Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 35. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússland: Segja pólit- íska fanga enn í haldi Moskvu. Reuter. MENNIRNIR, sem voru látnir lausir úr Perm-35 vinnubúðunum í Úralfjöllum á föstudag, sögðu í gær að þeir hefðu ekki verið síð- ustu pólitísku fangarnir í Rúss- landi eins og rússnesk stjórnvöld höfðu haldið fram. „Þó nokkuð mörgum pólitískum föngu'm í Sovétríkjunum hefur verið haldið í vinnubúðum fyrir glæpa- menn. Það eru enn jxilitískir fangar í Rússlandi og við vorum því ekki þeir síðustu," sagði Viktor Marov, einn af föngunum fyrrverandi. --------♦ ♦ ♦--- Evrópuþingið: Bann við tób- aksauglýsing- um samþykkt ' ' ’ : : • Reuter Moskvubúar fá ókeypis máltíðir Vestræn ríki hafa nú opnað nítj- án mötuneyti í Moskvu þar sem öryrkjum, fátækum og eldri borgurum er boðið upp á ókeyp- is máltíð. Er þetta gert í tengsl- um við matarflutninga Banda- ríkjanna og fleiri ríkja til Sam- veldis sjálfstæðra ríkja. Alls verða 18.000 tonn af mat, lyfjum og hjálpargögnum flutt flugleiðis á tveimur vikum. Þýskir fjölmiðl- ar sögðu í gær að of mikið væri gert úr þessu átaki. Þjóðverjar hefðu sjálfir á undanförnum 16 mánuðum flutt 75.000 tonn af matvælum til 271 áfangastaðar í Sovétríkjunum. Á myndinni sjást starfsmenn Hjálpræðis- hersins kenna rússneskum kokk- um hvernig eigi að búa til banda- ríska máltíð. Rússland og Úkraína: Deila um skriðdreka stefnir afvopnunarsamningi í hættu Brussel. Reuter. Strassborg. The Daily Telegraph. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær tillögu um bann við hvers kyns tóbaksauglýsingum innan Evrópubandalagsins. Tillagan var samþykkt með 150 atkvæðum gegn 123. Bannið öðlast þó ekki lagagildi nema heilbrigðis- ráðherrar aðildarríkjanna tólf sam- þykki það á fundi sínum í næsta mánuði. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins lagði til að bannið yrði sett en bresk og bandarísk tóbaksfyr- irtæki ráku mikinn áróður gegn af- greiðslu málsins. Talsmenn þeirra sögðu að tóbaksfyrirtækin í Frakk- landi og á Ítalíu, sem eru ríkisrekin, hefðu beitt sér fyrir banninu af ótta við að þau bresku og bandarísku legðu heimamarkað þeirra undir sig. SAMNINGURINN um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE) er í hættu vegna deilu Rússa og Úkraínumanna um hvernig þeir eigi að skipta með sér þúsundum skriðdreka og vígtóla sem samningurinn nær til. „Líkurnar á því að samningn- um verði bjargað eru litlar og þær minnka stöðugt,“ sagði Sim- on Lunn, aðstoðarframkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO). 22 ríki, þar á meðal Sovétríkin og Bandaríkin, undirrituðu samn- inginn um hefðbundnu vopnin árið 1990 og þar er kveðið á um mikla fækkun skriðdreka, brynvarinna bifreiða, stórskotatækja og ann- arra hergagna frá Atlantshafi til Úral-fjalla. Mörg ríkjanna eru ekki viss hvort þau eigi að framfylgja samningnum vegna óvissunnar um hvað verður um vopn Sovétríkj- anna fyn-verandi. Embættismenn NATO sögðu að vestræn ríki myndu ekki hætta við fyrirhugaða aiýopnun ef deilan leystist ekki. Hins vegar myndi slíkt leiða til óróleika í Austur-Evrópu og ef til vill skapa mikla spennu í þessum heimshluta. Heimildarmenn innan Atlants- hafsbandalagsins í Brussel sögðu að Rússar og Úkrainumenn hefðu ekki náð samkomulagi um skipt- ingu vopnanna. „Úkrainumenn vilja jafnræði en Rússar megnið af vopnunum,“ sagði háttsettur embættismaður NATO. í samningnum er ekki aðeins kveðið á um fækkun vopna heldur er Evrópu einnig skipt í svæði til að koma í veg fyrir mikla hernaðar- uppbyggingu á ákveðnum svæð- um. „Verði samningnum framfylgt óbreyttum hefðu Úkraínumenn fleiri hernaðartæki en Rússar á svæðinu vestan Úralfjalla,“ sagði annar heimildaiTnaður í Brussel. „Þið getið ímyndað ykkur hvað Rússum finnst um það.“ Leiðtogar ellefu fyrrum sovét- lýðvelda, sem hafa gengið í Sam- málið verði leyst fyrir fund Ráð- stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) sem á að halda í Helsinki i næsta mánuði. Takist það ekki er talin hætta á að viðræð- ur, sem nú fara fram í Vin um Reuter Göngufólki snúið við Pakistönsk yfirvöld stöðvuðu í gær göngu tugþúsunda manna, félaga í Frelsisfylkingu Kasmírs, en ferðinni var heitið yfir til Kasmírs í Indlandi til liðs við múslíma, sem vilja stofna sjálfstætt ríki eða sam- einast Pakistan. Höfðu Indveijar mikinn viðbúnað á landamærunum og lögðu þar víða jarðsprengjur og pakistanska lögreglan gerði göngu- mönnum lífið leitt með ýmsum hætti. Erfiðast var þó sjálft göngufær- ið, mikill aur á öllum leiðum vegna votviðra. Hér er verið að leggja planka eða borð yfir eina aurskriðuna en skömmu síðar var flokknum snúið við. veldi sjálfstæðra ríkja, ræða málið í Minsk á föstudag. NATO vill að fækkun hermanna í Evrópu, drag- ist á langinn. Filippseyjar: Kjarnorkukafbát- um breytt í orkuver? Hoiig Kong, Lundúnum. Thc Daily Telcgraph. STJÓRN Filippseyja íhugar nú hvort hún eigi að leigja rússn- eska kjarnorkukafbáta og nota þá sem fljótandi orkuver. Filippeysk orkumálayfirvöld hafa sent sérfræðinga til Moskvu til að kanna kjarnakljúfa kafbát- anna og samningaviðræður um leiguna gætu hafist bráðlega. Fregnir herma að rússnesk stjórnvöld hafi ákveðið að bjóða að minnsta kosti sex kjarn- orkukafbáta til leigu. Talsmaður bandaríska sendi- ráðsins í Manila vildi ekki tjá sig um þetta mál í gær og sagði að það kæmi Bandaríkjamönnum ekki við hvernig Filippseyingar leystu orkuskort sinn. Richard Gordon, borgarstjóra Olongapo í Subic-flóa, hryllti hins vegar við tilhugsuninni um rússneskan kjarnorkukafbát i grennd við borgina. „Við viljum ekki annað Tsjemobyl-slys hérna. Ég vil ekki gera lítið úr Rússum, en reynslan af kjarnorkuverum þeirra skýrir sig sjálf,“ sagði hann. Ekki hefur verið reynt áður að breyta kjarnorkukafbáti i orkuver en talið er að það sé flók- ið og kostnaðarsamt verkefni. Cyril Laming, sérfræðingur í kjarnorkuverkfræði við Imperial College í Lundúnum, sagði þetta „svolítið skrýtna hugmynd“ en taldi hana ekki út í hött ef kaf- bátarnir fengjust á mjög hag- stæðu verði. Hann sagði að kjarnorkukafbátur gæti fram- leitt um 30 megavött.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.