Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992
19
Neyðarlög
sett í Alsír
Algeirsborg. Reuter.
ALSÍRSKAR öryggissveitir
leituðu í gær þeirra, sem myrtu
átta lögreglumenn í Casbah,
gamla borgarhlutanum í Al-
geirsborg, í fyrradag. Talið er,
að íslamskir öfgatrúarmenn
hafí verið þar að verki, menn,
sem barist hafa með skærulið-
um í Afganistan og hafa því
reynslu af vopnaburði. Alsírsk
stjórnvöld hafa lýst yfir neyða-
rástandi í landinu til að auð-
velda sér baráttuna við bók-
stafstrúarmenn en Mohamed
Boudiaf, forseti forsætisnefnd-
arinnar, sagði í gær, ofsatrúin
nærðist á fátækt og atvinnu-
leysi. Á því yrði þó ekki ráðin
bót nema lög og regla giltu.
Clinton í
þriðja sæti
Des Moines. Reuter.
TOM Harkin öldungadeildar-
þingmaður sigraði með yfir-
burðum í forkosningum banda-
rískra demó-
krata í Iowa,
heimaríki
sínu, og fékk
sennilega um
77% at-
kvæða. Hafði
verið búist við
því en merki-
legast við úr-
slitin þykir,
að Bill Clinton, ríkisstjóri í
Arkansas, varð í þriðja sæti á
eftir Paul Tsongas, fyrrum
öldungadeildarþingmanni frá
Massachusetts. Clinton þótti
lengi líklegastur til að sigra í
forvalsslag demókrata en stað-
hæfingar um ótrúskap hans í
hjónabandi og um að hann
hafí komið sér undan herþjón-
ustu hafa nú augljóslega sett
strik í reikninginn.
Brenndu þorp
til grunna
Moskvu. Reuter.
ARMENSKIR skæruliðar réð-
ust á azerskt þorp í Nagorno-
Karabak á þriðjudag og
brenndu það til grunna. Var
frá þessu skýrt í sjónvarpi
Samveldisríkjanna en þar kom
fram, að árásin hefði verið
gerð til að þagga niður í eld-
flaugaárásum Azera á Stepan-
akert, höfuðborg Nagorno-
Karabaks, sem er byggt Arm-
enum en tilheyrir Azerbajdz-
han. Féllu einhveijir þorpsbú-
ar og margir særðust. I síð-
ustu viku féllust stjórnvöld í
Armeníu og Azerbajdzhan á
að hefja friðarviðræður í
Moskvu.
Akæra vegna
ferjubrunans
Kaupmannahöfn. Reuter.
ÞRÍR menn hafa verið ákærð-
ir vegna brunans í dönsku ferj-
unni Scandinavian Star 1990
en í honum fórust 158 manns.
Er um að ræða útgerðarmann-
inn, Henrik Johansen, fram-
kvæmdastjóra útgerðarinnar,
Ole B. Hansen, og skipstjóra
feijunnar, Hugo Larsen. Er
þeim gefið að sök að hafa
brotið danskar siglinga- og
öryggisreglur. Eldurinn kom
upp í skipinu 7. apríl 1990
þegar það var á leið frá Ósló
til Frederikshavn með 500
manns um borð og breiddist
út mjög fljótt. Telur lögreglan,
að kveikt hafi verið í á nokkr-
um stöðum næstum samtímis
en ekki er vitað hver var að
verki.
A-þýskt taugagas á hafsbotni milli ísiands og Noregs:
Sökktu 400 gashylkjum
sem steypt voru í sement
Þýska samgönguráðuneytið kannar hvort mark sé tak-
andi á austur-þýsku skjali um þetta efni
EMBÆTTISMAÐUR í þýska samgönguráðuneytinu sem Morgunblað-
ið ræddi við í gær segir að samkvæmt skjali sem ráðuneytið hafi
undir höndum hafi Austur-Þjóðverjar sökkt 400 taugagashylkjum
milli íslands og Noregs árið 1964. Hylkin hafi verið umlukin stein-
steypu og það gefi tilefni til að ætla að ekki stafi bráð hætta af
þeim. íslenskum og norskum stjórnvöldum hefur verið skýrt frá
efni skjalsins og ráðuneytið kannar nú hvort upplýsingarnar sem
þar koma fram séu réttar.
Þýsk stjórnvöld fengu vitneskju
um losun taugagassins í lok síðasta
mánaðar er þýska sjónvarpið lét af
hendi austur-þýskt skjal um þessa
aðgerð. Max Kehden, starfsmaður
þýska samgönguráðuneytisins, seg-
ir að nú sé verið að kanna hvort
þetta skjal sé ekta og verði íslensk-
um og norskum stjórnvöldum skýrt
frá niðurstöðum þeirrar athugunar.
Skjalið er ekki efnismikið, að sögn
Kehdens, t.d. kemur ekki fram
hvaða skip losaði gashylkin.
Að sögn Kehdens kemur það
fram í skjalinu að gashylkin voru
steypt í sement áður en þeim var
sökkt og fór losunin fram í sam-
ræmi við austur-þýskar reglur um
eyðingu úrgangsefna. Athugasemd
þar að lútandi í skjalinu valdi því
að þýsk stjórnvöld telji ekki ástæðu
til að hafa miklar áhyggjur af gas-
hylkjunum. Ennfremur sé líklegt
að hvellhettan hafí verið fjarlægð
úr hylkjunum og því sé ekki um
virk vopn að ræða.
Kehden segir að samkvæmt
skjalinu hafi efnið tabun (cyanodi-
methylaminoethoxyphosphínoxíð)
verið í hylkjunum en það er ein af
þremur tegundum taugagass sem
Þjóðveijar framleiddu í seinni
heimsstyrjöldinni og er efnið mun
hættulegra en þau efnavopn sem
notuð voru í fyrri heimsstyijöldinni
eins og sinnepsgas. Ekki kom til
þess að Þjóðveijar beittu tabun í
seinna stríðinu.
Upplýsingamar í skjalinu koma
heim og saman við viðtal sem
norska fréttastofan NTB átti fyrir
nokkm við Gerhard Seifert, Austur-
Þjóðveija, sem segist hafa stjórnað
eyðingu efnavopna úr seinni heims-
styijöldinni. Seifert sagði að eiturg-
asinu hefði verið sökkt með mikilli
leynd til að Atlantshafsbandalagið
kæmist ekki að því að Austur-Þjóð-
veijar hefðu efnavopn úr seinni
heimsstyijöldinni.
Mike Tyson fundinn sekur um nauðgun:
Líklegast dæmdur í fangelsi
og hnefaleikaferillinn á enda
Indianapolis. Reuter.
MIKE Tyson, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum og sá yngsti fyrr
og síðar, var í gær fundinn sekur um nauðgun. Ætla lögfræðingar
hans að áfrýja sektardómnum í von uin að forða honum frá margra
ára fangelsi en flestir telja, að ferill hans sem hnefaleikari sé á
enda. Þegar niðurstaðan lá fyrir sagði saksóknarinn, að vonandi
yrði hún víti til varnaðar þeim bandarísku íþróttastjörnum, sem teldu
sig ekki þurfa að lúta neinum siðalögmálum í samskiptum sínum
við konur.
Viðurlögin við nauðgun geta ver-
ið allt að 60 ára fangelsi en fái
Tyson engu framgengt með áfrýj-
uninni er líklegt, að hann verði
dæmdur í sex til tíu ára fangelsis
þar sem um er að ræða fyrsta brot
af þessu tagi. Það tók kviðdóminn
rúmlega níu klukkustundir að kom-
ast að niðurstöðu en Tyson, sem
er 25 ára gamall en var aðeins tví-
tugur þegar hann varð heimsmeist-
ari, er fijáls ferða sinna gegn trygg-
ingu þar til um málið hefur verið
fjallað í áfrýjunarrétti.
Stúlkan, sem kærði Tyson, er 18
ára gömul og var stödd í Indiana-
polis í fyrrasumar til að taka þátt
í keppni um titilinn „Fegursta
BOSCH
Bor og
brotvélar
GBH
745 DE
Bor/brotvél 880 W. Borar í stein
allt að 45 mm. Stiglaus rofi.
Þyngd aðeins 7,5 kg.
UBH 12/50
Bor/brotvél 1100 W. Borar (
stein allt að 50 mm. Þyngd
12,5 kg.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Borgartún 24
Sími: 626080 Fax: 629980
Umboðsmenn um land allt
blökkustúlka í Bandaríkjunum“.
Segir hún, að Tyson hafí tælt sig
inn á hótelherbergi þar sem hann
hafi nauðgað sér. Saksóknarinn
sagði, að dómurinn væri áminning
og vonandi umhugsunarefni sumum
íþróttastjömunum.
Fyrir tveimur árum tapaði Tyson
heimsmeistaratitlinum í hendumar
á James „Buster" Douglas í Tókýó
í Japan og líklega fær hann ekki
framar tækifæri til að endurheimta
hann. Dæmdur nauðgari á hvorki
upp á pallborðið hjá þeim, sem oft-
ast standa fyrir hnefaleikakeppni,
t.d. sjónvarpsstöðvum og spilavít-
um, né öðrum hnefaleikurum.
Jafnvel áður en kviðdómendur
gengu í salinn til að skýra frá niður-
stöðunni virtist Tyson vita, að nú
væri fokið í flest skjól. Hann iðaði
allur og engdist þegar sektardómur-
inn var lesinn upp, var aðeins
skugginn af sjálfum sér, kappanum,
sem hafði borið ægishjálm yfir aðra
í þungavigtarflokknum í sex ár.
Mike Tyson
Hann var líkastur ofvöxnum strák.
„Mike Tyson var tímasprengja,
sem gat sprungið þá og þegar. Það
gerðist í Indianapoiis," sagði Bert
Sugar, ritstjóri hnefaleikatímarits-
ins Boxing Illustrated, og átti þá
við hvert hneykslið á fætur öðru
síðustu árin, þar á meðal nokkrar
kærur fyrir ósæmilega hegðun
gagnvart konum.
KflVffiálk