Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 40
Rétti
vhi-
kosturirm
SJQVAljíoALMENNAR
IBMPS/2
KEYRIR STÝRIKERFI
FRAMTÍÐARINNAR:
IBMOS/2
MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Afleitt upp-
haf á vetr-
•arvertíðinni
VEÐRÁTTAN til sjós hefur verið
með allra versta móti og fiskirí
hefur verið lélegra en ég man
eftir og hef ég þó verið á sjó í
mörg ár,“ sagði Leifur Jónsson,
vigtarmaður og hafnarvörður á
Rifi um vetrarvertíðina. Sama
svar fékkst í öðrum verstöðvum.
Sem dæmi má nefna að Sandgerð-
isbátar eru komnir með um 300 tonn-
um minni afla en á sama í fyrra og
þótti vertíðin þá byrja illa. Svipaða
sögu er að segja frá Ólafsvík og
enginn fiskur virðist farinn að ganga.
Sjá Ur verinu, bls. 1B
--------» ♦ ♦----
Síldarsöltun:
Landsbanki
veitir ekki af-
urðalán enn
Landsbankinn hefur ekki enn vilj-
að veita afurðalán út á síld sem
verið er að salta upp í samning
o/ið Rússland, en söltun hófst í síð-
ustu viku. Már Hallgrímsson í af-
urðalánadeild Landsbankans seg-
ir að miðað við þau gögn sem
bankinn hafi fengið frá Seðla-
bankanum þá telji menn þar ekki
enn ekki nægilega ljóst með
greiðslutryggingar vegna síldar-
viðskiptanna.
Seðlabankinn og Utanríkisvið-
skiptabanki Rússlands gerðu í lok
janúar með sér greiðslusamning til
að greiða fyrir síldarsamningunum.
Birgir ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri sagði við Morgunblaðið
að bankinn hefði ekkert með síldar-
sölu eða síldarsamningana að gera,
heldur aðeins tryggt greiðsluflæði
milli landanna, og vísaði á Síldarút-
“♦'egsnefnd.
Einar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar,
sagði, að hann vissi ekki betur en
öll nauðsynleg gögn lægju fyrir- svo
afurðalán yrðu veitt og ef einhver
fyrirstaða væri til staðar hlyti það
að byggjast á misskilningi. Einar
sagði ennfremur, að lítið hefði reynt
enn á veðsetningar þar sem aðeins
hafi tekist að framleiða 3.500 tunnur
fyrir Rússlandsmarkað og veiting
afurðalána út á fyrstu framleiðsluna
myndi því væntanlega koma til af-
greiðslu í Landsbankanum á fimmtu-
dag.
ísaður úr rannsóknarleiðangri
Morgunblaðið/KGA
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til hafnar síðdegis í gær að
loknum síldarleiðangri fyrir austan og suðaustan landið. Þaðan var
siglt til Reykjavíkur norður fyrir land með viðkomu í Húnaflóa. Að
sögn Guðmundar Bjamasonar, skipstjóra í leiðangrinum, var 8-9 stiga
frost út af Vestfjörðum og sjórinn mjög kaldur, enda var mikil ísing
á skipinu þegar það kom til Reykjavíkur.
Tillögur heilbrigðisráðherra um úthlutun 500 milljónanna:
Rúmlega 200 milljónir kr.
fari tíl stofnana útí á landi
Líklegt að Sjúkrahús Reykjavíkur fái 120 milljónir úr vara-
sjóðnum og tæplega 200 milljónir af sérstökum lið fjárlaga
TILLÖGUR heilbrigðisráðherra
um skiptingu á 500 milljóna
króna varasjóðnum sem hann
hefur til ráðstöfunar til að mæta
niðurskurðinum á sjúkrastofnun-
um landsins eru nú tilbúnar með
ákveðnum fyrirvörum. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins er þessum 500 milljónum
króna skipt þannig að sjúkra-
stofnanir á landsbyggðinni fá
rúmlega 200 milljónir í sinn hlut
Ávöxtunarkrafa hús-
bréfa lækkar í 8,2%
Vextir á spariskírteinum halda uppi húsbréfaávöxtun, seg-
ir Sigurbjörn Gunnarsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkar í dag hjá Landsbréfum hf.,
“iðskiptavaka húsbréfa, úr 8,3% í 8,2% þannig að að afföll við sölu
lækka um 1 prósentustig. Að sögn Sigurbjörns Gunnarssonar, deildar-
stjóra hjá Landsbréfum, hefur ríkt jafnvægi á húsbréfamarkaðnum að
undanförnu en eftirspurn hefur þó heldur farið vaxandi. Þá er stór
hluti af þeim húsbréfum sem afgreidd voru í janúar vegna greiðslu-
erfiðleikalána kominn út á markaðinn. Sölukrafa húsbréfa hjá Lands-
bréfum lækkaði jafnframt i gær í 7,9% en stærri kaupcndur geta feng-
ið allt að 8,1% raunávöxtun.
Sigurbjöm kvaðst aðspurður telja
“að ekki yrði um frekari lækkun
ávöxtunarkröfunnar að ræða fyrr en
vextir spariskírteina lækkuðu en þeir
eru nú 7,9-8,1%.-
„Það eru óeðlilega háir vextir af
spariskírteinum í ljósi þess að vextir
annarra bréfa hafa verið að lækka,
t.d. bréf eignaleigufyrirtækja, At-
vinnutryggingasjóðsbréf og banka-
bréf. Vextir þessara bréfa hafa lækk-
að að undanförnu um 0,3-0,7 pró-
sentustig. Hins vegar eru ennþá þau
kjör í gildi að allir sem kaupa spari-
skírteini fyrir 1 milljón eða meira fá
8,1% raunávöxtun og stór hluti söl-
unnar er á þessum kjörum. Það er
ljóst eins og staðan er nú að vextir
spariskírteina halda ávöxtunarkröfu
húsbréfa uppi,“ sagði Sigurbjörn.
og sjúkrahúsin í Reykjavík, þ.e.
Borgarspítali, Landakot, Rik-
isspítalar og St Jósefsspítali í
Hafnarfirði fá tæplega 300 millj-
ónir króna. Tillögur þessar eru
til athugunar í fjármálaráðu-
neytinu og verða ræddar á fundi
í fjárlaganefnd í næstu viku.
Samkvæmt heimildum blaðsins
má ætla að af fyrrnefndri upphæð
fari um 120 milljónir króna til Borg-
arspítala og Landakots. Þá er sér-
stakur liður á fjárlögum fyrir stofn-
kostnað vegna sjúkrahúss í Reykja-
vík upp á 195,5 milljónir króna og
má reikna með að sameining færi
þessum sjúkrahúsum mestan hluta
þessa liðs. Einnig eru sjúkrahúsi í
Reykjavík ætlaðar 98,9 milljónir í
almennan rekstur á fjárlögum en
þar mun ekki vera á vísan að róa
því sá fjárlagaliður byggist á ýms-
um sértekjum sem ekki er ljóst
hvort skila sér.
Tillögur heilbrigðisráðherra voru
lagðar fram á fundi með fulltrúum
fjármálaráðuneytis og fjárlaga-
nefndar Alþingis í gærdag. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Þorkeli
Helgasyni, aðstoðarmanni heil-
brigðisráðherra, fela þær í sér
ákveðna skiptingu á fjárveitingum
til sjúkrastofnana á landsbyggðinni
en ekki hefur verið gengið frá skipt-
ingu á því sem kemur í hlut sjúkra-
húsanna í Reykjavík og St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði. Þorkell segir
að sú skipting bíði þess að niður-
staða fáist í þeim viðræðum sem
nú fara fram um sameiningu Borg-
arspítala og Landakots og því eru
ákveðnir fyrirvarar gerðir hvað
varðar fjárveitingar til þeirra.
Karl Steinar Guðnason, formaður
fjárlaganefndar, segir að hann geti
ekki tjáð sig um tillögur þessar að
sinni þar sem þær hafa ekki verið
bornar undir alla í fjárlaganefnd.
Karl Steinar reiknar með að nefnd-
in hittist á þriðjudaginn til að ræða
málið en samkvæmt fjárlögum
þurfa tillögurnar að fá samþykki
fjárveitinganefndar til að þær taki
gildi.
Steingrímur Ari Arason, aðstoð-
armaður fjármálaráðherra, segir
hvað varðar tillögur heilbrigðisráð-
herra að nokkurt verk sé eftir við
úrvinnslu þeirra. „Við hér í fjár-
málaráðuneytinu viljum sjá hvað
liggur að baki þeim áætlunum sem
sjúkrastofnanirnar hafa gert í
sparnaðarátt, við viljum ekki bara
sjá tölurnar," segir Steingrímur, en
sem kunnugt er af fréttum var öll-
um sjúkrastofnunum á landinu gert
að senda heilbrigðisráðherra áætl-
anir um sparnað sinn og á þessum
áætlunum er síðan skiptingin á 500
milljón krónunum byggð. Stein-
grímur Ari segir að ætlunin sé að
Ijúka þessu dæmi, hvað fjármála-
ráðuneytið varðar, í næstu viku.