Morgunblaðið - 21.02.1992, Síða 13

Morgunblaðið - 21.02.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 13 Útgjöld til heilbrigðismála Rétt reiknað en rangar forsendur eftir Ólaf Ólafsson Á undanfömum árum hafa verið birtar skýrslur um samanburð á heilbrigðisútgjöldum á íslandi og á hinum Norðurlöndunum. í nýlegri skýrslu(1) kemur fram að Islending- ar bera einna hæstu útgjöldin miðað við verga þjóðarframleiðslu — ef ekki þá hæstu á Norðurlöndum. Í skýrslunum kemur þó fram að al- þjóðlegur samanburður sé viðsjár- verður meðal annars vegna þess að færslur í heilbrigðismálum eru með ólíkum hætti meðal landa. Við túlk- un á framangreindum niðurstöðum sýna menn þó ekki alltaf varkárni. Staðhæfing um að heilbrigðis- þjónustan sé dýrust á íslandi veldur nokkurri furðu, aðallega af eftirfar- andi ástæðum: 1) Alkunna er að laun eru mun lægri áíslandi en í nágranna- löndunum. Hlutdeild launa í heil- brigðisútgjöldum á Norðurlönd- um er um 65-70% af heildar- rekstrarkostnaði og vega því þyngst í rekstri. T.d. eru meðal- laun lækna og hjúkrunarfræð- inga og annarra heilbrigðis- starfsmanna lægri á íslandi en í nágrannalöndunum. Að vísu er yfirvinna töluverð og bæta menn upp laun á þann hátt. 2) Á íslandi starfa hlutfallslega færri faglærðir heilbrigðis- starfsmenn en á öðrum Norður- löndum. Þessar upplýsingar eru byggðar á fjölda félaga í sér- greinafélögum. Aðrir fá ekki að starfa sem faglærðir starfs- menn. Við samanburð á útgjöldum til heilbrigðismála á íslandi við aðrar Norðurlandaþjóðir er stuðst við nið- urstöður samnorrænnar nefndar, Nosesko, sem unnið hefur allt frá árinu 1946 og sem föst nefnd frá 1979. Hlutverk nefndarinnar er að samræma skilgreiningu hinna ýmsu málaflokka og meta útgjöld eftir því*2,3). Eftirfarandi kemur þá í Ijós: 1) Vistun á hjúkrunardeildum, á öldrunarstofnunum og elli- og hjúkrunarheimilum eru greiddar af sjúkratryggingum hér á landi og falla því undir heilbrigðis- mál. Á hinum Norðurlöndunum falla þessar greiðslur undir fé- lagsmál, t.d. „plejehjem" í Dan- mörku og „sykehem" í Noregi og „sjukhem" í Svíþjóð. Greiðsl- ur Svía til þessara mála falla þó að nokkru leyti undir heil- brigðismál. 2) Greiðsjur fyrir áfengisstofnanir, s.s. SÁÁ o.fl., falla undir heil- brigðismál á Islandi en undir félagsmál á hinum Norðurlönd- unum. Skilmerki OECD eru yfírleitt grófari en norrænar reglur, en hjúkrunardeildir, öldrunarstofnanir og endurhæfíngardeildir án fastráð- ins læknis eru færðar undir félags- mál. Hvort þessar stofnanir eru færðar undir heilbrigðismál fer eft- ir því hvort fastráðinn læknir starf- ar þar og hvort stofnunin sé fyrst og fremst heilbrigðisstofnun en ekki umönnunarstofnun án fastráð- ins læknis. Nú má það vera að öldr- unar- og hjúkrunarstofnanir séu betur búnar læknaliði hér á landi en almennt gerist. Vitneskja um þetta fæst ekki nema menn hafí nokkuð gróna þekkingu á rekstri stofnana. Af þessu má sjá að mismunandi greiðsluform er milli landa og ekki er hægt að bera saman útgjöld ís- lendinga til heilbrigðismála við aðr- ar þjóðir án þess að taka tillit til þessa. Oneitanlega er borið traust til útreikninga fastrar nefndar sem fjallað hefur um jafn flókið mál í áratugi (Nosesko). Til þess að fá raunhæfan saman- burð við hin Norðurlöndin og OECD-ríkin þarf því að taka tillit til þessa ósamræmis og þá lækkar heilbrigðismálakostnaður á íslandi Fjöldi heilbrigöisstarfsmanna á 1.000 íbúa 1989 Heimild: Health Statistics in the Nordic Countries 1966-1991 25 20 + 1 5 1 0 ® Sjúkraþjálfar Sl Sjúkraliðar S Hjúkrfryijósm. □ Tannlæknar ■ Læknar Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóö nokkuð. Jafnframt hækkar greiðsluhlutfall til félagsmála á ís- landi. Samkvæmt þessum útreikn- ingi má kljppa 1% af áætluðum greiðslum íslendinga og Svía af vergum þjóðartekjum til heilbrigðis- mála og lenda íslendingar þá allt eftir forsendum í 5.-12. sæti í Evr- ópu,4). Islendingar eru því í 5,—12. sæti miðað við OECD-ríkin eftir því hvaða forsendur eru notaðar og höfum við því haldið vel á spöðunum með hliðsjón af að við erum nógir sjálfum okkur á flestum sviðum Ólafur Ólafsson læknisfræðinnar með rýrari mann- afla en flestir aðrir. Að öllu jöfnu kostar það meira fyrir fámenna þjóð en fjölmenna að halda uppi þjón- ustu á háþróuðum sviðum. Höfundur er lundlæknir Heimildir: (1) Samanburður á heilbrigðisútgjöldum. Fyrri hluti. Skýrsla til heilbrigðisráðuneytisins. Hag- fræðistofnun Háskóla Islands, febrúar 1992. (2) Social tryghed, de nordiske lande 1987, Kaup- mannahöfn 1989. (3) Yearbook of Statistics 1990/91, Kaupmanna- höfn 1991. (4) Þjóðhagsstofnun, 17. febrúar 1992. A KONUDAGINN Blómaframleiöendur Félag blómaverslana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.