Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1992 Guðmunda Sigurð- ardóttir — Minning Fædd 30. mars 1916 Dáin 5. febrúar 1992 Ég ólst upp í kjallaranum hjá ömmu á Njálsgötu 17, til fimm ára aldurs. Frá 2ja ára aldri fór ég upp til hennar til þess að fá te á hveij- um morgni. Okkur ömmu var mjög kært til hvors annars og ég heim- sótti hana oft þegar ég var fluttur úr kjallaranum. Amma var alltaf iðin við að lesa sögumar úr bibl- íunni, og þann boðskap sem hún boðaði. Amma var sá klettur sem ég hélt að yrði ávallt til staðar og innan handar ef eitthvað bjátaði á, því hún var alltaf reiðubúin að hjálpa, ekki bara þeim sem voru henni nákomnir, heldur öllum þeim sem þurftu á hjálp að halda, hvort sem það var matur eða sálarfriður. Á mínum stutta lífsferli hef ég aldr- ei kynnst kærleiksríkari konu en ömmu, hún var ljós okkar allra. Það er erfítt að kveðja þá sem maður elskar mikið, en öll kveðjum við að lokum. Ég þakka fyrir að hafa átt samleið með svo stórkostlegri manneskju sem amma mín var. Nú kveð ég ömmu mína í hinsta sinn með erindi úr sálmi sem hún hélt mikið upp á og las oft fyrir mig, amma bað mig að lesa hann fyrir sig nokkru áður en hún kvaddi okk- ur. Ég hef augu mín til íjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar. Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína, Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilifu. Aron Pétur Karlsson. í dag er merkiskonan Guðmunda Guðrún Sigurðardóttir kvödd í hinsta sinn og útförin gerð frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík. Hrein og göfug lífssaga látins vinar mýkir tregann og mildar sorg. Guðmunda var fríð kona sýnum og bar fágaðan yndisþokka. Það var þó innri fegurð, sem geislaði frá henni, sem snart hvem þann er kynntist henni. Ung að árum gafst hún frelsara sínum Jesú Kristi, það- an í frá var hún trúr lærisveinn hans allt til enda og virkur meðlim- ur hvítasunnuhreyfíngarinnar. Fundum okkar hjóna og Guðmundu bar saman fyrir hart nær þrjátíu árum. Hún var einstaklega háttvís og aðlaðandi. Engum duldist henn- ar sterki persónuleiki. Með hógværð og biblíulegri þekkingu boðaði hún kristna trú. Fyrir elju og þraut- seigju sá hún marga gleðjast í nýju lífí. Fræin uxu og báru ávöxt. Jesú segir: „Verið í mér, þá verð ég í yður.“ Þau orð biblíunnar og ótal mörg önnur sönnuðust í lífi og starfi hennar, hún gekk um og gjörði gott, hún vitjaði sjúkra, utangarðs- manna, fanga og þeirra er bjuggu við hin verstu kjör. Hún velti björg- um úr götum aðþrengdra manna, lýsti upp veginn að krossi Krists. Heilög kona fyllt krafti og heilögum anda Drottins, sem hún þakkaði og lofaði allt fyrir. Með eiginmanni sínum Ólafí B. Þorsteinssyni eign- aðist hún átta börn og því ærinn starfí heima fyrir, en alltaf var stund aflögu fyrir bænir og aðstoð. Á hlýlegt heimili þeirra hjóna á Njálsgötu 17 kom fjöldi fólks á öll- um aldri til hennar í leit að lausn og hjálp. Með kærleika til allra bað hún, hughreysti og styrkti. Hversu margir fóru með þerruð tár og nýja von, veit Guð einn. Það þroskar og bætir hvern þann er kynnist mann- eskju á borð við Guðmundu. Við vonum og trúum, vinir og niðjar hennar líti vöxt og viðgang eilífs orðs er hún sáði í hjörtu svo margra. Nú er hún farin til þess ríkis, sem hún boðaði meðal sam- ferðamanna sinna. I dag fagnar hún og lofar frelsara sinn og konung, sem gaf henni lífíð hér og eilíft í sínu ríki. Við sendum ykkur á Njálsgötu 17 okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ýkkur. Guðrún og Guðbjartur. Guðmunda Sigurðardóttir, Njáls- götu 17, er látin. Það er ekki ætlun mín að rekja hér æviferil hennar, það munu sjálfsagt einhveijir aðrir gera. Vináttu hennar, kærleika og fyrirbæna hefí ég iengið að njóta um áratugi. Þegar slíkir kveðja er hryggð og tómleiki í hjartanu, en jafnframt er hægt að samgleðjast henni að hverfa frá þrautunum og fara heim til Drottins. Fyrirheitin í orði Guðs koma upp í hugann og veita huggun: Jesús sagði: Sá sem lifír og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja. — Ég lifi og þér munuð lifa. Páll sagði: Lífíð er mér Kristur og dauðinn ávinningur. — Já, vissulega lifír hún. — Hugurinn reikar áratugi aftur í tímann þegar við vorum með börnin okkar lítil. Ennþá á ég á segul- bandi raddirnar þeirra frá þeim tíma, þar sem þau hittust í afmælis- boði. Árin líða, bömin stækka, barnabörnin fæðast. Það var okkur báðum gleðiefni að 4 af barnaböm- unum mínum vom barnabömin hennar. Ógleymanlegar vom ferð- imar á kristilegu mótin úti á landi. Við vomm oft tvær saman í bílnum og þá var hægt að ræða vandamál- in, biðja og fela þau Drottni, og sameiginlega glöddumst við yfír því sem gekk að óskum. Eitt sinn er við vomm á slíku ferðalagi sagði hún mér frá undursamlegri reynslu er hún fékk að upplifa. Ekki mun ég útskýra það frekar hér, en ég hefí þá sannfæringu að þessi reynsla hennar í samfélaginu við Drottin hafi breytt öllu.hennar lífi og gefíð henni þann heilaga kær- leika, sem geislaði frá henni til allra sem hún umgekkst og ekki hvað síst þeirra sem á einhvern hátt höfðu brotið sitt skip. Síðasta ferðin okkar saman var gerð um verslunarmannahelgina í ágúst sl. er við renndum austur í Kirkjulækjarkot á kvöldsamkomu á hinu árlega „Kotsmóti". Þar hittr hún marga kæra vini. Einhvern tíma sagði hún: „Æ, ég er svo lengi að kveðja fólk, ég veit ekki af fyrr en ég er farin að biðja fyrir því.“ Ég trúi því að Drottinn minnist slíkrar konu. Síðustu mánuðirnir vom erfíðir, bæði henni og ástvinum hennar. Hún kvartaði þó aldrei, var innilega þakklát þeim sem önnuðust hana. Maðurinn hennar, Ólafur Þorsteinsson, vitjaði hennar dag- lega og sat við sjúkrabeðinn. Börn- in hennar öll, fjölskyldur þeirra, vinir og trúsystkini heimsóttu hana. Öllum gat húr. miðlað kærleika og trú. Slíkra er gott að minnast. Ég kveð hana með hjartans þakklæti. Óli minn, Mary, Siggi, Ibby, Stína, Ester Anna, Unnur og Hanna. Ég votta ykkur og fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð og bið ykkur öllum blessunar Drottins. J.K. Miðvikudaginn 5. febrúar sl. lést á Borgarspítalanum ástsæl tengda- móðir mín (móðir), Guðmunda Sig- urðardóttir. Það sem gerði tengda- móður mína (móður) sérstaka í mínum huga var fyrst og fremst trúin sem alla tíð ríkti í hjarta henn- ar og sem geislaði af henni alla tíð. Þegar ég var kynntur fyrir Guð- mundu, þ.e. þegar ég steig í fyrsta sinn fæti mínum inn á Njálsgötu 17, sagði hún strax eftir þau kynni við dóttur sína, sem nú er konan mín: „Þetta er drengurinn minn.“ Næmleiki hennar á fólk og góð- mennska hennar í garð annarra er minna máttu sín í okkar velferðar- þjóðfélagi var ávallt í fyrirrúmi í Fæddur 28. júní 1907 Dáinn 5. febrúar 1992 Afí er dáinn. Fyrir okkur bræð- urna þá var Páll Melsteð Ólafsson, annað og meira en afi. Við bjuggum hjá honum og ömmu, Sigríði Ölafs- dóttur, ásamt móður okkar, Huldu Guðmundsdóttur, öll okkar æskuár í Birkilund v/Vatnsveituveg. Við ólumst því upp hjá afa. Hann var maðurinn sem við héldum í höndina á fyrstu sporin og litum upp til eft- ir því sem við eltumst. Hann hugg- aði okkur þegar eitthvað bjátaði á hennar hjarta. Alltaf var hún reiðu- búin að fórna sér fyrir aðra þegar einhver þurfti á hjálp að halda, hvort heldur það var í formi matar eða peninga. Ég varð oft vitni að því á góðviðrisdögum á Njálsgöt- unni að útigarðsmenn sátu á tröpp- unum hjá tengdamóður minni og mötuðust af velgjörðum hennar, sem ekki bara sinnti á þennan hátt samfélagi sínu, því einnig var sím- inn stöðugt rauðglóandi, má segja allan sólarhringinn, og rödd styrk- leikans í trúnni á Jesú Krist var til reiðu handa þeim sálum sem þurftu huggunar með. Mér er ávallt minn- isstætt að bænir þær sem hún bað voru ekki bara fyrir okkur sem tengdust henni, heldur voru þær miklu víðfeðmari og náðu til ein- staklinga sem hún þekkti ekki en fékk samt neyð fyrir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi í æsku minni að eiga ömmu en mikið öfundaði ég þá sem nutu þess. Gjöf minna barna var að eiga ömmu framan af og öll nutu þau ömmu sinnar og þvílík amma! Mik- ið er ég þakklátur tengdamóður minni (og móður) fyrir allar stund- irnar sem hún gaf börnunum mín- um og þá trú sem hún skildi eftir í hjarta þeirra — trú sem stendur eftir sem klettur í þeirra lífi. Guðmunda dó á hádegi síðastlið- inn miðvikudag, nánar tiltekið á slaginu tólf. Það er táknrænt. Læri- sveinarnir voru 12, talan 12 er tala og var alltaf til staðar þegar við þörfnuðumst hans. Hann var afi. Afí kenndi okkur strákunum margt. Hann kenndi okkur að sitja hest, hann smíðaði hluti handa okk- ur, hann sagði okkur sögur, hann kenndi okkur að tefla, hann las fyrir okkur, hann kenndi okkur að veiða, hann fór með okkur í göngu- túra og sýndi okkur náttúruna og hvað í henni bjó. Hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa okkur í öllum okkar uppátækjum og leikjum. Hann gaf okkur mikið en fyrst og fremst gaf hann okkur minningar sem við getum tekið fram í dag og glaðst yfir að eiga. Allt það sem við erum í dag, mótaðist að einhveiju leyti á þess- um árum. Það að afi skyidi eiga svona stóran hlut af okkar æsku er okkur bræðrunum óendanlega mikilvægt. Hann var með til að mynda þann grunn sem við byggj- um á í dag sem fullorðnir menn. Það er erfitt að skilja að hann sé farinn frá okkur, hann afí. Við munum sakna hans sárt. Páll Melsteð Ríkharðsson, Þór Melsteð Steindórsson. Það hefur orðið kuldalegra í sál- arlífinu við fráfall Páls Melsteðs Ólafssonar múrarameistara. Hann var einn þeirra sem reyndist mörg- um skjól í hretviðrum lífsins. For- eldrar hans voru Ólafur Jens Sig- urðsson sjómaður og bóndi og Ingi- björg Sveinbjörnsdóttir. Páll var innfæddur Reykvíkingur og vann alla almenna vinnu sem til féll uns hann hóf nám í múriðn hjá Kornelíusi Sigmundssyni og lauk sveinsprófi 1935. Páll var tvíkvænt- ur, fyrri kona var Ólöf Einarsdótt- stjórnunar og þennan dag átti eftir- lifandi eiginmaður hennar, tengda- faðir minn, 77 ára afmæli. Talan 7 er heilög tala (hún dó 5.2. en sam- talan af þvi er einnig 7.) Maður hefur á tilfinningunni að Guð sé með þessari tímasetningu að undir- strika hversu dýrmæt hún var og sérstök, — heilagur lærisveinn. Hér að ofan hef ég sett innan sviga orðið móðir og er mér það ljúft, því hún hafði frá upphafi ávallt viðhaft þau orð við mig að ég væri meiri sonur en tengdasonur og skila ég því hér með um hæl til minnar ástkæru tengdamóður (móður) því það var gagnkvæmt, hún var mér meiri móðir en tengda- móðir. Guðmunda Sigurðardóttir er ekki lengur á meðal okkar en hún gaf okkur birtuna og sú birta verður aldrei tekin úr huga okkar. Blessuð sé minning hennar. Karl J. Steingrímsson. Ejskuleg tengdamóðir mín, Guð- mun3á Sigurðardóttir, er látin. Undanfama mánuði háði hún harða baráttu við óvæginn og illskæðan sjúkdóm og naut þar frábærrar umönnunar starfsfólks deildar 4-B á Borgarsjúkrahúsinu. Síðastliðinn miðvikudag, á hádegi, lauk síðan þeirri 'ójöfnu baráttu og Guðmunda fór til fundar við Drottin sinn og frelsara, sem hún ákvað 33ja ára gömul að fylgja til dauðadags. Þeir sem þekktu Guðmundu vita að þar fór einstök manneskja. Hún var kærleiksrík, ósérhlífin, gjaf- mild, hógvær, lítillát, og umfram allt sönn. Ég minnist þess að alltaf þegar ég laut yfír hana og kvaddi eða heilsaði, þá hélt hún mér svo lengi og faðmaði að mig var farið að verkja í bakið og gerði ég stund- um góðlátlegt grín að þessu við einn svila minn, sem hafði svipaða sögu að segja. En þegar ég síðan laut yfir hana á dánarbeði hennar, þá saknaði ég svo sárt þessara faðmlaga og kærleikáns sem þeim fylgdi. Þetta var í fyrsta sinn sem ég laut yfir hana og hún lyfti ekki örmum sínum móti mér og ég fann til gífurlegs söknuðar. Þessi sökn- uður er enn til staðar og ég veit ir, þau skildu. Þeim varð þriggja barna auðið, sem voru Auður og Pétur sem eru látin og Helga Páls- dóttir sem er erlendis. Seinni kona hans var Sigríður Ólafsdóttir og gekk Páll börnum hennar, Huldu og Svavari, í föðurstað og reyndist þeim afar vel. Páll var skapstór og ekki allra, en vinir hans vissu að þarna fór góður drengur og traust- ur. Páll var söngmaður góður og söng í kvartett múrarafélagsins hér áður fyrr. Því miður visnaði áhugi hans á félagsmálum fljótlega vegna ýmissa atvika og hann sneri sér að hestamennsku í tómstundum með- an heilsan leyfði. Síðustu árin var hann hjá fósturdóttur sinni, Huldu, og Erni manni hennar, þar til hann þurfti á meiri hjálp að halda vegna veikinda sinna og dó á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar í Reykjavík. Hvil í friði. Svavar Guðni Svavarsson. PULLMASTER - rökréttur kostur MASTER ♦ VÖKVAVINDUR PULLMASTER eru afkastamiklar vökvavindur meö jöfnum vinduhraða í báöar áttir. Knúnar vökvadrifnum gírmótor. Sjálfvirkar diskabremsur og öryggisbremsa. Innbyggö vökvakæling gegn ofhitun viö mikiö álag. Allir snúningsfletir aflokaðir og vinna í olíubaði. Kúlu- og keflalegur á öllum snúningsflötum tryggja langa og áfallalausa notkun meö lágmarks bilanatíðni. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Minning: Páll M. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.