Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992 17 Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins: Hörmuð ósmekkleg samlík- ing vamarliðsmamia við búfé VARNARMÁLASKRIFSTOFA utanríkisráðuneytisins hefur sent Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kverina bréf þar sem skrifstofan harmar „ósmekklega samlíkingu varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli við búfé“ í aðalfundarályktun samtakanna. „Ummælin eru meiðandi og lýsa fordómum í garð fólks af öðru þjóðerni," segir í svarbréfinu. í ályktun aðalfundar Menning- ar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna sem sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær er breytingum á úti- vistarreglum varnarliðsmanna harðlega mótmælt. í ályktuninni er m.a. minnt á mótmæli bæjarbúa gegn lausagöngu búfjár í þéttbýli vegna umhverfisspjalla og sagt að öllu fremur sé „lausaganga her- rnanna" um landið til þess fallin að spilla umhverfí og rýra það ör- yggi sem fólkið í landinu hafi búið við í byggð og á ferð um óbyggðir íslands. í svari vamarmálaskrifstofunn- ar, sem Morgunblaðinu hefur bor- ist afrit af, segir: „Varnarliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa löngum þurft að sætta sig við mun meiri hömlur á ferðafrelsi hér á landi en víðast annars staðar. Aukinn skilningur og umburðarlyndi, sam- hliða því hve fjölskyldumönnum í vamarliðinu hefur fjölgað, varð til þess að útivistarreglurnar voru rýmkaðar í áföngum þar til þær náðu til allra varnarliðsmanna um síðustu áramót. Sá fyrirvari var þó settur að hægt verði að hérða reglumar á ný þó aðeins einn varn- arliðsmaður gerist brotlegur. Varnarliðið er hér á landi vegna samninga íslenskra stjórnvalda þar um. Varnarmálaskrifstofu er um- hugað að tryggja að samskipti þess og landsmanna verði árekstralaus. Þess vegna er mikil- vægt að varnarliðsmenn fari eftir þeim rejglum sem þeim eru settar og að Islendingar sýni þeim vel- vilja og umburðarlyndi svo þeir fái rétta mynd af landi og þjóð, rétt eins og aðrir erlendir ríkisborgarar sem hingað koma. Reglur um rýmkaða útivist varnarliðsmanna verða því ekki felldar niður vegna fordóma heldur aðeins ef þær verða brotnar." Ragnar Björnsson og Friðrik G. Guðnason. Morgunblaðið/Svemr Langar til að kynnast sem flestu áður en ég ákveð framtíðina - segir Friðrik G. Guðnason sem heldur tónleika í kvöld Ný reglugerð um starfsemi Byggðastofnunar: Gerð verði stefnumótandi áætlun er Alþingi samþykki í REGLUGERÐ sem forsætisráðherra hefur sett um Byggðastofnun er kveðið á um að stofnunin skuli gera stefnumótandi áætlun í byggðamálum er komi til samþykktar Alþingis í forini þingsályktun- ar. Áætlunina á síðan að endurskoða á tveggja ára fresti, en hún á að fjalla um þær aðgerðir sem ríkisvaldið hyggst grípa til, og jafn- framt hversu miklu fé er fyrirhugað að veita til þeirra á hverju ári áætlunarinnar. í frétt frá forsætisráðuneytinu kemur fram að Byggðastofnun skuli vinna að gerð svæðisbundinna byggðaáætlana er gerðar verði til fjögurra ára í senn. Áætlanir þessar skuli vera í samræmi við og unnar á grundvelli þeirrar stefnumótandi áætlunar í byggðamálum sem í gildi er hvetju sinni, og skulu þær endur- skoðaðar ef tilefni gefst til. í reglu- gerðinni er sérstaklega kveðið á um að Byggðastofnun skuli við gerð svæðisbundinna áætlana í byggða- málum hafa samráð við ráðuneyti, sveitarfélög, atvinnuþróunarfélög og aðra aðila sem málið varðar. Einnig skal sveitarstjórnum á við- komandi svæði og hlutaðeigandi héraðsnefnd gefinn kostur á að fjalla um tillögu að áætluninni og skila athugasemdum sínum til stjórnar Byggðastofnunar. Lán eða annar fjárhagslegur stuðningur sem Byggðastofnun veitir skal vera í samræmi við byggðaáætlanir er gerðar hafa ver- ið á grundvelli laga um stofnunina. Við afgreiðslu lána, ábyrgða, óaft- urkræfra framlaga og aðrar ákvarðanir skal Byggðastofnun gæta jafnræðis milli aðila sem eru í sömu eða sambærilegri stöðu, og skal þess sérstaklega gætt að fyrir- greiðsla stofnunarinnar raski ekki samkeppnisstöðu annarra atvinnu- fyrirtækja á landsbyggðinni. Þá skal fjárhagsleg aðstoð Byggða- stofnunar miðast við að stofnunin sé ekki sjálf beinn þátttakandi í atvinnurekstri, en stjórn hennar er heimilt að ákveða að taka þátt í íjárfestingar- eða þróunarfélögum. Eignir Byggðastofnunar skulu hveiju sinni hrökkva til að greiða Ijárskuldbindingar hennar, og skulu útgjöld takmarkast við þau framlög sem hún fær á ijárlögum hveiju sinni að viðbættum vaxtatekjum ef einhverjar eru. FRIÐRIK G. Guðnason heldur tónleika í íslensku óperunni í dag, 12. febrúar, kl. 20.30. Tónleikarnir eru fyrri hluti einleikaraprófs en hann hefur numið píanóleik við Nýja tónlistarskólann i 10 ár. Kennari Friðriks er Ragnar Björnsson, skólastjóri Nýja tónlistar- skólans, og segir hann Friðrik vera óvenju hæfileikaríkan. Friðrik er 18 ára gamall og auk í læri og frá því hófst hálfgert stríð þess að stunda nám í píanóleik er hann nemandi í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hann hóf píanónám 8 ára gamall í Nýja tónlistarskólan- um. „Foreldarar Friðriks höfðu samband við mig þegar hann var um 6 ára gamall og höfðu áhuga á að koma honum í tónlistarnám. Þar sem skólinn var byijaður var ekki hægt að taka hann inn svo að ég bauð þeim að koma með hann í próf. Friðrik vildi hins vegar ekki leyfa mér að prófa sig svo að það varð úr að ég kom heim tii þeirra og heyrði hann spila á orgel sem til var á heimilinu. Eg heyrði strax að þarna var ekki um neina venjulega hæfileika að ræða,“ seg- ir Ragnar Björnsson. Ragnar segist hafa boðið Friðriki upp á píanónám, þar sem það er undirstaðan fyrir orgelleik, en Frið- rik vildi ekki heyra á það minnst. „Hann sagðist ætla áð verða orgel- leikari og stóð fast við það. Ég sagðist því ekki ætla að taka hann á milli okkar sem varði í um hálft annað ár,“ segir Ragnar. Friðrik samþykkti loks píanónám og hefur nú stundað það í’ 10 ár eins og áður segir. „Námið er bæði erfitt og skemmtilegt en ég er einn- ig í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ég er í skólanum frá kl. 8 til kl. 16 og er svo í tónlistarskólanum á kvöldin, en fullt nám bæði í mennt- askóla og í tónlistarnámi er full vinna,“ segir Friðrik. Friðrik segist enn ekki hafa gert upp við sig hvort hann velji orgelið fram yfir píanóið. Hann segir það heldur ekki ljóst hvað hann geri í framtíðinni. „I MH er ég á tveimur brautum, tónlistar- og eðlisfræði- braut, en auk þess tek ég auka- áfanga í ýmsum fögum, t.d. ít- ölsku, og um þessar mundir er ég í esperanto. Mig langar til að kynn- ast sem flestu áður en ég tek ákvarðanir um hvað ég tek mér fyrir hendur," segir Friðrik. Toyota Corolla GTI ’88, svartur, ekinn 70 þús. km.. Skipti skuldabréf. Verð kr. 890 þús. Honda Prelude EX ’86, hvítur, ekinn 68 þús. km., sjálfsk., topplúga. Skipti á ódýrari. Verð kr. 790 þús. MMC Lancer GLXI, 4x4, ’90, hvítur, ekinn 53 þús. km. Skipti - skuldabréf. Verð kr. 1.050 þús. staðgr. Daihatsu Feroza EL-II ’89, ekinn 33 þús. km., vökvastýri, topp- lúga, rauður.^i/erð kr. 930 þús. staðgr. MMC Lancer GLX ’88, ekinn 34 þús. km., silfur, vökvastýri o.fl. Verð kr. 750 þús. Skipti - skulda- bréf. BMW 316 '88 ekinn 49 þús. km., sjálfsk., topplúga o.fl. Verð kr. 1.300 þús. Skipti á ódýr- ari. Range Rover Vouge ’88, hvitur, ekinn 72 þús. km., sjálfsk. Skipti á ódýrari. Verð kr. 2.900 þús. Volvo 440 GLT ’89, ekinn 49 þús. km., vínrauður, sport- felgur, litað gler o.fl. Verð kr. 960 þús stgr. Daihatsu Applause 16 Zl, 4x4, '91, steingrár, ekinn 4 þús. km. Skipti - skuldabréf. Verð kr. 975 þús. staðgr. Toyota Carmy 2.0 XLI ’88, ekinn 64 þús. km., silfur, sjálfsk., vökvastýri. Verð kr. 850 þús. staðgr. Skipti - nei. BMW 318ÍS ’90, steingrár, ekinn 2 þús. km., 16 ventla, 136 hö, 5 gíra, ABS, topplúga, 5 BBS felgur, laést drif o.fl. Skipti á ódýrari. Verð kr. 2.275 þús. MMC Pajero V6, Superwagon ’89, hvitur, ekinn 56 þús. km., topplúga. Skipti á ódýrari. Verð kr. 2.150 þús. sjálfsk., Suzuki Fox 413 langur ’85, svartur, ekinn 74 þús. km. Einn eig- andi. Toppeintak, mikið breyttur bíll. Verð kr.890 þús. Skipti á ódýrari. Einnig Suzuki Fox 413 Samurai '88, ekinn 46 þús. km. Verð kr. 690 þús stgr. Toyota 4Runner ’89, svartur, ekinn 54 þús. km., topplúga, sportfelgur, 32" dekk. Skipti á ódýr- ari. Verð kr. 1.980 þús. Subaru Legacy 1800 ST '91, hvítur, nýr, sjálfsk. Skipti á ódýrari. Verð kr. 1.640 þús. staðgr. Suzuki Fox Samurai '88, hvitur, ekinn 48 þús. km. Skipti ódýari. Verð kr. 690 þús staðgr. Ný söiuskrá komin - Ný söiuskrá komin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.