Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 Ungu vélbyssubófamir Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Glæpagengið („Mobsters"). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Michael Karbelnikoff. Aðalhlut- verk: Christan Slater, Patrick Dempsey, Richard Grieco, Cost- as Mandylor, Anthony Quinn, Michael Gambon, Lara Flynn Boyle, F. Murray Abrahams. Hugmyndin að baki mafíumynd- arinnar Glæpagengið er sú sama og á bak við „Young Guns“ vestr- ana. Unga og efnilega leikarastétt- in er sett í hlutverk sögufrægra byssubófa og svo er tæmt úr skot- hylkjunum. Nema nú er sögusviðið ekki amerísku sléttumar heldur undirheimaveröld New York-borg- ar á bannárunum þegar leynifélag- ið Cosa Nostra varð til. Glæpagengið segir frá nokkrum af frægustu undirheimaforingjum mafíunnar, Lucky Lueiano, Meyer Lansky, Bugsy Siegel og Frank Costello, og hvemig þeir urðu stór- veldi í glæpum. Nokkrir fremstu leikarar af yngri kynslóðinni vestra em í hlutverkum þeirra; Christian Slater (Luciano), Patrick Dempsey (Lansky), Richard Grieco (Siegel) og Costas Mandylor (Costello). Myndin er sögð að mestu leyti frá sjónarhóli Lucianos en leik- stjórinn, Michaei Karbelnikoff, fær varla prik fyrir frumlegheit. Þeir sem sáu Góða gæja Martins Scor- seses kannast við ýmislegt úr frá- sagnaraðferðinni; notast er við sögumann (sem reyndar hverfur þegar á líður), myndin „frýs“ a.m.k. á einum stað og leikararnir tala beint í myndavélina. í lýsingu og leikbúnaði nær myndin nokkm af áhrifum stóm, frægu mafíu- myndanna en með þessum leikara- hópi og klisjukenndu handriti nær Glæpagengið ekki með tærnar þar sem þær hafa hælana. Morðingjamir ungu sem myndin lýsir eru merkilega miklar englar, varla nokkrir ofbeldismenn en svara aðeins fyrir sig þegar þeir þurfa og em eins og settir upp við vegg af vondu köllunum. Hetjur myndarinnar em gangsterarnir ungu og svo þeir geti yfirleitt virk- að sem hetjur en ekki ótíndir glæpamenn em þeir hvítþvegnir og gerðir bitlausir. Slater og Dempsey koma fyrir eins og glansfínir herramenn, sú- pergreindir viðskiptafræðingar en það hvarflar ekki að manni að þeir geti framið ódæðisverk til að koma ár sinni fyrir borð í undirhei- munum. Sá eini skotglaði í hópnum er Siegel en eins og sá fjallmyndar- legi Richard Grieco leikur hlut- verkið stafar aldrei neinum lífs- háska frá honum. Skálkarnir eru hins vegar virki- legir skálkar í ljómandi góðum leik tveggja afburðaleikara, Anthonys Quinns og Bretans Michaels Gam- bons, sem lék þjófinn í Kokkinum, þjófínum... Quinn og Gambon eru andstæðingar og það er megintil- gangur Lucianogengisins að etja þeim saman og drottna á eftir. Quinn er fyrirlitlegt illmenni og átvagl hið mesta og gerir heilmik- ið við litla rullu og Gambon er sadisti, illúðlegur mjög og til alls líklegur. Eina raunverulega spenn- an er í kringum þessa tvo. Einnig fer F. Murray Abrahams með hlutverk svikahrapps og gerir það vel. Lara Flynn Boyle úr Tví- dröngum er afleit, sífellt flissandi. Hún hefði þurft á einhverri lá- marks leikstjórn að halda. Þannig er myndin misjöfn að gæðum. Það eru í henni margir góðir sprettir, en svo dettur hún niður á milli. Ofbeldið er krassandi en aðalsögu- hetjurnar eru ekki trúverðugar. ___________Brids______________ Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Aðaltvímenningskeppni Bridsfé- lags Breiðfirðinga hefst 23. janúar og spilaður er tölvugefinn barómet- er. Aðaltvímenningskeppni BFB hefur verið með vinsælli keppni undanfarin ár og keppendur oft verið um og yfir 100 talsins. Gert er ráð fyrir að spiluð verði 3—4 spil milli para (eftir þátttöku- fjölda), allir við alla, Kristján Hauksson sér um útreikning á tölvu. Skráning í keppnina er í síma 27022 (ísak). Philip-Morris parakeppni í Belgíu 24.-29. mars Eins og fram kom í mótaskrá BSÍ er Evrópumót í parakeppni í mars næstkomandi í Belgíu. Þetta er bæði sveitakeppni sem hefst þriðjudaginn 24.márs og endar föstudaginn 27. mars og tvímenningur sem byijar föstudaginn 27. janúar og endar sunnudaginn 29. mars. Skráning á þetta mót verður að fara fram í gegn- um Bridssamband íslands og skrán- ingarfrestur er 31. janúar 1992. Allar nánari upplýsingar er að finna á skrif- stofu Bridssambands íslands, sími 91-689360. Raufarhöfn: 22 sækja um starf fram- kvæmdastjóra Raufarhöfn. TUTTUGU og tveir sóttu um starf framkvæmdastjóra Fiskiðju Rauf- arhafnar hf. og útgerðarfélagsins Jökuls hf. á Raufarhöfn. Umsókn- irnar voru kynntar á sameiginleg- um fundi stjórna félaganna á laugardag. Staða framkvæmdastjóra var aug- lýst laus til umsóknar í desember þegar Ingvar Asgeirsson lét af störf- um og rann umsóknarfrestur út 15. janúar. Sumir umsækjendur óskuðu nafnleyndar og var ákveðið á fundin- um á laugardag að láta það gilda um alla. Raufarhafnarhreppur á mik- inn meirihluta í báðum félögunum. Helgi Leiðréttíng I sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins í dálknum Á fömum vegi misrit- aðist nafn annars viðmælandans en hann heitir Jóhann D. Jónsson. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Yfirbókavörður Bæjar- og héraðsbókasafnið í Keflavík óskar eftir bókasafnsfræðingi í stöðu yfirbókavarðar. Umsóknarfrestur er til 29. janúar. Upplýsingar gefur yfirbókavörður. Stjórn Bæjar- og héraðsbókasafns Keflavíkur. Framleiðslustjórnun Óskum að ráða mann með rekstrarfræði- menntun til starfa hjá matvælafyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur. Starfssvið er einkum á sviði innkaupastjórn- unar, kostnaðar- og framleiðslueftirlits auk ýmissa hagræðingarverkefna. Við leitum að hæfum manni með menntun í rekstrarfræði (verkfræði, viðskiptafræði). Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Framleiðslustjórnun 012“. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir HÚSNÆÐIÓSKAST Við Kennaraháskólann Óskum eftir að taka á leigu stóra íbúð, sem næst Kennaraháskóla íslands. Góðri umgengni heitið og skilvísum greiðsl- um. Sendið tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Stór íbúð - 9832“ eða fáið upplýsing- ar í síma 688575. Skotfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn 29. janúar kl. 20.00 í íþróttamiðstöðinni, Laugardal. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fræðslufundur í Kársnesskókn Úr heimi bjartsýninnar „Úr heimi bjartsýninnar" er yfirskrift erindis sem Guðrún Agnarsdóttir læknir, fyrrv. al- þingismaður, flytur á fræðslufundi fræðslu- nefndar Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum, Kastalagerði 7, miðvikudaginn 22. janúar nk. kl. 20.30. Allir velkomnir. Fræðslunefnd Kársnessóknar. Verkakvennafélagið Framsókn Fundarboð Verkakvennafélagið Framsókn heldur félags- fund fimmtudaginn 23. janúar 1992 kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Dagskrá: 1. Kjaramál 2. Heimild til verkfallsboðunar. 3. Önnur mál. Sýnum nú samstöðu - mætum allar. Sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin. FLUGMÁLASTJ ÓRN Flugmálastjórn Bóklegt námskeið fyrir verðandi flugkennara hefst á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 8. febrúar kl. 13.00 ef næg þátttaka verður. Rétt til þátttöku eiga þeir, sem hafa a.m.k. 150 klst. fartíma og hafa lokið bóklegu námi fyrir atvinnuflugmannsskírteini og blind- flugsáritun. Innritun fer fram hjá Flugmálastjórn/loft- ferðaeftirliti, flugturninum á Reykjavíkurflug- velli, og þar fást frekari upplýsingar. Flugmálastjórn. Hótelstjórnun „Advanced Hotel Management Diploma“ frá hótelstjórnunarskólanum, Neuchatel, Sviss. Einnig er í boði 1 árs námskeið. Kennsla fer fram á ensku. Upplýsingar og bækling veitir: Lovísa Steinþórsdóttir, Þórsgötu 24, 101 Reykjavík, sími 12832. Veiðimenn Tilboð óskast í veiði í Kálfá í Gnúpverja- hreppi næsta sumar. Leyft verður að veiða á tvær stangir. Veiðihús með hitaveitu fylgir. Tilboð sendist fyrir 1. febrúar til Jóns Ólafs- sonar, Eystra Geldingarholti, 801 Selfossi, sími 98-66056. SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Vestmannaeyjar Almennur stjórnmálafundur verður í Asgarði miðvikudagskvöldið 22. janúar kl. 20.30. Frummælendur verða Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, og Árni Johnsen, alþingismaður. Allir velkomnir. □ EDDA 59922117 = 1 □ FJÖLNIR 599201217 - HA/ ATK Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld k. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. □ HAMAR 59922117 - 1 Frl. □ SINDRI 59921217 = I.O.O.F. Rb. 4= 141218-8'/! I.E. AD KFUK Fundur i kvöld kl. 20.30 á Háa- leitisbraut 58. Opinn stjórnar- fundur. Kaffi eftir fund. Allar konur hjartanlega velkomnar. Athugið breyttan fundarstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.