Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992
Sigríður Jóns-
dóttir - Minning
Fædd II. júlí 1918
Dáin 4. febrúar 1992
í dag fer fram útför Sigríðar
Jónsdóttur frá Vorsabæ.
Hún fæddist í Vorsabæ í Austur-
Landeyjum 11. júlí 1917. Foreldrar
hennar voru Jón Erlendsson og
Þórunn Jónsdóttir, búandi hjón.
Þegar Sigríður var þriggja ára
^nissti hún móður sína. Þá hafði hún
alið sitt 15. barn sem dó líka en
12 börn hennar náðu fullorðins-
aldri. Nú eru þrjú þeirra eftir lif-
andi, Jónína, Kristinn og Magnea.
Jón hélt búskap áfram og hafði
ráðskonur. Mörgu var að sinna, þar
sem auk búskaparins var póstaf-
geiðsla í Vorsabæ og smávegis
verslun. Því fylgdu umsvif og gesta-
gangur. En börnin komu til hjálpar
eftir því sem aldur leyfði. Sigríði
fannst að á bernskuárunum hefði
faðir sinn verið sér bæði faðir og
móðir. Að vonum voru efnin ekki
mikil en í elli sinni og sjúkleika var
það Sigríði mikil hamingja að rifja
.—upp æsku sína með fullan bæ af
syngjandi börnum, hlæjandi og
dansandi unglingum og hestar við
hendina. Þau máttu skreppa í reið-
túr þegar svo stóð á og fegurð lands
og lagar skein fyrir gömlum augum
hennar þegar þreyta og sjúkdómur
bannaði henni störf. Það var henni
lengi unnt að skreppa austur vor
og haust og sjá hvítt fé á grænu
túni. Þannig nálgaðist hún æsku
sína og umhverfi hennar.
Sigríður giftist 1941 Sigurði
Jónssyni. Þau bjuggu I Reykjavík.
Þeim fæddust 7 börn á 12 árum.
Ekki báru þau hjón gæfu til varan-
legrar samfylgdar og þar kom að
Sigríður stóð ein uppi og lífið sárt
og kalt. Elsti drengurinn fór í fóst-
ur. Lífið verður erfitt fósturbarni
sem man góða móður heima. En
svo komst fóstursonurinn austur í
Landeyjar og þá var Sigríður ánægð
og öllum leið vel.
Hún bjó árum saman í bragga í
Reykjavík. í þeim bragga bjuggu
tvær mæður með böm sína, hvor í
sínum enda. Þær voru báðar sárfá-
tækar, áttu lítið af fötum, stundum
líka lítinn mat, en öllu var skipt ef
á lá. Sambýliskonan, Þórdís Eiríks-
dóttir, man aldrei til annars en Sig-
ríður væri létt á svip og Ijúf við-
tals. Þær voru mjög nánar vinkonur
og Þórdís vill að það fylgi hjartans
kveðju sinni hve mikils virði vinátta
Sigríðar hafði alltaf verið sér.
Árið 1968 var yngsti drengur
Sigríðar 14 ára. Þáflutti fjölskyldan
til Grindavíkur og hefur verið þar
að mestu síðan. Þar eru nú Sævar,
Reynir, Guðmundur, Gunnar, Þór-
unn og Magnús, en Guðbjörg býr
austur í Lóni. Barnabörnin eru orð-
in 31 og barnabarnabörnin 13.
Síðustu árin átti Sigríður í stríði
við erfið veikindi. Þá dvaldi hún
+
Elskulegur sonur minn,
GRÍMUR FJALAR PÉTURSSON,
Miðvangi 41,
Hafnarfirði,
lést í Barnaspítala Hringsins sunnudaginn 9. febrúar.
Guðrún J. Ásgrímsdóttir.
t
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR ALEXANDERSDÓTTIR,
elliheimilinu Grund,
áðurtil heimilis
á Bræðraborgarstíg 35,
er látin.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sæmundur Ingi Sveinsson,
Vilhelmina Sveinsdóttir,
Helga Sveinsdóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR,
Hnífsdal,
lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 8. febrúar sl.
Jarðarförin fer fram frá Hnífsdalskapellu fimmtudaginn 13. febrú-
ar kl. 14.00.
Guðrún Ingólfsdóttir,
Torfi Ingólfsson, Sigríður Grímsdóttir,
Guðmundur H. Ingólfsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
Elísabet Jóna Ingólfsdóttir, Óiafur Þórðarson,
Anna S. Ingólfsdóttir, Sveinn Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA ÁRNADÓTTIR,
áðurtil heimiiis
á Hverfisgötu 83, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 13. febrúar kl. 10.30.
Jóna Þorgeirsdóttir, Högni Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
öðru hvoru á Landspítalanum þar
sem hún naut ágætrar umhyggju
og hjúkrunar. Annan tímann var
hún hressari og gat hún t.d. með
góðri hjálp barna sinna heimsótt
Jónínu systur sína á afmæli hennar
á síðasta ári, þó að hún væri komin
í hjólastól. Lengstum átti hún þá
athvarf hjá Þórunni dóttur sinni.
Rebekka Eiríksdóttir.
í dag kveðjum við kæra tengda-
móður okkar sem lést í Landspítal-
anum 4. febrúar eftir löng og erfíð
veikindi.
Tengdamóðir okkar, Sigríður,
fæddist í Vorsabæ, A-Landeyjum,
11. júlí 1918. Var hún 13. í röðinni
af 15 börnum Jóns Erlendssonar
og Þórunnar Sigurðardóttur, konu
hans. Hún var yngst af þeim níu
sem komust upp. Aðeins þriggja
ára missir hún móður sína og elst
hún upp í skjóli föður .síns og eldri
systkina.
Ung giftist hún Sigurði Jónssyni
ieigubifreiðarstjóra. Settust þau að
í Reykjavík, eignuðust þau 7 börn.
Þau eru: Bjarni Sævar, maki Sigríð-
ur Guðjónsdóttir, eiga þau 6 dætur
og eitt barnabarn, en hann átti eina
dóttur áður og þijú barnabörn;
Guðmundur Kristinn, maki Kristó-
lína Þorláksdóttir, eignuðust þau 7
börn, en misstu eitt ungt, eiga 3
barnabörn; Reynir Svavar, maki
Elín Vilbergsdóttir, eiga 3 börn, þau
slitu samvistir, hann átti einn son
fyrir og á eitt barnabarn; Þórunn
Jóna, maki Þorvaldur Óskarsson,
hún á tvær dætur og eitt barna-
barn; Guðbjörg Jóna, maki Jón
Guðmundur Björnsson, eiga þau 5
börn og 3 barnabörn; Gurínar Odd-
geir, maki Stefanía Bragadóttir,
eiga þau 4 dætur og eitt barna-
barn; Hermann Magnús, maki
Hrönn Kristinsdóttir, eiga einn son,
en hann átti 2 dætur.
Þau Sigga eins og hún var oftast
kölluð og maður hennar slitu sam-
vistir. Stóð hún þá uppi ein með
bamahópinn sinn. Fór lífið ekki allt-
af mjúkum höndum um hana, en
ekki kvartaði hún.
Árið 1968 flytur hún ásamt börn-
um sínum til Grindavíkur, hér leið
henni vel. Átti hún lengst af heim-
ili hjá Þórunni dóttur sinni, hún
varð fyrir því að slasast við vinnu
og varð að hætta að vinna, varð
það henni þungt áfall.
Hún naut þess að vera með börn-
um sínum og ætlaði að njóta þess
að eyða næstu árum með þeim og
dvelja hjá þeim til skiptist, var hún
hjá Guðbjörgu dóttur sinni þegar
hún veiktist alvarlega og var flutt
suður, en hún bjó austur í Lóni.
Greindist hún með hvítblæði. Æ
síðan hefur lífið verði henni erfitt,
hún gat ekki verið eins með bömum
sínum og barnabörnum eins og hún
þráði því henni fannst gaman að
skemmta sér með okkur. Öll eigum
við ljúfar minningar frá samveru-
stundum okkar með Siggu. Hún var
hrókur alls fagnaðar og hafði gam-
an af því að skemmta sér, og þá
helst með ijölskyldu sinni. Þá þótti
henni afar vænt um barnabörnin
og var hún þeim þakklát fyrir hvað
þau voru iðin við að koma og lofa
henni að sjá langömmubörnin, hvort
sem hún lá í sjúkrahúsi eða heima.
Hún þráði að vera heima, en því
miður gat hún það alltof sjaldan.
Þá þráði hún að geta gert meira
fyrir sonardóttur sína, Ingu, sem
býr austur á Eyrarbakka, en hún
er dóttir Bjarna Sævars. Sérlega
kært var milli Ingu og ömmu henn-
ar. Hún lá lengst af á deild 11-E
á Landspítalanum og viljum við
færa læknum og hjúkrunarfólki og
öðru starfsfólki okkar innilegustu
þakkir fyrir frábæra umönnun, hlý-
hyg og elsku sem henni var sýnd.
Megi Guðsblessun fylgja störfum
ykkar um ókomin ár. Siggu þökkum
við allt. Hvíli hún í friði.
Tengdabörn.
Sesselja Einars-
dóttir - Minning
Elsku amma okkar, Sesselja Ein-
arsdóttir, er látin. Hún var orðin
90 ára, fædd 13. apríl 1901 á Þór-
oddsstöðum í Ölfusi, en dó 5. febrú-
ar síðastliðinn. Þegar hún var níu
ára fór hún til dvalar að Hrauni í
sömu sveit til að létta á barnmörgu
heimili. Á Hrauni dvaldist hún á
heimili Vigdísar Sæmundsdóttur og
Þorláks Jónssonar. Þar hittir hún
þann sem síðar varð eiginmaður
hennar, Halidór Magnússon. Afi var
fæddur 23. ágúst 1893, en dó 9.
nóvember 1978. Amma og afí giftu
sig 17. október 1925 og byggðu
sitt heimili á Týsgötu í Reykjavík.
Afi var háseti og síðar bátsmaður
á togurum, en amma hugsaði um
heimilið sem stækkaði skjótt.
Fyrstu þrjú bömin fæddust á Týs-
götunni: Jónína, fædd 9. júlí 1926,
Guðrún, fædd 1. mars 1928, og
Laufey, fædd 16. júní 1929, dáin
14. september 1946.
Hugur ömmu og afa leitaði þó
alltaf í sveitina og það kom að því
að draumur þeirra rættist. Þau
keyptu jarðirnar Vindheima og
Breiðabólstað í Ölfusi húslausa árið
1930. Þau byggðu upp og bjuggu
á Vindheimum. Vindheimar var góð
jörð, landmikil og gott beitarland.
Það kom þó ekki fram fyrr en eftir
að amma og afi voru farin þaðan
að önnur hlunnindi voru þar einnig,
þ.e. jarðhiti. Á Vindheimum fædd-
ust Magnea, 22. ágúst 1931, og
Hafsteinn Beinteinn, 25. maí 1939.
Árið 1947 brugðu amma og afi
búi. Þau voru orðin slitin því þrátt
fyrir landgæði í Vindheimum var
búskapur þar vinnufrekur. Sam-
göngur voru mjög erfiðar á þessum
árum. Vegur var lagður um Ölfusið
alla leið að Vindheimum 1946—47.
Það er ótrúlegt að hugsa til þessa
tíma þegar við þeysum um Ölfusið
og yfir heiðina án þess að taka eft-
ir vegalengdunum. I Reykjavík
keyptu þau húsið á Brekkustíg 4A.
Afi stundaði ýmsa verkamanna-
vinnu en amma hugsaði um heimil-
ið. Þegar heilsunni fór að hraka
fóru þau á Hrafnistu, afi fyrst en
amma síðar. Amma naut góðrar
aðhlynningar þar og var starfsfólk-
ið henni sérstaklega gott.
Afkomendur Sesselju og Halldórs
eru nú orðnir 34 talsins. Jónína er
gift Hannesi Ingibergssyni og börn
þeirra eru: Georg Kjartan, hann er
dáinn en var kvæntur Hönnu Björk
Jónsdóttur og áttu þau einn son
Þóri; Laufey Bryndís, gift Gísla
Karel Halldórssyni og eiga þau þijú
börn; Hjördís, gift Hannesi Gunnari
Sigurðssyni og eiga þau þijá syni;
Guðrún er búsett í Bandaríkjunum
og var gift Roger Dawson, börn
þeirra eru Julia Michelle, Dwight
Halldór og John Gregory; Magnea
er gift Grími Lárussyni og börn
þeirra eru Reynir, sem búsettur er
í Noregi, kvæntur Kari Grimsby og
á 3 börn; Lárus Halldór, sambýlis-
kona Helga Bjarnadóttir; Bára, gift
Eyvindi Steinssyni og eiga þau eitt
barn; Helgi, kvæntur Sigrúnu Sig-
urðardóttur og eiga þau tvö börn;
og Guðrún, sambýlismaður Her-
mann Sæmundsson og eiga þau
eitt barn; Hafsteinn er kvæntur
Helgu Friðriksdóttur og börn þeirra
eru Asdrid, gift Jóhannesi Valgeirs-
syni og eiga þau einn son; Halldór
og Árni Ólafur.
Við systurnar minnumst ekki
ömmu fyrr en þau voru flutt á
Brekkustíginn. Ávallt var indælt að
koma þangað. Amma fyllti litla eld-
húsborðið af kræsingum og eftir
veitingarnar var oft sest að spilum.
Spilamennskan gekk oftast vel hjá
okkur systrunum vegna þess að
amma hafði ekki brjóst í sér að
láta okkur tapa. Amma kenndi okk-
ur einnig að baka allra bestu flat-
kökur í heimi. Hún var mikil hann-
yrðakona og listfeng þótt lítið gæti
hún sinnt þeim áhugamálum sínum
fyi-r en á Hrafnistu. Amma var sí-
syngjandi og kunni hún ótal vísur
og ljóð. Mikið dálæti hafði hún á
Hannesi Hafstein, þess vegna er
gaman að Iáta hér fylgja erindi úr
kvæði eftir hann.
„Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ
og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir,
á svalri grund, í golu þýðum blæ,
er gott að hvíla þeim, er vini syrgir.
+
Vinkona mín, móðir okkar, tengdamóð-
ir, amma og langamma,
JÓHANNARÓSANTS
JÚLÍUSDÓTTIR,
Tunguvegi 7,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 15.00.
Jón Sandholt,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Jens Evertsson,
Sigurjón Stefánsson, Margrét Björgvinsdóttir,
Guðbjörg Stefánsdóttir, Magnús Ólafsson,
Guðný Stefánsdóttir Baumann, Alan Baumann,
barnabörn og barnabarnabörn.
í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá,
að huga þínum veifa mjúkum svala.
Hver sælustund sem þú þeim hafðir hjá,
i hjarta þínu byrjar ljúft að tala.
Þá líður nóttin Ijúfum draumum í
svo ljúft að kuldagust þú finnur eigi
og, fyrr en veistu, roðull rís á ný,
og roðinn lýsir yfir nýjum degi.“
Laufey Bryndís Hannesdóttir,
Hjördís Hannesdóttir.