Morgunblaðið - 03.03.1992, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
Búið að veiða 450
þús. tonn af loðnu
Heistu veiðisvæðin eru nú þrjú
UM 393 þúsund tonn af loðnu höfðu í gærmorgun veiðst frá
áramótum. Þar af voru um 380 þúsund tonn komin á land sam-
kvæmt upplýsingum Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda
og tæp 15 þúsund enn um borð í skipunum. A allri vertíðinni
hafa veiðst tæp 450 þúsund tonn. Skipin landa í ýmsum höfn-
um, þar sem þróarrými opnast, og fjögur sigldu til Færeyja.
Helstu veiðisvæðin eru þijú.
Þeir sem ianda fyrir austan eru
út af Hornafirði, Vestmannaeyja-
bátamir halda sig mest fyrir aust-
an Eyjar og síðan eru nokkrir
bátar á veiðisvæðinu á Faxaflóa
og Breiðafírði. Aðalgangan er tal-
in vera fyrir austan en skipstjór-
arnir sem eru að veiðum fyrir vest-
an land láta vel af veiðinni þar.
Togarar hafa orðið varir við
loðnu á Vestfjarðamiðum og hafa
sjómenn talið að þar væri komin
hin dularfulla vestanganga. Fór
rannsóknaskipið Árni Friðriksson
yfir svæðið frá Halamiðum að
VEÐUR
Kópanesgrunni en fann lítið. '
Börkur NK var að veiðum vest-
an við Hornafjörð eftir hádegið í
gær þegar Morgunblaðið hafði
samband við skipstjórann. Börkur
var þá að fylla sig eftir sex tíma
á veiðisvæðinu og bauð nærstöddu
skipi afganginn. Börkur ber um
1.270 tonn. Gott veður var á svæð-
inu í gær og sagði skipstjórinn á
Berki að það væri fyrsti almenni-
legi dagurinn í langan tíma. Sagð-
ist hann verða var við töluvert af
loðnu þarna og skipin fylltu sig
nokkum veginn jafnóðum og þau
kæmust á veiðisvæðið.
Morgunblaðið/I»orkell
Á myndinni eru frá vinstri Theódóra Jónsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Jón Sveinbjörrí Steinþórsson,
Ásgeir Pálsson, Óskar Bjartmars og Jón Þorsteinssón. Fyrir aftan þau standa borgarstjórahjónin, Stein-
unn Ármannsdóttir og Markús Örn Antonsson.
Reykvíkingnm 100 ára og
eldri boðið í kaffi í Höfða
BORGARSTJÓRI, Markús Örn
Antonsson, og eiginkona hans,
ÍDAGki
12.00
Heimild: Vefiurstofa ísiands
(Byggt á veðurepá kl. 16.1S f gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 29. FEBRUAR
YFIRLIT: Milli Labrador og Suður-Græntands er víðáttumikil 947 mb
djúp lægð sem þokast heldur austur og grynnist. 1.008 mb hæð er yfir
norðaustur strönd Græniands. Skammt suðaustan af Nýfundnalandi er
að myndast lægð sem mun hreyfast hratt austur og síðan norðaustur.
SPÁ: Sunnan og suðaustan áu. Skúrir sunnan og vestanlands en úrkomu-
laust er norðan og norðvestanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Sunnan átt, sumsstaðar stinningskaldi sunn-
anlands en hægari annarsstaðar. Smáél eða slydda sunnan og vestan-
lands en úrkomulaust að mestu annarsstaðar. Hiti um frostmark sunn-
antil á landinu en vægt frost í öðrum landshlutum.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg sunnan og suðvestan án. Smá-
él sunnantil á landinu en bjartviðri víða annarsstaðar, nema á Vestur-
landi, þar verður skýjað. Frost 3 til 5 stig.
Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
r r r
f r
r r r
Rigning
* r *
* r
r * r
Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
V V V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjööur er 2 vindstig.^
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig-.
J?
FÆRÐ A VEGUM:
Greiðfært er á vegum í nágrenni Reykjavikur og einnig um Suðurnes.
Sama er að segja um Hellisheiði og Þrengsli. Vegir á Suðurlandi eru
flestir þokkalega færir og fært með suðurströndinni austur á Austfírði.
Vegir í Borgarfirði, á Snæfellsnesi, i Dölum og vestur í Reykhólasveit
eru færir og jeppafært á Bröttubrekku. Fært er orðið á milli Bíldudals
og Brjánslækjar og á milli Þingeyrar og ísafjarðar og þaðan til Bolungar-
víkur og Súðavíkur. Ófært er um Isafjarðardjúp og Steingrimsfjarðar-
heiðí. Frá Drangsnesí er fært suður Strandirnar. Holtavörðuheiði er fær
og einnig flestir vegir é Norðurlandi, svo sem til Sigfufjarðar og Akur-
eyrar. Fært er frá Akureyri til Ólafsfjaröar og einnig austur um Þingeyjar-
sýslur. Á Austurlandi eru flestir vegir greiðfærir. Víða er mikil hálka á
vegum. Vegagerðin
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavik
hitl veður
+1 skýjað
1 alskýjað
Bergen
3 rígningésið.
aiat
Helsinki 3 þokumóða
Kaupmannahöfn vantar
Narssarssuaq 1 slydda
Nuuk 6 alskýjað
Ósfó 6 jjokumóða
Stokkhólmur 10 þokumóða
Þórshöfn vantar
Algarve 14 þokumóða
Amsterdam vantar
Barcelona 13 þokumóða
Berlín 11 rigning
Chicago 1 heiðskírt
Feneyjar 6 alskýjað
Frsnkfurt 8 rigning
Glasgow 6 rigning
Hamborg 7 skýjað
London 7 skýjað
LosAngeles 14 rigning
Luxemborg 8 skýjað
Madrid 11 alskýjað
Maiaga 14 súld
Maliorca 16 alskýjaö
Montreal þokumóða
NewYork 4 alskýjað
Orlando 13 heiðskfrt
Parfe 10 léttskýjað
Madeira 16 skýjað
Róm 13 þokumóða
Vfn 12 mlstur
Washington 5 léttskýjað
Winnipeg +8 léttskýjað
Steinunn Ármannsdóttir, buðu
þeim Reykvíkingum sem verða
100 ára eða eldri á þessu ári í
kaffiboð í Höfða síðastliðinn
laugardag í tilefni af því að um
þessar mundir eru íbúar höfuð-
borgarinnar orðnir 100 þúsund.
Sex manns á þessum aldri komu
í boðið. Markús Örn Antonsson
borgarstjóri bauð gestina velkomna
og sagði að því miður hefðu ekki
allir séð sér fært að þiggja boðið
en á annan tug manns hefur nú
náð þessum háa aldri í Reykjavík.
Sagði hann m.a. að þetta boð væri
virðingarvottur við eldri kynslóðir.
Jón Sveinbjörn Steinþórsson var
einn gestanna í Höfða. Hann fædd-
ist í Önundarfirði 22. ágúst árið
1892 og verður því 100 ára á ár-
inu. „Eftir fermingu fór ég á sjóinn
. og var þá búinn að bíða eftir því í
nokkurn tíma að geta byrjað sjó-
mennsku. Ég var á sjónum í 30 ár
og svo vann ég hjá Eimskip eftir
það,“ sagði Jón.
Hann býr nú hjá dóttur sinni,
Sesselju, í Reykjavík. „Ég get ekki
lýst því hversu gott það er að búa
hjá henni en hugurinn veit það.“
Jón sagðist hafa átt góða ævi en
auðvitað hefði hann átt erfitt á
stundum. „Erfiðleikarnir styrkja
mann bara,“ sagði Jón.
Jón Þorsteinsson fæddist 20. des-
ember árið 1892 og hefur búið í
Reykjavík síðan 1918 og nú býr
hann einn. „Ég var vörubílstjóri í
60 ár án slysa. Einnig vann ég hjá
Vegagerð ríkisins í 30 ár og ég var
í fullri vinnu þangað til ég varð
áttræður," sagði Jón.
Hann sagðist vera við góða heilsu
nema hvað heyrnin væri -farin að
gefa sig. „Ég er einnig trúaður
maður og trúi því að ég hafi verið
leiddur í gegnum ævina. Ég trúi
því að það sé Guðs vilji að ég er
vel hraustur," sagði Jón að lokum.
Nýr framkvæmda-
stjóri Kísiliðjunnar
STJÓRN Kísiliðjunnar hf. í Mý-
vatnssveit hefur ráðið nýjan
framkvæmdastjóra Kisiliðjunn-
ar. Tii starfsins var ráðinn Frið-
rik Sigurðsson, sjávarlíffræðing-
ur. Friðrik var valinn úr hópi 54
umsækjenda um starfið. Friðrik
tekur við stöðu framkvæmda-
stjóra af Róbert B. Agnarssyni
sem gegnt hefur stöðunni frá 1.
júní 1985.
Friðrik Sigurðsson var fram-
kvæmdastjóri Landssambands fisk-
eidis- og hafbeitarstöðva (LFH) frá
desember 1986 til júní 1990 og var
þá á sama tíma ritstjóri Eldisfrétta.
Frá júní 1990 .til febrúar 1991 var
Friðrik framkvæmdastjóri fyrir
Friðrik
Sigurðsson
íslenski hesturinn á
sýningn í Kaliforníu
Bobby í Dallas ríður íslenskum hesti
SEX íslenskir knapar og jafnmargir hestar munu taka þátt í al-
þjóðlegri hestasýningu sem fram fer í Los Angeles í Kaliforníu
dagana 11. til 14. mars nk. Leikarinn Patrick Duffy, sem íslend-
ingar þekkja sem Bobby í Dallas, mun ríða íslenskum hesti á
sýningunni. Fyrirhugað er að auglýsa íslensk hross á sýningunni
með aukinn útflutning til Bandaríkjanna í huga.
Fram til þessa hefur íslenski
hesturinn einkum verið vinsæll í
Evrópu. Trausti Þór Guðmundsson
tamningamaður segist telja að út-
fiutningur til Bandaríkjanna gæti
aukist verulega ef íslenski hestur-
inn yrði auglýstur þar á svipaðan
hátt og gert var í Evrópu á sínum
tíma.
„Að vísu er það dálítið ofariega
í huga Bandaríkjamanna að ís-
lenski hesturinn sé sætur en við
viljum vega þyngra en það og verð-
um því að gera þeim grein fyrir
hvað íslenski hesturinn getur gert
annað en að vera sætur,“ segir
Trausti Þór. Að sögn Trausta
Þórs er söluverð 80% þeirra hrossa
sem seld eru úr landi á bilinu 120
til 150 þúsund krónur.
þrotabú íslands-
iax hf. Frá febrú-
ar 1991 hefur
Friðrik verið
framkvæmda-
stjóri ísnó hf. Á
sama tíma hefur
Friðrik gegnt
ýmsum stjórnar-
og trúnaðarstörf-
uin sem tengjast
fiskeldi.
Friðrik Sigurðsson er kvæntur
Margréti Eydal félagsráðgjafa og
eiga þau tvö börn.
Friðrik tekur við sem fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar 1. maí
nk.