meyjum uns mennskar raddir vekja oss, og við dejjum. Hjá Eliot eru endalokin drukkn- un sem á betur við, enda rímar „drown“ í ljóði hans á móti „brown“. Fyrst og fremst (að slepptum aðfinnslum) held ég þó að Prufrock Sverris kæti lesendur. Þannig áhrif hafði þýðingin á mig, endurfundur- inn við þetta kúnstuga ljóð sem höfðaði til mín og fleiri í æsku. Heimspeki og samfélagsfræði setja svip sinn á umræðumál Skírn- is, ekki bara umgetið hefti. Lýð- ræði í skugga stjórnmálakenninga, T.S. Eliot félags- og ftjálshyggju, er til dæm- is aðsópsmikið efni og ekki alltaf til þess fallið að draga upp hreinar línur. Félagshyggjan virðist eiga sér fleiri formælendur meðal Skírnishöfunda, en það leiðir ekki endilega til einfeldni. Þannig kemst Ágúst Hjörtur Ingþórsson að þeirri niðurstöðu í ritgerð sinni Til varnar lýðræðinu, skilji ég hann rétt, að meira sé um vert að hyggja að gildum lýðræðislegra samfélags- hátta en efnahagsmálum, hag- fræðilegum viðhorfum eingöngu. Það sem á endanum allt snúist um séu gildi eins og „frelsi, jöfnuður, fjölbreytileiki og þroski“. Segja má að hér sé bætt um betur í upptalningu hinna gömlu vígorða frönsku byltingarinnar. En hvað eru vígorð? Hafa þau enn merkingu? Er ekki alltaf í þeim tómahljóð? Hugleiðingar Vilhjálms Árnasonar til dæmis í greininni í leit að lýðræði verka „loðnar“ á mig. Vilhjálmur talar um trú á skynsemi mannsins sem aflvaka lýðræðishugsjónarinnar, „hinn sér- staka möguleika sem hann býr yfir Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Æviskrár MA-stúdenta, fjórða bindi 1964-1968 Ritsljóri: Gunnlaugur Haralds- son Utgáfustjórn: Knútur Oskars- son, Málfríður Þórarinsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Kristján Pálmar Arnarsson og Hulda Ólafsdóttir Útgáfa:Steinholt, Bókaforlag 1991 Áfram heldur bókaforlagið Steinholt að gefa út Æviskrár stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri og eru þetta nú orðin fjögur myndarleg bindi og von á að minnsta kosti einu í viðbót í þessari lotu. Þessi bók ber öll svipuð vinnu- brögð og hinna fyrri bóka, ævi- skrár nokkuð ítarlegar, ættir skipulega og vel raktar og einkar fróðlegt að sjá tengsl við aðra MA stúdenta í lok hverrar skýrslu. Mér finnst það kostur við þessar bækur að útgáfustjórn og ritstjóri virðast reyna að hafa samræmi í frásögn manna, svo að fáar eru Sverrir Hólmarsson að hefja sig yfir náttúrulegar að- stæður sínar og móta líf sitt af vilja og vitund“. Jafnframt telur hann margs konar ræði, ekki síst gerræði þrýstihópa, hættulegra lýðræði en alræðistilhneigingar vegna þess „að lýðræðisfyrirkom- ulagið elur“ óvini sína „við bijóst sér“. Unnt er að vera sammála um að hér er bent á veikleika lýðræðis- ins, en þetta er einn af þáttum þess, þ.e.a.s. hlusta á röksemdir annarra hversu fáránlegar sem þær reynast. Þegar þrýstihóparnir fara aftur á móti að stjórna og hafa áhrif á kostnað heildarinnar hafa þeir tekið við hlutverki alræðisins. Þá þarf lýðræðið að sýna og sanna styrkleika sinn, en forðast alræð- isaðgerðir engu að síður. Tuttugasta og þriðja Bókmennt- askrá Skírnis (um árið 1990) fylgir haustheftinu, frá upphafi tekin saman af Einari Sigurðssyni. Þessi skrá um skrif um íslenskar bók- menntir síðari tíma, heima og er- lendis, er afar gagnleg og tiltækið því aldrei oflofað. áberandi lengri eða styttri en aðr- ar. Með stjörnu eru þeir auðkennd- ir sem ekki sendu inn upplýsingar sjálfir. Ekki fékk ég betur séð en þeir væru furðu fáir miðað við all- an þennan fjölda og sýnir það at- orkusemi þeirra sem að þessu riti standa. Það er kunnara en frá þurfi að segja að menn eru mjög misjafn- lega röskir við slíkt og láta það oft dragast svo til vansa er. Aðrir eru andsnúnir slíkum bókum en vitanlega er ekkert í þeim að finna sem ekki mætti sjá í opinberum plöggum svo hér er ekki verið að hnýsast í einkamál eða upplýsa leyndardóma heldur einfaldlega veita upplýsingar sem oft kemur sér vel að geta fundið á einum stað. Fyrir nú utan að mjög almennur áhugi er fyrir að glugga í ættir manna og uppruna. Og síðast en ekki síst hljóta skólafélagar að hafa áhuga á að sjá hveija stefnu gamlir félagar hafa tekið í námi og starfi. Leiðir skiljast oft að lo- knu menntaskólanámi og hver fer sinn veg eins og gengur en áreiðan- lega eru þó vináttu og tilfinninga- bönd sterkari sem eru mynduð á þessum mótunarárum en verður síðar á ævinni. Jafnvel þó togni á þeim böndum af aðskiljanlegum ástæðum. Myndir eru af öllum stúdentum og fyrir framan hvern árgang er hópmynd. Einstaklingsmyndirnar eru afskaplega misjafnar að gæð- um og fróðlegt að draga ályktanir af því hvernig myndir þeir sendu inn sem tóku þátt í þessu tali. Nafnaskrá er aftast. Af hálfu Steinholts er vel að þessari útgáfu er staðið, letur, pappír og band virðist allt unnið svo til sóma er. Einbýlishús Skrifstofu okkar hefur verið falið að sjá um sölu á einu stærsta og glæsilegasta einbýlishúsi borgarinnar. Hús- ið er mjög vandað og býður uppá ýmsa möguleika m.a. tvær íbúðir. Stór og góð lóð. Húsið er staðsett á besta stað við nýja miðbæinn. Allar nánari upplýsingar eru veittar á Málflutninsskrif- stofu Guðmundar Péturssonar, Péturs Guðmundsson- ar, Hákonar Árnasonar og Jakobs R. Möller, Suður- landsbraut 4a, 5. hæð, Reykjavík. Húrra fyrir MA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.