Morgunblaðið - 21.02.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 21.02.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Þingsályktunartilllaga um yfirtökutilboð í hlutafélög MATTHIAS Bjarnason (S-Vf) formaður efnahags- og viðskiptanefnd- ar mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að viðskiptaráð- herra undirbúi löggjöf um yfirtökutilboð og önnur almenn tilboð í hlutafélög til að vernda félagsmenn og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Tillagan gerir ráð fyrir að frumvarp um þetta efni verði lagt fram á næsta löggjafarþingi svo ný lög geti tekið gildi eigi síðar en 1. janúar 1993. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) er meðflutningsmað- ur. Matthías Bjarnason (S-Vf) -*sagði m.a. í sinni framsöguræðu að á íslandi væru ekki lög og regl- ur um yfirtökutilboð og almenn til- boð í hlutafélög. Reglur þar um hefðu í aðalatriðum tvíþættan til- í athugasemdum við frumvarpið er bent á að tilhögun innflutnings og verslunar með olíuvörur hefur verið að breytast og var ákvörðun tekin um að gefa innflutning á olíu- vörum frjálsan frá 1. janúar 1992. Kemur sú skipan í stað fyrra fyrir- komulags, þar sem innflutningur gasolíu og svartolíu var bundinn leyfum. Verðlagsyfirvöld hafa fellt úr gildi hámarksverð á olíuvörum, en þess í stað gilda ákvæði um bann við sam- ráði um verðlagningu. Við þessar aðstæður missa ákvæði um inn- kaupajöfnun gildi sitt, jafnframt hljóti jöfnun flutningskostnaðar að koma til athugunar. í frumvarpinu m.a. er kveðið á um að leggja skuli flutningsjöfnun- argjald á allt bensín og olíu, sem flutt er til landsins og ætlað er til nota innanlands. Gjald þetta skal renna- í sérstakan sjóð, Flutnings- - jöfnunarsjóð olíuvara. Verðlagsráð ákveður gjaldið fyrir minnst þijá mánuði í senn og skal upphæð þess miðuð við að tekjur af gjaldinu nægi til að greiða flutningskostnað. gang. Annars vegar að vernda hagsmuni hluthafa ekki síst minni- hlutans, í þeim hlutafélögum sem yfirtökutilboð væri gert í. Hins vegar væri tilgangurinn sá að hafa eftirlit með því að einokunarað- Frumvarpið gerir ráð fyrir því að jöfnun flutningskostnaðar nái til flutningskostnaðar frá innflutnings- höfnum til annarra hafna á landinu, sem jafnframt teljist aðaltollhafnir við tollafgreiðslu skipa. Viðskipta- ráðherra sé heimilt að ákveða með reglugerð að jöfnun á flutnings- kostnaði skuli einnig ná til annarra hafna en aðaltollhafna að því er varðar einstakar bensín- og olíuteg- undir, enda þyki heppilegt eða nauð- synlegt að dreifa olíuvörum frá við- komandi höfn. í frumvarpinu segir að stjórn Flutningsjöfnunarsjóðsins skuli skipuð þremur mönnum sem ráð- herra skipi til tveggja ár í senn. Fulltrúi Verðlagsstjóra skal vera formaður nefndarinnar en jafnframt sitji í nefndinni maður tilnefndur sameiginlega af þeim olíufélögum sem annast olíudreifingu í öllum iandshlutum og einn nefndarmaður sem ráðherra skipar án tilnefningar. í ákvæði til bráðabirgða er kveðið á um að Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara taki frá gildistöku laganna við eignum og skuldbindingum staða og samþjöppun valds í fárra hendur yrði ekki til skaða á kostn- að einstaklinga og hagsmuna þjóð- félagsins í heild. Framsögumaður sagði að á síð- ustu árum hefði áhugi almennings á því að leggja fé sitt í hlutafélög farið vaxandi. það væri mjög óheppilegt að einstakir aðilar gætu stjórnað slíkum félögum nánast eins og einkafyrirtækjum, án þess að eiga nema tiltölulega takmark- aðan hlut í þeim. Það væri tíma- bært að setja reglur sem tryggðu Flutningsjöfnunarsjóðs olíu og bens- íns sbr. lög nr. 81, 4. júlí 1985. Þegar frumvarpið var til meðferð- ar í þingflokkum stjórnarflokkanna komu fram athugasemdir um að útsöluverð olíuvara kynni að verða mismunandi milli landshluta. Að til- lögu þingflokks Sjálfstæðisflokksins er 10. grein frumvarpsins svohljóð- andi: „Að undanteknum fyrirmælum um jöfnun flutningskostnaðar sam- kvæmt lögum þessum, skal um verð- lagningu á oiíuvörum fara eftir lög- um nr. 56, 16. maí 1978 um verð- lag, samkeppnishömlur og órrétt- mæta viðskiptahætti með síðari breytingum. Þó skal við það miðað, að auglýst .verð hvers innflytjanda gildi á öllum almennum afgreiðslustöðum hans um land allt. Hið sama gildir um gasolíu og bensín, sem afgreitt er í birgðageyma við lögheimili aðila, er þar stunda fasta staðbundna starf- semi.“ í athugasemdum með frumvarp- inu segir að gert sé ráð fyrir að dreifingarkostnaður olíu greiðist að öðru leyti af álagningu dreifíngar- aðila. En einnig að segir að ákvæði 10. greinar komi ekki í veg fyrir að innflytjandi veiti einstökum kaup- endum afslátt í samningum t.d. við útboð á olíukaupum eða hann krefji sérstaklega um kostnað vegna flutn- ings á olíuvörum t.d. til verktaka inn á hálendinu. að einstaklingar eða lögaðilar gætu ekki náð virkum yfirráðum slíkra hlutafélaga með því að kaupa til- tekinn hluta hlutafjársins sem tryggði þeim slík yfirráð án þess að þeim væri um leið gert skylt að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa þeirra hluti. Yrði þetta ekki gert væri hætt við því að sú staða kæmi upp að stór hluti hluthafanna sæti uppi með verðlaus eða verð- minni hlutabréf en þeir áttu fyrir yfirtökuna. Að vera í takt við ráðherrapredikanir Matthías Bjarnason vísaði til þess að áhugi stjórnvalda á einka- væðingu færi vaxandi. Það væri „gott og blessað“ en þá væri mikil- vægt að almenningur tæki þátt en „ekki bara þeir stóru“. Formaður efnahags- og við- skiptanefndar gerði að umtalsefni að dregið var úr skattaafslætti vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Ræðumaður taldi það „ekki í takt við það sem ráðherrarnir í núver- andi ríkisstjórn hafa verið að pred- ika“. Matthíasi Bjarnasyni þótti „ansi hart“ að Ólafur Ragnar Grímsson skuli hafa gengið miklu lengra en flokksbróður sinn núver- andi fjármálaráðherra í hvatningu til almennings til að fjárfesta í at- vinnurekstri. „Má það vera um- hugsunarefni fyrir báða og líka okkur hin.“ Ræðumaður hvatti til þess að menn væru sjálfum sér samkvæmir i þessu efni, það þýddi ekki að tala um einkavæðingu nema hugur fylgdi máli. Framsögumaður lagði áherslu á að í þessum efnum yrði hvert land að móta reglur í samræmi við hefð í eigin fjármálaheimi en ekki eftir þvingaðri samræmingu. Að end- ingu lagði framsögumaður til að tillögu þessari yrði vísað til efna- hags- og viðskiptanefndar. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- Frumvarp um jöfnun flutningskostnaðar á olíuvörum: Sama verð frá sama olíu- innflytjanda um allt land JÖFNUN flutningskostnaðar á olíuvörum er efni lagafrumvarps sem "viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Frumvarpið var um nokkra hríð til umfjöllunnar innan stjórnarflokkanna og þar gerðu ýmsir þingmenn í báðum flokkum athugasemdir. Inn í frumvarpið hefur nú að beiðni þingflokks Sjálfstæðisflokksins verið bætt: „Þó skal við það miðað, að auglýst verð hvers innflytjanda gildi á öllum almennum afgreiðslustöðum hans um land allt. Hið sama gildir um gasolíu og bensín.“ Minning: Halldór Guðmunds- son, Asbrandsstöðum Fæddur 25. febrúar 1903 Dáinn 14. febrúar 1992 Á vordögum aldamótaárið 1900 fluttu hjón á besta aldri, þau Guð- mundur Kristjánsson póstur og kona hans Sesselja Eiríksdóttir, sig búferlum frá jörðinni Haga í Vopna- firði norður yfir Hofsána að Ás- brandsstöðum í sömu sveit. Þar áttu þau eftir að búa allan sinn búskap upp frá því og börn þeirra og afkomendur síðan allt til þessa dags. Með þeim hjónum var þriggja ára sonur þeirra Runólfur, en í júlí um sumarið fæddist þeim dóttir — Kristín. Þriðja bamið — Halldór — sem hér en minnst, fæddist síðan 25. febrúar 1903, tvíburarnir Gunn- laugur og Ásgeir fæddust 1905 og yngsta dóttirin Sigrún fæddist 1910. Þau systkinin frá Ásbrandsstöð- 'um — aldamótakynslóðin — eru nú öll fallin frá, en Halldór lést þann 14. febrúar sl. að hjúkrunarheimil- inu Sundabúð á Vopnafirði eftir að hafa dvalið þar sjúkur frá því sl. sumar. Halldór átti heima á Ásbrands- stöðum alla sína ævi. Hann tók við búsforráðum ásamt systkinum sín- um upp úr 1920. Runólfur bróðir hans bjó ásamt konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur og börnum þeirra á öðru heimilinu en systkinin Halldór, Kristín og Ásgeir á hinu heimilinu. Þannig vom á Ásbrandsstöðum tvö heimili, en búrekstur allur sameig- inlegur og samvinna algjör um þau verk sem vinna þurfti. Halldór og Kristín systir hans tóku í fóstur tvær dætur þeirra Runólfs og Guð- rúnar, þær Guðnýju og Sigrúnu og einnig Heiðrúnu dóttur Þorsteins Stefánssonar og Sigrúnar ^Guð- mundsdóttur systur þeirra, sem lést í október 1945 þegar Heiðrún var 3 ára að aldri. Frá því eldri systkin- in fóm að reskjast hefur Sigrún Runólfsdóttur staðið fyrir heimil- inu. Guðný er húsfreyja á Torfa- stöðum í Vopnafirði, gift Alfreð Péturssyni, en Heiðrún býr á Hornafirði gift þeim sem þetta ritar. Eins og var um fólk til sveita á þessum árum naut Halldór lítillar skólagöngu, en lærði þeim mun meira í skóla lífsins og átti ótmlega auðvelt með að tileinka sér ýmsar nýjungar og tækni sem að gagni komu við störf hans sem bóndi. Ilalldór var laghentur maður og útsjónarsamur og vann á yngri árum talsvert fyrir sveitunga sína að ýmiss konar smíðavinnu, pípu- lögnum og viðgerðarstörfum. Einn- ig mun hann hafa starfað við brúar- smíði innan sveitar og utan. Þau tæplega 90 ár sem Halldór á Ásbrandsstöðum lifði hafa vafalít- ið orðið meiri breytingar í íslensku þjóðlífi, en nokkurt annað tímabil í Islandssögunni. Þegar ég kynntist Halldóri var hann sextugur að aldri. Mér er afar minnisstætt hve laginn hann var við störf sín við allar vélar og með- ferð þeirra. Hann stundaði þá og lengi eftir það, búskapinn af fullum þrótti í félagi við Einar bróðurson sinn Runólfsson sem þá hafði tekið við af föður sínum og Gunnari bróð- ur hans, sem unnið hefur að bú- skapnum jafnframt störfum sínum sem vörubílstjóri. Starfsþrek hans var líka með ólíkindum og þó hann væri kominn á níræðisaldur vann hann að verulegu leyti margvíslega vélavinnu við heyskap á sumrin. Halldór var heimakær og ferðað- ist ekki mikið á lífsleiðinni. M.a. mun hann aðeins einu sinni hafa talið sig eiga svo brýnt erindi til Reykjavíkur að hann þyrfti þangað að koma. Hann hafði hins vegar góða almenna þekkingu á högum lands og þjóðar og fylgdist afar vel með öllum þjóðmálum fram undir hið síðasta og hafði mjög afdráttar- lausar skoðanir. Það háði honum talsvert á efri árum, að hann hafði skerta heyrn og átti því erfiðara Matthías Jón Eyjólfur Konráð Rannveig herra taldi tillöguna vera athyglis- verða, réttarbætur á þessu sviði væru hið þarfasta mál. Viðskipta- ráðherra sagði nauðsynlegt að hafa í huga að í samningum um Evr- ópskt efnahagssvæði væri að finna ákvæði um samstarf á sviði félaga- réttar. Ákvæði þessa samnings myndu leiða til þess að gera yrði breyting- ar í félagalöggjöfínni, fyrst og fremst hlutafélagalöggjöfinni. Sú tillaga sem nú væri til umræðu tengdist þessum breytingum. Þær hugmyndir sem þessi þingsályktun- artillaga byggði á yrðu sannanlega hafðar í huga við aðlögun að Evr- ópuréttinum. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) þakkaði viðskiptaráðherra fyrir góðar undirtektir við tillöguna sem Mattías Bjarnason hefði verið svo elskulegur að leyfa sér að vera meðflutningsmaður að. Það mátti glöggt skilja að Eyjólfi Konráði þótti atvinnurekstri best fyrirkomið í hlutafélagaforminu en það yrði að reyna að sníða af þá agnúa sem menn hefðu því miður misnotað. Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði hér hreyft þörfu máli og tók undir að það yrði að stefna að sem almennastri eignaþátttöku þegar ríkisfyrirtæki væru einkavædd. Rannveig lét þess getið varðandi skattaafsláttinn vegna fjárfestingar í atvinnurekstri að það hefði gerst að „menn keyptu fyrir jól, seldu eftir jól“. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) og Jón Helgason (F-Sl) þökkuðu formanni efnahags- og viðskiptanefndar fyrir þessa tilllögu og lýstu stuðningi sínum við hana. Umræðu varð lokið en atkvæða- greiðslu frestað. með að taka þátt í samræðum eins og hann hefði kosið, en hann lét það ekki hindra sig í að koma skoð- unum sínum á framfæri á skýran hátt. Hann var mikill framsóknar- maður og aðdáandi Jónasar frá Hriflu á sínum tíma. Hann var einn- ig einn af stofnfélögum Kaupfélags Vopnfirðinga. Á Ásbrandsstöðum hefur hver kynslóðin tekið við af annarri og eldra fólkið átt þess kost að dvelja á heimili sínu þrátt fyrir háan aldur við frábæra ummönnun og ósér- hlífni þeirra systra Kristínar og Sig- rúnar Runólfsdætra. Þetta er að verða fátítt nú á tímum elliheimila og dvalarheimila aldraðra. Enginn vafi er á því að þetta er eldri kyn- slóðinni hins vegar afar mikilvægt. „Hvað ungur nemur gamall tem- ur“ segir máltækið. Ég hygg að það geti allur sá fjöidi barna_ og ungl- inga sem dvalið hefur á Ásbrands- stöðum tekið undir. Það hefur svo sannarlega aukið þeim þroska og þekkingu og skilning á -lífinu og tilverunni. Eg vil í því sambandi færa sérstakar þakkir frá börnum mínum fyrir að hafa átt þess kost að dvelja þar. Ég álít það hafa verið lán fyrir alla þá sem áttu þess kost að kynn- ast heimilishögum, lífsviðhorfi og störfum fólksins þar. Ég votta að- standendum samúð mína. Hermann Hansson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.