Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1992 9 Vib ávöxtum peningana þína á meban þú nýtir tíma þinn í annab Hjá Þjónustumiöstöö ríkisveröbréfa starfa sérfræöingar í ávöxtun sparifjár meö ríkisveröbréfum og veita þér jafnframt trausta fjármálaþjónustu sem felst m.a. í vörslu og umsýslu ríkisveröbréfa. Þú þarft ekki aö eyöa dýrmætum tíma þínum í aö fylgjast meö hvaöa ávöxtunarleiöir séu bestar, hvenær aö innlausn líöur o.s.frv. - viö gerum þaö fyrir þig: • Viö geymum fyrir þig ríkisveröbréfin í ömggum geymslum • Viö látum þig vita þegar líöur aö innlausn og veitum þér faglega ráögjöf um næstu skref • Þú færð yfirlit um eign þína í ríkisverðbréfum um hver áramót • Við seljum fyrir þig spariskírteini með lágmarkskostnaði • Meö þátttöku okkar í Veröbréfaþinginu getur þú tekiö þátt í tilboðum um kaup á spariskírteinum Góð stjórnun felst í því að dreifa verkefnum til trausts fagfólks. Láttu sérfræðingana hjá Þjónustumiðstöð ríkisveröbréfa hafa umsjón meö ávöxtun sparifjár þíns. Á meðan getur þú sinnt þínu starfi og áhugamálum. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-62 60 40 og Kringlunni, sími 91-68 97 97 r« 1 i Homsteinar Forustugi'ein Alþýðu- blaðsins í gær fjallar um endurskipulagningu vel- ferðarkerfisins og gagn- rýni fyrrverandi ríkis- stjórnarflokka, Fram- sóknarflokks og Alþýðu- bandalags, og þá sérstak- lega fortíðarvanda fjíir- málasljóniar Alþýðu- bandalágsins. Forustu- greinin nefnist: „Skrímsl- ið er dautt en lygin lifir.“ Hún fer hér á eftir: „íslenska velferðar- kerfið og hið blandaða hagkerfi eni sköpunar- verk Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Is- lands. Þessir hornsteinar íslenska nútímaþjóðfé- lagsins kristallast í jafn- aðarstefnunni, hug- myndafræði sem staðist hefur timans tönn. Með valfrelsi og velferð al- mennings að leiðaiijósi hafa íslenskir jafnailar- menn leitað eftir jafn- væginu á milli kröfunnar um hagkvæmni amiars vegar og kröfunnar um jöfnuð hins vegar. Blekkingar- vefur Jafnaðarmenn höfn- uðu hugmyndafræði kommúnista um vopnaða byltingu og alræðisstjóm öreiganna fyrir 100 árum. Þrátt fyrir þetta spumiu íslenskir öfga- menn blekkingarvef sinn í líki Kommúnistaflokks íslands árið 1930. Hug- myndafræðilegt gjald- þrot kommúnisinans hef- ur stöðugt neytt þá til nafnbreytinga til að breiða yfir blekkingarn- ar. Eftir hmn kommún- ismans i Austur-Evrópu hefur Alþýðubandalagið jarðsungið málpipu ís- lenskra kommúnista, Þjóðvi^jann, og vill auk þess fara að kalla sjálft sig um leið jafnaðar- mannaflokk. Þetta er hin mesta hræsni, en engu að síður staðfcsting á áratuga blekkingum kommúnista og viður- HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVlK - SfMI 6255G6 Útgofandi: Alprent hf. Framkvœmdastjórl. Ámundi Ámundason Ritstióri: Rioiirónr Rirtrnvin Túmaoenn Skrímslið er dautt en lygin lifir Islenska velferdarkerfid og hiö blandaða hagkerfi eru sköpunar- verk Alþýðuflokksins — Jafnaöarmannaflokks fslands. þessir hornsteinar íslenska nútímaþjóðfélagsins kristallast í jafnaðar- stefnunni, hugmyndafræði sem staðist hefur tímans tönn. Með valfrelsi og velferð almennings að leiðarljósi hafa íslenskir jafn- aðarmenn leitað eftir jafnvæginu á milli kröfunnar um hag- kvæmni annars vegar og kröfunnar um jöfnuð hins vegar. Jafnaðarmenn höfnuðu hugmyndafræði kommúnista um vopn- aða byltingu og alræðisstjóm öreiganna fyrir 100 árum. Þrátt ■ • • ... -------f-1—„I.;, AiH'.mnnn Klalrlrinaavpf «inn í líki Skrímslið dautt - lygin lifir Endurskipulagningin og hagræðingin á vel- ferðarkerfinu er löngu tímabær og skilar sér í réttlátari og markvissari þjónustu. Ofvöxtur og misnotkun forréttindahópa gerir endur- skoðunina nauðsynlega. Áljáýðubandalagið neitar nú ábyrgð á fjármálastjórn fráfarandi ríkisstjórnar eins og á hugmyndafræði kom- múnismans í Sovétríkjunum. Skrímslið er dautt en lygin lifir. Þetta segir í forustu- grein Alþýðublaðsins í gær. keiming á hugmynda- fræði Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks ís- lands. Kall tímans íslenskir kommúnistar notuðu hugtakið „endur- skoðunarsimiar" til að sverta jafnaðarmenn í augum almennings á fjórða áratugnum. Al- þýðubandalagið hefur á síðari árum lofsungið endurskoðunarstefnmia, en í stað þess að endur- skoða hugmyndafræði sína hafa kommúnistar aðeins endurskoðað nafn blekkingartækisins í kjölfar pólitískra voða- verka flokksbræðra sinna úti í hinuni stóra heimi, sem þeir þó lengst af vörðu. Stefna Alþýðu- fiokksins, jafnaðarstefn- an, felur hins vegar í sér stöðuga endurskoðun á velferðarkerfinu og hag- kerfinu. Þannig svarar flokkurinn kröfum al- memiiugs um nútíma- legri stjórnunarhættí sem stuðla að bættum lífskjörum og velferð allra þjóðafélagshópa. Þannig svarar jafnaðar- stefnan kalli timans. Ofvöxtur og misnotkun Endurskipulagnmgin og hagræðingin sem nú eigá sér stað í íslenska velferðakerfinu eru löngu timabærar og eiga eftir að skila af sér rétt- látari og markvissari þjónustu þegar fram i sækir. Vegna ofvaxtar kerfisins og misnotkunar ákveðinna forréttinda- hópa á þvi er nauðsyn- legt að endurskoða það velferðarkerfi sem Al- þýðuflokkurinn byggði upp á íslandi. Þetta er ekki brotthvarf frá jafn- aðarstefnunni, því Al- þýðufiokknum ber skylda tíl þess að veija afkvæmi sitt fyrir mis- notkun og spillingu. Afneitun Aðhaldsaðgerðirnar þurfa hins vegar að ganga yfir á skemmri tíma en Alþýðufiokkur- inn hefði óskað. Þetta er fyrst og fremst vegna hins mikla fortíðarvanda sem Alþýðubandalagið og Framsóknarfiokkur- mn bera ábyrgð á. Líkt og neyðarástandið í Rússlandi miimir okkur á mishcppnaða bug- myndafræði kommúnista minnir 13 milljarða fjár- lagalialli í fyrra á fjár- málastjórn Alþýðubanda- lagsins í tið fráfarandi ríkisstjómar. Þeir af- neita nú þessari gjöf sinni til íslensku þjóðar- innar á sama hátt og þeir afneita kommún- ískri fortíð sinni. Gagn- rýni þessara manna á aðgerðir núverandi ríkis- stjómai' hefur þveröfug áhrif og segir okkur að- eins að þeir sem logið liafa að þjóðhuú í 60 ár eru ekki trúverðugir. A velheppnuðum flokks- stjómarfundi Alþýðu- fiokksins sl. laugardag mirnití Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, á að endalok Þjóð- viþ'ans og Sovétríkjamia hefði borið upp á sama tíma. Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Skrímslið er dautt en lygin lifir.“ — Við þurfum að vera á varðbergi gegn lyginni." RABBFUNDUR I VIB-STOFUNNI Geta kjarasamningar lækkað vextí? * Á morgun, fimmtudaginn 13. febrúar, verður Ragnar Önundarson framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka hf., í VÍB- stofunni og ræðir við gesti um vaxtaþróun á íslandi. Munu kjarasamningar hafa áhrif á vexti, eða öfugt? Halda vextir áfram að lækka og þá hvers vegna? Geta vextir á íslandi í framtíðinni verið úr takt við nágrannalöndin? Mun bilið á milli óverðtiyggðra og verðtryggðra vaxta minnka? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn. Verið velkomin! Ármúla 13a, 1. hæö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.