Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1992 25 Utandagskrárumræða: Þingmenn gieinir á um sameiningu sjúkrahúsa LANDAKOTSSPÍTALI og stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum sjúkrahúsanna í Reykjavík voru rædd utandagskrár í gær. Það var gert að beiðni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur (SK-Rv). Málshe- fjandi bar þungar sakir á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnina vegna stefnunnar í þessum málum. Heilbrigðisráðherra hins vegar telur sér rétt, skylt og óhjákvæmilegt að bregðast við breyttum og erfið- um aðstæðum. Málshefjandi, Ingbjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv), gagnrýndi meðferð ríkisstjórnarinnar á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæð- inu sérstaklega varðandi málefni Landakotspítala og Fæðingarheim- ilis Reykjavíkur. Ingibjörgu Sólrúnu fannst öll málafylgja ríkis- stjórnarinnar og sérstaklega Sig- hvats Björgvinssonar heilbrigðis- ráðherra með endemum. Við af- greiðslu fjárlaganna hefðu verið teknar stefnumarkandi pólitískar ákvarðanif. Ákvarðanir sem hefðu valdið ótta og glundroða. Þessum niðurskurði hefði ekki fylgt neín stefnumörkun nema helst sú að þvinga forráðamenn sjúkrastofn- ana til sameiningar. Væri þar veif- að sem gulrót ráðstöfun á 500 milljóna króna sjóðnum sem ráð- herra hefði fengið í hendur til að mæta hinum svonefnda flata niður- skurði til að hvetja til sameiningar sjúkrahúsa. Ræðumaður óttaðist og grunaði að forráðamenn sjúkra- húsanna sem væru þvingaðir til viðræðnanna um sameiningu horfðu nokkuð meir til þess að varðveita stöðu sína, völd og áhrif, fremur en til hagkvæmni til lengri tíma lítið og hags starfsfólksins, sérstaklega þess mikla fjölda ófag- lærðra kvenna sem þarna starfaði. Ingibjörg Sólrún taldi til vitnis um virðingarleysi heilbrigðisráðherr- ans gagnvart konum þessa lands að hann ætlaði sér að leggja niður Fæðingarheimili Reykjavíkur en hann hefði þó lýst öðru yfir þegar greidd voru atkvæði um fjárlaga- frumvarpið. Nú stæði til að svipta konur vali um hvar þær fæddu sín börn. Ræðumanni þótti ólíklegt að fæðingar á hátæknisjúkrahúsum væru samfélaginu ódýrari og hag- kvæmari. Ingibjörg Sólrún sagði heilbrigðisráðherra ómerking ef hann stæði ekki við orð sín. Ingibjörg Sólrún taldi ljóst að sá sparnaður sem heilbrigðisráð- herra hygðist ná með sameiningu myndi vart skila sér fyrr en eftir MÞUM9 nokkur ár í fyrsta lagi, — ef þá nokkurn tímann. Slík sameining þyrfti líka mikinn tíma og undir- búning, en „í einum grænum hvelli“ yrði framkvæmdin dýr. Og sú yrði reynslan af ráðslagi heilbrigðisráð- herra sem ætlaði sér að deila og drottna og færi frani af virðingar- leysi fyrii' almenningi, starfsfólki og fyrrum eigendum Landakotssp- ítala; St. Jósefssystrum. Ræðumað- ur sagði ráðherra bijóta samninga á nunnunum og innti ráðherra eft- ir því hvort hann hygðist taka upp viðræður við þær. Hún vildi að heilbrigðisráðherrann upplýsti hvernig hann ætlaði sér að ráð- stafa því fé sem hann hefði í hendi til að mæta niðurskurðinum og einnig hvernig rekstarfonni hann hefði hugsað sér að hin sameinuðu sjúkrahús, Borgarspítali og Landa- kot, yrðu rekin eftir. Ekki ókeypis Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra benti á að nú væri ekki í fyrsta sinn skorið niður í fjár- veitingum til heilbrigðismála og það m.a. af þeim sem nú gagn- rýndu. Það væri ekki eðlilegt að við hefðum — að Bandaríkjunum frátöldum — dýrasta heilbrigði- skerfi í heimi. Það hefði blasað við að yfir 1,5 milljarð króna hefði vantað á ijárlögum ársins 1992 til að reka sjúkrahúsin í Reykjavík með eðlilegum afköstum í óbreytt- um rekstri. Heilbrigðisráðherra benti á að ýmsar forsendur og þarf- ir í heilbrigðismálum hefðu brevst. Legutími meðferðar- og bráða- sjúklinga hefði styst en þörf fyrir hjúkrunarrými fyrir aldraða stórau- kist. Ráðherra taldi það ekki geta verið heilagt mál að tiltekin starf- semi yrði ávallt innan sömu fjögurra veggja. Ráðherra kvaðst ekki geta tilgreint á þessu stigi hvernig því fé sem hann hefði til ráðstöfunar til að mæta niður- skurði yrði ráðstafað til sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu, enda hefði sér ekki enn borist í hendur tillögur frá forráðamönnum spítalanna hvernig brugðist yrði við niður- skurðinum og sameining Borgar- spítala og Landarkotspítala væri ekki frágengin. En ráðherrann von- aðist að af því gæti orðið sem allra fyrst. Heilbrigðisráðherra sagðist ekki hafa neina fyrirfram mótaða afstöðu um rekstarform væntan- legs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Guðmundur Bjarnason (F-Ne), fyrrum heilbrigðisráðherra, taldi eftirmann sinn seilast langt með því að jafna niðurskurðinum nú við fyrri ráðstafanir, m.a. sínar. Landakot fengi nú alveg sérstaka meðferð og ekki lægi ljóst fyrir hveijir ættu að taka við þeim sjúkl- ingum sem yrði vísað frá Landa- koti við sameiningu. Guðmundur taldi ljóst að Borgarspítali og Landspítalinn gætu ekki undan því vikist að taka við þessum sjúkling- um. Fyrrum heilbrigðisráðherra sagði að það hefði fyrr verið hugað að samstarfi og samvinnu sjúkra- húsa en þessi leið sem nú væri valin væri ekki til sparnaðar. Það mátt glöggt skilja að ræðumaður taldi ekki ólíklegt að íslendingar fengju dýrasta heilhrigðiskerfi heimsins vegna ráðsmennsku Sig- hvats Björgvinssonar. Valfrelsi Lára Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv) sagði að það ætti ekki að sæta neinni furðu að menn leituðu leiða til sparnaðar og hagræðingar. T.a.m. hefði þörf fyrir hjúkranar- rými aldraðra aukist gífurlega á undanförnum árum og væri sá vandi óleystur. Það hefði verið skoðun margra að nauðsynlegt væri að samræma og jafnvel sam- þjappa þjónustu. En það væri ekki sama hvernig það væri gert. Það væri nauðsynleg forsenda að sjúkl- ingar hefðu valfrelsi, að minnsta kosti að ákveðnu marki. Að gæði héldu áfram að þróast og batna. Að aðhald í rekstri yrði áfrarn við haldið eða aukið. Slíkt gerðist ekki nema unnt væri að bera saman þjónustu í mismunandi stofnunum. Borgarspítali og Landakotsspítali bættu hvor annan upp þar sem hvor um sig hefði það sem hinn skorti. Lára Margrét sagði Landakots- spítala hafa haft um margt sér- stöðu og verið til fyrirmyndar. Rekstrarform hans hefði verið frá- brugðið og hefði það laðað til hans — að öðrum spítölum ólöstuðum — bæði starfsfólk og sjúklinga. Ræðumaður taldi að stofnun hluta- félags um fyrirhugað sjúkrahús tryggði rétt núverandi eignaraðila sjúkrastofnana en jafnframt áframhaldandi gæði og þjónustu. Það gæfi færi á samanburði milli mismunandi rekstrarforma sjúkra- húsa en á því sviði gerði hún ráð fyrir auknum sveigjanleika í rekstri. Auk þeirra ræðumanna sem get- ið hefur verið tóku til máls: Svavar Gestsson (Ab-Rv), Guðrún J. Halldórsdóttir (SK:Rv), Finnur Ingólfsson (F-Rv), Ólafur Ragn- ar Grúnsson (Áb-Rn), Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) og Sighvatur Björgvini* son heilbrigðisráðherra komu og aftur í ræðustól. Þingmönnum stjórnarandstöðu þótti áform ríkisstjórnarinnar engu betri eftir ræður heilbrigðisráð- herra og Láru Margrétar. Var heil- brigðisráðherra líkt við „naut í flagi“ og var vitnað til morgun- blaða þeirri líkingu til stuðnings. Þeim sýndist vera stefnt að því að koma á fót tvöföldu heilbrigði- skerfi, einkareknu sjúkrahúsi fyrir þá sem gætu borgað en aðrir gætu farið í biðröðina í niðurskornu opin- beru kerfi. Ráðherrum ríkisstjórn- arinnar þótti hins vegar lítið til um meintar rangfærslur og hræðsluá róður stjórnarandstæðinga. Þai væri óhjákvæmilegt að bregðast við þeim vanda sem velferðarkerfið væri komið í ella hryndi það niður í okkar höndum. Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna: Áherslumunur milli sti órnarflokkanna ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra mælti í gær fyrir frum- varpi til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Ráðherra lagði áherslu á að meginmarkmið frumvarpsins yrðu að nást, námsmönn- um yrðu tryggð lán til menntunar en jafnframt yrði tryggt að lána- sjóðurinn fengi risið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum í framtíðinni. En menntamálaráðherra útilokaði ekki fyrirfram að athuga fleiri leiðir að þessum markmiðum. Rannveig Guðmundsdótt- ir (A-Rn) varaformaður menntamálanefndar segir að sljórnarflokk- arnir séu sammála um megin markmiðin en það sé áherslumunur milli stjórnaflokkanna en samkomulag sé um að skoða þá þætti nánar. Frumvarpið um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna var lagt fram 17. desember síðastliðinn og hefur verið nokkuð umtalað og umrætt í fjölmiðlum. í gær gerði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra alþingi grein fyrir helstu efnis- atriðum frumvarpsins, s.s. að námslánin skuli bera væga vexti, endurgreiðslur hefjast fyrr og lánin greiðast hraðar til baka. í lok framsöguræðunnar lagði menntamálaráðherra til að frum- varpinu yrði vísað til menntamála- nefndar til vandlegrar umfjöllunar. Námsmenn hefðu gert ýmsar at- hugasemdir og þætti sér sjálfsagt að á þeirra rök yrði hlýtt. Ráð- herra lagði áherslu á það að megin- markmið frumvarpsins yrðu að nást en aðrar leiðir - að þeim markmiðum væru ekki útilokaðar fyrirfram. T.d. væri rétt að athuga sérstaklega hvort það væri fært eða mögulegt að tekjuhærri ein- staklingar greiddu hærra hlutfall en hinir tekjulægri á endurgreiðsl- utímanum. Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) varaformaður mennta- málanefndar sagði m.a. að viðhorf Alþýðuflokksmanna væri að námslán ættu að taka mið af að- stæðum námsmanna og tekjum en einnig af almennum kjörum í sam- félaginu. Það væri skoðun þeirra að námslán ættu að bera lága vexti. En hún dró ekki dul á að það væri áherslumunur milli stjórnarflokkanna um nokkur atriði frumvarpsins, m.a. þyrfti að huga að lánstímanum, árlegu endurgreiðsluhámarki, félagsleg- um aðstæðum, réttinum til að hefja lántöku og hvenær endurgreiðslur skyldu hefjast. Endurgreiðslu# mættu ekki buga háskólafólk og aðra þá sem lokið hefðu lánshæfu námi en hins vegar yrði líka að tryggja að lánasjóðurinn fengi risið undir fjárhagslegum skuldbinding- um sínum. Rannveig Guðmunds- dóttir hafði trú á því að þessi sjón- armið væri hægt að sætta. Talsmenn stjórnarandstöðu, Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne), Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) og Kristín Einarsdóttir (SK- Rv) lýstu fullkominni andstöðu við frumvarpið en með því væri vegið að jafnrétti til náms. Umræðu um frumvarpið var frestað í gær- kveldi. Nánari grein verður geiÁ fyrir ræðum stjórnarandstæðinga síðar. FELAGSUF HELGAFELL 59922127 VI 2 □ GLITNIR 599212027 = 6 I.O.O.F. 7 = 1732128’/2 I.O.O.F. 9 = 173212872 = Hvítasunnukirkjan Fíladelfia Bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. SÁLARRANNSÓKNAR- FÉLAGIÐ HAFNARFIRÐI Sálarrannsóknafélagið f Hafn- arfirði heldur fund i Góðtempl- arahúsinu á morgun, fimmtu- daginn 13. febrúar, kl. 20.30. Dagskrá: Einar Aðalsteinsson, forseti Guðspekifélags islands, flytur erindi er hann nefnir: Hugleiðsla - hugrækt. Öllum heimill aðgangur. Stjórnin. SAMBANO ISLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleitisbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Karl J. Gislason. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSIANDS k Aðalfundur Bandalags íslenskra farfugla verður á Sundlaugarvegi 34, Reykjavík 13. febrúar kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. OLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Myndakvöld Ferða- félagsins miðvikudag- inn 12. febrúar Kjölur - Vatnajökull o.fl. Myndakvöld Ferðafélagsins miðvikudaginn 12. febrúar verð- ur í Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst stundvíslega kl. 20.30. Fyrir kaffíhlé sýnir Pétur Þor- leifsson myndir frá Kili á þvi svæði sem gönguleiðin frá Hvítárnesi að Hveravöllum ligg- ur um (þrjár gönguferðir áætlað- ar nk. sumar). Svo verður hann með frásögn í máli og myndum af spennandi skiðagönguferð yfir Vatnajökul og flugmyndir af gönguleið yfir Vatnajökul sem fyrirhugað er aö fara í sumar á vegum Ferðafélagsins frá Hveragili í norðri að Þormóðs- hnútu í suðri. Áhugasamt ferða- fólk ætti ekki að láta þessa sýn- ingu Péturs fram hjá sér fara og ekki hinir sem vilja skoða stór- brotið landslag. Eftír kaffihlé verða sýndar myndir úr nokkrum styttri og lengri ferðum Fi. m.a. ferð frá Reykjarfirði yfir Drangajökul. Félagskonur sjá um kaffiveiting- ar i hléi. Aðgangur kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Fólk sækir bæði fróðleik og skemmtun á myndakvöld Ferðafélagsins. Kynnist eigin landi ferðum Ferðafélagsins. Allir velkomnir félagar og aðrir. Spilin góðu eru enn til sölu. Ferðafélag islands. Seltjarnarneskirkja Samkoma i kvöld kl.. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins Án skilyrða. Þorváldur Halldórsson stjórnar söngnum. Predikun og fyrirbænir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.