Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 Skráðir Reykvíking- ar 100 þúsund í dag? „ÍBÚAR Reykjavíkur verða eitt hundrað þúsund í þessum mán- uði, en það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær, því enn eiga eftir að berast upplýsingar um flutninga og andlát. í morgun voru íbúar skráðir 99.996,“ sagði Eyþór Fannberg, hjá manntali Reykjavíkurborgar, í samtaii við Morgunblaðið í gær. Hann sagði líklegt að í dag yrði skráningartalan komin yfir 100.000. Eyþór sagði að þó skráð íbúa- tala næði 100 þúsundum í dag, þá segði það ekki alla söguna. „Fólk deyr, flytur frá borginni og til borgarinnar og böm fæð- ast. Það er-misjafnt hvenær slíkt er skráð. Fæðingarnar eru skráð- ar jafn óðum og flutningarnir oftast líka, en látnir falla ekki út af skrám fyrr en allt að sex vikum eftir andlát. Við getum fylgst nokkurn veginn með því hvenær íbúatalan verður komin í hundrað þusund, en nákvæma skráningu er ekki hægt að fá fyrr en síðar. Þá er vert að benda á, að nú standa yfir kærur milli sveitarfélaga vegna lögheim- iliskráninga og niðurstöður þar liggja ekki fyrir fyrr en í apríl. í fyrra fækkaði íbúum Reykjavík- ur um 76 eftir að kærumar höfðu verið afgreiddar." Eyþór sagði að þó aðeins hefði vantað fjóra íbúa í Reykjavík í gær til að þeir yrðu skráðir 100 þúsund, þá væri ekki búið að skrá inn þá íbúa, sem hefðu lát- ist í janúar. „Það er þó ljóst að Reykvíkingar ná þessari tölu í febrúar, en talan gæti svo aftur breyst eitthvað í apríl. Reykjavík- urborg hefur hins vegar ákveðið að halda upp á 100 þúsundasta íbúann þann 29. febrúar, en ekki veit ég hvort einhver einn verður útnefndur sá hundraðþúsund- asti.“ Eyþór Fannberg við tölvuskjá mann- tals Reykjavíkur, sem sýnir að í gær voru íbúar höfuð- borgarinnar skráð- ir 99.996. Morgunblaðið/Sverrir Skær ljós og tvær sól- ir á himni Gaulverjabæ. Klukkan 20.15 í gærkvöldi sást eldur í hafi greinilega hér úr Gaulverjabæjarhreppi og víðar. Varð bjarmi mikill og sló óhug að sumum er héldu að hér væri bátur að brenna. Litlu síðar slokknaði eldurinn al- gjörlega. Nokkmm mínútum síðar sáust tvær gular sólir á lofti. Neyð- arblysin eru rauð þannig að ekki reyndist hér hætta á ferðum. Frá flotastöð varnarliðsins fengust þær upplýsingar að hér hefði verið um venjubundnar æfíngar að ræða. Jafnframt að einungis hefðu verið notuð blys. Að sögn Stefáns Muggs Jónsson- ar hjá Slysavarnadeildinni á Stokks- eyri er aldrei tilkynnt til þeirra um æfingar sem þessar. „Þetta er ekki gott mál og dæmi em um útköll af þessum sökum. Einnig að skip hafi tekið upp veiðarfæri og hafið leit.“ Hann sagði varnarliðsmenn nota mjög sterk ljós sem sæjust langt að. Valdimar G. Nýtt farsímakerfi verður tekið í notkunum áramótin 1993-1994 Tillögu um eftirlitsnefnd var vísað frá BORGARRÁÐ vísaði í gær frá tillögu Sigurjóns Péturssonar, borgarfulltrúa Alþýðubandalags, um að kosin yrði 5 manna nefnd til að fylgjast með og hafa eftir- lit með lokaframkvæmdum við byggingu ráðhúss Reykjavíkur. I tillögu Siguijóns var gert ráð fyrir að nefndin skyldi sérstaklega hafa vakandi auga með kostnaði við lokafráganginn og gæta þess að halda honum innan fjárhags- áætlunar. Markús Örn Antonsson borgarstjóri lagði fram frávísunar- tillögu þar sem fram kemur að þeg- ar sé búið að semja við verktaka um allan lokafrágang. Frávísunar- tillagan var samþykkt með 4 at- kvæðum gegn 1. VEÐUR Umfangsmikil endurskipulagning á gamla kerfinu í sumar PÓSTUR og sími hyggst hefja starfrækslu nýs farsímakerfis um áramótin 1993-1994, sem er svokallað GMS-kerfi, og er ætlunin að starfrækja það samhliða NMT-kerfinu, sem nú er í notkun. Jafnframt verður í sumar móðurstöðvum fjölgað um 10-14 á höfuð- borgarsvæðinu sem á að bæta verulega þjónustu í núverandi far- símakerfi. Farsímanotendur á landinu eru um 13.000. Ólafur Indriðason, verkfræðing- ur hjá tæknideild Pósts og síma, sagði að NMT-kerfið væri reyndar ekki sprungið, en erfítt væri orðið að ná sambandi innan Reykjavík- ursvæðisins. „Það stendur fyrir dyrum endurskipulagning á svæð- inu í sumar. Hún felst í því að endurnota rásimar og fjölga móð- urstöðvunum. Þá verður svæði hverrar stöðvar minnkað verulega, en segja má að það leiði-til æ lak- ari talgæða innan kerfisins,“ sagði Ólafur. Móðurstöðvarnar eru 77 á öllu VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: Vegna verkfaits náttúrufræðinga var ekki gefin út veðurspá í gær. Þessi tveggja daga spá sem hér er birt er frá þvi síðdegis á mánu- dag. HORFUR í DAG: Austlæg átt, líklega stormur og snjókoma allra syðst á landinu og hiti nálægt frostmarki en hægari vindur og tals- vert frost í öðrum landshlutum. Él við norður- og austurströndina en þurrt á Vesturlandi og i innsveitum norðanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG: Austanátt, víða nokkuð hvöss. Snjókoma eða slydda víða um land, síst á Vesturlandi og vestantil á Norður- landi. Heldur hlýnandi. Svarsi'mi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. FÆRÐ A VEGUM: Greiðfært er um alla vegi í nágrenni Reykjavíkur og austur með suðurströndinni til Austfjarða og þar eru vegir vel færir. Þá er ágæt færð fyrir Hvalfjörð og um Borgarfjörð, einnig um Snæfells- nes og vestur í Dali en aðeins er fært fyrir jeppa og stóra bila fyrir Gilsfjörð. Brattabrekka er fær. Fært er frá Brjánslæk til Patreks- fjarðar og þaðan til Tálknafjarðar en stórir bílar og jeppar komast um Hálfdán til Bíldudais. Ágæt færð er norður yfir Holtavörðuheiði og áfram til Hóimavíkur og þaðan un Steingrímsfjarðarheiöi til (safjarðar og Bolungarvíkur, en hálkublettir eru á þeirri leið. Breiða- dals- og Botnsheiðar eru færar. Vel fært er um Norðurland og með ströndinni til Vopnafjarðar. Einnig er fært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi til Austfjarða. Vegagerðin landinu, á Reykjavíkursvæðinu eru þær þijár; í Öskjuhlíð, á Rjúpna- hæð og í Mosfellsbaé. Móðurstöðv- unum á Reykjavíkursvæðinu verð- ur úölgað í 10-14 og mun það ekki koma niður á farsímasam- bandi við landsbyggðina, að sögn Ólafs. Rásirnar á höfuðborgar- svæðinu eru 180 og Póstur og sími hyggst endumota þær í ríkari mæli innan svæðisins. „Við það lagast kerfíð og við ráðum við ein- hverja fjölgun. í heildina ræður kerfíð við mun fleiri notendur en vandræðin eru fyrst og fremst á VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti ^■11 +4 veður skýjaft skýjað Bergen 3 skúr Helslnki 1 siydda Kaupmannahöfn vantar Narssarsauaq *r3 alskýjað Nuuk •s-17 snjókoma Ósló 0 léttskýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Þórshöfn vantar Algarve 15 hélfskijað Amsterdam 8 þoka Barcelona 11 þokumóða Berlín 7 rígning Chicago vanar Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 5 súld Glasgow 5 léttskýjað Hamborg 5 þokumóða London 10 alskýjað Los Angeles vantar Lúxemborg 6 súld Madríd 13 mistur Malaga 14 léttskýjað Mallorca 12 hálfskýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar Paris 10 súld Madeira 17 skýjað Róm 13 skýjað Vin 8 skýjað Washington vantar Winnipeg vantar Reykjavíkursvæðinu,“ sagði Ólaf- ur. Farsímanotendur á landinu eru um 13.000, þar af um 7.500 á Reykjavíkursvæðinu. NMT-kerfið er starfrækt á öllum Norðurlönd- unum. Á meginlandi Evrópu hefur starfræksla stafræna GSM-kerfís- ins (Global system for mobile com- munications) þegar hafíst. „Það er bara tímaspursmál hvenær þetta kerfí verður tekið upp hjá okkur og ekki ósennilegt að það verði um áramótin 1993-1994,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þessi tvö kerfí yrðu starfrækt samhliða og engin vandkvæði væru á sam- skiptum milli þeirra. Hins vegar nýttust farsímar sem nú eru í notkun á íslandi ekki innan GSM- kerfísins og notendur þess yrðu að fjárfesta í nýjum farsímum. Ólafur sagði að helstu kostur GSM-kerfísins væru þeir að búist væri við að framleiðslukostnaður símtækjanna yrði það miklu lægri en hefðbundinna farsíma að not- endur þeirra yrðu mun fleiri en í núverandi kerfum. Það leiddi síðan til enn frekari lækkunar fram- leiðslukostnaðarins. Stofnkostnað- ur yrði líklega ekki hærri en af núverandi kerfi. Auk þess yrðu meiri talgæði innan GSM, ekki yrði unnt að hlera símtöl, tækin yrðu minni og rafhlöður þeirra entust mun lengur. Þá verður unnt að tengja tölvur beint við farsím- ann sem þannig kæmi í stað mót- alda og gagnasendingar yrðu auð- veldari. Unnt yrði að senda stutt stafræn skilaboð til farsíma sem birtast á skjá hans. Notendur GSM gætu tekið farsíma sinn til útlanda og notað hann þar. íslendingur staddur í Þýskalandi sem hringdi til Englands greiddi Pósti og síma reikning fyrir símtalið. Síðar færi fram uppgjör milli símastjórna við- komandi landa fyrir línuleigu og fleira. Þetta væri flókið ferli sem meðal annars hefði tafíð fyrir út- breiðslu kerfísins. Ólafur sagði að ljóst væri að allt mælti með því að þetta kerfi yrði tekið í notkun. Endurgreiðslur tannréttinga: Umsóknir berist fyrir 15. mars TRYGGINGASTOFNUN ríkisins endurgreiðir hluta tannréttinga þeirra sem byrjuðu í tannréttingum á tímabilinu 1. nóvember 1989 til ársloka 1991, og miðast endurgreiðsluhlutfallið við hversu alvar- leg tannskekkjan hefur verið. Umsóknir um endurgreiðslu verða að berast Tryggingastofnun fyrir 15. mars næstkomandi. í fréttabréfi frá Tryggingastofn- un ríkisins segir að vegna tann- skekkju, sem lendir í svokölluðum þriðja flokki, eru 35% kostnaðar endurgreidd, 50% vegna tann- skekkju í öðrum flokki og 65-100% í fyrsta flokki, eða í al- varlegustu tilfellunum. Hins vegar er ekki um endurgreiðslu að ræða ef tannskekkjan er ekki metin í þessa flokka. Auk þess geta þeir sem frestuðu tannréttingum að ráði Trygginga- stofnunarinnar sótt um endur- greiðslu. Þeir sem fá úrskurð um endurgreiðslu nú eiga rétt á endur- greiðslu vegna tannréttingameð- ferðar til ársloka 1993. Tryggingastofnun tekur þó ekki þátt í kostnaði við tannréttingar, sem hefjast eftir 1. janúar 1992, nema ef meðferðin er vegna alvar- j legra afleiðinga, meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma. Um tannrétt- ingar sem hófust fyrir 1. nóvember 1989 gildir áfram reglan um að helmingur kostnaðar er endur- greiddur og ekki þarf að sækja um vegna þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.