Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
Að lifa með landinu
Myndlist____________
Bragi Ásgeirsson
Það hefur vafist fyrir okkur
myndlistarrýnum blaðsins hvort
það sé okkar hlutverk að skrifa um
ljóðasýningar þær sem settar hafa
verið upp á Kjarvalsstöðum undan-
farið.
Hins vegar er það ekki frekar
hlutverk bókmenntagagnrýnenda,
því að hér er ekki um útgáfustarf-
semi að ræða, heldur kynningu á
ljóðum viðkomandi skálda, sem er
sjónræns eðlis og fer inn á svið
hönnunar. Uppsetningarnar eru
stór hiuti af framkvæmdinni, og
það er sennilega okkar hlutverk
að fjalla um þær svo og aðra sjón-
ræna þætti.
Möguleikarnir eru hér ótæmandi
og mætti til að mynda vísa til
mismunandi leturgerðar, því að það
fer miður vel að prenta lauflétt ljóð
með þungu og þróttmiklu letri.
Þetta atriði er enn ókannað, og svo
hafa ljóð sumra skálda verið mynd-
skreytt og mætti þá hugsanlega
lífga upphenginguna með því að
láta eina og eina mynd fylgja.
Ekki endilega frummyndir heldur
stækkaðar myndir eða hluta þeirra
í svart-hvítu, eða jafnvel lit, en ný
tölvutækni gerir það mögulegt.
Hér er aðeins hreyft við mögu-
leikum, en þeir eru sem fyrr segir
margir og ættu ljóðin að virka sem
innblástur þeim sem falin er hönn-
unin, og þeirra skal sérstaklega
getið í upplýsingum um hveija ein-
staka kynningu, sem nauðsynlegt
er að fylgi, svo að framtakið skilji
eftir einhveijar heimildir. Það væri
mögulegt að sérhanna lítinn ritling
með öllum Ijóðunum sem til sýnis
eru hveiju sinni og gætu áhuga-
samir safnað þeim og hér er innan
seilingar að búa til sérstakt og
óvenjulegt ljóðasafn með mikið
heimildar- og söfnunargildi.
Mikilvægast er þó að undirbún-
ingurinn sé rúmur og kynningin
standi lengur yfir. Mætti í þeim
tilgangi veija þeim peningum sem
nú fara í veitingar við hátíðlegar
opnanir, en skenkja fólki mysu og
súrmjólk í staðinn! Hef ég haft
drjúga ánægju af þessu framtaki,
en því miður misst af einni kynn-
ingu, sem var á Ijóðum Hannesar
Sigfússonar, vegna þess að henni
var lokið er ég kom á staðinn.
Það má ekki gerast, að slíkar
kynningar standi hálfan sýningar-
tíma annarra sýninga á staðnum
eins og átti sér stað, því að þetta
á að vera alvöruframtak, en ekki
einungis frumleg viðbót til að lífga
upp á staðinn, því að þá er Ijóðlist-
in orðin vinnukona myndlistarinn-
ar, og til þess ætlast enginn sann-
ur myndlistarmaður.
Og svo er einnig mögulegt að
færa út kvíamar og kynna óbundið
mál. Yrði þetta þá mikilvægt fram-
tak til málræktar með margþætt-
um atriðum sjónlistar í bland.
Matthías Johannessen
— Um þessar mundir stendur
yfir kynning á ljóðum Matthíasar
Johannessen, en megineinkenni
ljóða hans er öðru fremur rík til-
finning fyrir landi og þjóð. Hér
hefði mátt túlka þessar tilfinningar
á margan hátt og vísa einnig til
sérstöðu hans sem Reykjavíkur-
skálds.
Að sjálfsögðu eiga Ijóðin að vera
í forgrunni, en myndskreytingar
og hönnun eiga að styrkja þau og
efla og laða að gesti Kjarvalsstaða
og gera heimsókn á staðinn að enn
meiri yndisauka og helgistund.
Ég minnist sérstaklega á þetta
vegna þess að mér þykir uppsetn-
ingin á ljóðum Matthíasar full
stöðluð og hrá, og möguleikarnir
vannýtir, sem maður að hluta getur
skrifað á kostnað hins hijúfa og
fráhrindandi umhverfís. Þó er allt
í lagi með uppsetninguna á veggn-
um og að hafa einnig ljóð á glerinu
er snjöll hugmynd, gerir þau loft-
kennd og næstum gagnsæ. Hér er
sjónræna atriðið virkt og ég er ein-
mitt að biðja um meira af slíku.
En hins vegar eru skilrúmin dálítið
umkomulaus og vandræðaleg í ein-
hæfri uppsetningu sinni og eru alls
ekki faílin til þess.að auka á tjá-
kraft ljóðanna. En Ijóðin sjálf
standa þó sannarlega fyrir sínu og
þegar öllu er á botninn hvolft má
það vera aðalatriðið
Saknaðarfull munúð
Þegar Jóhanna Kristín Ingva-
dóttir kom fyrst fram á sýningunni
„Ungir listamenn1* að Kjarvalsstöð-
um -1983, urðu margir forviða. Ein-
faldlega vegna þess að verkin, sem
blöstu við þeim er inn komu, gáfu
allri sýningunni samstundis líf og
lit og voru sem burðarás hennar.
I þeim var eins konar dulúðugur
lífsblossi og seiðgaldur, sem ekki
hafði sést áður í íslenskri myndlist,
en á sér rætur og grómögn í upp-
hafi aldarinnar er Edvard Munch
var fyrirmynd og áhrifavaldur
umbrotasamra listamanna í Þýska-
landi og víðar í álfunni. En áhrifín
komu þó trauðla beint frá Munch,
frekar um ýmsar krókaleiðir frá
þeim sem urðu helteknir af norræn-
um galdri snillingsins, svo sem ég
hef áður vísað til, t.d. meðlimum
listhópsins. die Brucke, og einnig
seinni tíma listamönnum, er
byggðu myndheim sinn á svipuðum
grunni.
Auðvitað eru til íslenskir iista-
menn, sem hafa málað í hinni til-
fínningaþrungnu úthverfu innsæis-
stefnu, en einfaldlega ekki frá þess-
ari hlið.
Þessar fyrstu myndir Jóhönnu
Kristínar báru svip af mögnuðum
æskublossa og lífsundrun. Það var
eins og kveikt væri á kerti í myrkri
og eitt augnablik blasa dularmögn
lífs og gróandi við skoðandanum,
fersk og safarík. Töfraljómi og
yndisþokki sem yfírskyggði hinn
dökka grunntón myndanna.
Ljóst mátti vera, að hér var sleg-
inn nýr tónn í íslenskri myndlist,
sem var allt í senn ferskur, djúpur
og myrkur.
En Jóhanna var þó enginn ný-
græðingur í listinni, því að baki
voru átta námsár sem skiptust
jafnt milli heimaslóða og Hollands,
auk þriggja ára sjálfstæðra rann-
sókna. Listakonan flýtti sér þannig
hægt og ennþá einu sinni sannað-
ist máltækið, að sígandi lukka er
best.
Þrátt fyrir að kenna megi sterk
áhrif frá öðrum listamönnum i
málverkum Jóhönnu, bera þau fírn-
asterk einkenni hennar, og það er
einungis óverulegur blæbrigða-
munur á ljósmyndum af henni
sjálfri og sumum sköpunarverk-
anna.
Svipmót hennar og yfirbragð
allt einkenndi umkomulaust þung-
lyndi, samofið tortryggni og ótta.
Hún var lítil, úfín og veikluleg, en
það sem mest var þó áberandi í
öllu þessu sköpunarverki voru aug-
un, spurul, dularfull og ásakandi,
og þau voru meira lýsandi en augu
annarra, því að í kringum þau voru
jafnaðarlega dökkir baugar - ein-
ungis mismunandi dökkir. Hún var
nemandi minn tvö fyrstu námsárin
í MHÍ, og á þeim tíma voru tengsl
nemenda og kennara mun meiri
og nánari en seinna varð. Mér kom
hún þannig fyrir sjónir að hún
væri næstum óraunveruleg, líkast
skugga úr fortíðinni, og enga
manneskju man ég eftir að hafa
hitt, sem minnti mig oftar á heiti
bókar Aksel Sandemose: „Hið liðna
er draumur“.
- Jóhanna Kristín Ingvadóttir
kom sem fullmótuð á vettvang ís-
lenskrar listar og þótt hún gerði
mörg prýðileg verk á þeim átta
árum, sem hún átti eftir ólifuð er
mikil spurn, hvort hennar verði
ekki minnst lengst fyrir hina glæsi-
legu frumraun sína. í öllu falli var
hún mestur meistarinn, er hún
vann í dökkum myndum, þar sem
líkast er sem ofurviðkvæmni ein-
kenni pensilstrikin ásamt töfrum
flauelsmjúkrar áferðar.
En ég varð var við, að ekki lík-
aði öllum umsvifalaust við þennan
blakka sársaukafulla heim hennar,
og kannski var það þess vegna sem
hún reyndi að mála glaðhlakka-
legri myndir. En það var einfald-
lega ekki upplag hennar, þótt svo
hún næði einnig ágætum árangri
á því sviði, en hvergi nærri jafn
dulúðugum, mögnuðum og sönn-
um. En hins vegar hefði hún vafa-
lítið getað náð langt í andhverfu
svarta litarins, sem eina hvíta
myndin á sýningunni er til vitnis
um. í henni koma fram blæbrigði
sem eru náskyld þeim í svörtu
myndunum, einungis andhverfa
þeirra.
Ef við lítum á það, að svarti lit-
urinn styrkir og dýpkar ljósið, þá
er hann einn fegursti tónn litakerf-
isins, enda litur lífsgleðinnar í sum-
um austrænum löndum.
Jóhanna naut sín best, er hún
málaði beint út úr sér, þannig að
myndir hennar bera svip af tilfínn-
ingagosi, en mun síður þegar hún
gerði myndir að beiðni annarra, því
að þá er eins og einhver horfi yfir
öxlina á henni.
Enginn getur sagt hvernig þró-
unin hefði orðið ef Jóhönnu Krist-
ínu Ingvadóttur hefði auðnast að
lifa lengur, en öll sýningin að
Kjarvalsstöðum ber mikilli hæfi-
leikamanneskju vitni, sem senni-
lega hefur ekki verið með öllu
meðvituð um sínar dijúgu listrænu
gáfur.
Sýningunni að Kjarvalsstöðum
er vel fyrir komið, en æskilegt hefði
verið að meiri áhersla hefði verið
lögð á dökka myndheiminn og
reyna ekki að fjörga heildarsvipinn
með skemmtilegri viðfangsefnum,
því að í raun og veru eru lífsmögn-
in mest og upphöfnust er myrk en
ómenguð sálarkvika listakonunnar
lýsir upp sviðið.
Claude Rutault
Myndlist______________
Bragi Ásgeirsson
Á alþjóðlegum listaverkamark-
aði fer margt fram, sem krefst
ýtrustu skilgreiningar til að hinn
almenni listnjótandi fái melt það
og meðtekið. Stundum er myndferl-
ið í formi flókinnar gátu, sem ein-
ungis innvígðum er mögulegt að
ráða ásamt eins konar mannvits-
brekkum í listasögufræðinni. Þetta
er nefnilega þetta, sem á fagmáli
nefnist „háintellekrúal" list, og er
eins og hvísl á milli fárra útvaldra
í réttrúnaðinum.
Haldi slíkir myndlistarmenn sýn-
ingar, eru listasögufræðingar eða
listgagnrýnendur jafnan skammt
undan með fyrirlestra, sendir á
stúfana af umboðsmönnum sínum
til að útskýra leyndardóma listar
viðkomandi og miðla til óupplýstari
einstaklinga þjóðfélagsins.
Ein álman á Pompidou-safninu
í París er til vinstri við aðalinn-
ganginn og í nágrenni hinnar
stórglæsilegu bókabúðar á pallin-
um. I þá sali legg ég jafnan leið
mína, þyí að þar eru iðulega til
sýnis hávísindalegar sýningar og
þetta kemur mér við, eins og annað
í list nútímans, og lætur mig ekki
ósnortinn.
En þangað rata fáir og oft er
ég einn í sölunum ásamt safnvörð-
unum, nema að maður mæti fólki
sem er að leita að hliðarútgangi
út á Rue du Renard eða Rue Beau-
borg.
Það hefur vakið athygli mína hve
fáir koma þangað, en það er enginn
dómur á það sem til sýnis er hveiju
sinni, heldur ber vott um að hér sé
á ferðinni tormelt list, sem dragi
ekki að sé fjöldann, jafnvel ekki á
nýrri tímum ótakmarkaðs upplýs-
ingaflæðis og meiri áhuga á listum
en nokkru sinni í sögunni.
Mér datt þetta strax í hug, er
ég skoðaði sýningu Claudes Rut-
aults í Kjarvarlssal á Kjarvalsstöð-
um, en hún minnti mig sterklega
á ýmislegt sem ég hef séð í fyrr-
nefridum sölum. Þá er hún ekki
langt frá sýningu landa han, Ca-
sals, í Vestursal fyrir fáum mánuð-
um, og er ekki ólíklegt, að sömu
aðilar standi að markaðssetningu
beggja. Nöfn þessara manna
fínnast hvergi í nýjustu uppsláttar-
ritum mínum og skil ég síður hvaða
erindi Kjarvalsstaðir eigi í mark-
aðssetningu einstakra franskra
myndlistarmanna. En mikið væri
annars gaman, að fá hingað yfir-
gripsmeiri sýningu á ungri franskri
myndlist eða einhvern þverskurð af
hinu nýjasta í París og þá ekki allt
samlitt, því að listin í heimsborginni
er fjölþætt og spennandi um þessar
mundir.
í báðum tilvikum skín hin klára
hönnun í gegnum ferlið ásamt um-
hverfisáhrifunum, sem þeir eru að
reyna að framkalla, en hver á sinn
hátt.
Rutault notar liti og frumform í
ríkara mæli, en þar fyrir er meira
en hæpið að hægt sé að kalla verk
hans málverk, nema auðvitað í þeim
skilningi að allt sé málverk sem
málað er, sem að sjálfsögðu er rétt.
En það sem við höfum nefnt mál-
verk í listasögunni í nokkrar aldir
þykja mér af allt öðrum toga.
Fyrir ári voru sýndir sex þættir
um alþjóðlega hönnun á Stöð tvö
og duttu mcr þá allar dauðar lýs
úr höfði, jafn óvenjulegt sem slíkt
menningarframtak var úr þeirri átt,
því vafalítið erum við aftast á mer-
inni í þessum efnum í Evrópu. Þessi
óvenjulega framkvæmd fæddi fljót-
lega af sér heilsíðugrein, þar sem
ég þakkaði framtakið með virktum.
En það sem mér finnst áberandi,
er hve hugsunin er um sumt svipuð
hjá sumum hönnuðunum og hjá
Claude Rutault, einkum hjá einni
Morgunblaðið/Einar Falur
Claude Rutault
foldgnárri og flugmælskri sprund,
sem mig minnir að hafi ábyggilega
verið frönsk (Andreé Putman) og
gekk út frá tærleika rýmisins og
Ijósum flötum. Ákaflega hrífandi
og snjallt.
Að vissu marki hafði sumt á
sýningu Rutaults svipuð áhrif á
mig, einkum niðurröðun hvítra
myndfleka á samlitaða veggi, svo
og rauðu og grænu sérsmíðuðu
skilrúmin er blasa við er inn er
komið og ganga þvert yfir rýmið
og skipta því, en ég hafði það samt
meira á tilfinningunni, að ég væri
innan um vel hannaða hluti og
hnitmiðað litaval, en á málverka-
sýningu.
Almenningur er tvímælalaust
orðinn meðvitaðri um fjölbreytni
mannlífsins og minnist ég þá einn-
ig þess, sem hinn heimskunni bíla-
hönnuður Gerald Hirschberg orðaði
svo réttilega: „Þá er framúrstefna
gagnslaus ef allir eru að bisa við
hana, því að þá vantar fastan punkt
í tilveruna."
Á borði hjá gæslukonu liggja
nokkrar sýningarskrár og ein er
þeirra veglegust, en hún er af sýn-
ingu sem nú er í gangi á Pompidou-
safninu og fer síðan til Grenoble
og Dijon.
Þetta er fínn katalógur með
myndum sem á mun skilvirkari
hátt segja frá list Claude Rutaults
en sjálf sýningin á Kjarvalsstöðum,
en heldur þykir mér lesmálið
dijúgt, en þetta er sem fyrr segir
list, sem þarfnast nákvæmrar út-
listunar fyrir meltingarfæri heilak-
irnunnar.
Þeim sem hafa hjarta og þörf
fyrir slíkar skilgreiningar á vinnu-
ferli listamanns, skal eindregið
ráðlagt að verða sér úti um ljósrit-
aða ritgerð hjá gæslukonunni, en
þar kemur margt athyglisvert í ljós.