Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992
Dýpkað fyrir Suðurbakka
Morgunblaðið/Sverrir
Verið er að dýpka Hafnarfjarðarhöfn, til að undirbúa 190 metra leng-
ingu Suðurbakkans. Dýpkunarfélagið hf. á Seyðisfirði sér um verkið
og notar til þess dýpkunarskipið Reyni og pramma, sem flytur uppgröft-
inn. Óttarr Proppé hjá Hafnarfjarðarhöfn sagði, að nú væri verið að
dýpka á því svæði, sem yrði fyrir framan bakkann og grafinn væri
skurður fyrir þilstæði. „Við vonumst til að geta lokið dýpkun fljótlega,"
sagði hann. „Stál í þilið verður keypt á þessu ári og vonandi verður
einnig hægt að reka það niður í ár, en frágangur á þekju bíður næsta árs.“
Samþykkt að aflétta við-
skiptabamii á Suöur-Afríku
Samstaða milli Norðurlandanna um afnám, segir utanríkisráðherra
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að aflétta banni á viðskipti við
Suður-Afríku. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lagði
fram lagafrumvarp um þetta á ríkisstjórnarfundi í gær og var
full samstaða um þessa ákvörðun að sögn ráðherrans. Verður
frumvarpið væntanlega Iagt fram á Alþingi í þessum mánuði.
14 skipum
sökkt frá
árinu 1986
FJÓRTÁN skipum hefur verið
sökkt við hér við land frá árinu
1986 með leyfi Siglingamála-
stofnunar.
ísland og Noregur eru einu lönd-
in sem eiga aðild að svokölluðu
Oslóar og Parísar samkomulagi og
sökkva enn skipum. Samkvæmt
upplýsingum frá Siglingamála-
stofnun hefur verið haldið áfram
að sökkva skipum vegna gjaldþrots
íslenska stálfélagsins sem hafði
gert samninga við útgerðir um að
farga skipunum en ekki staðið við
þá.
Sjá Úr verinu, bls. 8B.
-----» ♦ ♦----
Eg veit
ekki hvað
átt er við
- segir Guðmund-
ur H. Garðarsson,
formaður Lífeyris-
sjóðs verslunar-
manna um ummæli
Birgis R. Jónssonar
,,ÉG VEIT ekki hvað hann á við.
Ég kannast ekki við neitt mál
sem kemur hér fyrir á stjórnar-
fundi sem er þess eðlis að hægt
sé að segja að einstakur stjórnar-
maður sé vanhæfur til að fjalla
um það,“ sagði Guðmundur H.
Garðarsson, formaður Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna, aðspurð-
ur um ummæli Birgis R. Jónsson-
ar, formanns Félags íslenskra
stórkaupmanna, um Jóhann J.
Ólafsson, stjórnarmann í lífeyris-
sjóðnum, í Morgunblaðinu í gær.
Stjóm Félags íslenskra stórkaup-
manna ákvað á fundi 6. febrúar sl.
að afturkalla tilnefningu Jóhanns
J. Ólafssonar til setu í stjóm Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna.
Aðspurður ura viðbrögð sjóðsins
við ákvörðun FÍS, sagði Guðmund-
ur: „Ég hef fengið bréf sem formað-
ur sjóðsins og þau era í athugun.
Lögfræðingar era með þessi bréf
til umfjöllunar," sagði Guðmundur.
Jón Baldvin sagði í samtali við
Morgunblaðið að lög um bann við
viðskiptum við Suður-Afríku hefðu
verið sett árið 1988 til að fylgja
eftir andstöðu hins alþjóðlega sam-
félags við kynþáttaaðskilnaðar-
stefnunni í S-Afríku. Banninu var
aflétt gagnvart Namibíu árið 1990
þegar landið öðlaðist sjálfstæði og
kynþáttastefnan þar var afnumin.
„Nú er lagt til að viðskiptabanninu
verði aflétt að því er varðar Suður-
Afríku til að láta þar með í Ijós
stuðning við þær margháttuðu
aðgerðir sem þegar hafa verið
framkvæmdar af stjórn De Klerks
um að nema úr gildi kynþáttaað-
skilnaðarstefnuna og gerbreyta
þjóðfélagsskipan í Suður-Afríku í
átt til lýðræðislegs fjölflokkaþjóð-
félags," sagði Jón Baldvin.
Hann benti m.a. á að nú þegar
hefði banni við starfsemi stjórn-
málahreyfinga sem beijast fyrir
afnámi kynþáttaaðskilnaðarstefn-
unnar verið aflétt. Neyðarástands-
lög sem sett vora 1986 hefðu ver-
ið afnumin og kynþáttaaðsskilnað-
ur á opinberum stöðu verið bann-
aður. Fólki af ólíkum kynþáttum
væri ekki lengur óheimilt að ganga
í hjónaband og lög sem kváðu á
um að skrá skyldi alla íbúa sam-
kvæmt kynþætti hafa verið afnum-
in. Ennfremur hefðu lög sem tak-
mörkuðu eignarheimild blökku-
manna verið feild úr gildi og lög
sem mæltu fyrir um hvar fólki af
tilteknum kynþáttum væri heimilt
að búa verið afnumin.
„Það sem eftir er að gera er að
leiða til lykta ráðstefnuna um nýja
stjórnskipan landsins sem nú situr
á rökstólum. Flest þau lönd sem á
sínum tíma komu á viðskiptabanni
hafa talið rétt að veita þessari
umbótastjóm, sem nú situr í
Suður-Afríku, siðferðilegan stuðn-
ing við að leiða þessa umbótabar-
áttu til lykta, ekki síst vegna þess
að hún á að nokkru leyti í vök að
veijast vegna andstöðu harðsnú-
inna hægriafla sem enn halda fram
málstað kynþáttaaðskilnaðarstefn-
unnar.
Þetta mál kom á dagskrá á utan-
ríkisráðherrafundi Norðurlanda í
Reykjavík í janúar. Þar lýstu ráð-
herrarnir ánægju sinni yfir því að
málsaðilar í Suður-Afríku hefðu
skuldbundið sig til að skapa nýtt
ríki þar sem kynþáttaaðskilnaðar-
stefnan væri afnumin og að þeir
ynnu staðfastlega að myndun fijáls
og opins samfélags sem yrði byggt
á lýðræði og virðingu fyrir mann-
réttindum og að viðurkenning væri
komin fram á grundvallarmann-
réttindum um fijálsar kosningar
og frjálsa starfsemi stjórnmála-
hreyfinga. Upplýst var að Finnar
höfðu fyrstir Norðurlandaþjóða
tekið af skarið um afnám og voru
allar þjóðirnar með áform sem var
nánar lýst um hvernig það skyldi
gert.
Norðurlandaþjóðirnar hafa haft
talsverða samstöðu sín í milli um
þetta mál og það er ljóst að nú
er samstaða þeirra í milli um að
fella viðskiptahömlur úr gildi og
reyna þannig með virkum hætti
að styðja við bakið á þeim lýðræðis-
öflum sem nú era að kveða kyn-
þáttaaðskilnaðarstefnuna niðui*,“
sagði Jón Baldvin.
Yfirlýsing frá St. Jósefssystrum:
Vonsviknar yfir að svona hafi
verið farið með lífsstarf okkar
St. Jósefssystur segja að nú hafi komið í ljós að þær hafi ver-
ið alltof auðtrúa þegar þær héldu að ríkið myndi standa við ,orð
sín við kaup á Landakotsspítala. í yfirlýsingu sem þær hafa sent
frá sér segjast systurnar hafa byggt upp sjúkrahús en ekki hjúkr-
unarheimili fyrir aldraða. Þær segjast vonsviknar yfir að svona
hafi verið farið með Iífsstarf þeirra. Yfirlýsingin fer hér á eftir.
„Þegar fyrstu St. Jósefssyst-
urnar komu til íslands árið 1896
var það ekki að þeirra eigin ósk.
Þær urðu við beiðni franskra
stjórnvalda um að annast franska
sjómenn sem stunduðu veiðar við
austurströndina. Þeir gátu ekki
leitað til neinna þegar þéir urðu
veikir.
En þegar þær komu til íslands
urðu þær varar við að ekki einung-
is Frakkana skorti hjúkran. Is-
lendingamir vora einnig í brýnni
þörf fyrir hana. Hér var ekkert
sjúkrahús og læknar gátu að mjög
takmörkuðu leyti sinnt þeim sem
vora hjálpar þurfi.
Því var það að árið 1902 létum
við reisa sjúkrahús úr timbri án
þess að íslenska ríkið léti nokk-
urn eyri renna til þess. Ekki var
einu sinni gefíð leyfi fyrir bygg-
ingunni. Engu að síður var hún
reist. Við létum verða af því fyrir
þá sem nauðsynlega þurftu.
í öll þau ár sem við höfum rek-
ið Landakotsspítala (og St. Jó-
sefsspitala í Hafnarfirði) höfum
við mætt litlum skilningi frá
stjórnvöldum og aldrei fengið fjár-
hagslegan stuðning. Við vitum
ekki af hveiju þessu er þannig
farið. Kannski vegna þess að við
eram útlendingar, vegna þess að
við erum reglusystur eða vegna
þess að ekki er óskað eftir einka-
sjúkrahúsum? Engu að síður höf-
um við með Guðs hjálp og eigin
dugnaði bjargað okkur í öll þessi
ár. Við höfum gert þetta fyrir þá
sem þurft hafa á hjálp að halda
og höfum einungis kynnst þakk-
látu fólki sem minnist -okkar enn
þann dag í dag.
Þegar við neyddumst til að selja
sjúkrahúsið héldum við að ríkið
myndi standa við orð sín. Annars
hefðum við ekki gefið eftir stóra
upphæð við sölu sjúkrahússins.
Nú hefur komið í ljós að við vorum
alltof auðtrúa. Við byggðum upp
sjúkrahús, ekki hjúkrunarheimili
fyrir aldraða — þó það þýði ekki
að við séum þeirrar skoðunar að
gamalt fólk þurfi ekki á hjálp að
halda.
Sparnaði verður heldur ekki
náð. Þegar hugmyndin kom fram
um að sameina sjúkrahúsin tvö,
Borgarspítala og St. Jósefsspítala,
var rætt um að auka samvinnu.
Við erum alls ekki á móti því en
það er erfitt fyrir okkur að sam-
þykkja að Landakot verði ekki
lengur sjúkrahús.
Samstarf okkar við lækna og
annað starfsfólk hefur alltaf verið
gott. Við eram afar vonsviknar
yfir að svona hafi verið farið með
lífsstarf okkar.“