Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRUAR 1992 27 Björgvin Elís Þórs son - Minning Fæddur 13. maí 1973 Dáinn 1. febrúar 1992 í dag, 12. febrúar, verður til moldar borinn ungur piltur, Björg- vin Elís Þórsson, betur þekktur undir nafninu Biggi af skyldfólki og vinum. Hann fékk ekki að dvelja hjá okkur lengi en því ánægjulegri eru minningarnar sem við geymum um Bigga. Ég kynntist Bigga þegar þau Hrabbý „litla systir“ fóru að vera saman. Það var sumarið 1989 sem hún systurdóttir mín sagði mér frá því að hún hefði kynnst alveg æðis- lega sætum „gæja“ þar sem þau voru að æfa lyftingar í Borgartún- inu. Þetta sama sumar kynntist ég manninum mínum og fylgdist kannski ekki alveg með hvað gekk hjá þeim en reyndi samt að vera með á nótunum. Ég man hvað hún var spennt við símann alla daga meðan Biggi var úti á landi að vinna á sumrin og beið eftir því að hann hringdi. Þær helgar sem hann var væntanlegur heim, þ.e. aðra hveija helgi, lá alveg í loftinu að eitthvað var að gerast því ómögulegt var fyrir hana að festa sig einhvers staðar þær helgar, hún varð að vera í bænum og heima bíðandi eftir að hann kæmi. Ást og kærleik- ur var í algleymingi hjá þeim þenn- an tíma þó svo að þau vildu ekki játa að nokkuð væri á milli þeirra annað en „bara vinir". Hún Hrabbý mín er búin að eiga um sárt að binda núna síðustu daga eins og líklega allir sem eitthvað þekktu til Bigga því alltaf er erfitt að kyngja því að ungt og efniiegt fólk falli svo fljótt og skyndilega í valinn. Biggi var ekki nema tæplega nítján ára gamall. Ungur, hraustur og efnilegur nemandi og íþrótta- maður, átti allt lífið fyrir sér og svo allt í einu er klippt á líflínuna. Það er bæði undarlfegt og skrýtið til þe.ss að hugsa að það geti verið satt að ég eigi ekki eftir að sjá Bigga aftur. Síðast þegar við sáumst var í brúðkaupi bróður míns og svo þá um kvöldið komu þau bæði Hrabbý og Biggi í mat til okkar í Hraunbæinn. Þau virtust svo hamingjusöm og glöð að vera saman en það varð um þau eins og svo mörg önnur efnileg pör, þau urðu mjög góðir vinir en ekkert meir. Stundirnar sem ég sá þau saman urðu færri eftir þetta. Það var ánægjulegt að kynnast Bigga, minningin um fallega brosið hans mun fylgja okkur. Megi hann hvíla í friði. Foreldrar, bræður og elsku Hrabbý mín og vinir, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Arndís Hilmarsdóttir. Sunnudagurinn 1. febrúar síðast- liðinn var mikill sorgardagur í lífi mínu. Þá var hringt til mín og mér sagt að það hefði verið Björgvin, einn af strákunum mínum í Fram, sem hefði látist í hinu hörmulega bílslysi kvöldið áður. Allt í einu var veröldin allt önnur og maður neit- aði að trúa staðreyndum lífsins. Síðan hrönnuðust upp spurningar eins og af hverju hann, hver er til- gangurinn, en fátt verður um svör. Er ég byrjaði að þjálfa 2. flokk Fram síðastliðið haust kannaðist ég vel við flesta strákana í liðinu en það var þá sem ég kynntist Björg- vin almennilega. Fyrst í stað mættu menn misjafnlega af ýmsum ástæð- um, t.d. vegna vinnu, sumarfría erlendis o.fl. En það var góður kjarni sem byijaði strax á fullu og þar á meðal brosmildur strákur sem alltaf var í góðu skapi, en það var Björgvin. Tíminn leið áfram og því betur sem við kynntumst fann ég að þarna fór strákur sem hafði mjög sterkan persónuleika. Hann var sérstaklega skapgóður, hlýr í viðmóti og var mjög iðinn við æfing- ar. Hann hafði mikinn metnað í boltanum og smitaði bæði mig og strákana með dugnaði sínum, bjart- sýni og lífsgleði. Þegar kom að því að ég þurfti að velja hópnum fyrir- liða hafði ég úr mörgum góðum kostum að velja, en ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um áður en ég valdi Björgvin í starfið. Sem slíkur stóð hann sig mjög vel innan vallar sem utan. Hann var ekkert að trana sér fram en var alltaf til staðar, traustur, gafst aldrei upp og hafði tröllatrú á strákunum og liðinu, þrátt fyrir skrykkjótt gengi liðsins á köflum. Björgvin var ákveðinn og við vorum ekki alltaf sammála og þá ræddum við hlutina fram og til baka. í þessum vangaveltum okkar kom í ljós að hann hafði góðan skilning á ótrúlegustu málum hvort sem var innan handboltans eða utan og var gott að leita eftir hans áliti. Við töluðum um það fyr- ir stuttu að hann gengi upp í meist- araflokk eftir þetta tímabil og ný skyldi allt lagt í sölurnar og ná góðum árangri í vor. Því miður var hann kallaður til annarra starfa og getur ekki rekið endahnútinn á verkið með okkur en hans verður sannariega sárt saknað. Það er mjög erfitt að sætta sig við að Björgvin sé farinn og það er margt í þessum heimi sem við skiljum ekki. Ég trúi því hins vegar heils- hugar að hann hafi verið tekinn frá okkur til þess að takast á við önnur störf og þar mun hann áfram láta gott af sér leiða. Þrátt fyrir stutt kynni mun ég aldrei gleyma Björg- vin. Minning hans mun veita mér styrk á lífsleiðinni og mun ég minn- ast gleðinnar, hlýjunnar, hvatning- arinnar og bjartsýninnar sem ávallt einkenndu hann. Án efa mun það ^ verða mér huggun og styrkur. Ég votta fjölskvldu Björgvins mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau í þessari þungu sorg. Að síðustu langar mig til að vitna í línur Kristjáns frá Djúpalæk. „Ég endurtek i anda þijú orð við hvert mitt spor fegurð, gleði, friður mitt faðir vor.“ Guð blessi minningu hins góða drengs ESjörgvins Elís Þórssonar. Ásgeir Sveinsson, þjálfari 2. flokks Fram. Björgvin Elís Þórsson, eða Biggi eins og hann var alltaf kallaður, er dáinn. Það er ótrúlegt en þó köld staðreynd. Staðreynd sem mun taka alla þá sem hann þekktu lang- an tíma að átta sig á. Þegar við sjáum Bigga fyrir okkur er það einna helst brosið sem einkenndi hann. Það þurfti lítið til að fá hann til að hlæja. Lífsgleði og góð kímni- gáfa voru áberandi í hans fari. Við eigum margar góðar minningar um Bigga. Og þá einna helst frá gagn- fræðaskólaárum okkar, þegar við héldum nokkur saman hópinn og þar á meðal hann. Biggi var rólynd- ur ogrtiæglátur en leyndi þó á sér. Hann var orðheppinn og oft hrukku upp úr honum hinar ótrúlegustu athugasemdir. Bigga leiddist óþarfa æsingur. Ef einhver var að skamm- ast gat hann átt það til að gefa honum góðlátlegt kiapp á bakið og segja: „Þú er ágætur, vinur.“ Sem varð til þess að hinum varð orð- vant. En ef honum sjálfum leiddist eitthvað gekk hann frekar í burtu en að rífast. Það er sárt að horfa á eftir jafn sérstökum dreng og Bigga. í raun er fátt hægt að segja þegar hann hverfur svona snöggt. Eina huggunin er kannski sú að hans sé þörf einhvers staðar annars staðar og þar muni hann taka bros- andi á móti okkur þegar fram líða stundir. En við munum alltaf eiga minninguna um hann og erum þakklát fyrir þær stundir sem hann gaf okkur. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Bigga. Blessuð sé minning Björgvins Elís Þórssonar. Guðmundur Pálsson, Auður Jónsdóttir. Það voru þungbærar fréttir sem við Framarar fengum að morgni sunnudagsins 2. febrúar er við fregnuðum sviplegt fráfall félaga okkar Björgvins Elísar Þórssonar, eða Bigga eins og hann var ávallt kallaður. Kynni okkar Framara af Bigga hófust af alvöru er hann í sumar- byijun 1989 gekk til liðs við Fram, en hann iðkaði handknattleik áður með UMFA. Strax við fyi-stu kynni kom í ljós að hann var hvers manns hugljúfi. Honum var frá byijun vel tekið í herbúðum okkar .Framara og það voru ekki aðeins æfingafélagarnir sem fengu að kynnast því hversu góður og traustur piltur hann var og bóngóður því stjórnarmenn deildarinnar veittu strax athygli ljóshærða drengnum með fallega brosið sem ávallt vildi rétta hjálpar- hönd við mismunandi skemmtileg og kreíjandi verkefni. Handbolti skipaði stóran sess í lífi Bigga og var ómælt erfiðið sem hann lagði á sig til að stunda sína íþrótt af þeirri elju sem til þarf til að ná árangri. Hann bjó í Mosfells- bæ og tóku því æfingarnar mun meiri tíma, en hjá félögum hans þar sem hann þurfti að leggja á sig tímafrekar rútuferðir til að komast á æfingar. Biggi uppskar eins og til var sáð er hann, vorið 1990, varð íslandsmeistari með 2. flokki Fi-am og þetta sama ár lék hann sinn fyrsta ieik með meistaraflokki félagsins. í vetur var hann síðan valinn til að gegna fyrirliðastöðu í 2. flokki karla. Mikill harmur er nú kveðinn að fjölskyldunni og vinahópnum sem sakna vinar í stað og eiga um sárt að binda. Biggi lifir áfram í minn- ingu allra þeirra er kynntust honum og áttu samleið þau alltof fáu ár sem honum voru ætluð í þessu lífi. Framarar senda föður hans Þór Rúnari, Guðrúnu móður hans, fóst- urföður, bræðrum og öðrum ætt- ingjum sínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Björgvins Elísar Þórssonar. Handknattleiksdeild Fram, Lúðvík Halldórsson, Heimir Ríkarðsson. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness) Góði Guð, hvers vegna tókstu Bigga frá mér, af hveiju strax? Hann var ekki nema 18 ára, svo góður og svo yndislegur strákur sem átti framtíðina fyrir sér bæði í skóla og í íþróttum. Ég spyr en fæ samt ekki svar, enginn fær svar við þessari stóru spurningu. Sagt er að þeir sem Guðimir elska deyi ungir, Guð hefur greinilega haft eitthvað stórt verkefni handa Bigjga. Eg minnist hans í þátíð, hann var; en í huga mér er hann. Ég sá Bigga fyrst sumarið 1989, þá var hann nýbúinn að skipta yfir í Fram og var að æfa niður í Borg- artúni. Hann var ljóshærður, brúnn og með gleraugun sín á nefinu. Ég tók strax eftir honum því mér fannst hann svo fallegur. Ég leit á hann og ákvað strax að þessi sæti strákur skyldi aldrei sleppa frá mér. Það gerði hann heldur ekki næstu árin eða allt þangað til Guð tók völdin í sínar hendur. Við í vinahópnum hjá Fram bröll- uðum ýmislegt saman og var Biggi hrókur alls fagnaðar í þeim hópi. Farnar voru ófáar ferðir upp í sum- arbústað til Drífu og í sumar fórum við í helgarferð í Bjarkarlund. Sú ferð var bæði eftirminnileg og skemmtileg. Síðustu tvö sumur vann Biggi úti á landi hjá Pósti og síma í sam- bandi við lagningu ljósleiðarans. Kom hann heim aðra hverja helgi. Það var mjög leiðinlegt að sjá hann svona sjaldan en þeim mun ánægju- legra þegar hann kom í bæinn. Hann var líka mjög duglegur að hringja og skrifa mér frá þeim stöð- um sem hann dvaldi á. Biggi var ekki hræddur við að deyja. Hann spurði mig eitt sinn hvort ég væri hrædd við að deyja og játti ég því og spurði ég hann að því sama. Hann sagðist ekki vera hræddur, þetta væri eitthvað sem kæmi fyrir alla og sagðist hann vera tilbúinn til að deyja en bætti við að auðvitað myndi hann ekki deyja næstum strax. Það var ekki lengra síðan en í sumar sem við töluðum um þetta og núna er hann farinn frá mér. Ég bjóst ekki við að sjá á eftir vini fyrr en eftir mörg ár. En núna sé ég á eftir besta vini mínum. Stundum spurði ég sjálfa mig að því hvað ég myndi gera ef einhver af vinum mínum dæi, en hugsaði svo með sjálfri mér að það gerðist ekki næstum því strax svo ég þyrfti ekki að vera að hugsa um það. Það voru forréttindi að kynnast Bigga og það voru mikil forréttindi að eiga hann að vini. Ég vötta Guðrúnu, Rúnari, Hauki og bræðrum Bigga alla mína samúð og ég bið góðan Guð að blessa þau. Hrafnhildur. Með þessum orðum vill Harid- knattleiksdeid Aftureldingar minn- ast fyrrum félaga, Björgvins Elís Þórssonar, sem lést laugardaginn l. febrúar. Enn hefur umferðin tek- ið sinn toll, í þetta sinn efnilegan íþróttamann sem framtíðina átti svo sannarlega fyrir sér. Björgvin hóf snemma að æfa handknattleik hjá Aftureldingu. Greinilegt var strax að þar var efni á ferð. Hann æfði og lék með Aftur- eldingu í 5. og 4. flokki og eitt ár í þriðja aldursflokki. Framfarir hans voru miklar ár frá ári. Árið 1989 var hann valinn í unglingalandslið íslands, 16 ára og yngri. Lék hann með liðinu á alþjóðlegu móti það ár. Hugur hans stefndi hátt og því m. a. ákvað hann að skipta um kapp- lið á sumarmánuðum 1989. Gekk hann til liðs við Fram. Með því liði lék hann með góðum árangri þar til örlögin gripu í taumana. Jafnt innan leikvallar sem utan var Björgvin fyrirmynd annarrá með prúðmennsku sinni og yfirveg- un. Áð leiðarlokum vill handknatt- leiksfólk í Mosfellsbæ þakka Björg- vin fyrir samfylgdina og samvinn- una. Foreldrum, bræðrum og öðrum fjölskyldumeðlimum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau og styðja á þessari stund. F.h. Handknattleiks- deildar UMFA, Ivar Benediktsson. Mánudagurinn 3. febrúar var sorgardagur öllum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Menntaskólans við Sund. Þá um morguninn kom í minn hlut að færa nemendum og starfsfólki skól- ans þá harmafregn, að einn úr hópi nemenda, Björgvin Elís Þórsson, hefði látist af slysförum að kvöldi laugardagsins 1. febrúar. Björgvin kom 'til náms í Mennta- skólanum við Sund haustið 1989 að loknu grunnskólaprófi frá Gagn- fræðaskólanum í Mosfellssveit. Að loknu prófi upp úr 1. bekk hóf hann nám á félagsfræðibraut skólans og ' var nú á 3. námsári. Björgvin var góður skólaþegn. Skólasókn hans var með miklum ágætum og sem námsmaður var hann í stöðugri framför. Þá var ekki minna um vert, að hann var einstaklega vel gerður ungur maður, góður vinur og félagi og jákvæður og örvandi sem nemandi. ’ Það er ákaflega þungbært að sjá á bak svo góðu mannsefni með þessum sviplega hætti. Ég veit, að allir hér í skólanum, sem einhver kynni höfðu af Björgvin, sakna hans sárt. Fyrir hönd skólans, starfsmanna hans og nemenda, færi ég aðstandendum dýpstu sam- úðarkveðjur. Sigurður Ragnarsson, rektor MS. Okkur langar að minnast vinar, skóla- og vinnufélaga okkar hans Bigga sem lést þann 1. febrúar síð- astliðinn. Það var mikið áfall þegar vítf fréttum að Biggi væri farinn. Það er ekki ofsögum sagt að Biggi var glaðlyndur og mikið var gott að umgangast hann bæði í leik og starfi. Það skarð sem Biggi skilur eftir sig í huga okkar verður seint bætt. Erfitt er að koma hugsunum á blað um vin okkar. Þess vegna lát- um við minninguna um hann lifa í hugum okkar um alla framtíð. Um leið og við þökkum fyrir þær samverustundir sem við fengum*3ð vera með honum flytjum við kveðju frá vinnufélögum í Kringlunni og vottum fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Sigvaldi Sigurbjörnsson og Davíð Rúnar Gunnarsson. Þann 1. febrúar síðastliðinn hvarf frá okkur mjög góður vinur. Vinur sem allir höfðu góðar mætur á, Björgvin Elís Þórsson eða Biggi eins og við oftast kölluðum hann. Það sumar sem við vinkonurnar kynntumst honum fyrst, fyrir þrem- ur árum, var hann alltaf sæti ljós- hærði strákurinn úr Mosfellsbæn- um. Þá gekk Biggi í Fram og var hann ekki lengi að komast í okkar hóp. Við tókum öll virkilega vel á móti honum og hann einnig vel á móti okkur. Hann var einstaklega skemmtilegur strákur og okkur er minnisstætt þegar hann brosti og pýrði augun svo skemmtilega um leið. Biggi lét það ekki aftra sér að koma á æfingar í Safamýrina með rútunni úr Mosfellsbænum. Hann var traustur og góður leik- maður og átti virðingu meðal félaga sinna og þjálfara sem sést best á því að hann var valinn fyrirliði síns flokks þennan vetur. Margar góðar stundir áttum við með honum alveg frá ógleymanlegum ferðum á suríir- in til rólegra kvölda hjá einhveijum af vinunum. Þrátt fyrir að Biggi hafi aðeins verið með okkur þessi þrjú ár verður hann ávallt í minnum okkar sem frábær vinur. Það er mikil sorg fyrir okkur að missa hann svona skyndilega og snemma í lífinu, en eins og sagt er „þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Þannig skiljum við fráfall hans og vonum að honum iíði vel og verði hjá okkur alla tíð. Guð geymi hann. Við sendum fjölskyldu hans og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau og vitum að minningin um góðan dreng mun sefa sorg þeirra. Steinunn, Ragnheiður, Kristín, Drífa, Hildigunn- ur og Díana. Fleiri greiimr uni Björgvin EIís Þórsson bíða birtingar og niunu birtast næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.