Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992
4
*
ATVINNII/A UGL YSINGAR
„Au pair“
Svissnesk fjölskylda í grennd við Ziírich óskar
eftir áreiðanlegum starfskrafti í ca 1 ár
frá 1. júní.
Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild
Mbl. fyrir 20. febrúar merktar:
„Sviss - 12942".
Filmuskeytingar-
maður
Óskum að ráða filmuskeytingarmann sem fyrst.
Prentbær,
sími 54466.
Líftryggingasala á
kvöldin og um helgar
Líftryggingafélag íslands hf. óskar eftir fólki til
að selja líftryggingar á kvöldin og um helgar.
Leitað er eftir aðilum með góða, almenna
menntun og/eða reynslu í sjálfstæðu sölu-
starfi. Góð sölulaun í boði sem tengjast árangri.
Umsóknir, er greini m.a. aldur, menntun og
starfsferil, póstleggist til Líftryggingafélags
íslands hf., Ármúla 3, pósthólf 8400, 128
Reykjavík, eigi síðar en 14. febrúar nk.
LÍ FTRYGGINGAFÉLAC
ÍSLAIMDS HF
PÓSTHÓLF 8400, 128 REYKJAVÍK. ÁRMULA 3. SÍMI: 605060
Innheimtufólk
vantar á eftirtöldum stöðum:
250 Garður, 310 Borgarnes, 340 Stykkis-
hólmur, 360 Hellissandur, 400 ísafjörður,
410 Hnífsdalur, 450 Patreksfjörður, 550
Sauðárkrókur, 660 Reykjahlíð, 700 Egilsstað-
ir, 710 Seyðisfjörður, 730 Reyðarfjörður, 740
Neskaupstaður, 820 Eyrarbakki.
Barnabtaðið Æskan,
sími 17336.
Rafvirki
Óskum að ráða rafvirkja til starfa hjá mat-
vælafyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur.
Starfssvið: Stjórnun, eftirlit og framkvæmd
almenns viðhalds í verksmiðju fyrirtækisins.
Við leitum að rafvirkja með B-löggildingu.
Stafið er laust strax eða eftir nánari sam-
komulagi.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar:
„Rafvirki B-löggilding“ fyrir 15. febrúar nk.
Haevangur hf
T raktorsgröfumaður
Hagvirki-Klettur hf. óskar eftir að ráða nú
þegar vanan mann af höfuðborgarsvæðinu
á traktorsgröfu.
Upplýsingar gefur Magnús Ingjaldsson
í síma 53999.
5 i HAGVIRKI
O KLETTUR
LYFJAVERSLUN RÍKISINS
Starf
á rannsóknastofu
Lyfjaverslun ríkisins óskar eftir meinatækni
eða aðila með nauðsynlega þekkingu til
starfa á rannsóknastofu okkar. Um er að
ræða heilsdagsstarf til afleysinga í eitt ár.
Sóst er eftir aðila með starfsreynslu sem
getur hafið störf fljótlega.
Upplýsingar um starfið veitir Svandís á rann-
sóknastofu.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu Lyfja-
verslunar ríkisins, Borgartúni 6, Reykjavík,
fyrir 20. febrúar nk. Með allar umsóknir verð-
ur farið sem trúnaðarmál.
Lyfjaverslun ríkisins.
FUNDIR — MANNFA GNAÐUR
TILKYNNINGAR
ATVINNUHÚSNÆÐI
Bakkfirðingamót
Þorrablót verður haldið í Brautarholti 26
föstudaginn 14. febrúar kl. 20.00. Tilkynnið
þátttöku í símum 76960, 675667 og 51491.
Undirbúningsnefnd.
Póllandssöfnunin
Þar sem óhjákvæmilega verða breytingar á
fatasendingum Ingþórs Sigurbjörnssonar til
Póllands eru þeir, sem lagt hafa þessu máli
lið, beðnir að koma á fund, sem haldinn verð-
ur í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5, 2. hæð,
nk. fimmtudag 13. febrúar kl. 17.00.
Stórstúka Islands.
Aðalfundur Flugfreyjufélags íslands verður
haldinn í dag, miðvikudaginn 12. febrúar,
kl. 19.30 í Hvammi á Holiday Inn hótelinu.
Dagskrá aðalfundar:
1. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.
2. Flutt skýrsla fráfarandi stjórnar.
3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir
fram til afgreiðslu.
4. Lagabreytingar, ef fyrir liggja, lagðar fram
til afgreiðslu.
5. Kosníng stjórnar, varastjórnar og trúnað-
armannaráðs.
6. Kosning trúnaðarmanna á vinnustað.
7. Kosning tveggja endurskoðenda og eins
til vara.
8. Önnur mál.
Bornar verða fram veitingar. Stjórnin.
TRYGGINGASTOFNUN
<3? RÍKISINS
Endurgreiðsla
vegna tannréttinga
Þeir, sem hófu tannréttingar á tímabilinu
1. nóvember 1989 til ársloka 1991, eða frest-
uðu meðferð á þessum tíma að ráði Trygg-
ingastofnunar ríkisins, eiga rétt til endur-
greiðslu frá Tryggingastofnun til ársloka
1993, í samræmi við ákvæði reglugerðar
nr. 63/1991 (þar sem tannréttingum er skipt
í þrjá endurgreiðsluflokka).
Þeir, sem telja sig eiga rétt til þessarar end-
urgreiðslu, snúi sér til viðkomandi tannlækn-
is og gangi frá umsókn á þar til gerðum
eyðublöðum.
Umsóknir berist Tryggingastofnun ríkisins
fyrir 15. mars nk. Að öðrum kosti fellur
rétturinn niður.
Vegna tannréttingameðferðar, sem hófst
fyrir 1. nóvember 1989, gilda áfram óbreytt-
ar reglur um endurgreiðslu Tryggingastofn-
unar ríkisins á hlut kostnaðar.
Tryggingastofnun ríkisins.
BÁTAR-SKIP
Báturtil sölu
20 tonna stálbátur, smíðaár 1979, lengd
16 m. Aðalvél Caterpillar 1987, 402 ha.
Vel útbúinn á snurvoð, línu og troll.
Upplýsingar í símum 97-51460 og 97-51409.
Réttingaverkstæði
- verkstæðispláss
Óska eftir verkstæði eða verkstæðispiássi,
ca. 120 fm, í austurbæ Kópavogs eða Ártúns-
höfða.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl.
merkt: „V - 12246".
TIL SÖLU
Starfsmannafélög
- félagasamtök
Til sölu gott einbýlishús í Víðidal, V-Hún.
Húsið er 133 fm úr steinsteyptum einingum,
fullinnréttað, 4 svefnherb., stofa, eldhús m.
borðkróki og búri innaf, rúmgott baðherb.,
þvottahús o.fl. Húsið er á 2500 fm lóð. -
Verð aðeins kr. 4,5 millj.
Ársalir hf., fasteignasala,
Borgartúni 33, sími 624333.
Metsölublað á hverjum degi!