Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 Chicago-Lyric óperan: Opnunarhátíðin kveikja að Metro- politansamningi - segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari KVEIKJAN að því að forsvarsmerin Metropolitan-operunnar ákváðu að fylgjast með Kristjáni Jóhannssyni, óperusöngvara, í Chicago-Lyric óperunni í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk við óperuna var að sögn söngvarans frammistaða hans í hlut- verki Faust í Mefistofele eftir Boito á opnunarhátíð Chicago- Lyric óperunnar í haust. Kristján hefur gert samning um að syngja aðalhlutverkið í tveimur óperum „Menn töluðu um að opnunar- hátíðin hefði verið ein sú glæsileg- asta hjá húsinu frá upphafi en eftir sýninguna var okkur, mér og frúnni, boðið í glæsilegt gaia- samkvæmi á Hilton-hótelinu þar sem við sátum til borðs með borg- arstjóranum og óperustjóranum,“ sagði Kristján Jóhannsson, óperu- söngvari, þegar hann var inntur eftir opnunarhátíðinni. í Metropolitan-óperunni að ári. Hann kvaðst viss um að hún hefði verið kveikjan að því að for- svarsmenn Metropolitan-óperunn- ar í New York hefðu ákveðið að koma til Chicago að hlusta á sig í Turandot. í kjölfar þess var Kristjáni boðið að syngja aðalhlut- verkið í óperunum Cavaleria Rusticana og II Trovatore í Metro- politan-óperunni í febrúar á næsta ári. Ardis Krainik, óperustjóri í Chicago- Lyric óperunni, Richard Daley, borg- arstjóri í Chicago, og Kristján Jó- hannsson eftir opnunarhátíðina. Djöfullinn Mefistofele (Samuel Ra- mey) telur Faust (Kristján Jóhanns- son) á að gera samning við sig. Guðmundur Eiríksson sendi- herra á skrifstofu sinni . . Óþelló í íslensku óperunni: Sendiherra í hlut- verki sendiherra . . og_ i hlutverki sendiherra á sviði íslensku óperunnar Rætt við Guðmund Eiríksson sendi- herra og þjóðréttarfræðing VART eru þess mörg dæmi í óperusögunni, ef nokkur, að sendi- herra syngi hlutverk sendiherra í uppfærslu á Óþelló eftir Verdi. f sýningu Islensku óperunnar á Óþelló syngur Guðmundur Eiríks- son sendiherra og þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins í kórnum og kemur fram sem einn af fjórum sendiherrum Fen- eyinga. Guðmundur er einnig stjómarformaður íslensku óperunn- ar. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Guðmundur vera alinn upp við söng, enda prestssonur. Hann sagðist hafa sungið í kór á háskóla- árum sínum í Bandaríkjunum , í söngsveit Fílharmóníunnar eftir að heim kom og í óperukómum sl. fímm ár, auk þess sem hann hefur stundað söngnám. Aðspurður sagði hann að áhuga- málið færi ágætlega við starfið. Ekki væri alltaf mikill munur á að vera utan sviðs og innan, því bæði í samningaviðræðum og fyrir- lestrum erlendis kæmi sviðsreynsl- an sér vel. Söngurinn létti líka líf- ið, því í honum gleymdust hvers- dagsáhyggjumar. En hvemig taka þá erlendir starfsfélagar hans þessu? Guð- mundur sagði þátttöku sína í óperukómum vera kunna meðal þeirra og þeir hefðu gaman af. Annars væri söng- og óperuáhugi hans ekki einstakur í þessum hópi, því einn félaginn í Vínarborg ætti 300 ópemuppfærslur. Danskur fé- lagi hans slær honum rækilega við, því hann hefur um árabil verið statisti við Konunglegu ópemna og þar með komið fram í fjölda- mörguni ópemm. Guðmundur sagðist fyrir skömmu hafa troðið upp í Glúntasöng með sænskum félaga sínum, sem auk þess væri sekkjapípuleikari og hefði leikið í konunglegum veislum. Þjóðréttar- fræðingar væru því ekki allir sem þeir væm séðir. Söfnun fyrir fiðlu: Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluieikari finnur fiðlu til kaups í London Safnast hafa þrjár milljónir af níu, sem fiðlan kostar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigrún Eðvaldsdóttir með fiðluna góðu, sem henni stendur til boða að kaupa fyrir níu milljónir. Eins og áður hefur komið fram hefur Sigrún Eðvaldsdótt- ir fiðluleikari undanfarið verið að leita sér að fiðlu við hæfi. í síðustu viku var Sigrún í Lon- don í fiðluleit og fann þá fiðlu, sem henni leist vel á. Verslunin hefur nú lánað henni fiðluna til reynslu í tvo mánuði. Verðið er níu milljónir. Síðan í desemb- er hafa safnast þrjár milljónir í Fiðlusjóð Sigrúnar, sem stofn- aður var af velunnurum henn- ar, til að standa straum af þess- ari dýru fjárfestingu. í viðtali við Morgunblaðið sagði Sigrún að um væri að ræða fiðlu, sem hefði verið smíðuð 1720 af Josef Guarneriusi, sem er einn af fleiri fíðlusmiðum í þessari víð- frægu fíðlufjölskyldu. Sigrún sagði að á fiðlunni væm ummerki eftir son hans, sem var enn fræg- ari en faðirinn. „Tónninn í henni er frekar dökkur og djúpur, en hún er líka björt og þetta hæfir mér mjög vel, svo mér líður eins og hún sé mín. Fiðlur eru metnar sem safn- gripir og þessi er nýviðgerð. Ann- ars væri hún helmingi dýrari. Og ég er heppin, því hún hefur ekki verið til sölu áður.“ Hvemig fannstu fiðluna? „Ég var búin að leita í Banda- ríkjunum, en fann hana í London í síðustu búðinni, sem ég ætlaði í, og var orðin þreytt og rugluð eftir langa leit og sorgmædd, því ég hélt ég fynndi aldrei þá sem mér líkaði og væri á viðráðanlegu verði. Mér var tekið opnum örm- um í búðinni, því ég hafði beðið bandarískan vin minn, sem þekkir til, að hafa samband við hana. Það þýðir ekki að koma bara sem einhver stelpa utan af Islandi, því þá er manni ekki sýnt mikið. Ég sagði þeim hvaða verð ég væri að hugsa um og þeir röðuðu upp tíú fiðlum. Mér leist strax vel á þessa fiðlu og fannst hún mörgum flokkum fyrir ofan hinar, en fannst óþægilegt að þeir gáfu hvorki upp verð né uppruna. Ég hugsaði svo málið um kvöldið. Daginn eftir fór ég aftur í búð- ina, spilaði á fiðluna allan daginn og fann að hún átti við mig. Ég útskýrði svo fyrir þeim hvernig málum væri háttað og þá fyrst töluðu þeir við mig. Þarna vilja þeir láta mann hugsa um fiðlurn- ar, án þess að hugsa um of um verðið. Eftir á sá ég að þetta er rétti sölumátinn." í maí heldur Sigrún tónleika í Litháen og síðar spilar hún fiðlu- konsert eftir Mozart á Janasek- hátíð í Tekkóslóvakíu. Safnað.fyrir Sigrúnu Morgunblaðinu hefur borist fréttatilkynning frá Áma Tómasi Ragnarssyni, fyrir hönd Fiðlu- sjóðs Sigrúnar. Þar segir meðal annars: „Einhveijum kann að finnast að dýr fiðla sé óþarfa munaður, ekki síst á erfiðleikatímum. Þá er á að benda að mikil list er aldrei of mikill munaður, hún er mannin- um ávallt nauðsynleg og honum aldrei mikilvægari en einmitt á erfiðleikatímum. Sigrún er nú á besta aldri til þess að rækja list sína. Til þess hefur hún bæði metnað og atorku; til þess þarf hún einnig gott hljóðfæri. Margir aðilar hafa lagt fé í Fiðlusjóð Sigrúnar og fyrir það ber að þakka. Alls hafa nú safn- ast og fengist loforð fyrir um 3 milljónum króna. Enn er þó langt í land með að Sigrún geti haldið fiðlunni, sem hún hefur að láni. í dag stendur Fiðlusjóður Sigr- únar fyrir sérstöku söfnunarátaki og hafa forráðamenn Gulu línunn- ar ásamt fleiri aðilum verið svo vinsamlegir að ljá liðsinni sitt við söfnunina. Tekið verður á móti fjárframlögum í Gulu línunni, síma 626262 klukkan 18-23 í kvöld, en einnig er hægt að leggja inn á tékkareikning Fiðlusjóðs Sigrúnar nr. 2400 í aðalbanka Búnaðarbankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.