Morgunblaðið - 03.03.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 03.03.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 Söngrir og^ söng-- kennsla á Islandi eftir Agústu Agústsdóttur Forspjall „Raddimar eru góðar, en tækni er mjög ábótavant." Þetta sagði próf. Hanne-Lore Kuhse í viðtali við Morgunblaðið í fyrsta skipti sem hún kom til íslands að kenna söngtækni. Eg vil gjarnan gera þessi orð að mínum í þessari grein um söng og söngtækni. Á öndverðri þessari öld fór ís- lenskt „raddfólk" að hugsa sér til hreyfings í sambandi við söngnám, en til þess þurfti undantekningar- laust að sækja til útlanda. Það voru óskráð lög, að til þess að nokkrum dytti í hug að hleypa heimdraganum til söngnáms þurfti viðkomandi að hafa „mikil og fögur hljóð“, auk þess að hafa hæfileika til músíkiðk- unar að öðru leyti, þ.e. að „vera músíkalskur“. Ekki datt raddlítilli eða raddlausri manneskju í hug að læra söng í þann tíð, svona í bríaríi, þótt það kæmist því sem næst í tísku síðar á öldinni. Já, meira að segja fóru menn, „spámenn“ okkar, að telja, að allir gætu lært_að syngja! Þetta tfar kannski bragð til þess að fá sem flesta nemendur og flokkast því undir „business“, en hann á sem slíkur ekkert skylt við tónlist, þótt hann eigi æ ríkari þátt í henni, illu heilli. En meira um það síðar. Nokkrir af þessum- fyrstu söng- menntuðu íslendingum ílentust er- lendis, svo sem Pétur Á. Jónsson (Unser-Peter), sem starfaði sem „hetjutenór" við þýsk óperuhús, og Stefán íslandi, sem ráðinn var við Konunglegu óperuna í Kaupmanna- höfn. Aðrir (mismikið menntaðjr) söngvarar sneru aftur heim til ís- lands, þótt lítið væri hér fyrir þá að gera annað en að syngja eitt og eitt hlutverk í óperuuppfærslum Þjóð- leikhússins eða í konsertformi, svo og hlutverk í kóruppfærslum. Þótt íslenskir Söngvarar væru á þessum árum mjög miklu færri en nú er lá ekki við að þetta nægði þeim til andlegs og líkamlegs viður- væris. Fyrsti þáttur Lengi vel tíðkaðist ekki, að konur syngju opinberlega, heldur eingöngu karlar. Þeir fluttu einnig kvenhlut- verkin, enda var tekið upp á því að gelda karla til þess að þeir fengju nógu háar raddir. Nú þykir sannað, að þess hafi ekki þurft. Á okkur dögum eru til karlar, sem læra að syngja svonefndan eounter-tenor, en ekki verður fjallað um þá tækni hér, til þess skortir mig þekkingu á fyrir- bærinu. En það er þess vegna tiltölu- lega stutt síðan konur fóru að læra söng. Ríkisútvarpið hefur á undanförn- um árum lagt nokkra áherslu á flutning gamallar tónlistar, bæði spilað nýjar upptökur á gamalli tón- list og eins gamlar hljóðritanir, eink- um með söngvurum. Auðvelt er að heyra mismuninn á þessari gömlu söngtækni og þeirri, sem nú á dögum þykir góð og gild. Oftast var röddin látin duga, að við- bættum smekk hvers og eins, eða eins og stundum er sagt: „að syngja á talentinu." Karlar, sérstaklega tenórar, rembdust eins og rjúpan við staurinn að ná háu tónunum. Raddstyrkurinn miðaðist eingöngu við raddböndin. „Háar“ sópranraddir þóttu auðvitað gulls ígildi. En nú vitum við, að all- ir sópranar geta verið „háir“, noti þær rétta tækni. En í þennan tíma var tæknin nær óþekkt fyrirbrigði, nema sú, sem meðfædd var. Þeir söngvarar eru hins vegar óteljandi, sem aldrei komast í kynni við góða söngkennslu. Ekki er víst, að allir hafi einu sinni teljandi löng- un til þess að komast til góðs kenn- ara. Það er vissulega auðveldara og átakaminna að læra hjá kennara, sem árum saman gerir litlar sem engar kröfur til nemandans aðrar en þær kannski, að nemandinn hlusti á frásagnir kennarans af „frægð“ sinni og „ágæti“. Það verður þó að teljast helst til ófijótt nám og oftast verður útkoman sú, að nemandinn hefur læit svo og svo mörg lög og aríur, en kann samt ekki að syngja. Ég hefi sjálf hlýtt á Qölda „lokatón- leika“, þar sem ekki örlar á söng- Ágústa Ágústsdóttir „Með því að átakið við sönginn færist neðar slaknar á vöðvum í and- liti, herðum og hand- leggjum og söngvarinn lítur ekki lengur út eins og festur upp á þráð, með afmyndað andlit.“ kunnáttu, þegar frá er skilið, að nemandinn má heita að kunna sjálf verkin, sem flutt eru. Einhver dæmi eru svo um það, að söngkennari hefur sjálfur tileink- að sér einhvers konar raddbeitingu og getur kennt hana, auk þess sem hann reynir að segja nemandanum til um textaframburð. í slíkum dæm- um þykist áheyrandinn stundum grilla í góðar raddir, sem gætu náð lengra, ef viðkomandi kæmist til góðs kennara. Svo er um flesta söngkennara hér á landi, að þeir þekkja ekki muninn á raddbeitingu og söngtækni. Með Richard Wagner (f. 1813) má tala um byltingu í sönglist. Áður höfðu Bellini, Verdi, Puccini og Mascagni samið dramatískustu óperurnar. Nú varð allt í einu að gera aðrar og harðari kröfur til söngvaranna. Röddin þurfti að spanna víðara tónsvið. Öndun varð að agast meira en áður, því að hend- ingar voru margar gríðarlangar. Raddstyrkurinn varð einnig að vaxa, ef heyrast átti til söngvarans við undirleik stærri hljómsveitar en áður hafði þekkst. Wagner sjálfur gerði aðrar listrænar kröfur. Hann hirti ekki um, að söngvarinn hentist yfir sviðið í nokkrum glæsilegum stökk- um, heldur skyldu persóna söngvar- ans, svipbrigði og látbragð sjá um túlkunina. Um þær mundir, sem fyrstu óperur Wagners komu fram á sjónarsviðið, var Wilhelmine Schröder-Devrient (f. 1804) að enda söngferil sinn, aðeins 43 ára að aldri. „Þótt efstu tónar hennar væru farn- ir að láta á sjá“ vildi Wagner fyrir hvern mun fá hana til þess að syngja Zentu, þegar Hollendingurinn fljúg- andi var frumsýndur í Dresden 1843, og gerði hún það, þá 39 ára að aldri. Annar mikill þýskur söngvari þess- ara ára var Schnorr von Carolsfeldt, sem söng Tristan, þegar sú ópera var frumflutt í Munchen árið 1865, en þá varð sá sorglegi atburður, að söngvarinn lést á sviðinu, aðeins 29 ára að aldri. Á þessum tíma, eins og því miður enn vill brenna við, notuðu söngvarar nær eingöngu raddböndin, hálsvöðvana og höfuðið. Líkamlegt álag við sönginn varð því óheyrilega mikið, eins og örlög Schnorr von Carolsfeldt sýna. Schröder-Devrient var um fer- tugt, þegar söngferli hennar lauk og mun slíkt hafa verið algengt í þann tíð. En nú vita söngvarar, sem búa yfir góðri tækni, að á þessu ald- ursskeiði er rödd söngvara fyrst að verða fullþroskuð. Það má nefna, að hljóðritanir með söngkonunum Kirsten Flagstad, Birgit Nilson og Hanne-Lore Kuhse, eru bestar, þeg- ar söngkonurnar eru um sextugt. I viðtali við Morgunblðið var „frægur“ íslenskur barýtón að því spurður, hvort hann væri ekki heldur of ungur til þess að syngja Vetrar- ferðina eftir Schubert. Svaraði hann því til, að nú væri hann einmitt að nálgast þann aldur, þegar söngvarar færu að dala. Hann var þá á fertugs- aldri! Þessi sami söngvari lærði söng hjá öðrum íslenskum barýtón, er lét svo um mælt í sjónvarpsþætti, er hann var inntur eftir tækni í söng, að hún væri ekki til, „annaðhvort gæti maður þetta eða ekki!“ Von- andi hefur hinum unga barýtón skil- ist, eftir að hann var „kominn undir manna hendur" í Þýskalandi, að svona tala aðeins þeir, sem ekkert inngrip hafa í söngkennslu og telja sönginn bestan eftir magni en ekki gæðum. Nú sáu söngvarar, ekki síst Wagner-söngvarar, að eitthvað þurfti til bragðs að taka, ef söngur átti ekki að vera lífshættulegt fyrir- tæki. Létta þurfti álagi af lungum, hálsi og höfði. Smám saman þróað- ist tækni, sem enn er í framför og aðeins W'agner-söngvarar búa yfir. Hún er fólgin í því að nota neðsta hluta skrokksins, mjaðmagrind, kvið- og bakvöðva, en minnka og helst létta öllu álagi af hálsi, herðum og bijóstkassa. Nú hættu söngvarar að anda með því að þenja lungun út ofan frá, en fylltu þau í staðinn neðan frá og uppúr. Með þessu móti þorna ekki raddböndin sífellt vegna loftstraumsins og söngvarinn kemst hjá því að erta raddböndin um leið og hann andar, eins og oft vill brenna við, sérstaklega ef við- komandi er kvefaður. Með því að átakið við sönginn færist neðar slaknar á vöðvum í andliti, herðum og handleggjum og söngvarinn lítur ekki lengur út eins og festur upp á þráð, með afmyndað andlit. Eitt af því, sem íslenskir söngvar- ar virðast hafa leitt hjá sér um ára- tuga skeið, er að standa rétt. Þetta er gífurlega mikilvægt atriði. Búast má við slakri frammistöðu, ef söngv- ari stendur örlítið boginn í baki, eða með háls og höku framstandandi, eða signar axlir og jafnvel bogin •hné, en þetta sést oft á tónleikum, meira segja hjá reyndum söngvur- um. Fær cellóleikari lét eitt sinn svo um mælt, að ef maður liti vel út við hljóðfæraleikinn, yrði árangurinn góður. Enn heyrist það, t.d. hjá ítölskum söngkennurum, að tækni í söng sé ekki til. í stað tækni leggja þeir áhersluu á svonefndar brellur (tricks) til þess að fleyta sér yfir „erfiðari tónana“. Það eru enda fáir góðir Wagner-söngvarar á Ítalíu. Sé notuð sú tækni, sem mér verð- ur tíðrætt um (má segja, að ég sé með hana á heilanum!), þá eru ekki til neinir erfiðir staðir. Röddin lifir og blómstrar, svífur eins og loftbelg- ur, og ekki þarf annað en auka „gas- ið“ á neðsta og efsta sviði og eftir því hvort sungið er veikt eða sterkt. Þessi tækni á alls staðar við. Hún gerir kleift að spanna sviðið frá Mozart til Wagners. Auðvitað er skiljanlegt, að söngv- arar, sem ekki hafa lært mikið sjálf- ir, hafi ekki hirt um að sækja góð námskeið, staðni í vitleysunni sem þeir eitt sinn fyrir löngu „kynntu sér“. En það breytir ekki þeirri stað- reynd, að nú syngja flestar söngkon- ur á íslandi allar eins, þ.e. með þeim leiða, gamla tóni, sem orðheppin söngkona nefndi „ísafoldartón". Og lýkur hér þessum fyrsta þætti um söng og söngkennslu. Höfundur er söngkona. Um Menningarsjóð útvarpsstöðva eftir Hjálmtý Heiðdal Tilefni þéssa greinarstúfs er grein Davíð Stefánssonar í Morgun- blaðinu 5. febrúar sl. um Menning- arsjóð útvarpsstöðva. Niðurlag og öll meining greinarinnar er á þessa leið: „Sjóðurinn er til óþurftar. Leggjum hann niður.“ Davíð telur upp tvær meginástæðúr fyrir þess- ari afdráttarlausu niðurstöðu: í fyrsta lagi „með stofnun menning- arsjóðs útvarpsstöðva er gefið í skyn að útvarps- og sjónvarpsstöðv- um sé ekki treystandi til að standa að gerð menningarlegs dagskrár- efnis". Og í öðru lagi: „Með ákvæði í lögum um menningarsjóð útvarps- stöðva er í raun verið að færa þetta menningarhlutverk að nokkru leyti frá Ríkisútvarpinu." Mér sýnist að útvarpsráðsmaður- inn Davíð sé ekki búinn að átta sig á tilgangi menningarsjóðsins og þeim möguleikum sem hann felur í sér fyrir innlenda dagskrárgerð. Framlög úr sjóðnum eru „til efl- ingar innlendri dagskrárgerð" eins og segir í reglugerð fyrir sjóðinn. Efling innlendrar dagskrárgerðar, í öllu því flóði af erlendu efni sem nær augum og eyrum íslendinga, getur varla „fært menningarhlut- verk frá Ríkisútvarpinu" né „gefið í skyn að útvarps- og sjónvarps- stöðvunum sé ekki treystandi til að standa að gerð menningarlegs dag- skrárefnis". Efling innlendrar dag- skrárgerðar hlýtur að vera af hinu góða og ætti ekki að vera „móðgun við þá sem svo ötullega hafa lagt sitt af mörkum til íslenskrar menn- ingar“ svo vitnað sé í orð Davíðs. Þessi rök Davíðs eru algjörlega í lausu lofti og vanhugsuð. Efling þýðir væntanlega meira og betra og ef það kætir ekki þá „sem svo ötullega hafa lagt sitt af mörkum til íslenskrar menningar" - hverja þá? • Fé til sjöðsins fæst með skatt- tekju á auglýsingabirtingar í út- varpsstöðvunum (hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvum), en er ekki tekið af auglýsingatekjum stöðvanna eins og skilja má af skrifum Davíðs. Væri sjóðurinn lagður niður þá félli þetta gjald burt og kæmi ekki við sögu í innlendri dagskrágerð. Búið mál. En sjóðurinn er til, og nú er ein- mitt verið að úthluta úr honum í fyrsta skipti eftir að reglugerðinni var breytt. Nú geta einstaklingar og fyrirtæki sem starfa við dag- skrárgerð fengið framlög úr sjóðn'- um, en ekki bara útvarpsstöðvar eins og áðúr vár háttað. Eitthvað. virðist það fara fyrir bijóstið á Davíð þegar hann skrifar: „Og nú eiga kvikmyndagerðarmenn að koma inn í spilið og njóta úthlutun- ar úr sjóðnum. Það var ,þá til bóta . i.“ Til upplýsingar fyrir Dav- íð, og aðra þá sem ekki vita, bendi ég á að hugmyhdin að þessari leið „til eflingar innlendri dagskrár- gerð“ er komin frá kvikmyndagerð- armönnum sjálfum, þó svo að fram- kvæmdin í höndum ráðamanna hafi sett málið tímabundið út af sporinu. En það eru einmitt þessir sömu kvikmyndagerðamenn sem best þekkja þá erfiðleika sem steðja að innlendri dagskrárgerð. Og þeir vilja að þessi mikílvægi þáttur í ís- Hjálmtýr Heiðdal „Fé til sjóðsins fæst með skatttekju á aug- lýsingabirtingar í út- varpsstöðvunum (hljóð- varps- og sjónvarps- stöðvum), en er ekki tekið af auglýsingatekj- um stöðvanna eins og skilja má af skrifum Davíðs.“ lenskri menningu standi styrkum fótum. I grein Davíðs kemur fram að allt útvarpsráð sé þeirrar skoðunar að leggja beri sjóðinn niður. Ráðs- mönnum til umhugsunar bendi ég á eftirfarandi: íslenskt útvarp verð- ur að flytja innlent efni - þá pen- inga er oftast erfitt að galdra fram - sjónvarpsnotendur hafa í hverri skoðanakönnun á fætur annari lýst því yfir að þeir kjósa gott innlent efni umfram flest annað - góð inn- lend dagskrá laðar að áhorfendur - auglýsendur í hljóðvarpi og sjón- varpi vilja að sem flestir sjá og heyri auglýsingar og reyna því að hnýta þær við vinsælt efni - 10 % menningarsjóðsgjald sem leggst ofan á auglýsingabirtingar er nú notað til þess (að vísu fer rúmlega helmingur gjaldsins til Sinfóníu- hljómsveitarinnar) að búa til vand- aða innlenda dagskrá! Að lokum vil ég vitna i orð Ólafs G. Einarssonar menntamálaráð- herra, sem hann lét falla á mál- þingi kvikmyndagerðamanna 29. nóvember sl.: „Ýmsir vilja leggja niður Menningarsjóð útvarpsstöðva, sem fjármagnaður er af auglýsend- um í útvarpsstöðvum með 10% álagi á auglýsingagjöld, en ekki af al- mennu rekstrarfé stöðvanna eins og margir virðast halda. Með því að breyta til muna laga- og reglu- gerðarákvæðum um þennan sjóð og framkvæmd þeirra hef ég þá trú að enn megi freista þess að hann geti þjónað upphaflegum tilgangi sínum“. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.