Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1992
29
Sesselja
dóttir-
Fædd 22. maí 1908
Dáin 3. febrúar 1992
Á heimili okkar var hún kölluð
Dedda og þar var hún hjálparhella
mömmu í nokkra mánuði þegar ég
var unglingur. Var hún vinur okkar
allra upp frá því og gerði líf okkar
skemmtilegra. Það fylgdi henni
birta og gott skap og öll fögnuðum
við henni þegar hennar dillandi hlát-
ur heyrðist í forstofunni.
Hún var vel gefin, hress, dugleg
og ólöt við að hjálpa og gleðja.
Þegar foreldrar mínir voru orðnir
aldraðir var hún stöðugt að líta inn
til þeirra þeim til ánægju. Þá var
hún góð heim að sækja og veitti
vel, var m.a. pönnukökumeistari
mikill og bakaði stundum stafla
áður en hún fór til vinnu á morgn-
ana. Aldrei komu ég eða mín börn
til íslands án þess að fá pönnukök-
ur hjá Deddu okkar, með meiru.
Dedda var ein úr hópi 9 efnilegra
barna hjónanna Vilborgar Jónsdótt-
ur og Tómasar Tómassonar,
bændahjóna í Auðsholti í Biskups-
tungum. Ung fór Dedda að vinna
fyrir sér í Reykjavík, fyrst á Far-
sótt, þá á Elliheimilinu Grund, Kjöt-
búðinni Borg og síðan vann hún
lengst í Nýborg, byrgðahúsi Áfeng-
isverslunar ríkisins. Sjálfstæð og
einstæð naut hún lífsins í stöðugu
sambandi við fjölskyldu sína og vini.
Síðustu árin dvaldi Sesselja á
Elliheimilinu Grund og var hún
þakklát fyrir þá umönnun sem hún
fékk þar. „Þeir sem kvarta hér eru
þeir sem alls staðar kvarta," skrif-
aði hún mér.
í huganum kveð ég Deddu mína
með þakklæti og söknuði fyrir að
vera ein þeirra sem gera lífið
ánægjulegra.
Hallfríður G. Schneider.
3. febrúar sl. lést Sesselja Tómas-
dóttir á Elliheimilinu Grund eftir
langvarandi veikindi á áttugasta og
fjórða aldursári, fædd 22. maí 1908
í Auðsholti í Biskupstungum. Sess-
Tómas-
Minning
elja var önnur í röð níu systkina,
barna Vilborgar Jónsdóttur og
Tómasar Tómassonar, sem bjuggu
í Auðsholti, í Vesturbænum, en þar
var þá tvíbýli. í Auðsholti er mjög
víðsýnt og fallegt og áttu Sesselja
og þau systkini góða bernskudaga
enda þótt efni hafi sennilega ekki
verið mikil og talaði Sesselja aldrei
um annað en hún hafi átt góða
bernsku og notið ástúðar góðra for-
eldra. Sú er þetta ritar kom á heim-
ili Vilborgar eftir að hún var orðin
ekkja og bjó þá með syni sínum
Tómasi, og kynntist þá glaðværð
og góðsemi þessarar fallegu konu.
Hugurinn reikar aftur til vorsins
1938, þegar undirrituð réðst til
snúninga og heimilishjálpar á heim-
ili Magneu Hjálmarsdóttur og
Helga Tryggvasonar en þau góðu
hjón voru bæði kennarar, en þar
hafði Sesselja verið í vetrarvist og
var hún náfrænka Magneu. Þar
urðu fyrstu kynni mín af Sesselju
og entist sú vinátta meðan báðar
iifðu.
Sesselja fór snemma að vinna
fyrir sér og var meðal annars vetr-
arlangt hjá séra Kjartani Helgasyni
í Hruna og frú Sigríði. Eftir að
Sesselja fluttist til Reykjavíkur var
hún í nokkur ár á heimili Guðbrand-
ar Magnússonar og Matthildar
Kjartansdóttur. Þar líkaði henni
vistin vel og veit ég að hún hélt
vináttu við þessa fjölskyldu alla tíð.
Síðar vann hún á ýmsum stöðum,
t.d. gamla farsóttarheimilinu, og
sagði hún mér sig hefði langað til
að læra hjúkrun, ef hún hefði átt
kost á því og þar hefði hún verið á
réttri hillu. Síðast vann hún í mörg
ár á vörulager ÁTVR uns hún hætti
störfum fyrir aldurs sakir.
Sesselja giftist ekki og átti ekki
börn. Hún var einstaklega barngóð
og er ég viss um að systkinabörn
hennar hafa notið þess. Á milli
Sesseiju og systkina hennar og fjöl-
skyldna var ávallt gott samband.
Ollum mínum börnum var hún ein-
staklega góð og að fara á sunnu-
dögum í heimsókn til „Deddu“ eins
og við köllum hana var alltaf mikið
tilhlökkunarefni fyrir þau, enda átti
Dedda alltaf ýmislegt gott handa
þeim og hafði lag á að ræða við
börn.
Sesselja var alla tíð mjög heilsu-
góð, nema síðasta áratuginn. Hún
hafði yndi af því að ferðast um land-
ið okkar og naut fegurðar þess.
Einu sinni fór hún til Norðurland-
anna og man ég að hún talaði um
fallegu skógana þar, en bætti við:
Eg vil heldur skógleysið hér á landi,
þar sem maður sér yfir allt, víða
svo langt sem aaugað eygir.
Sesselja var ákveðin í skoðunum
um menn og málefni. Hun var fylgj-
andi þeim sem börðust fyrir þá sem
fátækari voru og minni máttar og
gat verið orðhvöss í garð þeirra sem
hirtu arðinn af vinnu annarra. En
fyrst og fremst var Sesselja glöð
og hress og setti ekki fyrir sig
smámuni og var ávallt gaman að
koma til hennar eða fá hana í heim-
sókn.
Hin síðustu ár voru henni erfið,
er hún barðist við sjúkdóm sem
smám saman dró úr bæði andlegu
og líkamiegu þreki hennar. Síðast
sá ég hana fyrir þremur vikum, var
hún þá mjög veikburða en spurði
mig um börnin og við ræddum um
ýmislegt frá áratuga langri vináttu
okkar. Eg veit að nú líður Deddu
minni vel og hún er laus úr þeim
Ijötrum, sem hún var í síðustu árin.
Blessuð sé minning hennar.
Sólveig Ingimarsdóttir.
Hjörtur Armanns-
son - Minning
Fæddur 23. janúar 1918
Dáinn 17. janúar 1992
Föstudaginn 17. janúar sl. lést á
Sjúkrahúsinu á Siglufirði Hjörtur
Ármannsson, fyrrum lögreglumað-
ur og síðar varðstjóri lögreglunnar
þar. Fullu nafni hét hann Sigurður
Hjörtur og var fæddur að Urðum
í Svarfaðardal 23. janúar 1918,
sonur hjónanna Elínar Sigurhjart-
ardóttur og Ármanns Sigurðssonar,
er þar bjuggu. Ármann var ættaður
frá Skarðdal í Siglufirði, en Elín
var úr Svarfaðardal. Hjörtur ólst
upp í föðurgarði, á Urðum, ásamt
systkinum sínum.
Á yngri árum fór Hjörtur til
Akureyrar og nam þar trésmíðaiðn.
Námið veittist honum létt og var
hann handlaginn í betra lagi. Lengi
vel fékkst hann við útskurð í tré
og allir er sáu dáðust að útskornum
gestabókum hans.
Á fimmta áratugnum flutti
Hjörtur til Siglufjarðar. Þar vann
hann að iðn sinni, ásamt öðru því
er gafst. Um árabil ráku hann og
Guðmundur Óli Þorláksson frá
Gautastöðum í Stíflu trésmíðaverk-
stæði.
Á árinu 1948 urðu nokkur þátta-
skil í lífi Hjartar. Hann kvæntist
og einnig hóf hann störf í lögregiul-
iði Siglufjarðarkaupstaðar. Lög-
reglustarfinu gegndi hann fram á
árið 1985, að vísu stopult seinustu
mánuðina vegna veikinda.
Ég er þessar línup rita þekkti
ekki mikið til starfa Hjartar sem
lögreglumanns. Veit ég þó að hann
bar búning sinn vel. Hann var tæp-
lega meðalmaður á hæð en þéttur
á velli og lund hans var þétt og
handtakið traust. Hann lét smá-
munina ekki raska ró sinni og afls-
munar beitti hann ekki nema nauð-
syn bæri til og það er hann hafði
hönd á fest lá ekki á lausu fyrr en
málið hafði verið afgreitt. I allri
sinni framgöngu var hann stilltur
og öruggur, fáskiptinn og alvöru-
gefinn, en þó viðmótsþýður.
Á fjórða, fímmta og allt fram á
sjöunda áratuginn var Siglufjörður
mikill uppgangsstaður. Á sumrin
þegar hvað mest var þar umleikis
varðandi sfldveiðar og söltun henn-
ar þá voru þar jafnvel tvö, þijú
þúsund aðkomumanna, íbúafjöldi
staðarins tvöfaldaðist. Það Iiggur
því í augum uppi að til afskipta
Hjartar og félaga hans kom oft
þegar missættir urðu á milli manna,
jafnvel heilu skipshafnirnar ósáttar.
Ætla ég að Hjörtur hafi komið ósár
frá sínum hluta og óvildarmenn
enga átt.
Eftirlifandi konu hans, Sigríði
Guðmundsdóttur, og börnum þeirra
votta ég samúð. Hirti þakka ég
góða viðkynningu. Blessuð sé minn-
ing hans.
F.h. Lögreglufélags Nord-
vesturlands,
Guðmundur Óli Pálsson.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður
minnar og tengdamóður,
SVÖVU SIGFÚSDÓTTUR
frá Sandbrekku,
Reynimel 80.
Jóhanna Sigurðardóttir, Einar Halldórsson.
t
GUÐMUNDA ODDSDÓTTIR
frá Þykkvabæjarklaustri,
Eskihlíð 9,
verður jarðsungin fimmtudaginn 13. febrúar kl. 15 frá Fossvogs-
kirkju.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast
hennar, láti Hallgrímskirkju njóta þess.
Þóranna, Gi'sli Brynjólfsson
og aðrir vandamenn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR H. JÓNSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 13. febrúar
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknar-
félög.
Margrét Garðarsdóttir,
Garðar Halldórsson Birna Geirsdóttir,
Jón Halldórsson, Ingigerður Jónsdóttir,
Halldór Þór Halldórsson, Margrét Pálsdóttir
og barnabörn.
+
Minningarathöfn um eiginmann minn,
föður okkar, tengdaföður, afa og bróður,
JÓHANN JÓNASSON,
Langanesvegi 33,
Þórshöfn,
er lést 2. febrúar sl., fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 13. febrúar
kl. 10.30.
Jarðsett verðurfrá Sauðaneskirkju laug-
ardaginn 15. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Guðlaug Pétursdóttir,
Guðrún R. Jóhannsdóttir, Þórarinn Sigurðsson,
Jónas S. Jóhannsson,
Pétur S. Jóhannsson,
Jóhann Þ. Jóhannsson,
Kristín Antonsdóttir,
barnabörn og systkini.
Þorbjörg Þorfinnsdóttir,
Vilborg Stefánsdóttir,
Hafdís Hannesdóttir,
Ólafur Gunnarsson,
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð,
vináttu og hlýhug sem okkur var sýndur
við andlát og útför
BERGUÓTAR
STURLUDÓTTUR,
Yrsufelli 11,
Reykjavfk.
Elfar Berg Sigurðsson,
Sigurrós Berg Sigurðardóttir,
Kristín H. Berg Martino,
Sturla Berg Sigurðsson,
Lilja Rut Berg Sigurðardóttir,
Hera Garðarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og Magnús Þórðarson.
Guðfinna Sigurbjörnsdóttir,
Ingimar Hólm Ellertsson,
Anthony Martino,
Dagný Gloría Sigurðsson,
Pálmi Sveinsson,
Árni Hansen,
+
Þökkum innilega samúð og vinsemd við fráfall eiginmanns míns,
JÓNS SIGURÐSSONAR
frá Skíðsholtum,
Þórunnargötu 1,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til stjórnar og vistfólks Dvalarheimilis aldraðra,
Borgarnesi.
Með blessunaróskum,
Ólöf Sigvaldadóttir
og fjölskylda.