Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 7 Stálu skotvopnum og földu þau í Öskjuhlíð ÞRÍR menn á þrítugsaldri voru í haldi í gær og yfirheyrðir hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna innbrots í verslunina Veiði- húsið við Nóatún í fyrrinótt. Þýf- ið, haglabyssur og riffill, hafði þá fundist. Grunur leikur á að vopnin hafi ekki verið í læstum hirslum, eins og reglur kveða á um og skot voru í ólæstum skáp í versluninni. Lögreglunni í Reykjavík barst til- kynning kl. 3.46 um nóttina um að verið væri að brjótast inn í Veiðihús- ið. Þegar lögreglan kom á vettvang var útihurðin brotin, en engan þjóf að fmna. Vitni hafði séð til bifreiðar við húsið og samkvæmt þeirri lýs- ingu stöðvaði lögreglan akstur bif- reiðar um Flugvallarveg síðar um nóttina. Ökumaður og tveir farþegar hans voru undrandi á ónæðinu, enda sögðust þeir bara hafa ekið um borg- ina um nóttina. Með í þeirri för var kúbein, sem fannst í bílnum. Mennirnir þrír voru færðir á lög- reglustöðina og þar viðurkenndi einn þeirra að þeir hefðu brotist inn í Veiðihúsið og falið þýfið í Öskjuhlíð- inni. Hann vísaði lögreglunni síðan á fimm haglabyssur og einn riffil. Mennirnir þrír voru enn í haldi í gær og í yfirheyrslum hjá Rannsókn- arlögi-eglu ríkisins, sem hafði þá tekið við rannsókn málsins. Lögreglan ætlar á næstu dögum að kanna hvernig geymslu skot- vopna og skotfæra er háttað í versl- unum. Samkvæmt reglugerð á að geyma þessa hluti í aðskildum, læst- um hirslum. Svo var a.m.k. ekki háttað með skotin í Veiðihúsinu, því þau voru í ólæstum skáp undir skot- vopnunum. Þjófarnir tóku hins vegar engin skot með sér. Morgunblaðið/Gunnar Gert við Framnes ÍS Togarinn Framnes ÍS frá Þingeyri kom til hafnar 20. janúar síðastliðinn með brotna togvindu. Báðir öxlar togvindunnar, ásamt drifhulsu í gír- kassa, voru brotnir. Varahlutir frá framleiðendum í Belgíu komu síðan til Þingeyrar 3. febrúar. Viðgerð vindunnar annaðist viðgerðarþjónusta Kaupfélags Dýrfirðinga og var viðgerð lokið tveim dögum síðar. Togar- inn hélt síðan til veiða 7. þessa mánaðar. Fundur um málefni HÍ í Háskólabíói í KJÖLFAR niðurskurðar á fjár- veitingum til HI, breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna og álagningu skólagjalda verður haldinn fundur í Háskólabíói fimmtudaginn 13. febrúar kl. 12.15-14.00. Framsögumenn verða Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Svavar Gestsson þingmaður, Al- þýðubandalagi, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Alþýðuflokki, Steingrímur Her- mannsson þingmaður, Framsóknar- flokki, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingmaður, Kvennalista og Pétur Þorsteinn Óskarsson sem tala fyrir hönd námsmanna. Að fundinum stendur Samstarfs- nefnd námsmannahreyfinganna, BÍSN (Bandalag íslenskra sérskóla- nema), SHÍ (Stúdentaráð Háskóla íslands) og SÍNE (Samband ís- lenskra námsmanna erlendis). -----» » ♦---- Belgískur togari land- aði í Eyjum Vestmannaeyjum. BELGÍSKI togarinn Belgian Sailor kom til hafnar í Eyjum síðastliðinn föstudag. Togarinn hafði fengið í skrúfuna og skrúfublað bognað. Togarinn hafði verið að veiðum við Island í fjóra daga er óhappið varð og var kominn með um sex tonna afla. Togarinn var tekinn upp til við- gerðar í Skipalyftunni í Eyjum en áður var fengið sérstakt leyfi til að landa aflanum. Reyndist uppistaða aflans vera smá lýsa. Eyjamönnum þótti löndunartækni Belganna fremur frumstæð, miðað við það sem tíðkast í dag, því allan aflann hífðu þeir úr lestinni í körfum. Viðgerð á Belgian Sailor lauk á þriðjudag og hélt hann þá til veiða á ný. _ Grímur ----♦--------- Gæsluvarð- haklsúrskurð- ur staðfestur HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Sakadóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni, sem er í haldi vegna brunans í Klúbbnum við Borgartún. Maðurinn hafði setið í gæslu- varðhaldi i viku þegar sakadómur framlengdi það til næstkomandi fostudags. Hann kærði þann úr- skurð til Hæstaréttar, sem staðfesti úrskurðinn í gær. Nœsta máll Kosning gjaldkera húsfélagsins Húsfélagaþjónusta íslandsbanka býðst til að annast innheimtu-, greiðslu- og bókhaldsþjónustu fyrir húsfélög. HÚSFÉLAGA þjonusta Gjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei þótt eftirsóknarvert, enda bœöi tímafrekt og oft van- þakklátt. Húsfélagaþjónustan auöveldar rekstur og tryggir öruggari fjárreiöur húsfélaga meö nákvœmri yfirsýn yfir greiöslustööu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrir- komulag er því íbúum fjölbýlishúsa til hagsbóta. Þrír þcettir Húsfélagaþjónustu ..----- Innheimtuþjónusta: Bankinn annast mánaöarlega tölvuútskrift gíróseöils á hvern greiö anda húsgjalds. Á gíróseölinum eru þau gjöld sundurliöuö sem greiöa ' þarf til húsfélagsins. Z.\ !s tX\ Oj ’fí I h" \0 '■'Jr vrvarS' GreiösluÞlonusta: \a S/ Öll þau gjöld sem húsfélagiö þarf aö greiöa, t.d. fyrir rafmagn og • ,_4j/hita, fœrir bankinn af viöskiptareikningi og sendir til viökomandi á •CjV5Lu \ umsömdum tíma. Bókhaldsþjónusta: í lok hvers mánaöar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa greitt og íhvaö peningarnir hafa fariö. í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greiöslur íbúa á árinu og skuldir þeirra í lok árs. Allar nánari upplýsingar um Húsfélagaþjón- ustu bankans og kynningartilboöiö sem stendur húsfélögum til boöa til 16. mars fást hjá þjónustufulltrúum í neöan- ÍSLANDSBANKI greindum afgreiöslustööum bankans. _ {takt við nýja tíma! Bankastrœti 5, sími 27200. Lcekjargata 12, sími 691800. Lpugavegur 172, sími 626962. Alfheimar 74, sími 814300. Grensásvegur 13, sími 814466. Háaleitisbraut 58, sími 812755. Eftirtaldir afgreibslustabir Islandsbanka veita Húsfélagaþjónustu: Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfirbi, sími 54400. Strandgata 1, Hafngrfiröi, sími 50980. Hörgatún 2, Garbabœ, simi 46800. Hamraborg 14a, Kópavogi, sími 42300. " Isbce, sírni t Stórhöfbi 17, vib Gullinbrú, sími 675800. Lóuhólar 2-6, sími 79777. Kringlan 7, sími 608000. Þarabakki 3, sími 74600. Dalbraut 3, sími 685488. Eibistorg 17, Seltj., sími 629966. Hafnargata 60, Keflavík, sími 92-15555. Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-13255. Hrísalundur la, Akureyri, sími 96-21200. Abaigata 34, Siglufirbi, sími 96-71305. Þverholt 6, Mosfellsb i 666080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.