Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 rr £=Q bórga þérbcurxÞegar'eg i/ejt hvort mkr LÍktxr þ<xb-" Úr því maðurinn þinn á allt sem hugsast getur, því færð þú þér þá eitt- hvað handa sjálfri þér? Taktu það sem þér tilheyrir og farðu svo norður og nið- ur! BRÉF ITL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Enorð- stír deyr aldregi frá Tryggva V. Líndal: MER eru ofangreind orð úr Háva- málum hugstæð, nú þegar sumir jafnaldra minna eru farnir að skara fram úr öðrum, en foreldrakynslóð- in okkar farin að týna tölunni. Ofan- greinda tilvitnun þekkja víst flestir: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálf- ur hið sama, en orðstír deyr al- dregi, þeim er sér góðan getur.“ Eg er öldungis ósammála þessari speki, og er mér reyndar til efs að fornmenn hafi sjálfír lagt mikinn trúnað á hana. En { henni felst, að mati margra nútímamanna, að menn lifi á einhvern hátt áfram í verkum sínum, svo máli skipti, eftir dauða sinn. „Deyr sjálfr ...“ Fyrst vil ég víkja að lífí eftir dauðann. Ekki eru til nein háskóla- fræði sem viðurkenna siíka tilvist nema sem óskhyggju eða hugsjón. Hins vegar leggja þau flest áherslu á gildi slíkrar hugsjónar, af því hún hughreystir menn og hvetur til dáða í þessu lífi. Sálarfræðin mundi eflaust að auki segja að slík sann- færing væri heilsusamleg fyrir flesta. En öll fræði hljóta að vera vakandi fyrir því að ef dauðinn er eitt allsheijar tilveruleysi, þá sé ekki einu sinni hægt að gera sér hann í hugarlund, hvað þá að fræð- ast um hann. Hins vegar þýðir ekki að leggja árar í bát fyrir hinu óumflýjanlega, ef við viljum treina það litla líf sem við höfum. Því verðum við að temja okkur vissa tvíhyggju í hugsunar- hætti. Hvað mig sneitir, er ég menntaður í mannfræði, en það er sú fræðigrein sem er gagnrýnust á trúarbrögð. En þó geri ég mér far um að fara í kirkju reglulega, því ég vil öðlast sem mestan siðferðis- þroska og siðferðisstyrk, og ég sé að í kirkjunni er siðferðislegur kjarni okkar þjóðfélags. „Orðstír deyr aldregi“ Freistandi er að halda að menn lifi af verkum sínum. Nú skyldi maður halda að hvað sterkasta dæmið um slíkt væri um mann sem skrifaði sjálfsævisögu sína, sem væri svo lesin jafnt og þétt eftir dauða hans. Þar með varðveittust óneitanlega hvað flest persónuein- kenni hins látna. En fráleitt væri þó að halda að bókin hefði á ein- hvern hátt sjálfstætt líf, heldur er hún bara ófullkomin og yfirborðsleg eftirlíking viðkomandi, líkt og ljós- mynd. Og þó svo að sú minning taki sér bólfestu í huga lesanda, hefði hún ekki sjálfstætt líf. Né heldur gagnast hún þeim sem er dauður. Hvert er þá gagnið að öllum þeim styttum, pólitísku afrekum og öðr- um vegtyllum sem menn sækjast eftir? Jú, þangað geta menn sótt styrk í amstri hversdagsins. Og vissulega er nokkur friðþæging í því að búa í haginn fyrir eftirlifend- ur sína með verkum sínum. Þó svo að vitað mál sé að manni verði sama um það jafnskjótt og maður er sjálf- ur dauður. Menn þora sjaldan að hugsa lífið til enda með svo raunsæjum hætti, en það getur verið gott að gera það örðu hveiju. Annars geta menn sóað lífinu í óraunsæi. Eins og t.d. foreldri sem hugsar sem svo að það muni lifa að eilífu; ef ekki persónu- lega, þá í gegnum börnin sín. Eða þá að það lifi bara fyrir börnin sín og gleymi að lifa fyrir sig sjálft. En hver er sjálfum sér næstur, og verður því að vega og meta hvaða áhættu hann vill taka með sitt líf. TRYGGVI V. LÍNDAL, þjóðfélagsfræðingur, Skeggjagötu 3, Reykjavík. HÖGNI HREKKVlSI Víkveiji skrifar IMorgunblaðinu á laugardag birt- ist frétt þess efnis, að Flugleið- ir væru nú í hópi stundvísustu fiug- félaga. Er ástæða til að fagna þess- ari frétt, því að hún sýnir, að Flug- leiðir hafa náð miklum árangri í samræmi við markmið, sem félagið setti sér með stefnuyfiriýsingu sinni, sem er dagsett 4. október 1990. Þar segir, að félagið hafi eft- irfarandi forgangsröð að leiðarljósi í flugrekstrinum: Öryggi — stund- vísi — þjónustu. Víkverji hefur flogið töluvert með Flugieiðum til útlanda undanfarið. Er það skoðun hans, að þjónusta félagsins hafi breyst mjög til hins betra. í fyrsta lagi liefur flugvéla- kosturinn verið endurnýjaður og verðut' ekki annað sagt en ákaflega þægilegt sé að ferðast með nýju flugvélunum. I öðru lagi er viðmót- ið í garð farþega persónulegra en áður. Á dögunum varð Víkveiji.til dæmis var við það í fyrsta sinn, að flugstjóri veða flugmaður, sem ávarpaði farþega í upphafi ferðar kynnti alla áhöfnina með nafni. í þriðja og síðasta lagi skal þess get- ið, að í ekkert þeirra skipta, sem Víkveiji hefur verið á ferðinni, hef- ur verið um seinkun að ræða. Þvert á móti hefur það gerst oftar en einu sinni að vélar hafi verið á undan að hefur stundum hvarflað að Víkveija á þessum ferðalög- um, að engu sé líkara en Flugleiðir hafi breyst í nýtt félag, eftir að flug- vélakosturinn í utanlandsfluginu var endurnýjaður. Sú spurning vaknar, hvort hið sama eigi eftir að gerast í innanlandsfluginu, þeg- ar nýju vélarnar verða teknar í notkun þar. Innanlands er félagið mun háð- ara veðurguðunum en þegar flógið er til annarra landa. Á það ekki síst rætur að rekja til hinnar ströngu öryggiskrafna sem félagið gerir og þeirrar staðreyndar, að aðstaða á flugvöllum víða um land er næsta bágborin. xxx egar flogið er innanlands er oft erfitt að halda áætlun eins og þeir vita, sem nota mikið þjónustu Flugleiða þar. Viðmótið í garð far- þega er þó ekki síður gott á leiðum innanlands en utan. Fyrir nokkru var Víkveiji að fara með Flugleiðum frá Reykjavík til Akureyrar. Farþegar voru kallaðir út í vél og settust þar. Eftir að þeir höfðu komið sér fyrir var verið hlaða frakt í vélina. Tafðist brottför dálítið vegna þessa. Hafði félagi Víkveija orð á því við flugfreyjuna, að skynsamlegra hefði verið að hlaða vélina fyrst, áður en farþeg- arnir voru' kallaðir út í hana. Baðst flugfreyjan inniiega afsökunar á töfinni og einnig flugstjórinn, þegar iagt var af stað. Þegar vélin var komin á loft spurði flugfreyjan, hvort flugstjór- inn mætti ekki bjóða Víkveija og félaga hans kaffi til að bæta þeim upp óþægindin vegna tafarinnar og setunnar í vélinni á flugvellinum. Olli þessi vinsemd því, að í stað þess að biðin eftir fraktinni skyldi eftir leiðindi í huga Víkveija og vinar hans varð hún þeim til ánægju og Flugleiðum til álitsauka!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.