Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 félk í fréttum Cassidy á sér enn slangur aðdáenda sem flestir eru kvenkyns, rétt eins og í eina tíð ... POPP David Cassidy á þyrn- um stráðri heimleið Gamla popp- og barnastjarnan David Cassidy er nú 41 árs og gerir nú tilraun til að komast á blað á nýjan leik. Áralöng óregla varð til þess að þessi fyrrum stór- vinsæli og vellauðugi poppari fór hægt og bítandi í ræsið. Vinsældir hans minnkuðu stig af stigi og loks má heita að hann hafi verið týndur og tröllum gefínn. En það leyndist sem sagt með honum lífs- mark og hann er skriðinn úr hýð- inu. Ekki svo að skilja að leiðin sé greið. Að vísu fékk hann plötu- samning árið 1990 og nokkur laga hans náðu til gamallra og nýrra aðdáenda. Stórfelldar vinsældir láta hins vegar á sér standa, en Cassidy þrælar myrkranna á milli vegna þess að „þetta er það eina sem ég kann og get“, eins og hann orðar það sjálfur. Fyrir skömmu fór hann í hljóm- leikaför vítt og breitt um Banda- ríkin, en flestir staðirnir sem hann tróð upp á voru smáklúbbar, sum- ir þeirra heldur subbulegir. Hann slær á Jétta strengi og getur þess að það bæti sjálfstraustið að leika á smábúllum, það sé auðveldara að fá húsfylli áhorfenda. Hann kom fram í klúbbi, reykmettuðum og böðuðum bjórfnyk, þar sem aðeins um 50 til 60 manns gátu tyllt sér á stóla. Allt gekk svona bærilega og Cassidy var klappað lof í lófa. En eftir þá uppákomu ryfjaði hann upp til samanburðar er hann lék í Madison Square Garden snemma á áttunda ára- tugnum. „Það voru þúsundir manna samankomin og allt á suðu- punkti. Er hljómleikunum var lok- ið og utilokað að láta klappa sig enn fram á sviðið, trylltist liðið. Er öryggisverðir reyndu að koma mér af svæðinu velti mannhafið tveimur límósínum og rústaði sex til viðbótar. Á endanum var úlpu brugðið yfír höfuð mitt og mér var skellt ofan í skottið á gamallri Toyotu sem síðan var ekið eftir krókaleiðum burt! Þegar ég kom við í þessum ágæta smáklúbbi til að kanna hljómburðin og tæki hússins, varð ég að snapa far í bæinn með hótelstarfsmanni þar sem ég gisti og blaðamaður sem fylgdi mér geymdi leðurbuxurnar mínar í skjalatöskunni sinni. Já, það er langt póla á milli í þessum bransa,“ segir Cassidy, sem segist þrátt fyrir allt, sáttur við sitt hlut- skipti. „Ég er þó farinn að vinna fyrir mér á ný.“ SAMDRÁTTUR Cher á ferli með tvífara Leikkonan og rokksöngvar- inn Cher, sem komin er fast að fímmtugu, hefur sést talsvert að undanförnu í sam- vistum við nýjan karlmann, en hún hefur sjaldan stofnað til langvarandi sambandi við gagnstæða kynið. I hvert skipti sem hún sést með nýjum fer hin vestræna pressa sem gerir út á frægt fólk af stað og veltir vöngum yfir því hvort að nú sé loks hinn eini rétti fundinn. Sá nýi er 22 ára gamall dansari að nafni Aaron Cash. Sá hefur oftar en einu sinni dansað á myndböndum þeim sem gerð hafa verið við tónlist Cher. Eftir því hefur verið tekið hversu Cash þessi líkist Gregg Allen, fyrrverandi eiginmanni Cher á árum áður. Cher ásamt Aaron Cash. Mölnlycke Tissue Við seljum áfram TORK og EDET handþurrkupappír, salernispappír, sápu, og boxfyrir þessar vörur eins og við höfum gert síðustu 7 árin. Hafið samband við sölumenn okkar ÍSLEhlZKA VERZLUriARFÉLAGIÐ HF UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SKÚTUVOGI 12c - P.O. BOX 8016 124 REYKJAVÍK - SÍMI 687550 FAX 687540 Bergsteinn Jónsson færir Ásdísi Thoroddsen og Sólveigu Arnarsdótt- ur blóm við frumsýningu Ingulóar á laugardag. Sigríður Jóhannesdóttir formaður Norræna félagsins í Keflavík flyt- ur ávarp við opnun sýningarinnar. UÓSMYNDIR Norræn ljósmyndasýning í Keflavík Keflavík. Norræna félagið í keflavík gekkst fyrir Ijósmyndasýn- ingu í Risinu á Tjarnargötu 12, í Keflavík fyrstu helgina í febrúar þar sem sýndar voru myndir teknar af áhugaljósmyndurum í vinabæj- um Keflavíkur á Norðurlöndum. Að sögn Guðnýjar Gunnarsdóttur ritara Norræna félagsins var efnt til ljósmyndasamkeppninnar í tilefni af 150 ára afmælis ljósmyndunar. 8. febrúar gafst öllum áhugaljós- myndurum í vinabæjunum fimm tækifæri til að taka ókeypis myndir og var þátttakan framar öllum von- um. Á sýningunni í Keflavík voru liðlega 130 ljósmyndir sem skiptust nokkuð jafnt á milli vinabæjarkeðju Keflvíkur sem í eru Kerava í Finn- landi, Trollhaattan í Svíþjóð, Hjörr- ing í Danmörku og Kristiansand í Noregi. Keflavík er fjórði bærinn þar sem sýningin er sýnd og hefur hún vakið talsverða athygli. Við opnun sýningarinnar sagði Sigríður COSPER Morjjunblaðið/Björn Blöndal Anna Páiina Arnadóttir og Aðal- steinn Ásberg Signrðsson fluttu norræn sönglög við opnunarat- höfnina og fengu góðar undir- tektir gesta. Jóhannesdóttir formaður Norræna félagsins að áform væru uppi með að halda nýjan ljósmyndunardag og hefði 9. mars á næsta ári verið nefndur. - BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.