Morgunblaðið - 03.03.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
17
verið sérstaklega dregnir fram á
meðfylgjandi yfirliti er hársnyrti-
þjónusta, sem rekin er á öldrunar-
heimilum borgarinnar, rekstur
mötuneyta (þ. á m. bakstur), prent-
stofu o.fl. Þá hefur alls ekki verið
reynt að draga upp mynd af marg-
víslegri verkfræði-, tækni- og sér-
fræðiþjónustu, sem stofnanir og fyr-
irtæki borgarinnar hafa með hönd-
um, en eflaust væri að hluta unnt
að bjóða út meðal einkaaðila.
Þrátt fyrir þessa fyrirvara vekja
framangreindar upplýsingar marg-
ar spurningar. Er það ekki hrein
tímaskekkja að borgin reki tré-
smiðju, vélaverkstæði, pípugerð o.fl.
sem auðvelt er að bjóða út á sam-
keppnisgrundvelli, og að borgin sé
jafnve! að fjárfesta í aðstöðu og
tækjum undir slíka starfsemi, þegar
mörg önnur verkefni bíða óleyst?
Er það sjálfgefið, að Rafmagnsveita
Reykjavíkur, sem hefur orkusölu
sem aðalstarfsemi, þurfi að hafa um
65 rafvirkja á launaskrá? Hvað
mælir á móti því, að borgin leiti til
einkafyrirtækja til að annast garð-
yrkju, þ. á m. að hafa í vinnu þau
ungmenni, sem vinnuskóli borgar-
innar hefur boðið sumarstörf? Væri
slík leið ekki betur fallin til þess en
borgarvinnan að temja ungmennum
eðlilegan aga við vinnu?
Upplýsingar um
skattskil vantar
Það skal að lokum tekið fram að
í reikningum og íjárhagsáætlun
borgarinnar koma ekki fram nógu
sundurliðaðar upplýsingar til að
unnt sé að draga af þeim ályktanir
um það, hvort eða hversu vel ein-
stakar stofnanir fylgja gildandi lög-
um og reglugerðum um skil á virðis-
aukaskatti og öðrum sköttum.
Landssamband iðnaðarmanna
hefur borið upp við stjórnvöld að
óeðlilegt sé hve upplýsingar um
greiðslu sveitarfélaga á virðisauka-
skatti séu afar óaðgengilegar. Eng-
ar sýnilegar tryggingar eru fyrir því
að þau standi skil á lögboðinni skatt-
heimtu. Án þess að neitt sé fullyrt
um skattskil fyrirtækja í eigu sveit-
arfélaga má ljóst vera að slíkt
ástand elur á tortryggni og hlýtur
til lengri tíma litið að teljast óviðun-
andi.
Höfundur er forseti
Landssambands iðnaðarmanna.
í MARGAR
GERÐIR BÍLA
VERÐ FRÁ KR.
1.366.-
Bílavörubú6in
FJÖÐRIN
Skeifunni 2,
Sími 81 29 44
■ STJÓRN Foreldra- og kenn-
arafélags Egilsstaðaskóla álykt-
ar eftirfarandi: „Við hörmum þann
mikla niðurskurð sem nú hefur
verið boðaður á fjárframlögum til
grunnskóla landsins. Við álítum
að fækkun kennslustunda, fjölgun
í bekkjum og aðrar þær sparnaða-
raðgerðir sem skólarnir nú eru
neyddir til að grípa til, komi illa
niður á börnum okkar og muni, í
sumum tilfellum, hafa skelfilegar
afleiðingar. Nú þegar eru víða og
margir nemendur í bekkjardeild,
þannig að kennarinn nær ekki að
mæta þörfum nemenda sinna sem
skyldi. Þau börn sem eiga í erfið-
leikum með námsefnið og fá ekki
nauðsynlega kennslu og stuðning,
upplifa sjálf sig mislukkuð, eiga á
hættu að einangrast félagslega og
neikvæð sjálfsmynd verður viðvar-
andi. Góður skóli er börnum okkar
nauðsynlegur og þar með þjóð-
félaginu öllu. Við teljum það frá-
leitt að grípa til sgarnaðarráðstaf-
ana á þessu sviði. I grunnskólalög-
um segir að grunnskólinn skuli
„stuðla að alhliða þroska, heil-
brigði og menntun hvers og eins“.
Við skorum á menntamálaráð-
herra að standa vörð um grunn-
skólann með því að sjá til þess að
þeir fái nægilegt fjármagn til að
skila hlutverki sínu með sóma.“
(Fréttatilkynning)
Þ.ÞDRBBÍMSSOW &C0
EE0SQDBB.
gólfflísar- kverklistar
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
Hinn þekkti húðfrœðingur,
MICHELLE AMBERNI
kynnir og veitir persónulega róðgjöf
varðandi notkun ó nýju óhrifaríku
kremlínunni RM2 fró STENDHAL.
Miðvikudaginn 4. mars kl. 14.30-18.00.
SÁPUHÚSIÐ,
Laugavegi 17 Reykjavík.
Q f. r\ 11 í ■ ] Stendhalfrœðingur veitir förðunarráðgjöf,
OI 'cX\ Cl II Cl 1 IOI með litalínunni frá STENDHAL
Eftirtaldir afgreibslustabir Islandsbanka veita Húsfélagaþjónustu:
Bankastrœti 5, sími 27200.
Lœkjargata 12, sími 691800.
Laugavegur 172, sími 626962.
Álfheimar 74, sími 814300.
Crensásvegur 13, sími 814466.
Háaleitisbraut 58, sími 812755.
Stórhöfbi 17, viö Cullinbrú, sími 675800.
Lóuhólar 2-6, sími 79777.
Krínglan 7, sími 608000.
Þarabakki 3, sími 74600.
Dalbraut 3, sími 685488.
Eibistorg 17, Seltj., sími 629966.
Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfirbi,
sími 54400.
Strandgata 1, Hafnarfirbi^ sími 50980.
Hörgatún 2, Carbabæ, simi 46800.
Hamraborg I4a, Kópavogi, sími 42300.
Þverholt 6, Mosfellsbœ, simi 666080.
Hafnargata 60, Keflavík, sími 92-15555.
Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-13255.
Hrísalundur la, Akureyri, sími 96-21200.
Abalgata 34, Siglufirbi, sími 96-71305.
Nœsta mál!
Kosning gjaldkera
húsfélagsins
Húsfélagaþjónusta íslandsbanka
býðst til að annast innheimtu-, greiðslu-
og bókhaldsþjónustu fyrír húsfélög.
Gjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei
þótt eftirsóknarvert, enda bæbi tímafrekt og oft van-
þakklátt.
Húsfélagaþjónustan auöveldar rekstur og tryggir
öruggari fjárreiöur húsfélaga meö nákvœmri yfirsýn yfir
greiöslustööu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrir-
komulag er því íbúum fjölbýlishúsa til hagsbóta.
HÚSFÉLAGA
Pionusta
f£?
Þrir þœttir Húsfélagaþjónustu:
Innheimtuþjónusta:
Bankinn annast mánaöarlega tölvuútskrift gíróseöils á hvern greiö-
'0\ anda húsgjalds. Á gíróseölinum eru þau gjöld sundurliöuö sem greiöa
þarf til húsfélagsins.
I!
'i
|i
, X1 - - ■ -
'fcf. u hita, færir bankinn af viöskiptareikningi og sendir til viökomandi á
VtysLUÍ** umsömdum tíma.
§j Greiösluþjónusta:
Öll þau gjöld sem húsfélagiö þarf aö greiöa, t.d. fyrir rafmagn og
Bókhaldsþjónusta:
í lok hvers mánaöar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa
greitt og í hvaö peningarnir hafa fariö.
í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greiöslur
íbúa á árinu og skuldir þeirra í lok árs.
Allar nánari upplýsingar um Húsfélagaþjón-
ustu bankans og kynningartilbobiö sem
stendur húsfélögum til boöa til
16. mars fást hjá þjónustufulltrúum í neöan- ISLANDSBANKI
greindum afgreiöslustööum bankans. _ {takt V(-ð nýja ^ma/