Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 Háskólinn á Akureyri: ---^------------------ Stíft aðhald á öll- um sviðum skólans Morgunblaðið/Rúnar Þór Vélstjóranemar á námskeiði Slysavarnaskólans Tuttugu og tveir nemar á vélstjórnarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri hafa alla síðustu viku verið á námskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Hilmar Snorrason skólastjóri sagði að á námskeiðum skólans væri farið í alla helstu þætti er lúta að sjóbjörgun og þar með talið eldvörnum. Hvert námskeið stendur í fimm daga og bæði er farið yfir bóklegt efni og verklegar æfingar, m.a. eru æfingar í notkun handslökkvi- tækja og björgun úr gúmmíbátum á sjó, en vegna veðurs var ekki í þetta sinn hægt að æfa með þyrlu þar sem hún komst ekki norður. Námskeið verða haldin fyrir alla almenna sjómenn í Reykjavík fram á vorið, en í júlí er skólaskipið Sæbjörg væntanlegt til .Eyjafjarðar þar sem haldin verða námskeið fyrir sjómenn á svæðinu. Þá kemur skipið einnig til Akureyrar í september í sama tilgangi. Auk Hilmars voru leiðbeinend- urnir Halldór Almarsson og Höskuldur Einarsson einnig með í norðurferðinni. Yfirvinna minnkuð, gesta- fyrirlesurum fækkað ÓLAFUR Búi Gunnlaugsson, skrifstofustjóri Háskólans á Akur- eyri, segir að allur kostnaður við rekstur skólans verði skorinn niður eins og hægt er, en reynt verði að komast hjá því að setja hömlur á fjölda nemenda í skólanum og fækka bekkjardeildum. Rektor og forstöðumenn deilda skólans fóru yfir málin á fundi í gær og ræddu hvernig hinum flata niðurskurði á fjárveitingum til skólans yrði best mætt, en reynt verður sem kostur er að halda öll- um kostnaði við reksturinn í lág- marki á árinu með hagræðingu. Yfirvinna verður skorin niður, en iitlar breytingar verður unnt að gera á vorönn hvað varðar launa- kostnað til kennara, þar sem þeg- ar er byrjað að kenna eftir stund- aská vorannar. Gestafyrirlesurum við skólann verður fækkað mjög á næstunni sem og opnum fyrirlestrum, en sparnaðaráform háskólamanna miðað að því að reyna í lengstu lög að komast hjá því að fækka bekkjardeildum og nemendum við skólann. Ólafur Búi sagði að fjárveiting til almenns rekstrar skólans á þessu ári væri lægri en sem nem- ur rekstrarkostnaði á síðasta ári og í raun væri skólanum gert að spara meira en hinn flati niður- skurður segir til um. „Okkur er býsna þröngt skorinn stakkurinn og í slíkum tilfellum kemur til þess að fresta verður ýmsu því sem áformað hafði verið,“ sagði Ólafur Búi „Almennt má segja að um mjög stíft aðhald verði að ræða á öllum sviðum og við munum að loknu ákveðnu tímabili fara yfír hver árangurinn hefur orðið og meta stöðuna að nýju í ljósi þess hvernig til hefur tekist.“ Tónlistarskólinn á Akureyri: Lögreglan: Látlaus Vonum að erfiðleikarnir séu að baki svo hægt sé að einbeita sér að starfinu áfengis- útköll „VIÐ HÖFÐUM vart undan á tímabili," sagði Matthías Einarsson varðstjóri lög- *reglunnar á Akureyri, en óvenjumikill erill var hjá lögreglu aðfaranótt laugar- dags. Ölvun var með meira móti og fjöldi fólks saman kominn í miðbænum. Töluvert var um óspektir, slagsmál og ósætti milli manna og þurfti lögregl- an að hafa afskipti af stórum hópi fólks vegna þessa. „Það voru látlaus brennivínsútköll, sem ég kalla svo, stóran hluta nætur,“ sagði Matthías. STARFSEMI Tónlistarskólans á Akureyri verður endurskoðuð og þess vænst að í vor liggi fyrir tillögur um endurskoðuð markmið skólans og stefnumótun til framtíðar. Miklir erfiðleikar hafa verið undanfarna mánuði í Tónlistarskólanum á Akureyri, en nú er litið svo á af stjórnendum hans að þeir séu að baki, eftir þá ákvörðun bæjarstjórnar í liðinni viku að víkja skólastjóra hans, Roar Kvam, frá störfum. Til loka þessa skólaárs mun Michael J. Clark gegna starfi skólastjóra og Gunnar Frímannsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri til sama tíma. „En nú vonumst við til að þessir erfiðleikar séu að baki, þannig að hægt verði að einbeita sér að starf- inu til vorsins og undirbúa áætlanir næstu ára,“ segir í fréttatilkynningu frá stjórn Tónlistarskóla Akureyrar, en í gær boðaði Halldór Jónsson bæjarstjóri til blaðamannafundar þar sem gerð var grein fyrir gangi mála varðandi skólann og því sem framundan væri. Bæjarstjórn samþykkti á fundi í síðustu viku að víkja Roar Kvam, skólastjóra Tónlistarskólans, frá störfum, en Björn Jósef Arnviðarson (D) greiddi einn atkvæði á móti. I bréfum frá bæjarfógetanum á Akur- eyri og ríkissaksóknara um meint skírlífisbrot skólastjórans þótti ljóst að hann hefði brotið af sér í starfi. Roar Kvam var ráðinn skólastjóri við Tónlistarskólann á Akureyri síð- astliðið vor, en í kjölfar þess stofn- aði einn kennara skólans Hljómskól- ann vegna óánægju með þá ráðn- ingu. Roar hefur nú stofnað eigin tónlistarskóla þannig að nú eru þrír tónlistarskólar starfandi v bænum. Halldór Jónsson bæjarstjóri sagði að á yfirborðinu virtist sem stríð hefði verið á milli skólanna, m.a. hefði verið togast á um hljóðfæri og kennara. I starfsmannastefnu Akur- eyrarbæjar er gert ráð fyrir að Akureyrarflugvöllur; Tekið á móti fyrstu Fokk- er 50-vélinni með viðhöfn FYRSTA Fokker 50 flugvél Flugleiða lendir á Akureyrarflugvelii um kl. 14 á laugardag og verður tekið á móti henni með viðhöfn. Hátíðar- samkoma verður við flugstöð og slökkvistöð Flugmálasljórnar á Akur- eyrarflugvelli. Dagskráin hefst kl. 14.15 og er öllum opin. Lúðrasveit Akureyrar leikur á meðan vélinni er ekið að flugstöðvar- byggingu. Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða, fljdur ræðu og Kristrún Eymundsdóttir, eiginkona Halldórs Blöndal sam- gönguráðherra, gefur vélinni nafn. Hörður mun síðan afhenda Sigurði Helgasyni, forstjóra Flugleiða, vél- ina til starfrækslu. Þá flytja ávörp þeir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Hall- dór Blöndal samgönguráðhcrra, Pét- ur Einarsson flugmálastjóri og Hall- dór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. Veitingar verða á boðstólum og vélin verður síðan skoðuð, en að því loknu verður henni flogið til Reykja- víkur, en hún mun lenda á Reykja- víkurflugvelli kl. 17.30 á laugardag. Móttaka verður fyrir starfsfólk innanlandsflugs í flugskýli Flugleiða á Reykjavíkuivelli frá kl. 17.40. Þar mun Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, flytja ræðu og afhenda starfsmönnum innanlandsflugs vél- ina, en við henni tekur Aðalsteinn Októsson fyrir hönd starfsmanna. Að lokum mun Björn Theódórsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, ílytja ræðu, þá verður boðið upp á veitingar og vélin verður skoðuð, en kl. 19.00 á laugardagskvöld verður vélin til skoðunar fyrir aðra starfs- menn. starfsmenn bæjarins leyti eftir sam- þykki bæjarstjórnar ætli þeir sér að sinna öðrum störfum með sínu aðal- starfi hjá bænum, en fram til þessa hefur þessum reglum ekki verið fylgt strangt eftir. Halldór sagði að ætl- unin væri að í framtíðinni yrði þeim fyljrt og ætti það ekki einungis við um starfsfólk Tónlistarskólans held- ur almennt um starfsmenn Akur- eyrarbæjar. Ekki yrði þó farið fram með offorsi í þessu máli. Á vegum Tónlistarskólans er nú auk hefðbundinnar kennslu verið að undirbúa flutning norðlenskra söngvara á þáttum úr óperum, þá er stefnt að þvi að halda sönghátíð í Iþróttaskemmunni í bytjun maí í tilefni af ári söngsins og seinni hluta þess mánaðar verður píanóhátíð þar sem íslensk píanótónlist verður flutt og gert ráð fyrir þátttöku tónlistar- fólks af öllu landinu. Samhliða þessu er unnið að endurskipulagningu á starfi skólans til lengri tíma, þannig að hann geti sem best mætt þörfum og óskum íbúa Akureyrar um kennslu og aðra starfsemi á tónlist- arsviðinu, eins og segir í tilkynningu frá stjórn skólans. ST16AMÚT - AKIfflEYRI (Samfök kvenna gegn kynferöislegu ofbeldi) Símatími alla íirrimtudaga milli kl. 21-23 í síma 96-27611. Morgunblaðið/Rúnar Þór Nýir kaupmenn í Kauplandi Þeir Árni Ketill Friðriksson og Gunnar Skarphéðinsson keyptu ný- lega verslunina Kaupland í Kaupangi við Mýrarveg, en hún hét áður íbúðin. í Kauplandi fást allar vörur sem þarf til heimilisins, s.s. í baðherbergi, málning, plastvörur ýmiskonar auk heimilistækja af öllu tagi. Árni og Gunnar er fyrrverandi starfsmenn Slippstöðvarinnn- ar, en hafa nú snúið sér að kaupmennsku. Á myndinni er Árni lengst til vinstri, þá Gunnar og afgreiðslumaðurinn Júlíus Fossbei'g.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.