Morgunblaðið - 03.03.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992
SKREFÍ S ANN GIRNISÁTT
eftir Kristínu Á.
*
Olafsdóttur
Lítið skref í sanngirnisátt var
stigið á síðasta fundi borgarráðs.
Sanngirnin snýr að tekjulágum
elli- og örorkulífeyrisþegum sem
búa í eigin húsnæði. Borgarráð
ákvað að hækka dulítið tekjumörk-
in sem miðað er við þegar fast-
eignaskattur er felldur niður eða
lækkaður hjá ofangreindum hóp-
um.
Fyrir borgarstjómarkosningar
1990 lýstu fulltrúar Nýs vettvangs
því yfir að þeir vildu að fasteigna-
skattar elli- og örorkulífeyrisþega
yrðu lækkaðir. Tilgangurinn var
auðvitað sá að auðvelda fólki að
búa áfram á eigin heimili, þótt
tekjur hefðu rýmað vegna vinnu-
loka eða skertrar vinnugetu. Fyrir
rúmu ári lögðum við fram tillögur
um að hækka verulega viðmiðun-
artekjumörk, svo mun fleiri en
þeir sem búa við allra lægstu tekj-
ur fengju niðurfellingu eða lækkun
á skattinum. Þessar tillögur okkar
vom kolfelldar, fengu einungis
atkvæði Nýs vettvangs.
Viðmiðunartekjur fyrir
fasteignaskatt
Um síðustu áramót gerðum við
aðra tilraun. Fulltrúi okkar í fram-
talsnefnd borgarinnar lagði fram
breytingartillögu sem gekk tals-
vert skemur en tilraun okkar árinu
áður. Vonin var sú að hægt væri
að fá fólk til þess að tosa viðmið-
unartekjumar eitthvað upp, þótt
ekki væri gengið eins langt og við
teljum sanngjarnt, m.a. í ljósi þess
sem tíðkast hjá nágrannasveitar-
félögum okkar sem hlífa miklu
tekjuhærri lífeyrisþegum við þess-
um gjöldum. Meirihluti framtals-
nefndar vildi ekki fallast á breyt-
ingartillöguna og hélt sig við þær
viðmiðunarreglur sem gilt hafa um
árabil. Borgarráð tók hins vegar
afstöðu með því að fara bil beggja.
Þessi litli áfangasigur veldur því
að nú sleppa lífeyrisþegar við fast-
eignaskattinn ef þeir hafa haft
585.000 kr. eða minna í heildar-
tekjur árið 1991. Viðmiðun meiri-
hluta framtalsnefndar var tæplega
519.000 kr. Fyrir hjón er upphæð-
in 820.000. Viðmiðunartekjur fyrir
þá sem fá 80% eða 50% afslátt
hækka á bilinu 65.000-95.000 kr.
„Mál standa því þannig,
að ellilífeyrisþegar og
öryrkjar sem treysta
sér til þess að nota al-
mennar sundlaugar
Reykjavíkurborgar fá
þar ókeypis aðgang,
eins og verið hefur um
árabil, en sé fólk það
illa statt líkamlega að
það kemst ekki í sund
nema í sérútbúnar laug-
ar eins og Grensáslaug-
ina, verður það að
borga.“
frá því sem meirihluti framtals-
nefndarinnar lagði til.
Gjald í Grensáslaugina
Borgarráð á enn óafgreidda til-
lögu sem ég lagði fram fýrir
nokkru og er ætlað að afnema
ósanngimi í garð öryrkja og gam-
als fólks sem sækir sundlaug
Grensásdeildar Borgarspítalans.
Hér er um að ræða fólk sem ekki
treystir sér til þess að nota al-
mennar sundlaugar borgarinnar
vegna líkamlegrar hömlunar. Með
tilvísun frá lækni er því heimilað
að njóta þeirra aðstæðna sem
Grensáslaugin býður upp á, en hún
er sérstaklega útbúin fyrir end-
urhæfingarsjúklinga Grensás-
deildar.
Þeir sem sækja laugina utan
úr bæ hafa til skamms tíma gert
það endurgjaldslaust. í kjölfar
niðurskurðar ríkisstjómarinnar á
fé til heilbrigðisþjónustunnar brá
svo við að ákveðið var að taka 100
króna gjald fyrir hverja sundlaug-
arferð eftir 18 fyrstu skiptin. Mál
standa því þannig, að ellilífeyris-
þegar og öryrkjar sem treysta sér
til þess að nota almennar sund-
laugar Reykjavíkurborgar fá
ókeypis aðgang, eins og verið hef-
ur um árabil, en sé fólk það illa
statt líkamlega að það kemst ekki
í sund nema í sérútbúnar laugar
eins og Grensáslaugina, verður
það að borga. Varla getur þetta
talist sanngimi.
Reykjavíkurborg getur beitt sér
fyrir því að gjaldið í Grensáslaug-
EIN MEÐ OLLU E-8001
Einstaklega fjölhæf æfinga-
samstæða með þrekstiga að
auki. Einföld í notkun, fyrir-
ferðarlítil, engar plötu- eða
víraskiptingar, þyngdir allt að
90 kg. Æfingar fyrir allan
líkamann.
Verð kr. 75.000.-
Stgr. kr. 69.750.-
A lú er tímabært að
g 1 ghrista af sér slenið,
M m sumarið nálgast með
sundlaugar- og stranda-
feröum. Hvernig væri að
láta sjálfan sig ganga fyrir,
taka upp gott mataræði og
reglulegar æfingar.
Ótrúlega fjölhæfur, fyrir-
ferðarlítill og ódýr pressu-
bekkur frá Weider. Býðst
nú ásamt 46 kg. lyft-
ingarsetti og ísiensku æf-
ingakerfi með yfir 30
líkamsmótandi æfingum.
Verð kr. 38.500.-
Stgr. kr. 35.420.-
l3;IJH!ll.1*hM
Hundruð ánægðra
kaupenda geta vottað
um frábæra eiginleika
þessa þrekhjóls. Nú
með tölvu- og púlsmæli.
Verð kr. 25.500.-
Stgr. kr. 23.970.-
Ath. 20% stgr. afsl. til
el I i lifey risþega kr.
20.400.-
Nýr og endurbættur þrekstigi
með tölvumæli. Frábært
æfingatæki fyrir mjaðmir,
fótleggi og kálfa. Eykur
brennslu og úthald.
Verð kr. 21.000.-
Stgr. kr. 19.950.-
Léttur og góður æfinga-
fatnaöur frá Gilda Marx og
Russell Athletic.
Ath. Nýr prótein- og tækja-
bæklingur. Hringið og við
sendum endurgjaldsiaust.
ii
HREYSTI
-frixkandi verslun-
SKEIFUNNI 19- SÍMI 681717- FAX 813064
Sporfver . Glerórgötu 28 ■ Akureyri S: 96-11445
Kristín Á. Ólafsdóttir
ina verði afnumið með því að
lækka verðið á vatninu sem laugin
kaupir frá Hitaveitu Reykjavíkur.
Þar skortir nefnilega sanngirni,
því Grensáslaugin nýtur ekki sömu
kjara og sundlaugar borgarinnar
og nágrannasveitarfélaganna.
Þessar laugar greiða 30% af al-
mennum taxta fyrir hitaveituvat-
nið, en Grensáslaugin fullan taxta,
þann sama og þú og ég greiðum
fyrir heimilisnotin. Þannig greiddi
laugin frá ársbyijun 1990 fram í
febrúarbyijun í ár tæplega 2,5
milljón krónur fyrir vatn Hitavei-
tunnar. Þessi vatnskaup hefðu
kostað tæpar 750 þúsund krónur
á þeim kjörum sem almennu sund-
laugamar njóta. í ársbyijun 1990
var ákveðið að sundlaug Sjálfs-
bjargar í Hátúni fengi heita vatnið
á 30% kjörunum eins og sveitarfé-
lagalaugarnar, svo rökin fyrir því
að annað eigi að gilda fyrir Grens-
áslaugina eru vandfundin.
Ég leyfi mér að vona að borgar-
fulltrúar allir sjái sanngirni í þessu
máli og samþykki því tillögu mína
um að lækka vatnsverðið til Grens-
áslaugarinnar þannig að hún sitji
við sama borð og hinar laugamar
sem versla við Hitaveitu Reykja-
víkur. Með því móti ætti að.afnem-
ast það óréttlæti að láta einmitt
heilsuveilustu gamalmennin og
öryrkjana borga fyrir þá heilsubót
sem sundið er.
Höfundur er borgarfulltrúi Nýs
vettvangs.
_______________Brids____________________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 17. febrúar hófst Butl-
er-keppni með þátttöku 20 para. Eftir
fyrsta kvöldið er staðan þessi:
Guðbrandur Sigurbergss. - Kristófer Magnúss. 65
GuðlaugurSveinsson-MagnúsSverrisson 59
Ingvarlngvarsson-KrisjánHauksson 40
FriðþjófurEinarsson-ÞórarinnSófusson 37
Hjá byijendum hófst einnig 12 para
Mitchell-tvímenningur:
N-S-úrslit:
Bryndís Eysteinsdóttir - Atli Hjartarson 97
Þóra Ásgeirsdóttir — Þórunn Ólafsdóttir 88
Auður Bjamadóttir - Soffía Gísladóttir 85
A-V-úrslit:
Hjördís Siguijónsdóttir - Maria Guðnadóttir 95
AmarJónsson-EysteinnEinarsson 92
Sigrún Amórsdóttir - Bjöm Höskuldsson 91
Skagfirðingar spila
í Skipholti 70
Bridsdeild Skagfirðinga er að flytja
sig um set og var sagt í þættinum sl.
sunnudag að þeir myndu spila í Há-
túni 12 í kvöld. Þetta er ekki rétt.
Spilamennskan verður í Skipholti 70
Iðnaðarmannahúsinu og hefst spila-
mennskan kl. 19.30.
Bridsdeild Itangæinga
Staðan í aðalsveitakeppriinni eftir 6
umferðir:
Daníel Halldórsson 117
Eiríkur Helgason 114
Björn Árnason 107
Rafn Kristjánsson Halldór Gúnnarsson 103 102