Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1992
21
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ftitstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johanne'ssen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Forræðishyggja og
mannréttindabrot
Sósíalísminn, trúin á forræðis-
hyggju, miðstýringu og
stjórnvisku forystusveitar alþýð-
unnar, hefur ekki einungisreynst
villuljós á sviði efnahagsmála.
Riki þau sem tekið hafa upp
þessi guðlausu trúarbrögð eiga
það öll sameiginlegt að þar eru
mannréttindi fótum troðin.
Hugsanir jafnt sem athafnir
þeirra sem neita að lúta alræðis-
valdinu eru í augum ráðamanna
möguleg ógnun við sósíalismann.
Sagan sýnir að boðberar sósíal-
ismans hafa ekki einungis rangt
fyrir sér á vettvangi efnahags-
mála, margir þeirra hafa einnig
kosið að líta framhjá þeirri stað-
reynd, að skerðing á grundvallar-
réttindum hefur ævinlega fylgt
þessari hugmyndafræði. Svo er
enn.
Á dögunum var greint frá því
í Morgunblaðinu, að kínverskir
verkamenn hefðu stofnað fijálst
verkalýðssamband. Var í tilkynn-
ingu þeirra vísað til stofnunar
Samstöðu, óháðu verkalýðs-
hreyfingarinnar í Póllandi, sem
fór fyrir hreyfingu lýðræðissinna
í Austur-Evrópu og ruddi braut-
ina fyrir þeim sögulegu umskipt-
um, sem þar hafa átt sér stað.
Sögðu heimildarmenn, að þessi
ákvörðun kínversku verkamann-
anna væri mesta ögrun við ráða-
menn í kínverska alþýðulýðveld-
inu í þrjú ár, eða frá því að stjórn-
völd fyrirskipuðu fjöldamorðin
viðurstyggilegu á Torgi hins
himneska friðar.
Sú staðreynd, að stofnun fijáls
verkalýðssambands er talin
mesta ögrun við kínverska
kommúnista í tæp þijú ár segir
ýmislegt um ástand mannrétt-
indamála í Kína. Valdasjúkling-
arnir sem þar ráða ríkjum hafa
sýnt það á undanförnum árum,
að þeir hyggjast hvergi slaka á
klónni þó svo leitað sé eftir stuðn-
ingi og samvinnu á efnahagssvið-
inu á Vesturlöndum. Slíkt sam-
starf á að binda því skilyrði, að
mannréttindi verði virt í Kína. Á
Vesturlöndum hefur þessu sjón-
armiði því miður ekki verið hald-
ið til skila með fullnægjandi
hætti.
í þessu sama tölublaði Morg-
unblaðsins var greint frá því að
eitt af virtustu skáldum Kúbu,
María Elena Cruz Varela, hefði
verið hneppt í fangelsi fyrir and-
óf gegn stjóm Fídels Castros,
Kúbuleiðtoga. Skáldkonan vann
það sér til óhelgi að skrifa Castro
opið bréf. Síðar skrifaði hún
ásamt fleiri listamönnum og rit-
höfundum undir yfirlýsingu þar
sem hvatt var til þess, að komið
yrði á þjóðfundi til að ræða fram-
tíð Kúbu. Málgagn kúbanskra
kommúnista lýsti yfir því, að
María Elena væri handbendi
bandarísku leyniþjónustunnar,
CIA, og kvað upp þann dóm, að
sérhver tilraun til að rjúfa „ein-
ingu rithöfunda og listamanna
okkar sem standa vörð um bylt-
inguna og Fídel“ myndi mistak-
ast. Skömmu síðar mátti skáld-
konan þola misþyrmingar ásamt
dóttur sinni. Bækur hennar voru
gerðar upptækar. Loks var hún
sett í einangrun í fangelsi og þar
er hún enn.
Sterk rök hafa verið færð fyr-
ir því að nauðsynleg tengsl séu
á milli hugmyndafræði sósíalism-
ans og þeirrar ógnarstjórnar,
sem hún hefur jafnan getið af
sér. Það var ekki fyrir tilviljun,
að sósíalisminn gat af sér allsráð-
andi öryggislögreglu alþýðulýð-
veldanna í Austur-Evrópu, sem
fylgdist með hveiju fótmáli
þeirra, sem leyfðu sér að efast
um gildi og réttmæti kenningar-
innar. Grimmdarverkin, persónu-
dýrkunin, innrætingin, falsanim-
ar og lygarnar voru ekki bláber-
ar tilviljanir. Það var ekki fyrir
tilviljun, að sósíalisminn hafði
það í för með sér, að „glímutök
skortsins“ hertust í Austur-Evr-
ópu og að þeirri tilraun lyktaði
með algjöru gjaldþroti. Og það
er engin tilviljun, að María Elena
Cruz Valera skuli nú þurfa að
þola fangelsisvist og að andlegt
frelsi sé takmarkað á Kúbu, í
Kína og fleiri kommúnistaríkjum.
Hroðaleg grimmdarverk hafa
verið framin vegna þess að „sós-
íalískri framþróun" hefur verið
ógnað. Framkvæmd þessarar
ógnarstefnu hefur ævinlega haft
í för með sér að „hinu mann-
lega“ og grundvelli réttarríkisins
hefur verið vísað á bug. „Rétt-
indi“ manna hafa verið skilgreind
með tilliti til hagsmuna og þarfa
ríkisvaldsins og forréttindastétt-
arinnar. Enn á ný hefur þetta
sannast í Kína og á Kúbu.
Hrun kommúnismans í
Austur-Evrópu og algjör ósigur
ofstjórnarsinna í þeirri hug-
myndafræðilegu baráttu, sem
fram hefur farið má ekki verða
til þess að það gleymist að víða
um heim þurfa hugrakkir bar-
áttumenn fyrir mannréttindum á
stuðningi lýðræðissinna að halda.
Slíkan stuðning geta fjölmennar
þjóðir, smáríki, einstaklingar og
samtök þeirra veitt með ýmsum
hætti. Má ef til vill vænta þess,
að þeir sem telja tíma sínum vel
varið með því að halda í vinnu-
ferðir í þágu sósíalismans til
Kúbu, veki athygli á máli Maríu
Elenu Cruz Valera næst er þeir
sækja fyrirmyndarríkið heim?
Frá fundi foreldrafélaga nokkurra grunnskóla:
Gæti tekið mörg ár að vinna
upp fækkun kennslustunda
MILLI tvö og þrjú hundruð manns sátu fund foreldrafélaga Langholts-,
Laugarnes-, Laugalækjar- og Vogaskóla sem fram fór í Laugarncsskóla
á mánudagskvöld, en þar voru á dagskrá væntanlegar sparnaðaraðgerð-
ir menntamálaráðuneytisins í grunnskólum landsins. Að loknum fram-
söguerindum skólastjóranna og fulltrúa menntamálaráðuneytisins og
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur tóku foreldrar til máls, beindu spurning-
um til framsögumanna, hvöttu yfirvöld skólamála til að falla frá ráðgerð-
um niðurskurði og brýndu skólastjórana til að neita að samþykkja aðgerð-
ir sem leiddu til fækkunar tíma eða fjölgunar nemenda í bekkjardeild-
um. Var í lokin samþykkt ályktun þess efnis. Fram kom að fundarmenn
söknuðu þingmanna sem boðnir höfðu verið á fundinn og fannst, þeim
þeir á þann hátt sýna lítinn skilning á mikilvægi þessara mála.
Kristín Jónasdóttir, formaður B'or-
eldrafélags Langholtsskóla, sagði í
ávarpi í upphafi fundar að grunn-
skólanemendur mættu ekki verða
fórnarlömb breyttra þjóðfélagsað-
stæðna. Niðurskurður hefði oft verið
nauðsynlegur fyrr en nú ætti greini-
lega að taka hann fastari tökum.
Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri
Laugarnesskóla, greindi frá vikuleg-
um fjölda kennslustunda í hveijum
bekk grunnskólans og hvernig hann
hefði smám saman verið aukinn á síð-
ustu árum, en nú væru uppi hugmynd-
ir um að fella niður tvo tíma í nokkr-
um eldri bekkjunum. Varaði hann við
hugmyndum um að spara í barnaupp-
eldi, slíkur sparnaður ætti eftir að
koma út á annan hátt en menn gerðu
ráð fyrir.
Lög sett en ekki hugsað
fyrir framkvæmd þeirra
Guðmundur Guðbrandsson, skóla-
stjóri Vogaskóla, rakti hversu nem-
endafjöldi skólans hefði sveiflast
gegnum árin. Náði hann hámarki árið
1967 þegar um 1.600 nemendur voru
við skólann en í dag eru þeir um 250.
Guðmundur ásakaði alþingismenn
fyrir að setja ýmis lög án þess að
hugsa nokkuð fyrir framkvæmd þess-
ara sömu laga. Ný grunnskólalög
væru vart ársgömul og strax farið að
ræða niðurskurð og Ijóst að sum
ákvæði þeirra kæmu ekki til fram-
kvæmda. Guðmundur taldi brýnast
að geta hrint í framkvæmd áætlunum
um einsetinn skóla, það ættu bæði
kennarar og foreldrar að setja efst á
forgangslista.
Erling Tómasson, skólastjóri Lang-
holtsskóla, taldi rétt að hafa í huga
við næstu alþingiskosningar að skóla-
menn og foreldrar væru ekki sam-
mála þessum spamaðaraðgerðum og
því Ijóst að þeir stjórnmálamenn sem
stæðu fyrir þeim yrðu ekki kosnir
aftur. Hann sagði erfiðleikum bundið
að ræða um aðgerðir sem enn væru
aðeins hugmyndir, annars vegar að
fækka vikulegum kennslustundum og
hins vegar að fjölga í bekkjardeildum.
Sagði hann báðar hugmyndirnar
slæmar en á þeim væri þó grundvall-
armunur. Fækkun vikulegra kennslu-
stunda væri dæmigerð stjórnvaldsað-
gerð sem stafaði af ákvörðun um
skiptingu Ijármagnsins en hugmyndin
um ijölgun nemenda í bekkjardeildum
snerist hins vegar um gæði. Varpaði
hann í lokin fram þeim spurningum,
sem hann taldi jafnframt fráleitar,
hvort kennarar hefðu hugleitt að taka
á sig lengingu kennsluskyldu og hvort
hugsaúlegt væri að taka upp röðun í
skóla og bekki eftir árangri og stöðu-
prófum.
Þráinn Guðmundsson, skólastjóri
Laugalækjarskóla, sagði að hér væru
á ferðinni spurningar um magn og
gæði. Út af fyrir sig væri hægt að
þola tímabundna fækkun kennslu-
stunda en skelfilegra væri að horfast
í augu við að þurfa að slaka á gæðum
með fjölgun nemenda í bekkjardeild-
um. Vandann við fækkun kennslu-
stunda sagði hann vera spurninguna
um hver ætti að ákveða í hvaða náms-
greinum niðurskurðurinn skyldi fram-
kváemdur. Taldi hann ljóst að ráðu-
neytið yrði að gefa það út og taka
afleiðingunum af því, skólarnir gætu
ekki ákveðið slíkt. Þá vakti hann at-
hygli á að það gæti kostað blóð, svita
og tár að ná aftur þeim tímum sem
fækkað væri á sparnaðartímum, ljóst
væri að það gæti tekið mörg ár að
vinna upp slíka fækkun.
Hlutfall af ríkisútgjöldum
svipað í áraraðir
Arthur Morthens frá Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur kvaðst geta skilið
fyrirhugaðan niðurskurð í fræðslu-
kerf inu ef það hefði tútnað út á liðnum
árum, eins og t.d. heilbrigðiskerfið.
Því væri hins vegar ekki að heilsa,
hiutfall til grunnskóla af ríkisútgjöld-
um hefði verið óbreytt í 20 ár og til
skólamála almennt óbreytt sl. 10 ár.
Arthur rifjaði upp að miklar þjóðfé-
lagsbreytingar hefðu orðið hérlendis
síðustu tvo áratugina. Áður hefðu
skólabörn komið heim að loknum
skóla, þar hefði verið tekið á móti
þeim og þeim hjálpað við lærdóminn.
Nú horfði þetta öðruvísi við þeim þeg-
ar um 80% kvenna væri útivinnandi,
sem hann taldi sjálfsagt og eðlilegt
og taldi líka jafnsjálfsagt og eðlilegt
að alþingismenn hefðu lagt sig eftir
að byggja upp öflugan grunnskóla á
þessum tíma. Sagði hann það skyldu
þjóðfélagsins að byggja upp börnin,
veita þeim umhyggju og hlýju sem
alltof mörg börn í stórborginni
Reykjavík færu á mis við. Sagði hann
skort á þessum þáttum koma glöggt
fram í skólastarfinu, sérstaklega með-
al yngstu bekkjardeildanna. Arthur
sagði að strax á árinu 1937 hefðu
14 til 15 ára börn fengið svipaðan
kennslustundaijölda og börnum væri
boðið árið 1992.
Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri
grunnskóladeildar menntamálaráðu-
neytisins, greindi frá þríþættri stjórn-
un grunnskólalaganna, sem væri aðal-
námskrá, reglugerðir og viðmiðunar-
stundaskrá. Viðmiðunarstundaskráin
væri ijárhagsstjómtæki yfirvalda, þar
væri skammtaður fjöldi kennslu-
stunda sem skólarnir gætu notað í
starfinu. Hann rakti síðan hvernig lög
um ráðstafanir í ríkisijármálum sem
Morgunblaðið/KGA
Frá fundi foreldrafélaga Langholts-, Laugalækjar-, Laugarnes- og Vogaskóla á mánudagskvöld.
samþykkt voru á Alþingi 24. janúar
sl. gerðu ráð fyrir skerðingu fjárveit-
inga til skólamála, m.a. 180 milljóna
króna skerðingu á ijárveitingu til
grannskóla. Lögin gerðu ráð fyrir að
stöðva kostnaðaraukningu og ná fram
sparnaði, þ.e. ekki væri hægt að fjölga
vikulegum kennslustundum eins og
grannskólalögin gerðu ráð fyrir heldur
yrði beinlínis að fækka þeim.
Skólar hafa svigrúm
Hrólfur Kjartansson sagði ljóst að
þar sem ekki næðist sparnaður á yfir-
standandi skólaári yrði hann mikill á
því næsta og því væri nú leitað leiða
til að dreifa sparnaðinum á þetta ár
og það næsta, þ.e. næsta skólaár.
Hver kennslustund í öllum grannskól-
anum kostar um 9 milljónir króna og
kostnaður við hvern bekk grunnskóla
væri um 1,5 m.kr. Þessir tveir liðir
væru þeir stærstu og helst hægt að
ná sparnaðinum þar þótt hægt væri
einnig að tína til nokkra minni liði.
Hrólfur sagði að skólarnir hefðu nokk-
urt svigrúm til að fækka tímum þar
sem þeir hefðu nokkra ráðstöfunar-
tíma í hvetjum árgangi. Sagði hann
það skoðun sína að fremur ætti að
fækka kennslustundum en fjölga nem-
endum í bekkjardeildum.
Foreldrar beindu nokkrum spurn-
ingum til framsögumanna, m.a. hvort
ráðuneytið eða skólar ættu að ákveða
í hvaða námsgreinum tímum yrði
fækkað og einum fundarmanna fannst
skólastjórar taka spamaðaráformum
með alltof mikilli ró. Þá voru skóla-
stjórarnir brýndir til að hafna niður-
skurði í menntun grunnskólabarna.
Guðmundur Guðbrandsson sagði
það skoðun sína að hugsanleg ákvörð-
un um fækkun kennslustunda væri
betur komin innan skólanna heldur
en hjá ráðuneytinu því honum hefði
sýnst svo, að minnsta kosti síðustu
daga, að skólarnir hefðu skynsamari
mönnum yfir að ráða en ráðuneytið.
Þá spurði hann hvort nauðsynlegt
væri að halda þeirri tísku að halda
foreldrafundi í skólunum tvisvar á
vetri og fella niður kennslu þagar
einnig væri búið að koma fyrir sér-
stökum viðtalstímum kennara. Þráinn
Guðmundsson benti á að þrátt fyrir
ráðstöfunartímana sem skólarnir
gætu spilað úr væri erfitt að fækka
þeim þar sem þeir væru iðulega nýtt-
ir til að bæta við kennslu í grunngrein-
um, t.d. íslensku eða stærðfræði, þótt
þeir væru að einhveiju leyti nýttir í
annað starf.
Sparnaðartillögum mótmælt
í lokin var samþykkt eftirfarandi
ályktun samhljóða: „Fundur for-
eldrafélaga Langholts-, Laugalækjar-,
Laugarnes- og Vogaskóla haldinn í
Laugamesskóla 10. febrúar 1992
mótmælir harðlega spamaðartillögum
sem bitna á menntun barna okkar
eins og fækkun kennslustunda og
fjölgun í bekkjum. Fundurinn hvetur
alþingismenn og skólayfirvöld til að
standa við nýsamþykkt grunnskólalög
og til að standa vörð um velferð barna
okkar.“
Þáttaskil í verðlagsmálnm
FJARMAl-ARAÐUNKYTIÍ)
F.fnahajísskrifstofa
10. febníar 1992
n
Veröbólguþróun 1991 og spá 1992
Miöaö viö launaforsendur fjárlaga
Arshraöi
síöustu þrjá mánuöi
Breyting
í hverjum mánuöi
un
ap. júlí okt.
___________1992_____________________
eftir Friðrik
Sophusson
Verðbreytingar á undanförnum
mánuðum og fyrirliggjandi verðlags-
spár benda til þess að á þessu ári
geti ísland komist í hóp þeirra Evr-
ópulanda þar sem verðbólga er lægst.
Gangi þetta eftir hafa nýjar aðstæður
skapast í efnahags- og atvinnulífi
landsmanna. Samkeppnisstaða ís-
lenskra fyrirtækja batnar til muna.
Rekstrar- og greiðsluáætlanir geta
staðist, bæði hjá heimilum og fyrir-
tækjum. Kjör þeirra lakast settu eru
betur tryggð en ella á samdráttaríím-
um. Á sama tíma og verðbólgan er
að færast í þetta horf má gera ráð
fyrir áframhaldandi vaxtalækkun á
næstunni — ekki aðeins nafnavaxta-
lækkun — heldur einnig lækkun raun-
vaxta. Þar með verða vextir hér á
landi svipaðir og á Norðurlöndum og
í minni ríkjum Evrópu.
Hvort tveggja, minnkandi verðbólga
og lækkandi vextir, eiga annars veg-
ar rætur að rekja til þess skilnings
sem þjóðin hefur sýnt á nauðsyn þess
að gera hóflega kjarasamninga og
hins vegar þeirrar stefnu ríkisstjórn-
arinnar að draga úr ríkissjóðshallan-
um og lánsfjárþörf hins opinbera.
Þjóðarsáttarsamningarnir
Þjóðarsáttarsamningarnir, sem
gerðir voru í ársbyijun 1990, marka
þáttaskil í verðlagsmálum hér á landi.
Eftir nálægt tveggja áratuga óða-
verðbólgu, sem nam að meðaltali 35%
á ári og fór hæst í meira en 100% á
árinu 1983, hefur tekist að koma
verðbólgunni niður í eins stafs tölu
miðað við heilt ár. Um þjóðarsáttar-
samningana varð víðtækt samkomu-
lag hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn,
sem var í stjórnarandstöðu, stóð vörð
um raunsæja kjarasamninga á sam-
dráttartímum og sýndi þannig ábyrgð
og skilning sem því miður er sjald-
gæft að fínna hjá stjórnarandstöðu-
flokkum.
Verlagsþróunin á síðasta ári var
nokkuð skrykkjótt.vÞannig var árs-
hraði verðbólgunnar á mælikvarða
framfærsluvísitölu rétt um 5% á
fyrsta ársfjórðungi. Um og eftir mitt
árið var verðbólguhraðinn hins vegar
kominn í 10-11%. Ýmsar skýringar
eru á þessari auknu verðbólgu.
Þyngst vegur að á þessu tímabili urðu
talsverðar launahækkanir. Þannig
hækkuðu launataxtar þrívegis frá
desember 1990 til júní 1991, alls um
rúmlega 8%. Þá varð talsverð hækkun
á opinberum gjöldum og gjaldskrár-
liðum í samræmi við forsendur fjár-
laga 1991. Til viðbótar má nefna
áhrif hækkunar vaxta og bifreiða-
trygginga. Á síðustu mánuðum hefur
hins vegar hægt verulega á verð-
bólguhraðanum á nýjan leik og var
hann kominn niður í u.þ.b. 6% í árs-
lok 1991.
Þáttaskil í verðlagsmálum
Samkvæmt verðbólguspám fjár-
málaráðuneytisins er gert ráð fyrir
að árshraði verðbólgunnar verði inn-
an við 3% á þessu ári og fari minnk-
andi eftir því sem líður á árið. Vísi-
tala framfærslukostnaðar mældist
0,3% hærri í upphafi janúar 1992 en
í desemberbyijun. í febrúar mældist
vísitalan 0,1% hærri en í janúar. Sam-
kvæmt þessu er árshraði verðbólg-
unnar kominn niður fyrir 3% nú við
upphaf ársins 1992. Til samanburðar
má nefna að í síðustu spám OECD
(desember 1991) er gert ráð fyrir að
verðbólgan verði að meðaltali um
4,5% í Evrópuríkjum OECD á árinu.
Miðað við þær tölur er ísland komið
í hóp þeirra 10 Evrópuþjóða sem
hafa lægsta verðbólgu. Á meðfylgj-
andi súluriti sést glöggt hve verðbólg-
an hefur hjaðnað á síðustu sex
mánuðum. Miðað við þessa þróun og
launaforsendur fjárlaga gæti hækk-
unin frá upphafi til loka yfirstand-
andi árs orðið innan við 2‘/2%. Það
er minnsta verðbólga sem hér hefur
mælst í meira en þrjá áratugi, eða
frá upphafi viðreisnartímabilsins.
Ný skilyrði fyrir hagvöxt
Á síðastliðnu ári var hallinn á
rekstri ríkissjóðs 12'A milljarður og
lántaka hins opinbera er talin hafa
verið um 37 milljarðar króna. Á yfir-
standandi ári er gert ráð fyrir að
hallinn á ríkissjóði verði aðeins rúm-
lega 4 milljarðar og lánsfjárþörf opin-
Friðrik Sophusson
„Hvort tveggja, minnk-
andi verðbólga og
lækkandi vextir, eiga
annars vegar rætur að
rekja til þess skilnings
sem þjóðin hefur sýnt á
nauðsyn þess að gera
hóflega kjarasamninga
og hins vegar þeirrar
stefnu ríkisstjórnarinn-
ar að draga úr ríkis-
sjóðshallanum og láns-
fjárþörf hins opin-
bera.“
berra aðila verði undir 20 milljörðum
króna.
Takist að ná þannig tökum á ríkiss-
fjármálunum hefur ríkisstjórnin lagt
grunn að jafnvægi í efnahagsmálum,
og skapað forsendur fyrir raunhæfum
kjarasamningum og lækkandi vöxt-
um. Með aðhaldsaðgerðum í opinber-
um rekstri og þar af leiðandi minni
halla og lægri vöxtum eykst svigrúm
atvinnulífsins og skilyrði skapast á
nýjan leik fyfrir hagvöxt og bætt lífs-
kjör.
Samstaða um stöðugjeika
Markmið ríkisstjórnarinnar er að
leiða þjóðina út úr þeim erfiðleikum
sem íslenskt efnahagslíf stendur nú
frammi fyrir. Til þess að það megi
takast þurfum við að horfast I augu
við raunveruleikann og átta okkur á
hver vandinn er. Við megum ekki
lengur fresta því að taka á vandan-
um. Það er engin lausn að senda
næstu kynslóð reikninginn og ætla
henni að borga brúsann.
Ríkisstjórnin hefur gripið til að-
gerða sem miða að þessu markmiði.
Með aðgerðum er stefnt að betra jafn-
vægi í efnahagsmálum og meiri stöð-
ugleika í verðlagsmálum en hér hefur
þekkst í langan tíma. Fari verðlag
hins vegar úr skorðum á sama tíma
og samdráttur ríkir í efnahagslífinu
munu þeir sem lakast eru settir missa
fótanna og þjónusta hins opinbera
versna. Þess vegna er ástæða til að
standa tryggan vörð um stefnu ríkis-
stjórnarinnar. Víðtæk samstaða um
nauðsynlegar aðgerðir mun skila sér
í efnahagslegum stöðugleika, minni
verðbólgu og lækkandi vöxtum.
lUifundur cr fjármálaráðherra.
Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra:
Lög* um grumiskóla
og framhaldsskóla
verða endurskoðuð
Menntamálaráðherra hyggst á næstu dögum skipa nefnd, sem m.a.
er ætlað að skoða hvort rétt sé að framhaldsskólinn verði fyrir alla.
„Mér finnst að það þurfi að skoða þetta mál alveg sérstaklega vegna
þess að framhaldsskólinn er í ákveðnum vanda, einmitt vegna þess
að hann hefur verið opnaður fyrir alla og eiginlegt gæðamat hefur
ekki farið fram. Og því miður er það svo að eftir að framhaldsskólá
sleppir, þá hefjast fyrst vonbrigðin hjá þeim sem eru komnir með
réttindin til að setjast inn í háskóla. Skólar á háskólastigi eru margir
í þessu landi, en aðeins einn sem hefur sínar dyr galopnar fyrir öll-
um þeim, sem hafa stúdentspróf, og það er Háskóli íslands. Því
miður verða margir þar fyrir vonbrigðum vegna þess kannski að
við höfum ekki séð nægilega fyrir námsbrautum til þeirra, sem ligg-
ur ekkert sérstaklega fyrir að stunda bóknám," sagði Ólafur G. Ein-
arsson, menntamálaráðherra á fundi SAMKÓP, nýstofnaðs félags
kennara og foreldra í Kópavogi, í fyrrakvöld.
Endurskoðunarnefndinni verður
ætlað það hiutverk að endurskoða
bæði gildandi lög um grunnskóla og
lög um framhaldsskóla. I ræðu sinni
vék Ólafur að ýmsum atriðum sem
hann taldi að nefndin ætti sérstak-
lega að athuga. „Mér finnst ástæða
til að athuga hvernig haga skuli
mati á árangri nemenda og skóla.
Ég vil láta kanna það hvort það sé
nauðsynlegt að samræmd próf taki
til fleiri þátta og kannski til sem
flestra þátta námsins og gefi raun-
hæfa mynd af árangri og getu nem-
enda og skóla. Ég vil fá svar við
þessu, hvort menn vilja snúa á þessa
braut. Hana gengum við einu sinni,
en höfum ekki gert nú nokkuð lengi.
Ég vil athuga hvernig efla megi
unglingadeildir grunnskólans. Það
er veigamikið atriði, og í þeim til-
gangi fýrst og fremst til að gera þær
hæfari til að undirbúa unglinga und-
ir frekara 1 nám í framhaldsskóla,
hvort sem viðkomandi stefnir að
bóknámi eða verknámi. Hvernig
tryggja megi meiri áhrif foreldra og
samtaka þeirra í málum grunnskól-
ans og störf einstakra skóla. Mér
finnst rétt að kannaðir verði kostir
þess að færa rekstur grunnskólans
alfarið undir stjórn sveitarfélaga.
Það gæti þýtt það að kennarar yrðu
starfsmenn sveitarfélaga, en ekki
starfsmenn ríkisins.“
I lok fundarins var nokkrum
spurningum beint til ráðherrans,
m.a. þeirri hvort að grunnskólinn á
Islandi stæðist samanburð við ná-
grannalöndin. Óíafur varaði við slík-
um samanburði, en sagði það rétt
vera að fjármagn til íslenska skóla-
kerfisins stæðist ekki samanburð við
mörg nágrannalöndin. „Um árangur
ætla ég miklu minna að fullyrða.
Ég treysti mér einfaldlega ekki til
þess að leggja mat á það. Eflaust
hefur það áhrif á árangur skóla-
starfsins hversu miklu fé er til hans
varið, en vafalaust má ýmislegt bæta
í skólastarfinu án þess að veija til
þess ómældum fjármunum,“
Fram komu miklar áhyggjur fund-
armanna vegna fækkunar kennslu-
stunda í efri bekkjum grunnskólans.
Um það sagði ráðherra: „Eflaust
skiptir þetta miklu máli, en ég er
ekkert viss um að það skipti megin-
máli. Því er allavega haldið að mér
af fjölda skólafólks, að ef það eigi
að skerða vikulegan kennslutíma í
grunnskóla, þá eigi það ekki að koma
niður á yngstu bekkjunum. Ég er
alveg tilbúinn að endurskoða þetta
ef það er virkilega svo að þetta komi
ennþá verr niður ef skert er í efri
bekkjunum. Ég efast ekki um að
þetta hafi slæm áhrif og það er al-
veg rétt, sem hér hefur komið fram,
að þeirri skerðingu, sem áður hefur
verið gerð, hefur ekki verið skilað
aftur. Á því hafa ekki verið tök.“
• Ráðherra var að því spurður hvort
hann myndi beijast fyrir auknu fé á
þessu ári til skólamála. Ólafur sagði
að sér væri mjög þröngur stakkur
skorinn og hann hefði sínar efasemd-
ir um að sá 180 milljóna króna niður-
skurður í grunnskólum landsins, sem
menntamálaráðuneytinu væri gert
að sæta, næðist. Búið væri að kynna
Ólafur G. Einarsson
niðurskurð í grunnskólunum sem
svaraði til 80 milljóna króna. Eftir
væri að ná 100 milljónum til viðbót-
ar. „Af eðlilegum ástæðum og á
meðan undirbúningur skólastarfsins
fyrir næsta skólaár er ekki lengra á
veg komin er erfitt að segja hvaða
aðrar leiðir kunna að vera færar.
Ég hef aðeins sagt að menntamála-
ráðuneytið sé stórt ráðuneyti og að
ég hafi kannski ýmsar aðrar leiðir,
þó þær séu ekkert auðveldar, til þess
að milda áhrif niðurskurðarins innan
grunnskólans."
Einn fundarmanna sagði að ráð-
herra hefði talað fjálglega um að
ekki ættu allir að fara í langskólanám
sem væri sjónarmið út af fyrir sig.
En spurði jafnframt hvaða lausnir
ráðherra hefði á takteinum fyrir þá
unglinga sem ekki færu í áframhald-
andi nám í því mikla atvinnuleysi sem
hér nú ríkti. „Við erum að reyna að
ná tökum á ríkisfjármálunum með
þessum aðhaldsaðgerðum, renna
stoðum undir atvinnureksturinn í
landinu sem stendur líka höllum
fæti af ýmsum ástæðum. Ég veiþ
ekki hversu mikils virði „fullkomið“
skólakerfi er ef við búum við ótryggt
atvinnulíf. Ég held að það geti ein-
mitt orðið til þess að þeir, sem lagt
hafa það á sig að ná sér í bestu
menntunina, fái ekki störf við sitt
hæfi í þessu landi heldur flytjist úr
landi og þá er illa komið fyrir okk-
ur,“ sagði menntamálaráðherra.
Ólafur lagði á það rika áherslu
að hér væri aðeins um tímabundnar
aðgerðir að ræða. Vel gæti þó verið
að til einhverrar endurskipulagning-
ar þyrfti að koma innan skólakerfis-
ins, allt eftir því hvernig gengi á
árinu 1992 að ná fram niðurskurðin-
um. Önnur hugsanleg endurskipu-
lagning skólastarfsins kæmi hins-
vegar í kjölfar álits nefndar, sem
skipuð yrði á næstu dögum til að
endurskoða lög um grannskóla og
framhaldsskóla. „Mér þykir ekki
ólíklegt að einhveijar breytingar
verði, en þær þurfa ekkert að þýða
neina byltingu, alls ekki,“ segir Olaf-
ur G. Éinarsson.