Morgunblaðið - 21.02.1992, Page 25

Morgunblaðið - 21.02.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 25 Fyrirlest- ur um heil- brigðis- þjónustu VILHJÁLMUR Árnason, dósent í heimspeki við Háskóla Islands, heldur fyrirlestur á vegum Fé- lags áhugamanna um heimspeki á Akureyri. Fyrirlesturinn verð- ur fluttur í Háskólanum á Akur- eyri við Þórunnarstræti á morg- un, laugardag, kl. 14. og nefnist hann „Hvað er heilbrigðisþjón- usta“. í viðleitni sinni til að svara þeirri spurningu mun Vilhjálmur velta því fyrir sér hver séu meginmark- mið og verkefni heilbrigðisþjón- ustu, hvert sé inntak mannlegs heilbrigðis og hvernig skipta megi gögnum og gæðum heilbrigðis- þjónustunnar á réttlátan hátt. - 9 -m 0 Morgunblaðið/Snorri Snorrason Reynslusigling BYLGJAN VE 75 fór í sína fyrstu siglingu síðastlið- inn sunnudag, er skipið var reynt á Eyjafirði. Skip- ið var smíðað af Slippstöðinni á Akureyri og hefur verið unnið við það með hléum frá árinu 1988. Jó- hannes Óli Garðarsson, framleiðlsustjóri Slippstöðv- arinnar, segir að reynslusiglingin hafi gengið vel í alla staði og hafi menn verið mjög ánægðir með skipið. Bylgjan er 277 tonn að stærð, 36,4 metrar að lengd og 8,6 að breidd. Hún er alhliða togveiði- skip búið til vinnslu og frystingar á þorski. Um borð eru tilhreyandi vinnsluvélar og þrír láréttir plötufrystar og annar hver þeirra um 8 tonnum á sólarhring. Frystilest er í skipinu, 260 rúmmetrar að stærð. Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugar- vatni, BA-prófi í heimspeki og uppeldis- og kennslufræði frá Há- skóla íslands, og síðar doktors- gráðu í heimspeki frá Purdue- háskólanum í Bandaríkjunum árið 1982. Erindi hans og greinar um heimspeki og siðfræðileg efni hafa birst í blöðum og tímaritum hér á landi og erlendis. Með fyrirlestri Dr. Vilhjálms lýkur þeirri umræðu sem Félag áhugamanna um heimspeki efndi til um heilbrigðishugtakið, en Pét- ur Pétursson heilsugæslulæknir og Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir fjölluðu um þetta efni á sl. vetri. (Fréttatilkynning) Kröfum upp á 62 milljómr króna lýst í þrotabú Oslax LÝSTAR kröfur í þrotabús Óslax er rekið í húsakynnum þrotabúsins. verið fiskeldishús, sem Byggða- í Ólafsfirði nema tæpum 62 millj- Heildarkröfur í þrotabúið eru 62 stofnun leysti til sín og þá hefði ónum króna. Þær eignir sem til milljónir og lýsir Byggðastofnun búið átt ker og búnað, auk hafbeit- voru í búinu hafa verið seldar á langstærstu kröfunni, eða 46,5 arlaxa í sjó. „Lausafé og veiðivon,“ 500 þúsund krónur. milljónum. Þá lýsir Sparisjóður eins og bústjórinn orðaði það voru Ólafsfjarðar kröfum upp á 11,5 seld á hálfa milljón króna. Óslax var úrskurðað gjaldþrota milljónir króna. Fyrsti skiptafundur í þrotabúinu í lok október á síðasta ári. Heima- verður haldinn 5. mars næstkom- menn stofnuðu fljótlega nýtt fyrir- Ólafur Birgir Árnason bústjóri andi og bjóst Ólafur Birgir við að tæki um reksturinn, Laxós sem nú þrotabúsins sagði að eignir hefur málinu yrði lokið á þeim fundi. Mikilvægur íshokkíleikur SKAUTAFÉLAG Akureyrar tek- ur á móti Skautafélagi Reykjavík- ur í 3. umferð íslandsmótsins í íshokkí á morgun, laugardag. Leikið verður á skautasvellinu á Akureyri og hefst leikurinn kl. 14. Fyrir leikinn eru liðin efst og jöfn að stigum og úrslit leiksins eru því mikilvæg fyrir bæði liðin í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Vert er að geta þess að marka- hlutfall hefur ekki áhrif á úrslit mótsins heldur verður leikinn úr- slitaleikur ef tvö lið verða efst og jöfn. (Fréttatilkynning) Dalvík: Hver á fiskinn? HVER á fiskinn? er yfirskrift fundar sem haldinn verður í Vík- urröst á Dalvík á morgun, laugar- dag, og hefst kl. 13.30. Það er Stafnbúi, félag sjávarút- vegsfræðinema við Háskólann á Akureyri, sem gengst fyrir fundin- um, en félagið hefur síðustu vikur efnt til sams konar funda víða um Norðurland þar sem fjallað hefur verið um forsendur fiskveiði- stjórnunar, ákvörðun heildarkvóta, áhrif fiskveiðistjórnunar á hags- munaaðila og áhrif fiskveiðistjórn- unar á búsetu. Á fundinum á laugardag verða flutt fjögur framsöguerindi, en þau flytja Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, lektor við Háskóla íslands, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, Snjólfur Ólafsson, dós- ent við Háskóla íslands, og Valdi- mar Bragason framkvæmdastjóri en fundarstjóri verður Kristján Þór Jú- líusson bæjarstjóri. Að ioknum fram- söguerindum verður opnað fyrir fyr- irspurnir og almennar umræður. Vigdís Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 8. september 1956 Dáin 16. febrúar 1992 Manstu, manstu orð og atvik, öðrum hulin, týnd og gleymd, — töfrablik og unaðsóma, ævintýri séð og dreymd. Æsku minnar gulli góðu gat oss engin ránshönd svipt. Það er mótað barnsins brosi, ber þess mynd og yfirskrift. (Örn Amarson) Með þessu ljóði kveðjum við ást- kæra systur og frænku. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Sigurðson, Sigurður Snorri Gunnarsson. Með örfáum orðum langar mig til að minnast mágkonu minnar, Vig- dísar Sigurðardóttur. Foreldrar hennar eru Sigurður Sigurðsson bóndi á Sleitustöðum í Skagafirði og Margrét Haraldsdótt- ir. Vigdís átti við mikil veikindi að stríða í mörg ár, en það lét hún aldrei á sig fá, og aldrei talaði hún um það eða kvartaði ef hún fann til. Við áttum margar góðar stundir saman þau sl. níu ár sem við þekktumst. Hún var mér mjög hjálpsöm við að læra og þekkja lífið í sveitinni. Og oft dáðist ég að því hvað hún var dugleg við heimilisverkin. Vigdís þótti gaman að syngja og fara með vísur, enda komin af góðu söng- fólki. Hún hafði yndi af að hitta fólk og fórum við saman í heimsókn- ir og í bíltúra og þá var hlustað á útvarp og sungið með. Við hittumst síðast helgina 14.-16. febrúar og þá datt manni ekki í hug að þetta yrði í síðasta skipti sem við hittumst. En maður veit aldrei næsta augnablik. Ég votta foreldrum Vigdísar, systkinum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sælustraumur hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness.) Svanhildur Jóhannesdóttir. Austurlensk teppi Nýjar sendingar 'sia Verslunarhús Faxafeni 11, sími 686999 Sérverslun með mottur og teppi FÉLAGSÚF I.O.O.F. 12 = 1732218'h = Erindi. I.O.O.F. 1 S1732218ViS9.il.* FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3S11798 19533 Vetrarfagnaður Ferðafélagsins 7. mars Félagar og aðrir, mætið vel á vetrarfagnaðinn laugardaginn 7. mars i Básnum, Ölfusi. Frábær skemmtun. Gullfossferð kl. 10.30 og Kjalar- nesgangan 4. ferð kl. 13 sunnu- daginn 23. febrúar. Ski'ðagang- an verður auglýst um lelð og snjóalög leyfa. Vinnudagur í Mörkinni 6 á morgun, laugardag, frá kl. 9-17. Sjálfboðaliðar óskast. Hafið samband við skrifstofuna. Kvöldvaka með Ævari Peder- sen um Breiðafjarðareyjar verður nk. miðvikudagskvöld 26. febrúar í Sóknarsalnum. Þorrablót Hornstranda- fara 22. febrúar Við minnum Hornstrandafara F.í. síðustu tveggja sumra á þorrablót laugardaginn 22. fe- brúar í veitingasalnum við Bláa lónið. Brottför með rútu kl. 19.00. Upplýsingar veitir undir- búningsnefndin: Guðmundur í síma 686111, Guðrún í síma 46887, Gróa í síma 671018, Ágústa í síma 92-68206, Andri i síma 72524 og Unnur í síma 21486. Mætum síðan öll i vetrarfagnað Feröafélagsins 7. mars. Skíðaganga f Noregi 20.-29. mars. Staðfesta þarf pantanir fyrir lok febrúar. Ferðafélag islands. Samvera fyrir fólk á öllum aldri i kvöld í Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. Allt er fertugum fært Hjónahópur annast samver- una. Ungt fólk á öllum aldri ec velkomið. Frá Guöspeki- fétaginu ■ngontitrNU zz. Askrtftarsimi Oanglm w 39673. I kvöld kl. 21.00 flytur Jörundur erindi: „Sókrates meðal meist- ara" í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15.00 með fræðslu og umræðum kl. 15.30. Gestur: Sveinn Freyr. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. UTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnud. 23. febr. Kirkjugangan 4. áfangi Kl. 10.30: Esjuberg - Hof - Brautarholt. Kl. 13.00: Sjávarhólar - Hof - Brautarholt. Sjáumst! Útivist. KFUK KFUM Fræðslustundir m á laugardögum í aðalstöðvunum við Holtaveg kl. 10.30-12.00. Á morgun verður fjallað um efnið: Fylling heilags anda. Umsjón Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.