Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1992 15 að hann á eftir að vera það lengi enn. Ég er þakklátur fyrir yndislegar minningar um tengdamóður mína. Ég þekkti hana í 15 ár og á þeim tíma sá ég hana aldrei missa stjórn á skapi sínu, heyrði hana aldrei tala illa um fólk, en varð stöðugt vitni að gæsku hennar, gjafmildi og falslausum kærleika. Þegar Guðmunda vissi hvert stefndi var hún alltaf að tala um að hana langaði svo að segja barna- börnunum frá Drottni sínum, hana langaði svo innilega að gera eitt- hvað fyrir barnabörnin sín. Þannig er henni vel lýst. Hún vildi sífellt gleðja aðra. Heimili hennar var griðastaður þeirra sem höfðu orðið undir í lífinu og var engum vísað frá sem til hennar leitaði og ófáir voru þeir sem gerðu Guðmundu að trúnaðarmanni sínum. Ég bið góðan Guð að hugga þá sem sitja í sárum við fráfall Guð- mundu, konu mína, Hönnu Ólafs- dóttur, sem elskaði móður sína eins heitt og hægt er að elska með mannlegum kærleika, systur henn- ar og bróður og föður, Ölaf B. Þor- steinsson, sem sér á eftir yndislegri eiginkonu og vini. Einnig vil ég þakka starfsfólki Borgarspítalans, deild 4-B, frábært starf. Starfsfólk- ið þar er einstakt og þótti Guð- mundu afar vænt um það. Guðmunda Sigurðardóttir er að sönnu horfin úr þessum heimi en minningin um hana mun aldrei deyja í hjörtum þeirra sem henni unnu. Og hvað viðvíkur mínu hjarta og konu minnar, þá skipar hún þar rúm að eilífu. Matthías Ægisson. Tilverunni hefur verið líkt við ferðalag og okkur mönnum sem gestum á hóteli jarðarinnar. Ekki getum við pantað og ráðið hversu lengi við viljum dvelja á þessu hót- eli því eitthvert óskiljanlegt afl virð- ist sterkara öllu öðru og kalla gest- ina til sín þegar því sýnist svo. í dag sitjum við hótelgestir jarðarinn- ar hnípnir því eitt sætið er autt. Sætið hans Bigga. Ferðalagi hans lauk alltof fljótt. Það er vont að sitja eftir og skilja ekki tilganginn. Það kemur enginn til með að setjast í sætið hans, það verður autt um ókomna framtíð. En von- andi getum við þegar mesti sárs- aukinn hefur dvínað ögn, horft á sætið hans og rifjað upp það skemmtilega og góða sem hann skildi eftir með því einu að hafa verið til. Hann var nemandi minn í grunn- skóla og við vorum bæði Framarar og hittumst því á þeim vettvangi líka. Mér er efst í huga hið þægi- lega viðmót sem þessi fallegi dreng- ur með strákslega blikið í augum sýndi öllum og veit að það bar vitni þeirri væntumþykju og hlýju sem hann bjó við. Ég bið algóðan guð að halda verndarhendi sinni yfir öllum þeim sem eiga um sárt að binda og kveð Bigga minn að sinni. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Okkur systkinin langar að minn- ast elskulegrar ömmu okkar og þakka allan hennar hlýhug og hjartagæsku. Hún lést í Borgar- spítalanum 5. febrúar sl. eftir erfiða sjúkdómslegu. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í litla húsið á Njálsgötunni. Amma var alltaf heima þegar okkur bar að garði og aldrei fórum við svöng frá henni. Við ömmu var hægt að spjalla um alla hluti. Amma var mikið trú- uð kona og talaði oft um trúna við okkur systkinin, og hefur- það reynst okkur gott veganesti í lífinu. Þegar við vorum lítil börn var amma alltaf boðin og búin að passa okkur systkinin, þá söng hún og sagði okkur sögur. Þessum stundum gleymum við seint. Selma Rut systir sem dvelur í Bandaríkjuhum biður Guð að blessa og styrkja afa í sorgum hans. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við elsku ömmu og biðjum Guð að geyma. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Við vottum afa og langafa okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja hann og blessa. Selma Rut, Olafur Björn, Victor, Hulda, Ingvi Hrafn og Gunnar Ægir Ég hef augu mín til Ijallanna Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jaiðar Hann mun eigi láta fót þinn skriðna Vörður þinn blundar ekki Nei, hann biundar ekki og sefur ekki Hann, vörður ísraels Drottinn er vörður þinn Drottinn er skuggi þinn, þér til hægri handar Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein né heldur tunglið um nætur Drottinn mun vernda þig frá öllu illu, hann mun vernda sál þína; Drottinn mun varðveita útgang þinn og inngang Héðan í frá og að eilífu. (121. Davíðssálmur.) QR Nú er hún amma litla ekki leng- ur hjá hópnum sínum. Ég átti marg- ar góðar og dýrmætar stundir með henni. Það var gaman að sitja með henni og drekka te og spjalla um heima og geima. Og það var ekki auðvelt að kveðja hana þegar hún var enn á meðal okkar. Svo það liggur beint við að það er mikill söknuður í hjarta mínu á þessari stundu. En við megum ekki vera eigingjörn því við vitum fyrir víst að henni líður vel í faðmi Drottins. Thelma Björk Sigurðardóttir. Mamma var einstök, og langar mig til að minnast hennar í nokkr- um orðum. Mamma var mér mikils virði og á ég yndislegar minningar um hana. Hún var ekki aðeins móðir mín, hún var líka mikil vinkona og trúsystir og áttum við margt sameiginlegt. Það var svo gott að vera nálægt mömmu sem gaf svo mikið af sér. Alltaf gat hún fundið hvernig manni leið svo næm var hún á mannlegar tilfinningar. Mamma hafði alltaf haft trú á Drottin Jesúm Krist frá barnsaldri og sagði hún mér hvað Guð snerti við henni þegar hún gaf sitt ferm- ingarheit. En þegar hún var 33 ára gömul tók hún á móti Jesú sem frelsara sínum. Hún fylgdi honum síðan með trúfesti alla sína ævi. Drottinn gaf henni margar náðargjafir sem hún notaði fyrir hann. Ég er svo þakk- lát fyrir hana mömmu, hún skamm- ast sín aldrei fyrir það að viður- kenna að Jesús Kristur var henni allt í þessu lífi, og hlakkaði hún til þess dags þegar hún fengi að fara til hans. Hún sagði; „Þó svo að ég kveljist í smá tíma þá á ég þessa fullvissu og von um eilíft líf hjá Drottni, þar verður engin kvöl.“ Hún sagði við mig að í öllum sínum veikindum fyndi hún að Drottinn væri svo sannarlega til og fyndi hún fyrir nálægð hans. Það er svo mikil hugg- un að vita að mömmu líður vel og hún er nú komin heim til Drottins, en ég veit að ég á oft eftir að sakna hennar. Ég man þær stundir er við sátum saman eftir kristilegar samkomur þegar ég, mamma og vinkonur mín- ar drukkum te og töluðum saman, um hvað Guð væri að gera í lífi okkar og annarra. Ég minnist líka þeirra stunda þegar við fórum á ýmsa staði til að halda samkomur og var henni umhugað um þá minnstu í þjóðfé- laginu, þá sem aðrir leiða hjá sér, þeir nutu kærleika hennar með fyr- irbænum. Hennar bænabók var full af nöfnum. Guð var góður að gefa mér slíka móður sem veitti mér ást og öryggi, og er það gott vega- nesti út í lífið. Ég man þegar ég fluttist til Vestmannaeyja hvað ég saknaði þess að geta ekki komið í te til mömmu þegar mig langaði til, og njóta samveru hennar. í stað þess styrktum við Póst og síma, því tíminn flaug þegar við vorum komn- ar í hrókasamræður, enda áttum við svo margt sameiginlegt. Nú er mamma komin heim til Drottins og sé ég hana ekki framar í þessu lífi, en ég á þá fullvissu að sjá hana heima hjá Drottni okkar og frelsara Jesúm Kristi, og það huggar mig. Ég bið Drottin að hugga þig og blessa, elsku pabbi, á þessari saknaðar- og sorgar- stundu. Ég fékk huggunarorð úr Bibl- íunni og voru þau jafnframt uppá- haldsorðin hennar mömmu, og eru þau í Efesusbréfinu 2:13, 2:19. Þau eru: „Nú þar á móti eruð þér, sem eitt sinn voruð fjarlægir, orðnir nálægir í Kristi, fyrir blóð hans.“ Og 19: „Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar heldur eruð þér samþegar hinna heilögu og heimamenn Guðs.“ Að lokum vil ég þakka öldrunardeild Borgar- spítalans, B4, fyrir allt sem gert var fyrir mömmu. Hún elskaði ykk- ur mjög mikið fyrir þann kærleika og umhyggju sem þið sýnduð henni. Mömmu þakka ég fyrir allt sem hún var mér. Unnur Olafsdóttir. Fleivi minningargreinar um Guðmundu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.